Morgunblaðið - 08.12.1988, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 08.12.1988, Blaðsíða 57
88er saaiEaaaa .8 huoaoutmmh .aiOAjanuoaoM MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER-1988 3<si 57 íbúðarblokk 5. hóps hjá Byggung. Morgunblaðið/Þorkell hópur sleppur við að borga, þá verð- ur að setja þetta á hina. Þetta er byggingarsamvinnufélag í eigu 542 fjolskyldna. Þegar Byggung bsf tap- ar, þá eru það þessir 542 aðilar sem bera skaðann. Ef 5. hópur vinnur málið og þarf ekki að borga, þá þýðir það að þeir 480 sem eftir eru þurfa að borga og ég er viss um að þá fara þeir í mál og segjast ekki munu borga fyrir þessa 60.“ Jón var spurður hvort þetta mál sýndi veikleika þessa félagaforms. Hann sagði að miðað við breyttar forsendur hjá Húsnæðisstofnun, síðan framkvæmdalán til bygging- arsamvinnufélaga voru afnumin, sé enginn grundvöllur fyrir slík félög að starfa á. „Þeir eru komnir með verkamannabústaði, kaupleiguíbúðir og Búseta. Ef við fengjum sömu fyrirgreiðslu og Búseti og rækjum þetta eins og hugmyndin er að reka það, þá er þetta mjög sniðug hug- mynd. Við erum með sambærilegt verð og ekki hærra heldur en verka- mannabústaðir og Búseti í dag. „Við höfum óskað eftir aðstoð húsnæðisstjómar, sem er opinber eftirlitsaðili með okkur og á að fylgj- ast með að svona hlutir geti ekki átt sér stað. Við getum komið 27 fjölskvldum inn fyrir jól, það vantar aðeins herslumuninn upp á, en vegna greiðslutregðu 5. hóps verðum við að fresta því fram í miðjan janúar. Ég er margbúinn að senda erindi inn í Húsnæðisstofnun, en hef ekki feng- ið svar. Við sóttum um fram- kvæmdalán til að brúa þetta bil vegna þess að fimmti áfangi frystir fyrir okkur 40 milljónir." Jón segir Húsnæðisstofnun hafa sent þeim bréf um eftirlitshlutverk stofnunar- innar og skipað sérstakan endur- skoðanda til þess, en stofnunin hafi ekki enn sinnt þessu eftirlitshlut- verki. Húsnæðisstofiiuii: Byggung synjað um framkvæmdalán HÚSNÆÐISSTOFNUN hafhaði þann 2. desember síðastliðinn um- sókn Byggung um framkvæmdalán, tif þess að ljúka byggingu 27 íbúða, sem félagið er með í smíðum. Umsókninni var hafiiað á þeirri forsendu að íbúðirnar væru óseldar og engir kaupendur að þeim og þar af leiðandi ófjóst hvort kaupendur muni sækja um húsnæðisl- án eða hvort þeir hefðu rétt á þeim lánum. Morgunblaðið leitaði til Sigurðar E. Guðmundssonar framkvæmdastjóra Húsnæðisstofiaunar og spurði hann um málið. „Fyrir nokkru sendi stjóm Bygg- ung hingað bréf og fór þess á leit að Húsnæðismálastjóm veitti félag- inu framkvæmdalán úr Byggingar- sjóði ríkisins að ijárhæð 40 milljón- ir króna sem veðsettar yrðu í óseld- um íbúðum félagsins, aðallega uppi í Árbæjarhverfi," segir Sigurður. „Þar eru um það bil fjórir fímmtu hlutar þessara íbúða. Þetta fé átti að nota til þess að ljúka vinnu við íbúðimar og gera þær auðseljan- legri á almennum markaði. Hús- næðismálastjóm sá sér ekki fært að verða við þessu erindi og þess vegna var því hafnað." Sigurður var spurður hvers vegna. „Svo að ég úttali mig um það, þá er skemmst frá því að segja, að í þessu tilfelli var náttúrulega alls ekkert um það að ræða að fyrir lægi hveijir væru væntanlegir eða hugsanlegir kaupendur þessara íbúða. Ekki heldur hvort fyrir lægi að þeir mundu leggja inn umsóknir um húsnæðislán. Því síður að neitt lægi fyrir um að þeir yrðu úrskurð- aðir lánshæfir. Enn fjarlægara var hvenær þeim yrði veitt lánsloforð út á þær umsóknir og hvenær þau lánsloforð gætu síðan komið til greiðslu. Allt er þetta hulið, af þeirri einföldu ástæðu að íbúðimar eru óseldar, þrátt fyrir talsverðar tilraunir, að manni skilst, af hálfú Byggung til þess að selja þær. Og það má nærri geta að 40 milljónir króna myndu hlaða á sig meira en litlum kostnaði ef þær ættu að bíða með veð í þessum íbúðum nú um nokkurra ára skeið. Fýrir nú utan það að á þessari stundu er ekkert vitað um það hver framtíð bíður Byggung. Þess vegna hefði að mínu viti verið stefnt í mikla óvissu með þessar umtöluðu 40 milljónir króna ef við hefðum farið út í það að veita félaginu þær að láni," sagði Sigurður E. Guðmundsson. Hross valda slysi Borg^ Miklaholtshreppi. TVÓ umferðaróhöpp urðu i Kol- beinsstaðahreppi um helgina. í öðru tilvikinu var kona á ferð með átta ára barn í aftursæti bílsins. Hross voru á veginum og komið myrkur. Reyndi konan að forðast árekstur við hrossin. Bíllinn lenti utan vegar og er mikið skemmdur. Konan meidd- ist eitthvað í baki og á háisi, en barnið slapp án meiðsla. Lausaganga hrossa er bönnuð í Kolbeinsstaðahreppi, en einhvem veginn hafa þessi hross lent á flæk- ingi. Það er því miður of algengt að hross séu að flækjast um án aðhalds á þessum tíma árs. Hitt óhappið varð hjá Hraun- tjöm. Þar lenti bíll út af vegi og valt. Engan sakaði sem í bílnum var og bíllinn var ökufær þrátt fyr- ir veltuna. Vegir hafa verið góðir, en suma daga dálítið sleipt. Tíðarfar hefur verið hagstætt miðað við árstíma. Nokkur úrkoma hefur verið flesta daga, ýmist rigning, ,slydda eða snjókoma. PHILIPS sjónvarpstækin eru sannkallaðir gleðigjafar á heimilinu. Sjónvarpsdagskráin ræður að von nokkru um gleðina en PHILIPS tryggir skýrasta mynd og tærastan hljóm þess sem í boði er. Einstök myndgæði, traust smíði og frábær ending eru meðmæii eiganda PHILIPS sjónvarpa. — Viltu slást í hópinn?. Við vorum að fá til landsins stóra sendingu af þessu hágæða 20 tommu sjónvarpstæki frá PHILIPS, árgerð '89, þar sem mynd og tóngæði eru í sér- flokki, og getum því boðið þessi frábæru tæki á einstaklega lágu verði vegna hagstæðra samninga. • Þráðlaus fjarstýring með öllum möguleikum handstýringar. • Smekklegt, nútímalegt útlit. • Sjálfleitari. • Frábær hljómgæði úr hátalara framan á tæki. • Lágmaiks raftnagnsnotkun. • 16stöðvaminni. • Verðiðkemurþéráóvart. Heimilistæki hf Sætúni8 • Hafnarstræti 3 • Krmglunm SÍMi: 69 15 15 SÍML69 15 25 SIML69 15 20 iSOMlittífUM, Páll
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.