Morgunblaðið - 08.12.1988, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 08.12.1988, Blaðsíða 43
8. Ánnmarkar á nýju hátekjuskattþrepi: Mögulegt talið að gera skattinn upp eftirá HELSTU annmarkar á hátekju- skattþrepi, að mati hagdeildar Qármálaráðuneytisins, eru þeir að sveiflukenndar tekjur laun- þega valdi þvi að þeir lendi í hærra þrepi einstaka mánuði án tillits til meðaltekna, að þeir sem fá laun frá mörgum launagreið- endum kunni að sleppa undan hátekjuþrepinu, og að enn meira misræmi en nú er, geti orðið í skattlagningu hjóna. Þó er talið mögulegt að koma nýju skatt- þrepi við í eftiráuppgjöri. Há- tekjuskattþrep hefúr verið til athugunar í sambandi við undir- búning frumvarps um breytingar á tekju- og eignaskatti. Fjármálaráðuneytið telur að fyrsta vandamálið mætti leysa með því að reikna staðgreiðsluna alltaf frá áramótum og tryggja með því fulla nýtingu á lægra skattþrepinu áður en launþegi fer í það hærra. Annað vandamálið sé hægt að leysa með því að gera einstaklingum skylt að standa sjálfír skil á staðgreiðsl- unni af hærra skattþrepinu ef þeir vinna hjá fleiri en einum atvinnu- rekanda. Þriðja atriðið er talið erfiðara úrlausnar, en talið er koma til greina að miða efra skattþrepið við hærri tekjur en ella, ef annað hjón- anna hefur litlar tekjur. Þá er talið mögulegt að setja nýtt skattþrep sem gert yrði upp eftirá, þótt það hefði í for með sér að það skili ekki tekjum í ríkissjóð á þessu ári. Þar komi helst þrennt tii greina. í fyrsta lagi að setja inn í lagafrumvarpið sérstakt ákvæði um nýtt skattþrep, enda þótt nán- ari útfærsla liggi ekki fyrir að svo stöddu. í öðru lagi að gera grein fyrir málinu í athugasemdum með frumvarpinu og boða lagasetninbgu fyrir þingslit næsta vor. í þriðja lagi að lýsa því yfír, að nýtt skatt- þrep verði tekið upp frá og með árinu 1990 og tíminn notaður til að undirbúa málið.. Svipmynd frá Alþingi. Fremst á myndinni takast þeir í hendur, Ólafúr G. Einarsson og Jón Sigurðsson og Qær ræða þeir Birgir ísleifúr Gunnarsson, Eyjólfúr Konráð Jónsson og Þorsteinn Pálssón saman. Eyjólfur Konráð Jónsson: Skattarnir hækka verðlag o g ýta undir kaupkröfur Hvar eiga atvinnuvegirnir að taka tekjur til að mæta útgjaldaauka? sem fyrir er í taprekstri, að taká^ tekjur til að mæta útgjaldaauka, Fjögur af átta dagskrármálum þingdeilda í gær fólu i sér aukna skattheimtu, það er tekjuauka fyrir ríkissjóð: 1) frumvarp um breiðari skattstofíi og hækkun vörugjalds, 2) frumvarp um tvö- földun 'sérstaks eignaskatts á verzlunar- og skrifstofúhúsnæði, 3) frumvarp um skattskyldu innl- ánssto&iana og 4) frumvarp um frestun á gildistöku ’ irðisauka- skatts. Kristin Halldórsdóttir (Kvl/Rvk) sagði í umræðu um hækkun vörugjaldsins, að fréttir Guðmundur H. Garðarsson: Ríkissljómin gerir ráð fyrir kjaraskerðingu Lækka laun sem hlutfall af þjóðartekjum? Guðmundur H. Garðarsson (S/Rvk) sagði í umræðu á Alþingi um stöðu sjávarútvegsins að skatta- og vörugjaldshækkanir, sem ríkisstjómin stefiidi að, rýrðu björ og ykju á rekstrarvanda at- vinnuvega. Guðmundur vitnaði til orða HaUdórs Asgrímssonar, sjáv- arútvegsráðherra, um hlutfall launa af þjóðartekjum, sem hann taldi boða kaupmáttarlækkun 1989. Orðrétt sagði Guðmundur H. Garðarsson: „Það var annað atriði í ræðu ráð- herra sem ég kunni ekki við. Það var þegar ráðherra var að tala um hlutfall launa í vergum þjóðartekjum. Hann sagði m.a. að hlutfallið hefði verið 72,1% 1987, 73,6% 1988 en árið 1989 myndi hlutfallið verða væntanlega 72,3%. Það er greinilega gert ráð fyrir ákveðinni kjaraskerð- ingu. Ráðherra sagði sfðan að hjá öðrum þjóðum væri þetta hlutfall 60-66% og undirstrikaði, að svo háu hlutfalli, sem hann taldi að væri hjá okkur íslendingum, gæti engin þjóð staðið undir." Guðmundur sagði það ljóst af ræðu ráðherra að ríkisstjómin stefndi að því að tryggja sinn hlut með stórauknum opinberum álögum. Það þýðir að minna verður eftir til skiptanna út í atvinnulífinu. Það er verið að þrengja stöðu fyrirtækjanna. Og það á að lækka hlutfall launa f, vergum þjóðartekjum. fjölmiðla um samráð stjómar og stjómarandstöðuflokka um efnisat- riði skattafrumvarpa væm rangar. Ekkert slfkt samráð hafí verið haft. Hinsvegar hafí farið fram viðræður um vinnulag. Samtök um Kvenna- lista hafí óbundnar hendur til máls- ins. Samtökin séu til viðræðu um hækkun vörugjalds á sælgæti og sæta drykki en mótfallin hækkun gjaldsins í B- og C-liðum fmm- varpsins, þ.e. á heimilstæki, bygg- ingarvömr o.sv.fv. Geir Haarde (S/Rvk) sagði m.a. í umræðu um sama mál að á sama tíma og samdráttur segði til sín í atvinnulífínu, svo sem byggingaiðn- aði og almennum iðnaði, eins og fjöldauppsagnir fólks vitni gleggst um, orki það tvímælis, að ýta undir enn frekari samdrátt með hækkun vömgjalds á aðföng iðnaðar og byggingarvömr. Ragnhildur Helgadóttir (S/Rvk) benti m.a. á að afturvirk ákvæði í bráðabirgðaákvæðum f vömgjaldsftumvarpinu orki tvímæl- is og þurfí endurskoðunar við. Hún sagði það ótvírætt að hér væri á i ferð verðhækkunarfmmvarp í launaftystingu, sem bitnaði ekki sízt á ungu fólki, sem væri að koma upp eigin heimili. Eyjólfur Konráð Jónsson (S/Rvk) sagði m.a.í umræðu um skattskyldu innlánsstofnana í efri deild, að ráðgerð aukin heildar- skattheimta ríkissjóðs, upp á fímm til sex milljarða króna, hækkaði allt verðlag í landinu og ýtti þar af leiðandi undir kaupkröfur. Reynslan yrði enn sem fyrr sú, að útgjöld hækkuðu umfram tekjur, þegar áhrif skattastefnunnar væm að fullu komin fram. Eyjólfur sagði að ríki og sveitar- félög stæðu undir þriðjungi launa- kostnaðar í landinu en atvinnulífið undir tveimur þriðju. Ríkið getur mætt útgjaldaauka með enn nýrri skattheimtu. En hvar á atvinnulífið, spurði hann. Danfríður Skarphéðinsdóttir (Kvl/Vl) taldi í umræðu um sama mál að skattskylda innlánsstofnana væri út af fyrir sig eðlileg. Hinsveg- ar þurfí að kanna vel stöðu og greiðslugetu ýmissa sjóða, sem frumvarpinu væri ætlað að ná til. Halldór Blöndal (S/Ne) taldi óeðlilegt að sjóðir, sem nytu fram- laga á fjárlögum til að sinna ákveðnum verkefnum, féllu undir skattheimtu af þessu tagi. Albert Guðmundsson: Trúlofun Alþýðubanda- lags og Sj álfstæðisflokks STUTTAR ÞINGFRETTIR Fram hefur verið lagt stjómar- frumvarp um ráðstafanir til jöfnun- ar á námskostnaði. Fmmvarpið er samið af nefnd sem Sverrir Her- mannsson fyrrv. menntamálaráð- herra skipaði, en formaður hennar var Tómas Ingi Olrich, framhalds- skólakennari. Nefndin komst að þeirri niður- stöðu að gildandi lög um jöfnun námskostnaðar hafí þjónað tilgangi sínum vel að ýmsu leyti og að áfram beri að ^styðja gmndvallaratriði þeirra. í frumvarpi því sem nefndin samdi er reynt að setja lögunum „með afdráttarlausari hætti en áður var gert það markmið að veita styrk nemendum, sem efnaleysi torveldar nám.“ Þá er í frumvarpinu ákvæði, sem miða að því að styrkir fylgi fjárþörf á hveijum tíma. Að öðm leyti þjónar frumvarpið þeim til- gangi að laga lögin að breyttum aðstæðum. Fram hefur verið lögð tillaga til þingsályktunar sem felur ríkis- stjóminni að staðfesta fyrir íslands hönd samning milli Danmerkur, Finnlands, íslands, Noregs og Svíþjóðar um stofnun norræns þró- unarsjóðs. Þá hefur verið lögð fram þings- ályktunartillaga sem heimilar ríkis- stjóminni að staðfesta fyrir íslands hönd: 1) Samning milli Norðurlanda í umræðu um frumvarp nm frestun á gildistöku laga um virð- isaukaskatt ítrekaði Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðis- flokksins kröfú um það að nefnd, sem sett yrði í það að endurskoða lögin, yrði skipuð fúlltrúum allra þingfiokka. Ólafúr Ragnar um sameiginlegan vinnumarkað kennara í bóklegum greinum, list-, verkmennta- og íþróttakennara og sérkennara í grunnskólum, 2) sams- konar samning um sameiginlegan vinnumarkað kennara í framhalds- skólutn. Aðalheiður Bjamfreðsdóttir og fleiri þingmenn Borgaraflokks flytja tillögu til þingsályktunan „Alþingi ályktar að skora á for- sætisráðherra að fela Þjóðhags- stofnun að gera úttekt á verðmæta- gildi heimilisstarfa í þjóðfélaginu í heild og meta gildi þeirra með til- liti til þjóðartekna eins og þær em reiknaðar í dag.“ Grímsson Qármálaráðherra tók þeim tilmælum líklega. Ráðherra sagði að hann ætti eftir að ræða skipun nefúdarinnar við samráð- herra, en þessi háttur á nefndar- skipaninni væri að sínu mati eðli- legur. Þorsteinn Pálsson þakkaði ráðherranum jákvæðar undir- tektír. Þegar hér var komið kvaddi Al- bert Guðmundsson formaður Borg- araflokksins sér hljóðs og sagði að þingmenn lifðu minnisstætt augna- blik. Formenn Alþýðubandalags og Sjáifstæðisflokks skiptust á ljúf- mannlegum orðum. Ekki væri hörk- unni fyrir að fara í gagnrýni for- manns Sjálfstæðisflokksins. Hann spurði hvort framundan væri önnur pólitísk trúlofun. Fyrir skömmu hafi Alþýðuflokkur og Framsóknar- flokkur bundizt heitum. Ný sýndist röðin komin að Alþýðubandalagi og Sjálfstæðisflokki. Albert sagði Borgaraflokkinn andvígan hækkun vörugjalda að óbreyttum matar- skattl Þorsteinn Pálsson sagði það eitt, hvem veg endurskoðunamefnd væri skipuð, hitt annað, hvort menn næðu saman um efnisatriði í endur- skoðun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.