Morgunblaðið - 08.12.1988, Qupperneq 38
' ; •
|S.8
•Wtii ,;.•..!•■■ Vi:
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. DESEMBÉR 1988
v
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
BjörnJóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Arnarflug
„Brauð handa hungruðum heimi“:
Hver gefin króna marg
að gíldi í fátæku löndi
Frá blaðamannafundi þar sem landssöfnunin „Brauð handa hungruðum L
eru: Sigriður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Hjáiparstofnunar kirkj
Fram til ársins 1973 voru rekin
hér tvö flugfélög, sem stunduðu
millilandaflug, Flugfélag íslands hf.
og Loftleiðir hf. A því ári voru þessi
fyrirtæki sameinuð að frumkvæði
þáverandi ríkisstjómar. Aðdragandi
þess var sá, að hömlulaus sam-
keppni þeirra í milli hafði leitt til
mikils tapreksturs beggja félag-
anna. Ríkið var þá hluthafi í Flugfé-
lagi íslands hf. og gerðist eignarað-
ili að Flugleiðum hf.
Þótt augljós rök lægju til samein-
ingar félaganna tveggja kom í ljós
á næstu árum, að viðskiptavinir
þeirra töldu, að þjónustan hefði ekki
batnað við sameiningu og jafnvel
versnað, þegar engin samkeppni var
fyrir hendi. Smátt og smátt féll
þessi óánægja í þann farveg, að
nýtt flugfélag varð til, Amarflug
hf., sem fyrstu árin einbeitti sér að
leiguflugi. A ýmsu gekk í rekstri
þess fyrirtækis. Um tíma áttu Flug-
leiðir meirihluta hlutabréfa í fyrir-
tækinu. Nú em engin slík tengsl
milli félaganna.
Að því kom, að forráðamenn Arn-
arflugs töldu engan rekstrargrund-
völl fyrir hendi nema fyrirtækið
fengið leyfi til áætlunarflugs. Þrátt
fyrir að slík leyfi fengjust hallaði
mjög undan fæti í rekstri þess. Fyr-
ir nokkmm misserum komu nýir
aðilar til sögunnar í rekstri Amar-
flugs. Þeir hafa a.m.k. tvívegis auk-
ið hlutafé í fyrirtækinu og hafa nú
neyðst til þess að leita aðstoðar
ríkisvaldsins til þess að tiyggja
áframhaldandi rekstur félagsins.
Meðan Flugleiðir vom eina
íslenzka flugfélagið, sem hélt uppi
millilandaflugi, gætti sívaxandi
óánægju með þjónustu fyrirtækisins
og ljóst, að margir aðilar í viðskipta-
lífi og meðal almennra flugfarþega
áttu erfitt með að sætta sig við, að
engin samkeppni væri í millilanda-
flugi. Á hinn bóginn hafa ítrekaðar
tilraunir til þess að finna rekstrar-
grundvöll fyrir Amarflug hf. reynzt
erfíðar svo að ekki sé meira sagt.
Nú standa stjómvöld frammi fyr-
ir þeirri spumingu, hvort ríkið eigi
að hlaupa undir bagga með Amar-
flugi hf. um skeið. 1 því sambandi
þarf að hafa eftirfarandi í huga: í
fyrsta lagi sýnir fengin reynsla, að
fólk sættir sig illa við, að engin
samkeppni sé í millilandaflugi. Þótt
erlend flugfélög fljúgi hingað er
ljóst, að í því flugi einu felst ekki
það aðhald, sem Flugleiðir þurfa að
hafa í sínum rekstri. í öðm lagi em
fordæmi fyrir því, að opinberir aðil-
ar verði þátttakendur í umfangs-
miklum atvinnurekstri í ákveðinn
tíma eða veiti margvíslega fyrir-
greiðslu.
Ríkið átti vemlegan hlut í Flugfé-
lagi íslands hf. og í kjölfar samein-
ingar myndarlegan hlut í Flugleið-
um hf., sem seldur var fyrir nokkr-
um árum. Þegar miklir erfiðleikar
steðjuðu að í rekstri Flugleiða fyrr
á þessum áratug kom rfkið til sög-
unnar með margvíslega fyrir-
greiðslu. í því sambandi ber að
minna á, að það var ekki að ósk
Flugleiða, heldur tilkynnti félagið,
að það mundi draga saman seglin
í Atlantshafsfluginu og segja mörg
hundruð starfsmönnum upp vinnu.
Þáverandi ríkisstjóm óskaði þá eftir
því, að sú ákvörðun yrði endurskoð-
uð gegn margþættri fyrirgreiðslu
af hálfu ríkisins. Við þeim óskum
var orðið.
Þegar núverandi forráðamenn
Amarflugs tóku við rekstri félagsins
var ljóst, að bezti kostur þeirra var
sá, að fyrirtækið yrði gert gjald-
þrota og nýtt fyrirtæki byggt upp
á rústum þess gamla. Þá óskuðu
stjómvöld eftir því, að sú leið yrði
ekki farin, þar sem annað stórt
gjaldþrot á íslandi í kjölfar gjald-
þrots Hafskips hf. mundi mælast
illa fyrir á erlendum fjármálamörk-
uðum. Með þessari ósk tókust
stjómvöld á hendur ákveðna sið-
ferðilega skuldbindingu gagnvart
núverandi forráðamönnum Amar-
flugs, sem þeim ber að standa við,
þótt slík skuldbinding geti að sjálf-
sögðu ekki staðið um alla eilífð.
Við höfum nokkur dæmi um það
síðustu árin, að opinberir aðilar hafa
selt hlutabréf í stórum fyrirtækjum,
þegar rekstur þeirra hefur verið
kominn á traustan gmndvöll. Fyrir
nokkmm árum seldi ríkið hlutabréf
sín í Eimskipafélagi fslands hf. og
Flugleiðum hf. Nýlega hefur
Reylgavíkurborg selt hlut sinn í
Granda hf. eftir að rekstur þess
fyrirtækis var kominn á þann
grundvöll, að kaupendur vom að
hlutabréfunum.
Þegar þessi forsaga er höfð í
huga er eftirfarandi niðurstaða ekki
óeðlileg: það er óhjákvæmilegt að
tryggja samkeppni I millilandaflugi
eins og í öðmm atvinnugreinum.
Til þess þarf að búa Amarflugi þau
rekstrarskiiyrði, að rekstur þess
geti gengið að því tilskildu að vel
sé á haldið. í öðm lagi em rök fyr-
ir því, að ríkið veiti Amarflugi tíma-
bundna aðstoð t.d. með eignaraðild
og stefni að því að selja þann eignar-
hluta, þegar rekstur fyrirtækisins
er kominn á réttan kjöl.
Það er engin ástæða til þess fyr-
ir forráðamenn Flugleiða að agnú-
ast út í slíka fyrirgreiðslu. Þeir reka
stórt fyrirtæki af miklum metnaði
og dugnaði. Á erfiðum tímum hefur
ríkið rétt þeim hjálparhönd. Svipt-
ingar í rekstri flugfélaga em svo
miklar, að enginn getur fullyrt, að
til þess þurfí ekki að koma aftur.
Forráðamenn Flugleiða eru einka-
framtaksmenn og þar með málsvar-
ar ftjálsrar samkeppni. Þeir eiga
ekki að harma það, þótt þeir fái
nokkurt aðhald með samkeppni af
hálfu Amarflugs. í því sambandi
má minna á eftirfarandi ummæli í
forystugrein Morgunblaðsins hinn
22. október sl., þegar fjallað var um
þotukaup Flugleiða. Þá sagði Morg-
unblaðið: „Samkeppni virðist vera
nægileg til að halda uppi góðri þjón-
ustu. Aðhald er frá Amarflugi og
erlend flugfélög halda uppi ferðum
til íslands í auknum mæli."
Reynsla okkar fslendinga er sú,
að það hefur ekki leitt til farsæld-
ar, að einstakir aðilar verði alls-
ráðandi á markaðnum. Það á við
um Flugleiðir. Það á við um Eim-
skipafélag íslands hf., sem hefur
dregið að sér athygli með því m.a.
að auka hlut sinn í Flugleiðum upp
í þriðjung hlutafjár með kaupum á
hlutabréfum. Það á við um öll svið
viðskiptalífsins. Þess vegna hljóta
talsmenn fijálsrar samkeppni að
hvetja til þess að ýtt sé undir sam-
keppni í millilandafiugi fremur en
að hún sé drepin niður.
Hitt er svo annað mál og einnig
íhugunarefni, að Amarflug og Flug-
leiðir gætu hugsanlega haft með sér
eitthvert samstarf, sem báðum fé-
lögum kæmi að gagni. Þar má nefna
samnýtingu á vélakosti og samvinnu
um viðhald en traust viðhald er
dýrt, en það er forsenda flugörygg-
is og grundvallaratriði í öllum flug-
rekstri og öllu öðru mikilvægara.
Á VEGUM Hjálparstofnunar
kirkjunnar er nú verið að dreifa
gíróseðlum og söfnunarbaukum
inn á ðll heimili í landinu, en
árleg landssöfnun Hjálparstofh-
unar kirkjunnar hófst í byijun
desember og stendur fram til
jóla. SÖfnunin, sem að veiyu ber
yfirskriftina „Brauð handa
hungruðum heimi“, er helsta
tekjuöflunarleið Hjálparstofiiun-
ar kirkjunnar, en söfhunarfénu
er að mestu varið tíl hjálpar-
starfs í þróunarlöndum.
Á blaðamannafundi þar sem
stjóm Hjálparstofnunar kirkjunnar
kynnti söfhunina kom fram að á
síðasta ári hefðu saftiast 17 millj.
króna í söfnuninni, og vonir stæðu
til að nú tækist að safna á bilinu
20-25 millj. króna. Starf Hjálpar-
stofnunar kirkjunnar stendur og
fellur með söfnuninni, og bent er á
að hver króna sem fer í hjálpar-
starf margfaldast að verðgildi í hin-
um fátæku löndum. Framlögum er
hægt að koma til skila í öllum bönk-
um, sparisjóðum og pósthúsum, en
auk þess til sóknarpresta og á skrif-
stofu Hjálparstofnunar kirkjunnar,
Suðurgötu 22 í Reykjavík, og kirkj-
ur verða opnar á Þorláksmessu til
að taka á móti söfnunarbaukum.
Friðarkerti verða seld í flestum
verslunum um land allt fyrir jólin,
og einnig við Kirkjugarða
Reykjavíkur á aðfangadag.
Á blaðamannafundinum kom
fram að á næsta ári stefndi allt í
Hið nýja vörugjald myndi leggj-
ast á bæði innlendar og innfluttar
vörur. Byggingarvísitalan hækkaði
um nálægt 3% og framfærsluvísital-
an um 0,5%, ef þetta nýja vöru-
gald yrði lagt á, að sögn Vilhjálms
lafssonar hjá Hagstofu íslands.
„Þreyttir á rukk-
eríi fyrir ríkið“
„Tíu prósent vörugjald á sement
leggst mjög illa í mig. Við erum
orðnir þreyttir á þessu rukkeríi fyr-
ir ríkið," sagði Einar Þór Vilhjálms-
son framkvæmdastjóri steypustöðv-
arinnar Óss í Garðabæ. „Hins vegar
á ég ekki von á að samdrátturinn
aukist. Við erum aðallega með
einkaaðila og þeir halda áfram að
byggja hvort sem það kemur vöru-
gjald eða ekki. Við höfúm aldrei
selt meira en í ár og eftirspumin
hefur ekkert minnkað. Hins vegar
eru aliir í startholunum að draga
saman seglin og við erum búnir að
skera á alla yfirvinnu af því að við
erum að búa okkur undir samdrátt-
inn á næsta ári,“ sagði Einar Þór
Vilhjálmsson.
Pálsdottir.
það að framlag íslands til þróunar-
hjálpar verði með því lægsta sem
verið hefur hingað til. í fyrra hefði
framlag ríkisins til þróunarhjálpar
numið 0,07% af vergri þjóðarfram-
leiðslu, en stefndi í að verða um
0,06% á næsta ári. Stæðu íslending-
ar langt að baki hinum Norðurlönd-
unum hvað þetta varðar, en þar
nema ríkisframlög til þróunarhjálp-
„Eitt skrefið enn í
vöruverðshækkunum"
„Tíu prósent vömgjald á timbur
leggst illa í okkur," sagði Jón
Snorrason framkvæmdastjóri
Húsasmiðjunnar. „Þetta vörugjald
er eitt skrefið enn í þeim hækkunum
á vömverði sem orðið hafa á þessu
ári. Það hefur verið samdráttur í
byggingariðnaðinum sfðastliðna
þijá mánuði og ég held að vöra-
gjaldið auki samdráttinn. Ég held
að öll fyrirtæki séu að draga saman
seglin, fækka við sig starfsfólki og
minnka jrfirvinnu. Eg get ekki séð
annað en að þessi samdráttur haldi
áfram að aukast í vetur. Það stefna
allir svo hátt þegar þensla er og
hmnið er mikið þegar bakslag kem-
ur í seglin. Ég er hins vegar viss
um að staðan væri verri í bygging-
aríðnaðinum ef veðrið hefði ekki
verið gott í haust," sagði Jón
Snorrason.
„Skattahækkanir
hjálpa ekkert“
„Að mínu viti er þetta vömgjald
ar um eða yfir 1% af vergri þjóðar-
framleiðslu.
Á þessu ári hefur Hjálparstofnun
kirkjunnar starfað við þróunarað-
stoð í nokkmm löndum í Afríku og
Asíu.
I Eþíópíu hefur í samvinnu við
Hjálparstofnun Norsku kirkjunnar
verið byggt bamaheimili fyrir mun-
út í hött,“ sagði Grétar Þorleifsson
varaformaður Sambands bygginga-
manna og formaður Félags bygg-
ingariðnaðarmanna í Hafnarfirði.
„Það þarf að gera eitthvað annað
en að hlaupa alltaf í vasana á launa-
fólki. Það er alltaf talað um skatta-
hækkanir og gengisfellingar en þær
hjálpa ekkert. Menn fóm svolítið
út í að fjárfesta í steinsteypu eftir
að farið var að tala um að skatt-
leggja verðbréfasjóði fyrir um ári
síðan. Ég er hins vegar farinn að
sjá samdrátt í byggingariðnaðinum
og vömgjaldið og skattur á verslun-
ar- og skrifstofuhúsnæði yki hann.
Höfuðborgarsvæðið þolir hins vegar
meiri skakkaföll en landsbyggðin.
Það var enginn atvinnuleysisbóta-
dagur í Hafnarfirði á þessu ári fyrr
en í desember og menn em að tala
um að samdrátturinn aukist í jan-
úar og febrúar á næsta ári,“ sagði
Grétar Þorleifsson.
„Ýmsar blikur á loflti“
„Mér líst ekkert á 10% vömgjald
á innréttingar og húsgögn," sagði
Eyjólfur Axelsson framkvæmda-
stjóri AXIS. „Það er ekki samdrátt-
ur f húsgagna- og innréttingaiðnaði
ennþá. Það em hins vegar ýmsar
blikur á lofti og við höfum þurft
að hafa meira fyrir því að selja
vömna en áður. Samdráttur í þjóð-
félaginu bitnar fyrst á húsgagna-
og innréttingaiðnaði. Ég tel víst að
segja þurfí upp starfsfólki í þessum
iðnaði og held að nýtt vömgjald
leiði til meiri samdráttar en ella.
Framkvæmdastj órar Nóa—Síríusar, AXIS o g Húsasmiðjunnar:
„Nýtt vörugjald veldur
meirí samdrætti en ella“
- Osammála, segir framkvæmdastj óri steypustöðvarinnar Oss
NÝTT vörugjald veldur meiri samdrætti í þjóðfélaginu en ella.
Þetta sögðu Kristinn Björnsson framkvæmdastjóri Nóa-Sírúsar,
Eyjólfur Axelsson framkvæmdastjóri AXIS, Jón Snorrason fram-
kvæmdastjóri Húsasmiðjunnar og Grétar Þorlei&son varafor-
maður Sambands byggingamanna, í samtali við Morgunblaðið.
Einar Þór Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri steypustöðvarinnar
Óss, er hins vegar ekki á sama máli. Ólafúr Ragnar Grímsson,
Qármáiaráðherra, hefúr lagt fram frumvarp um 10% vörugjald
á til dæmis timbur, sement, innréttingar og húsgögn og 25%
vörugjald á sælgæti og gosdrykki í stað 14% nú.