Morgunblaðið - 08.12.1988, Page 32
882
* 9 *
Alitsgerð VSI um afkomuhorftir 1988:
Þjóðartekjur og kaupmáttur
dragast saman um 3,5% í ár
Meiri samdráttur en i þjóðhagsáætlun
SAMDRATTURINN í þjóðfélag-
inu í ár er töluvert meiri sam-
kvæmt nýrri úttekt Vinnuveiten-
dasambands íslands en talið var
í áætlun ÞjÓðhagsstofiiunar frá
þvi i lok október. Þannig telur
VSÍ að kaupmáttur muni dragast
saman um 3,5% á þessu ári í stað
1% og að þjóðartekjur dragist
saman um 3,3% í stað 2%. Við-
skiptahallinn stefiiir í 13,4 millj-
arða króna, að sögn VSÍ en var
talinn verða tæpir 11 milljarðar
króna i þjóðhagsáætlun. VSÍ-
menn segja að spá þeirra í byijun
ársins hafi verið gagnrýnd fyrir
of mikla svartsýni en hafi reynst
vera „hófleg bjartsýni". Hér á
eftir fara nokkur helstu atriðin í
álitsgerðinni um afkomuhorfur i
ár:
• Þjóðartekjur dragast saman
um 3,3% og landsframleiðsla um
2,6%. í spá VSÍ í upphafi þessa árs
var gert ráð fyrir að þjóðartekjur
drægjust saman um 2,6% og lands-
framleiðsla um 2,1%.
• Viðskiptahalli á árinu stefnir
í 13,4 milljarða króna, eða 5,4% af
landsframleiðslu, borið^ saman við
7,2 milljarða í fyrra. í spá VSÍ í
ársbyrjun var gert ráð fyrri að við-
skiptahallinn_ yrði 4,2% af lands-
framleiðslu. Útlit er fyrir að viðskip-
takjör verði nánast óbreytt á þessu
ári miðað við í fyrra.
• Verðmæti sjávarafurðafram-
leiðslu í ár mun dragast saman um
2,7% frá fyrra ári, mælt á föstu
verði. Mestu munar þar um að þors-
kveiðin minnkar úr 390 þúsund lest-
um í 360 þúsund.
• Tekjur launþega á almennum
vinnumarkaði hafa hækkað um 22%
að meðaltali á milli ára, að því að
áætlað er út frá könnun VSÍ á launa-
þróun í 145 stærstu aðildarfélögun-
um. Ef opinberir starfsmenn, banka-
menn og sjómenn eru teknir með
þýðir þetta hækkun atvinnutekna á
mann um 21% í þjóðfélaginu, og
kaupmáttarrýmun um 3,5%. Þjóð-
hagsstofnun spáði hins vegar 24%
hækkun atvinnutekna á mann og
aðeins 1% kaupmáttarsamdrætti í
október.
• Vinnutími verkafólks, iðnaðar-
manna og verslunarmanna dróst
saman um tvær stundir á viku. Allt
bendir til að launaskrið hafi stöðvast
um mitt ár og fara þar saman áhrif
bráðabirgðalaga og samdráttar í
þjóðfélaginu.
• Raungengi verður líklega um
7% lægra á 4. ársfjórðungi þessa
árs en á 1. ársfjórðungi. Þetta stafar
af því að innflutningur hefur dregist
mikið saman á síðari hluta ársins.
Þrátt fyrir þetta verður raungengi
um 11% hærra nú en árið 1986.
Morgunblaðið/Sverrir
Talsmenn Vinnuveitendasambandsins kynna spá sína í húsakynnum
sínum í Garðastræti. Frá vinstri: Ólafur Hjálmarsson, Þórarinn V.
Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ og Hannes G. Sigurðsson.
Spá VSÍ um efhahag’shorfur 1989:
Obreytt steftia þýðir allt að 4
milljarða halla í sjávarútvegi
„HORFUR fyrir árið 1989 eru
ekki bjartar," segir í spá Vinnu-
veitendasambands íslands um
efhahagsþróun á næsta ári.
Vinnuveitendur spá atvinnuleysi
6.000 manna, eða 5%, miðað við
óbreytt raungengi og það að
Brezku fiskmarkaðirnir:
Ýsan fór hæst á 140 krónur
Minnkandi framboð og hækkandi verð
LÍTIÐ framboð og hátt verð hef-
ur haldizt í hendur á ferskfisk-
mörkuðunum í Bretlandi og Þýzk-
alandi síðustu daga. Ýsan hefur
selzt fyrir meira en 100 krónur,
allt upp í 140, kílóið, þorskur fyr-
ir allt að 90 krónum, koli hefiir
farið yfir 100 svo og grálúða.
Karfi hefur farið á nær 80 krónur
og ufsinn um 60. í þessari viku
verða seld héðan rúmlega 1.200
tonn, en 2.100 í síðustu viku og
var verð þá lágt.
A mánudag seldi Jón Vídalin ÁR
140 tonn í Bremerhaven. Heildar-
verð var 7,7 milljónir króna, meðal-
verð 55,01. Fyrir karfa í aflanum
fengust að meðaltali 76,36 og 65,66
fyrir ufsa. 36 tonn úr aflanum fóru
í gúanó og dró það heildarverðið
verulega niður. Á þriðjudag seldi
Engey RE 156 tonn í Cuxhaven.
Heildarverð var 10,6 milljónir króna,
meðalverð 67,96. Fyrir karfa feng-
ust 77,91 króna og 58,42 fyrir uf-
sann.
Björgvin EA seldi á mánudag 177
tonn í Hull. Heildarverð var 16 millj-
ónir króna, meðalverð 90,28. Þorsk-
urinn fór á 85,76, kolinn á 114,74,
grálúðan á 84,79 og ýsan (5 tonn)
á 140,67. Sólberg ÓF seldi 159 tonn
í Grimsby á mánudag og þriðjudag.
Heildarverð var 13,3 milljónir króna,
meðalverð 83,59. Fyrir þorsk feng-
ust 83,59, ýsu (13 tonn) 131,65,
karfa (17 tonn) 43,84 og Grálúðu
(6,6 tonn) 101,17 krónur.
Ekki var selt úr gámum á mánu-
dag, en síðdegis í gær hafði LÍÚ
upplýsingar um sölu 186 tonna úr
gámum á þriðjudag. Meðalverð var
96,67. Þorskur fór á 93,88 að meðal-
tali hvert kíló, ýsa á 119,57 og koli
á 91,87.
„óraunhæfum kaupmætti" sé
haldið uppi. Þeir segja hins veg-
ar að „ekki sé raunhæfur grund-
völlur fyrir efhahagsstefnu sem
byggir á óbreyttu gengi á næsta
ári“ og að ríkisstjórnin hljóti á
næstu vikum að marka nýja
stefiiu. Hér á eftir er gerð grein
fyrir nokkrum helstu forsendum
í spá vinnuveitenda og mat þeirra
á horfum miðað við óbreytta
stefnu:
► Þjóðartekjur lækka um allt
að 5% vegna samdráttar í útflutn-
ingstekjum og versnandi viðskip-
takjara. Vöruskiptakjör versna um
tæp 1,5% með því að innflutnings-
verð hækkar um 4,5% en útflutn-
ingsverð aðeins um 3%.
► Verðmæti sjávarvörufram-
leiðslu dregst saman um 6% frá
1988. Ekki er reiknað með verð-
hækkunum á sjávarafurðum um-
fram verðlagsþróun í viðskiptalönd-
um okkar, en reiknað með sam-
drætti í þorskveiðum úr 360 þúsund
lestum í 325 þúsund. Spáð er 2%
aukningu í útflutningsframleiðslu
fyrir utan sjávarútveg.
► Tap sjávarútvegsins verður
3.000 til 4.000 milljónir króna á
næsta ári vegna þess að aflasam-
dráttur og niðurfelling 5% verðupp-
bótar á frystar botnfiskafurðir í
maí bætist við núverandi taprekst-
ur. Eftir maí má búast við skriðu
gjaldþrota og atvinnumissi þúsunda
starfsmanna í sjávarútvegi.
► Launabreytingar fyrir næsta
ár éru óvissar. Ef miðað er við þá
hópa sem hafa bundna kjarasamn-
inga til 1. september á næsta ári
hækka atvinnutekjur vinnandi
manna um 9%, en atvinnutekjur á
mann eitthvað minna vegna aukins
atvinnuleysis. Kaupmáttur vinnandi
manna minnkar um 1-2%.
► Verðlag hækkar um 6% á
milli ára miðað við ofangreindar
launaforsendur, óbreytt gengi
stöðvun falls dollars.
► Halli ríkissjóðs verður 5-6
milljarðar króna vegna minni lands-
framleiðslu og skattekna, ef aukinn
niðurskurður útgjalda eða ný skatt-
heimta kemur ekki til. Skatttekjur
þyrftu að aukast um 8% umfram
það sem áformað er til að rétta af
þennan halla.
► Heildarsparnaður mun drag-
ast saman.
Nýja testamenti Odds með nútíma stafeetningu:
Sterkur safi,
keimur og kjami
í íslensku Odds
- segir Sigurbjörn Einarsson
NÝJA testamenti Odds Gott-
skálksonar er komið út hjá Lög-
bergi bókaforlagi, fært til
nútíma stafsetningar. Nýja testa-
menti Odds er fyrsta þýðing þess
á íslenska tungu, upphaflega út-
gefið árið 1540, og auk þess
fyrsta bók sem prentuð var á
islensku og enn er til svo vitað
sé. Bókin er gefin út f samvinnu
Sigurbjörn Einarsson, biskup, rakti þýðingarsögu Nýja testamentis
Odds.
Morgunblaðið/Þorkell
Sverrir Kristinsson afhendir Pétri Sigurgeirssyni, biskupi íslands, fyrsta eintakið af Nýja testamenti
Odds.
við Hið íslenska Biblíufélag,
Kirkjuráð og Orðabók Háskól-
ans. Inngangsorð að bókinni rita
Sigurbjörn Einarsson, biskup,
Guðrún Kvaran, orðabókarrit-
stjóri, Gunnlaugur Ingólfsson,
orðabókarritstjóri og Jón Aðal-
steinn Jónsson, forstöðumaður
Orðabókar Háskólans.
Á kynningarfundi sem haldinn
var í gær í tilefni útgáfunnar sagði
Pétur Sigureirsson, biskup íslands,
að útgáfa Nýja testamentis Odds
væri merkur viðburður í trúar- og
bókmenntasögu íslendinga, það
væri allsendis óvíst að hérlendis
væri töluð íslenska í dag ef Nýja
testamentið hefði ekki verið þýtt
jafn snemma og vel og raun bæri
vitni. Oddur Gottskálksson væri
einn mesti stflsnillingur á íslenska
tungu sem uppi hefði verið og þýð-
ing hans eitt af leiðarmerkjum í
sögu íslenskra bókmennta.
Sverrir Kristinsson, útgefandi,
sagði að kappkostað hefði verið að
vanda til útgáfunnar á allan hátt
og til þess fengnir valinkunnir
fræðimenn og prentlistarmenn.
Hann kvaðst eindregið mæla með
lestri bókarinnar og ekki síður inn-
ganganna fyrir alla áhugamenn um
íslenskt trúarlíf og íslenska tungu.
Að lokum þakkaði Sverrir öllum
sem staðið hefðu að vinnslu og út-
gáfu bókarinnar einstaka kost-
gæfni, árvekni og áhuga.
Sipirbjöm Einarsson, biskup,
gerði grein fyrir inngangi sínum
að bókinni og rakti þýðingarsögu
Nýja testamentis Odds. Sigurbjöm
sagði að miðað við þróun mála hér
í málfarslegu tilliti væri leitun á
öðmm eins viðburði í íslandssög-
unni og útgáfu Nýja testamentis
Odds 1540. Hann sagðist telja þýð-
inguna meira afrek en verk Guð-
brandar biskups 44 áram síðar, án
þess að dregið væri úr því þvflíkt
afrek það hefði verið. Þýðing Odds
hefði fylgt íslenskri biblíuútgáfu öld