Morgunblaðið - 08.12.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.12.1988, Blaðsíða 24
24 ____________MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1988_ Hínn mildi mannvinur eftirBárð Halldórsson íslenzka þjóðin er orðin ýmsu vön af stjómmálamönnum sínum og kallar ekki allt ömmu sína í með- ferð löggjafar- og framkvæmda- valdsins — hins vegar hygg ég að lengi þurfi að leita til þess að finna dæmi um svo makalausan yfirgang og frekju gagnvart dómsvaldinu í landinu eins og mátt hefur líta á undanfömum dögum. í báðum til- fellum stýra ráðherrar hins deyj- andi Alþýðubandalags leiknum. Ólafur Ragnar Grímsson situr í stól fjármálaráðherra lýðveldisins við mjög hæpnar aðstæður, þar sem ósannað er ennþá, að ríkisstjómin hafí tilskilinn þingmeirihluta að baki í neðri deild. Það aftrar honum samt ekki frá því að ráðast í tvígang með fruntalegum hætti að dóms- valdinu í landinu. Það má auðvitað nærri geta, að slíkum manni er ekki nóg að hafa framkvæmdavald- ið í hendi sér. Með afskiptum sínum af fræðslu- stjóramálinu kemur hann fram sem hinn mildi mannvinur, sem mis- kunnar sig yfír vesaling, sem illa hefur orðið úti í klóm kerfískarla í menntamálaráðuneyti og sjálfs erkiskúrksins — Sverris Hermanns- sonari Nema hvað! Auðvitað þurfti að koma höggi á þann mann! Rétt eins og félagi hans Svavar þurfti að byija sinn ráðherraferil á að reyna að ógilda embættisverk Birg- is ísleifs og eru fá eða engin dæmi um slíkt áður. Dómstólar fara með dómsvaldið Það má segja um Sturlu Krist- jánsson lflct og Amas Amaeus seg- ir um Jón Hreggviðsson, að í þessu máli er hann sjálfur algert aukaat- riði. Reyndar getur sjálfsagt Sturla tekið um leið undir með Jóni Hregg- viðssjmi, að „sá er eldur heitastur sem á sjálfum brennur". Sturla Kristjánsson skiptir ekki og hefur aldrei skipt aðalmáli í fræðslu- stjóradeilunni. Annars vegar snerist það mál um gildi stoðkennslu og sérkennslu — hins vegar og það var aðalatriðið — um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna. Það hvarflar held ég ekki að nokkmm manni, að ríkis- valdið hefði áfrýjað dómi undirrétt- ar nema til þess eins að fá úr því skorið, hvort embættismenn lands- ins megi fara hiklaust fram úr §ár- heimildum — þrátt fyrir ítrekuð til- mæli og áminningar viðkomandi ráðuneytis. Þetta er mergurinn málsins. Úr þessu varð að fást skor- ið. Stjómsýsla okkar er marklaus og leiðir til algerrar upplausnar nema þetta fáist á hreint. Það skipt- ir engu máli og er hreint út í bláinn að tala um eftir á, að fé hafi verið vel varið og farið til góðs málefnis. Menn verða að hafa í huga stjóm- kerfí okkar. Stjórnarskrá og lands- lög ber að virða. Svona einfalt er það. Það er skýrt að orðum kveðið. „Dómstólar fara með dómsvaldið." Mál Sturlu Kristjánssonar var til meðferðar í dómskerfínú. Dómur var kveðinn upp í undirrétti. Málinu hafði verið skotið til Hæstaréttar. Af hverju höfðu þeir félagar ÓRG og Svavar ekki biðlund til að bíða málsloka? Hvað bjó að baki hinni nýuppgötvuðu mannúð þeirra? Þeim var svo brátt, að þeir þurftu að gjalda einhver hæstu manngjöld í sögu lýðveldisins manni, sem dæmdur var í undirrétti fyrir fjár- málamisferli upp á röskar tíu millj- ónir króna 'og bættu um betur með því að bjóða síðan „gratis kost og logi i undlandet“ í heil tvö ár! Skyldu nú ekki illa haldnir emb- ættismenn ríkisins fara að hugsa sér til hreyfíngs? Mitterríkið Það er greinilegt, að prófessorinn í stjómmálafræðum er ekki vel að sér í stjómlagarétti, ef hann heldur að hann geti ónýtt og upphafíð hæstaréttardóma. Það var aldrei, að hann komst í ráðherrastól! Eða hvemig ætla menn að skilja þessi ummæli hans: „ ... kannski hefði gegnt öðru máli, ef Hæstiréttur hefði verið búinn að fjalla um mál- ið, og ég væri beinlínis að grípa inn í störf réttarins." Kannski hefði gegnt öðru máli... Það er von, að það sé svo- lítið hik á manninum. En með leyfí að spýija — hvemig ætlaði hæst- virtur að grípa inn í störf réttarins? Ætlaði hann að fara með félaga Svavari upp í Hæstarétt og tala um fyrir dómurum? Ætlaði hann ef til vill að hafa dóminn að engu? Hann er ekki alveg viss — en kannski hefði gegnt öðru máli... En það er enginn efí í huga hans, þegar kemur að „agavaldinu". Nei — hinn mikli mannvinur ÓRG biðst undan því að þurfa að hafa aga- vald yfir embættismönnum rikisins. En svo líða fáeinir dagar og er nú enn reitt til höggs gegn dómsvald- inu. Nú skal ekki ráðizt á garðinn, þar sem hann er lægstur. Nú skal sótt að sjálfum forseta Hæstarétt- ar. Eitthvað hefur þótt við liggja. Bárður Halldórsson Nú er það svo, að fáir eru þeir, sem þola ýtarlega gegnumlýsingu, þannig að ekkert fínnist að þeim. Það veit auðvitað ÓRG mætavel. Það er 'rtiikill fdhgur fyrir slíkan siðapostlila að k'Smast inn í fjár- málaráðuneyti. í rikisendurskoðun komst hann á snoðir um, að athuga- semdir hefðu verið gerðar við áfengiskaup handhafa forsetavalds. Og nú færist hann ekki undan aga- valdinu. Nú skal sjálfur Hæstiréttur skotinn í kaf af málsvara Iítilmagn- ans. Vínkaup og veizluhöld Það er búið að þvæla svo mikið um flöskufjölda og vintegundir í þessu áfengiskaupamáli, að þar ætla ég engu við að bæta. Hins vegar hefur mér ofboðið svo hræsn- in, skinhelgin, ódrengskapurinn og hrottaskapurinn í fjölmiðlum lands- ins og ráðamönnum, sem hafa magnað á skömmum tíma upp eina æsilegustu galdrabrennu seinni tíma, að ég get hreint ekki setið þegjandi undir því. Það er deginum ljósara, að al- þingismenn og ráðherrar — allir upp til hópa og undantekningarlaust — bera fulla og ótakmarkaða ábyrgð á lögum og reglum um áfengiskaup á kostnaðarverði. Þeir bera einnig ábyrgð á því, hvemig í reynd hefur verið efnt til taumlausra veizlu- halda á vegum hins opinbera. Þar sem engar reglur virðast gilda nema duttlungar ráðherra hveiju sinni. Ráðherrar hafa um langan aldur haft algert sjálf- dæmi um hveijum þeir bjóði til veizluhalda, hvar þeir haldi veizl- ur og hvenær. Halda menn virki- lega að það sé verið með mjög nákvæmt birgðabókhald á þess- um bæjum? Hafa menn átt slíkri nákvæmni að venjast hjá fram- kvæmdavaidinu í seinni tið? En hvað kemur svo í ljós nú — eftir að vesalings Halldór Ásgríms- son hefur verið ginntur til að reka Magnús Thoroddsen úr embætti? Jú — enn lekur úr fjármálaráðu- neyti. Og nú er það listi með vínkaupskrá annarra heiðurs- manna. Og nú er mér spum: hver er munur á 1.200 flöskum, 800 flöskum eða 2.000 flöskum? Hvar ætla menn að draga siðferðismörk- in? Hræsni og skinhelgi Þegar menn hafa náð áttum í þessu máli mun tvennt standa upp úr. Annars vegar það, að breyta þurfi öllum reglum um risnu og fríðindi ríkisstarfsmanna — hins vegar, að ÓRG hafí reist sér næsta tilkomumikinn minnisvarða fyrir hræsni og tvöfeldni í embættis- færslu! Það^þarf enginn að láta sér í hug koma. að Halldór Ásgrímsson hafí verið annað en peð í ljótum leik hans með Hæstarétt. Það er heldur dapurlegt hlutskipti hans, að þurfa að standa eftir sem sá maður, sem reyndi að fá Magnús Thoroddsen til þess að beygja sig fyrir múgæs- ingu og gjömingaveðri Ólafs Ragn- ars Grímssonar. Hins vegar voru sómi og karlmennska Magnúsar slík, að hann sagði ekki af sér heldur ætlar að treysta þvi dóms- valdi, sem reynt hefur verið að beygja með einhverri lúalegustu aðför, sem um getur í seinni tíð. Þegar tímar liða má mikið vera, ef Magnús hefiir ekki einmitt bjargað dómsvaldinu í landinu frá miklu verri hremmingum með þessu heldur en ef hann hefði látið bugast og horfíð þegj- andi úr embætti. Menn geta bara rétt reynt að ímynda sér það ástand, sem yrði, ef félagamir ÓRG og Svavar hefðu fíjálsar hendur með að tína til ávirðingar manna og blása upp fjölmiðla- moldviðri og allir dómstólar landsins stikkfrí! Heiðarleiki og dreng- skapur ráðherra Það getur ekki gengið upp, að embættismaður, sem dæmdur hefur verið í undirrétti fyrir trúnaðarbrot við yfírboðara, óhlýðni í starfí og fjármálaóráðsíu upp á tíu milljónir, sé verðlaunaður með stórfé og end- urhæfíngu á kostnað ríkisins — en annar embættismaður sé nánast „tekinn af lífi“ opinberlega án dóms og laga fyrir að hafa notfært sér fríðindi, sem hræsnarar lýðveldisins upp til hópa hafa samið reglur um og notfært sér takmarkalaust í ára- tugi. Ef þetta á að viðgangast skal líka málið allt gert upp. Það verður þá að rekja allar áfengissendingar og veizluhöld á vegum ríkisins upp og gera grein fyrir því, hveijir hafí setið þar að sumbli. Hvemig er til dæmis með flokksþing, flokks- stjómarfundi og aðrar samkomur stjómmálaflokkanna sem sitja að völdum hveiju sinni? Hafa ráðherr- ar þeir, sem til teitis bjóða hveiju sinni, greitt þau úr eigin vasa? Hafa þeir kannski fengið áfengi á kostnaðarverði? Eða greiddu þeir kannski aldrei neitt? Var þetta kannski bara skrifað á reikning Rúgbrauðsgerðarinnar? Ef einhver vottur af heiðarleika — að ég tali nú ekki um drengskap — hefði verið í þeim manni, sem fyrir undarlega duttlúnga örlag- anna hefur nú um stundarsakir tyllt niður tá í ráðuneyti fjármála á ís- landi — þá hefði mál Magnúsar Thoroddsen aldrei komizt í um- ræðu. Þá hefði mannvinurinn mikli tekið upp tólið og sagt sem svona: „Magnús minn — við ráðherrar Álþýðubandalagsins viljum fara að laga siðferði opinberra starfs- manna. Við ætlum að breyta þess- um reglum um risnu og fríðindi opinberra starfsmanna. Mér fínnst þú hafa verið ansi stórtækur í kaup- um á áfengi síðast. Ég veit alveg hvaða hefðir hafa gilt í þessu — en gætirðu ekki verið mér sammála um, að þetta sé einum of mikið. Værirðu ekki til í að skila svo sem 1.000 flöskum aftur og sfðan læt ég semja sniðuga reglugerð um öll þessi mál. Við ráðherrar Alþýðu- bandalagsins erum mildir menn — eins og þú sérð af meðferð okkar á fræðslusljóranum fyrir norðan — og viljum reyna að sjatla málin." „Hins vegar hefur mér ofboðið svo hræsnin, skinhelgin, ódreng- skapurinn og hrotta- skapurinn í Qölmiðlum landsins og ráðamönn- um, sem hafa magnað á skömmum tíma upp eina æsilegustu galdra- brennu seinni tíma, að ég get hreint ekki setið þegjandi undir því.“ Soflð saman sitt í hvoru rúmi REGUMATIC lagast að líkama hvers og eins. Rúmbotninn stillir hver eftir þörfum og dýnan gefur hæfilega eftir. REGUMATIC dýnu er hægt að setja í flest rúm. ENGAR TVÆR MANNESKJUR ERU EINS. REGUMATIC MIÐAST VIÐ ÞÍNAR ÞARFIR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.