Morgunblaðið - 08.12.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.12.1988, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 282. tbl. 76. árg. FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1988 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Stokkhólmur: PLO viðurkennir A tilvenirétt Israels Stokkhólmi. Reuter. YASSER Arafat, leiðtogi PLO, Frelsissamtaka Palestínumanna, lýsti yfir því í Stokkhólmi í gær, að PLO viðurkenndi tilverurétt Israelsríkis. Sagði hann, að með því væri hann aðeins í raun að ítreka samþykkt Þjóðarráðs Palestínu frá fyrra mánuði. Ronald Reagan Bandaríkjaforseti sagði í gær, að stjórn sín ætlaði að skoða vel yfírlýsingu Arafats áður en brugðist yrði við henni en Yitzhak Shamir, forsætisráðherra ísraels, vísaði henni á bug sem áróðurs- Yasser Arafat bragði. Arafat, sem er gestur sænsku stjórn- arinnar og hefur átt viðræður við fimm banda- ríska gyðinga, sagði á frétta- mannafundi, að PLO hefði viður- kennt tvö ríki, ríki Palestínumanna og ríki gyð- inga, ísrael. Kæmi þetta einnig fram í nýrri yfirlýsingu hans og palestínsku sendinefndarinnar í Stokkhólmi. Þá kvaðst hann vilja ítreka, að PLO fordæmdi og hafn- aði hvers konar hryðjuverkastarf- semi. Sten Andersson, utanríkisráð- herra Svíþjóðar, sagði um yfirlýs- ingu Arafats, að hún væri tíma- mótaviðburður, sem gjörbreytti við- horfum til friðarumleitana í Mið- austurlöndum. Arafat hefur beðið Andersson að koma yfirlýsingunni á framfæri við George Shultz, ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, „þótt hann hefði ekki viljað veita mér vegabréfsáritun til Banda- ríkjanna". Reagan Bandaríkjaforseti sagði í gær, að hann hlakkaði til að kynna sér betur yfirlýsingu Arafats og Eistland: ítrekafyrri samþykktir Moskvu. Reuter. EISTNESKA þingið ákvað í gær að hafa yfirlýsingar Sovétstjóm- arinnar að engu og samþykkti, að það hefði neitunarvald gagnvart lögum, sem sovéska Æðsta ráðið setti. Eistnesku þingmennimir sam- þykktu með 150 atkvæðum gegn 91 að standa við fyrri samþykktir þings- ins um að hafna breytingunum á sovésku stjórnarskránni og áskilja sér neitunarvald gagnvart lögum, sem miðstjómarvaldið í Moskvu setti. Var skýrt frá þessu í eistneska sjón- varpinu í gær og sagði fréttamaður- inn, að umræðumar hefðu verið engu líkar. „Það var hrópað og klappað og þegar niðurstaðan var ljós brut- ust út mikil fagnaðarlæti." Forsætisnefnd sovéska Æðsta ráðsins hefur lýst samþykktir eistn- eska þingsins ógildar en Æðsta ráð- ið sjálft gerði hins vegar enga sam- þykkt um málið. Á það benda Eist- lendingar sérstaklega og segja, að þess vegna séu þeir í sínum fulla rétti. Arnold Ruutel, forseti Eist- lands, fór með löndum í þingumræð- unni og gerði hvorki að hvetja né letja þingheim til að standa við fyrri ákvarðanir. PLO en kvaðst ætla að bíða með frekari yfírlýsingar að sinni. Avi Pazner, talsmaður Shamirs, for- sætisráðherra ísraels, sagði hins vegar, að bandarísku gyðingamir fimm og sænska stjómin hefðu lát- ið Arafat blekkja sig og væri yfir- lýsingin aðeins áróðursbragð. í Bandaríkjunum hafa ýmsir sér- fræðingar í alþjóðamálum fagnað mjög yfirlýsingu Arafats og jafnvel sumir frammámenn gyðinga og talsmaður breska utanríkisráðu- neytisins sagði, að nú riði á, að ísraelar brygðust við með jákvæð- um og skynsömum hætti. Vel fór á með þeim leiðtogunum á fúndinum í gær eins og sjá má en þetta var fimmti og síðasti fund- ur þeirra Reagans og Gorbatsjovs sem þjóðarleiðtoga. í fyrri skiptin Qögur hittust þeir í Genf, Reykjavík, Washington og Moskvu. Gorbatsjov kvaðst hlakka til að eiga góð samskipti við George Bush en hann tekur við forsetaembætti í Bandaríkjunum I næsta mánuði. Míkhaíl Gorbatsjov ávarpar allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna: Fækkað 1 Rauða hemum um hálfa milljón manna „Hjartanlega sammála þessari ákvörðun,“ sagði Ronald Reagan Bandaríkjaforseti Sameinuðu þjóðunum. Reuter. MIKHAÍL Gorbatsjov, leiðtogi Sovétríkjanna, sagði í gær í ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, að fækkað yrði í sovéska herafl- anum um hálfa milljón manna og þúsundir skriðdreka og annar vopna- búnaður fluttur frá Austur-Evrópuríkjunum á næstu tveimur árum. Talsmenn Atlantshafsbandalagsins f Brllssel og flestir leiðtogar vest- rænna ríkja hafa fagnað yfirlýsingunni og segja þeir hana mikilvægt skref í átt til jafnræðis með hernaðarbandalögunum. Ronald Reagan Bandaríkjaforseti sagði við upphaf fúndar hans, Gorbatsjovs og Ge- orge Bush, að ekki hefði verið um tillögu að ræða af hálfú Gor- batsjovs. „Þetta er ákvörðun þeirra, sem ég er innilega sammála.“ „í dag get ég skýrt frá því, að stjóm mín hefur ákveðið að fækka verulega í sovéska heraflanum," sagði Gorbatsjov í klukkustundar- langri ræðu á allsheijarþingi SÞ, þeirri fyrstu, áem sovéskur leiðtogi hefur flutt þar síðan 1960 þegar Níkíta Khrústsjov barði i borð með skónum til að leggja áherslu á orð sín. Gorbatsjov vék einnig að um- hverfismálum, skuldum þróunarríkj- anna, alþjóðlegu samstarfi og hvatti til vopnahlés í Afganistan frá ára- mótum undir eftirliti SÞ. Athygli vakti, að Gorbatsjov minntist ekki á þá grein Genfarsáttmálans, sem kveður á um, að brottflutningi sov- éska herliðsins frá Afganistan skuli vera lokið fyrir 15. febrúar nk. Gorbatsjov sagði, að veruleg upp- stokkun yrði á sovéska hemum í Austur-Evrópu, Asiu og Sovétríkj- unum. „Árið 1991 verður búið að leysa upp sex skriðdrekaherfylki í Austur-Þýskalandi, Tékkóslóvakíu og Ungveijalandi, fækka um 50.000 hermenn og 5.000 skriðdreka í Aust- ur-Evrópuríkjunum og alls um 10.000 hermenn, 8.500 stórskota- liðskerfi og 800 orrustuvélar." Sagði Gorbatsjov, að með þessum breyt- ingum væri stefnt að því, að sovéski herinn yrði eingöngu til vamar. Um klukkan 13 að ísl. tíma hófst fundur leiðtoganna á Govemor’s Is- land í New York-höfh og stóð hann í rúmar tvær klukkustundir. Reagan forseti kvaðst fagna ákvörðun Sov- étmanna og sagði, að leita yrði samninga um gagnkvæma afvopn- un. „Bandaríkjamenn leita ekki eftir yfirburðum á sviði hefðbundins her- afla,“ sagði hann. Um klukkan 20.35 kvöddust þeir Reagan og Gorbatsjov í fímmta og síðasta skipti og hélt forsetinn til Washington en sovét- leiðtoginn í skoðunarferð um New York. Gorbatsjov-hjónin fara á morgun, föstudag, til Kúbu. Yfirlýsingum Gorbatsjovs hefur verið fagnað víða og Manffed Wöm- er, framkvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins, sagði, að þær væru „kærkomið skref í rétta átt, sem leitt getur til jafnaðar í hefðbundn- um herafla hemaðarbandalaganna". Undir þessi orð tók talsmaður bandarísku sendinefndarinnar hjá NATO. Talsmaður Thatcher, forsæt- isráðherra Bretlands, sagði í gær, að hún fagnaði yfírlýsingu hans og teldi hana mikilvægan áfanga og Helmut Kohl, kanslari Vestur- Þýskalands, sagði, að ákvörðun Sov- étmanna kæmi verulega til móts við óskir Vesturlandabúa. Sjá ennfremur fréttir á bls. 34-35. Yfírmaður sovéska her- ráðsins lætur af embætti New York. Reuter. YFIRMAÐUR sovéska herráðins, Sergei Akhromejev, hefur sagt af sér. Talsmaður sovéska utanríkisráðuneytisins skýrði frá þessu I gær, skömmu eflár að Gorbatsjov hafði flutt ræðu sína á alls- herjarþingi SÞ og greint frá verulegum niðurskurði i heraflanum. Gennadíj Gerasimov, talsmaður sovéska utanríkisráðuneytisins, sagði í viðtali við bandarísku sjón- varpsstöðina CNN, að Akhromejev hefði látið af störfum og lagði áherslu á, að hann hefði eingöngu gert það af heilsufarslegum ástæð- um. Sagði hann, að Akhromejev yrði áfram ráðgjafi Gorbatsjovs í hermálum og bætti við, að Dímítrí Jasov héldi stöðu sinni sem vamar- málaráðherra. Fréttaskýrendur segja útilokað, að afsögn Akhromejevs geti komið á þessum tíma án þess að vera nátengd yfirlýsingum Gorbatsjovs á allsheijarþinginu og vitna sumir í orðróm um, að átt hafi sér stað mikil og hingað til ókunn barátta milli Gorbatsjovs og sumra æðstu manna í sovéska hemum. Segja þeir, að Gorbatsjov hafi unnið að því leynt og ljóst að losa um tök hersins á mótun vamarmálastefn- unnar og nýtt sér ýmis mistök hans á síðustu ámm, örlög suður- kóresku farþegaflugvélarinnar, innrásina í Afganistan og síðast en ekki síst þann atburð þegar Vestur-Þjóðveijinn Mathias Rust flaug óhindraður yfir Sovétríkin og lenti á Rauða torginu í Moskvu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.