Morgunblaðið - 08.12.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.12.1988, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1988 Í6 „Aumurersá sem á ekkert fjall“ Békmenntir Jenna Jensdóttir Iðunn Steinsdóttir: Víst er ég fullorðin. Almenna bókafélagið 1988. Iðunni Steinsdóttur hefur tekist sérlega vel að skyggnast inn í heim ævintýranna með spennandi og kjammiklum frásögnum sem lýsa af góðu og fjölskrúðugu máli. Hún hefur einnig skyggnst um í fomsögum okkar og búið á list- rænan hátt til frásagnir þaðan, sem henta vel yngstu lesendunum. Bókin „Víst er ég fullorðin“ er saga úr raunveruleikanum. Og sannarlega blæs hann hér um, vorhlýr eða ískaldur eftir atvikum. Sagan gerist (áreiðanlega) austur á §örðum eftir 1950. Fermingar- stúlkan Soffía er aðalpersónan. Hún segir sjálf frá og öll sagan er sögð frá hennar sjónarhóli. Hún er ávallt á sviðinu, ef svo má að orði kveða. I fátæku sjávarkauptúni þar sem hver þarf að berjast hart fyr- ir lífsviðurværi handa sér og sínum, veltir fólk sér ekki upp úr neinni rómantík. Allt er litið raunsæjum augum og varúð höfð gagnvart því sem ekki er sjáanlegt — áþreifanlegt. Fólkið er í eðli sínu friðsælt og laust við ásælni. Það heldur fast saman í leit að réttlæti og lítur alvarlega til þeirra, sem vísir em að eigin hagsmunasemi og jafnvel græðgi. Því hvorugt getur átt heima í svo litlu samfélaeri. í þessu andrúmslofti elst Soffía upp ásamt þremur systkinum, Snorra sem er kominn í mennta- skóla, Nínu átta ára og snáðanum Ragga þriggja ára. Faðirinn vinn- ur í prentsmiðju kauptúnsins og móðirin fer í fískvinnu. Fermingin hefur mikil áhrif á Soffíu. Efasemdir og auðmýkt blandast þeim áhrifum sem hegð- un og skoðanir fullorðna fólksins færa inn í atburði daganna. Soffía sér nú sjálfa sig í hópi hinna full- orðnu og sterk réttlætiskennd hennar býður henni að beijast gegn öllu því ranglæti er hún sér og fínnur sárt til í samskiptum við aðra. Hvers vegna á hún að gæta Ragga litla allt heila sumarið, þeg- ar Stebba vinkona hennar og hinir jafnaldramir eru í fískvinnu og fá ærinn pening fyrir? Hún vill taka þátt í öllu því er unga fólkið í kauptúninu skemmtir sér við. Ekki til þess að hnýsast í neitt forboð- ið, heldur í sakleysi þess er vill vera fijáls og skynja sjálfur lífið. Verslunarmannahelgin verður henni í ýmsu lærdómsrík. Ef til vill kynnist hún sínum eigin per- sónuleika þá betur en hún hefur áður gert. Sjálfsgagnrýni hennar eykst. En undur ljúft leita heitar þrár æskunnar útrásar í vöku- draumum. Þar birtist pilturinn Iðunn Steinsdóttir hennar fullkominn til líkama og sálar í ímynd hennar. Og hún nefn- ir hann Amadeus. Með allar sínar stærstu sorgir og erfíðleika ungrar sálar leitar Soffía út í náttúruna. Hlíðin, fjal- lið og hvammurinn hennar taka á móti henni. Þar getur hún grúft sig niður, grátið í örvæntingu — orðið reið, jafnvel við sjálfan Guð. Fundið frið og byijað réttlætis- baráttu sína á ný. Höfundi tekst mjög vel að lýsa lífskjörum fólksins og skoðunum þess, er grundvallast af samfé- lagsþörfum. Skýrar myndir eru dregnar upp af fjölskyldu Soffíu, vinum hennar og öðrum er við sögu koma. Með áhrifaríkum hætti lýsir höfundur ógeðslegum aðförum Jósafats kaupmanns er hann með lostafullum tilburðum kyssir Soffíu og káfar á henni, er hún kemur ein í búðina til hans, eða hann hyllist til að afgreiða hana síðast allra. Hreinleiki hennar hrópar í ungri sál, en samt getur hún engum sagt frá. Hvammurinn hennar og íjallið taka á móti angist hennar og gefa henni nýjan kjark. Hugleiðingar Soffíu á ferming- ardaginn og misheppnuð tilraun krakkanna að fá kennslu í kjm- fræðslukaflanum vitnar hvort tveggja skemmtilega um hugsun- arhátt þeirra tíma. Stríð það er Soffía háir, fyrir sjálfstæði sínu og rétti til þess að feta sömu braut til menntunar og Snorri bróðir hennar, fær farsælan endi í sögulok. Það er einkenni á sögum Iðunn- ar að í léttri, litríkri frásögn leyn- ast þau lífssannindi er alltaf munu verða til hins besta í mannlegum samskiptum — hvemig sem skip- ast. Þetta er tvímælalaust besta sagan hennar til þessa. Saga, sem höfðar til allra. Ljúfar kókoskökur með súkkulaðibitum: Hátíðarbragð af hversdagskökum. Dásamlegar súkkulaðikökur með hnetum: Villtir bragðdraumar með kaffi eða mjólk. Menn eru á einu máli um að danska framleiðslumeistaranum okkar, Steen Ludvigsen, hafi tekist vel upp í uppskrift sinni að ENGJARÓSAR-KÖKUM. Þær eru afbragðs góðar og án aukaefha. FRÓN FRÓN HF. KEXVERKSMIÐJA SKÚLAGÖTU 28 SfMI 11400 OSVIKMR ENGJ Þær eru aíbragðs góðar og án aukaeína
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.