Morgunblaðið - 08.12.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.12.1988, Blaðsíða 32
882 * 9 * Alitsgerð VSI um afkomuhorftir 1988: Þjóðartekjur og kaupmáttur dragast saman um 3,5% í ár Meiri samdráttur en i þjóðhagsáætlun SAMDRATTURINN í þjóðfélag- inu í ár er töluvert meiri sam- kvæmt nýrri úttekt Vinnuveiten- dasambands íslands en talið var í áætlun ÞjÓðhagsstofiiunar frá þvi i lok október. Þannig telur VSÍ að kaupmáttur muni dragast saman um 3,5% á þessu ári í stað 1% og að þjóðartekjur dragist saman um 3,3% í stað 2%. Við- skiptahallinn stefiiir í 13,4 millj- arða króna, að sögn VSÍ en var talinn verða tæpir 11 milljarðar króna i þjóðhagsáætlun. VSÍ- menn segja að spá þeirra í byijun ársins hafi verið gagnrýnd fyrir of mikla svartsýni en hafi reynst vera „hófleg bjartsýni". Hér á eftir fara nokkur helstu atriðin í álitsgerðinni um afkomuhorfur i ár: • Þjóðartekjur dragast saman um 3,3% og landsframleiðsla um 2,6%. í spá VSÍ í upphafi þessa árs var gert ráð fyrir að þjóðartekjur drægjust saman um 2,6% og lands- framleiðsla um 2,1%. • Viðskiptahalli á árinu stefnir í 13,4 milljarða króna, eða 5,4% af landsframleiðslu, borið^ saman við 7,2 milljarða í fyrra. í spá VSÍ í ársbyrjun var gert ráð fyrri að við- skiptahallinn_ yrði 4,2% af lands- framleiðslu. Útlit er fyrir að viðskip- takjör verði nánast óbreytt á þessu ári miðað við í fyrra. • Verðmæti sjávarafurðafram- leiðslu í ár mun dragast saman um 2,7% frá fyrra ári, mælt á föstu verði. Mestu munar þar um að þors- kveiðin minnkar úr 390 þúsund lest- um í 360 þúsund. • Tekjur launþega á almennum vinnumarkaði hafa hækkað um 22% að meðaltali á milli ára, að því að áætlað er út frá könnun VSÍ á launa- þróun í 145 stærstu aðildarfélögun- um. Ef opinberir starfsmenn, banka- menn og sjómenn eru teknir með þýðir þetta hækkun atvinnutekna á mann um 21% í þjóðfélaginu, og kaupmáttarrýmun um 3,5%. Þjóð- hagsstofnun spáði hins vegar 24% hækkun atvinnutekna á mann og aðeins 1% kaupmáttarsamdrætti í október. • Vinnutími verkafólks, iðnaðar- manna og verslunarmanna dróst saman um tvær stundir á viku. Allt bendir til að launaskrið hafi stöðvast um mitt ár og fara þar saman áhrif bráðabirgðalaga og samdráttar í þjóðfélaginu. • Raungengi verður líklega um 7% lægra á 4. ársfjórðungi þessa árs en á 1. ársfjórðungi. Þetta stafar af því að innflutningur hefur dregist mikið saman á síðari hluta ársins. Þrátt fyrir þetta verður raungengi um 11% hærra nú en árið 1986. Morgunblaðið/Sverrir Talsmenn Vinnuveitendasambandsins kynna spá sína í húsakynnum sínum í Garðastræti. Frá vinstri: Ólafur Hjálmarsson, Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ og Hannes G. Sigurðsson. Spá VSÍ um efhahag’shorfur 1989: Obreytt steftia þýðir allt að 4 milljarða halla í sjávarútvegi „HORFUR fyrir árið 1989 eru ekki bjartar," segir í spá Vinnu- veitendasambands íslands um efhahagsþróun á næsta ári. Vinnuveitendur spá atvinnuleysi 6.000 manna, eða 5%, miðað við óbreytt raungengi og það að Brezku fiskmarkaðirnir: Ýsan fór hæst á 140 krónur Minnkandi framboð og hækkandi verð LÍTIÐ framboð og hátt verð hef- ur haldizt í hendur á ferskfisk- mörkuðunum í Bretlandi og Þýzk- alandi síðustu daga. Ýsan hefur selzt fyrir meira en 100 krónur, allt upp í 140, kílóið, þorskur fyr- ir allt að 90 krónum, koli hefiir farið yfir 100 svo og grálúða. Karfi hefur farið á nær 80 krónur og ufsinn um 60. í þessari viku verða seld héðan rúmlega 1.200 tonn, en 2.100 í síðustu viku og var verð þá lágt. A mánudag seldi Jón Vídalin ÁR 140 tonn í Bremerhaven. Heildar- verð var 7,7 milljónir króna, meðal- verð 55,01. Fyrir karfa í aflanum fengust að meðaltali 76,36 og 65,66 fyrir ufsa. 36 tonn úr aflanum fóru í gúanó og dró það heildarverðið verulega niður. Á þriðjudag seldi Engey RE 156 tonn í Cuxhaven. Heildarverð var 10,6 milljónir króna, meðalverð 67,96. Fyrir karfa feng- ust 77,91 króna og 58,42 fyrir uf- sann. Björgvin EA seldi á mánudag 177 tonn í Hull. Heildarverð var 16 millj- ónir króna, meðalverð 90,28. Þorsk- urinn fór á 85,76, kolinn á 114,74, grálúðan á 84,79 og ýsan (5 tonn) á 140,67. Sólberg ÓF seldi 159 tonn í Grimsby á mánudag og þriðjudag. Heildarverð var 13,3 milljónir króna, meðalverð 83,59. Fyrir þorsk feng- ust 83,59, ýsu (13 tonn) 131,65, karfa (17 tonn) 43,84 og Grálúðu (6,6 tonn) 101,17 krónur. Ekki var selt úr gámum á mánu- dag, en síðdegis í gær hafði LÍÚ upplýsingar um sölu 186 tonna úr gámum á þriðjudag. Meðalverð var 96,67. Þorskur fór á 93,88 að meðal- tali hvert kíló, ýsa á 119,57 og koli á 91,87. „óraunhæfum kaupmætti" sé haldið uppi. Þeir segja hins veg- ar að „ekki sé raunhæfur grund- völlur fyrir efhahagsstefnu sem byggir á óbreyttu gengi á næsta ári“ og að ríkisstjórnin hljóti á næstu vikum að marka nýja stefiiu. Hér á eftir er gerð grein fyrir nokkrum helstu forsendum í spá vinnuveitenda og mat þeirra á horfum miðað við óbreytta stefnu: ► Þjóðartekjur lækka um allt að 5% vegna samdráttar í útflutn- ingstekjum og versnandi viðskip- takjara. Vöruskiptakjör versna um tæp 1,5% með því að innflutnings- verð hækkar um 4,5% en útflutn- ingsverð aðeins um 3%. ► Verðmæti sjávarvörufram- leiðslu dregst saman um 6% frá 1988. Ekki er reiknað með verð- hækkunum á sjávarafurðum um- fram verðlagsþróun í viðskiptalönd- um okkar, en reiknað með sam- drætti í þorskveiðum úr 360 þúsund lestum í 325 þúsund. Spáð er 2% aukningu í útflutningsframleiðslu fyrir utan sjávarútveg. ► Tap sjávarútvegsins verður 3.000 til 4.000 milljónir króna á næsta ári vegna þess að aflasam- dráttur og niðurfelling 5% verðupp- bótar á frystar botnfiskafurðir í maí bætist við núverandi taprekst- ur. Eftir maí má búast við skriðu gjaldþrota og atvinnumissi þúsunda starfsmanna í sjávarútvegi. ► Launabreytingar fyrir næsta ár éru óvissar. Ef miðað er við þá hópa sem hafa bundna kjarasamn- inga til 1. september á næsta ári hækka atvinnutekjur vinnandi manna um 9%, en atvinnutekjur á mann eitthvað minna vegna aukins atvinnuleysis. Kaupmáttur vinnandi manna minnkar um 1-2%. ► Verðlag hækkar um 6% á milli ára miðað við ofangreindar launaforsendur, óbreytt gengi stöðvun falls dollars. ► Halli ríkissjóðs verður 5-6 milljarðar króna vegna minni lands- framleiðslu og skattekna, ef aukinn niðurskurður útgjalda eða ný skatt- heimta kemur ekki til. Skatttekjur þyrftu að aukast um 8% umfram það sem áformað er til að rétta af þennan halla. ► Heildarsparnaður mun drag- ast saman. Nýja testamenti Odds með nútíma stafeetningu: Sterkur safi, keimur og kjami í íslensku Odds - segir Sigurbjörn Einarsson NÝJA testamenti Odds Gott- skálksonar er komið út hjá Lög- bergi bókaforlagi, fært til nútíma stafsetningar. Nýja testa- menti Odds er fyrsta þýðing þess á íslenska tungu, upphaflega út- gefið árið 1540, og auk þess fyrsta bók sem prentuð var á islensku og enn er til svo vitað sé. Bókin er gefin út f samvinnu Sigurbjörn Einarsson, biskup, rakti þýðingarsögu Nýja testamentis Odds. Morgunblaðið/Þorkell Sverrir Kristinsson afhendir Pétri Sigurgeirssyni, biskupi íslands, fyrsta eintakið af Nýja testamenti Odds. við Hið íslenska Biblíufélag, Kirkjuráð og Orðabók Háskól- ans. Inngangsorð að bókinni rita Sigurbjörn Einarsson, biskup, Guðrún Kvaran, orðabókarrit- stjóri, Gunnlaugur Ingólfsson, orðabókarritstjóri og Jón Aðal- steinn Jónsson, forstöðumaður Orðabókar Háskólans. Á kynningarfundi sem haldinn var í gær í tilefni útgáfunnar sagði Pétur Sigureirsson, biskup íslands, að útgáfa Nýja testamentis Odds væri merkur viðburður í trúar- og bókmenntasögu íslendinga, það væri allsendis óvíst að hérlendis væri töluð íslenska í dag ef Nýja testamentið hefði ekki verið þýtt jafn snemma og vel og raun bæri vitni. Oddur Gottskálksson væri einn mesti stflsnillingur á íslenska tungu sem uppi hefði verið og þýð- ing hans eitt af leiðarmerkjum í sögu íslenskra bókmennta. Sverrir Kristinsson, útgefandi, sagði að kappkostað hefði verið að vanda til útgáfunnar á allan hátt og til þess fengnir valinkunnir fræðimenn og prentlistarmenn. Hann kvaðst eindregið mæla með lestri bókarinnar og ekki síður inn- ganganna fyrir alla áhugamenn um íslenskt trúarlíf og íslenska tungu. Að lokum þakkaði Sverrir öllum sem staðið hefðu að vinnslu og út- gáfu bókarinnar einstaka kost- gæfni, árvekni og áhuga. Sipirbjöm Einarsson, biskup, gerði grein fyrir inngangi sínum að bókinni og rakti þýðingarsögu Nýja testamentis Odds. Sigurbjöm sagði að miðað við þróun mála hér í málfarslegu tilliti væri leitun á öðmm eins viðburði í íslandssög- unni og útgáfu Nýja testamentis Odds 1540. Hann sagðist telja þýð- inguna meira afrek en verk Guð- brandar biskups 44 áram síðar, án þess að dregið væri úr því þvflíkt afrek það hefði verið. Þýðing Odds hefði fylgt íslenskri biblíuútgáfu öld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.