Morgunblaðið - 08.12.1988, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 08.12.1988, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDÁGUR 8. DESEMBER 1988 35 Minní umferð en óttast var New York. Reuter. NEW York-búar skildu margir hveijir bíla sína eftir heima í gær og því var ekki jafii mikið um- ferðaröngþveiti á götum borgar- innar og menn höfðu óttast vegna þess að loka þurfti nokkr- um af helstu umferðargötum Manhattan. „New York-búar virðast hafa farið að ráði okkar og haldið sig frá götunum," sagði Gregory Perk- in, talsmaður samgönguyfirvalda borgarinnar. „Umferðin í morgun var ekki meiri en gengur og ger- ist,“ baetti hann við. Embættisnienn borgarinnar höfðu áður en heimsókn Gor- batsjovs hófst varað borgarbúa við því loka þyrfti helstu umferðargöt- um til að gæta öryggis og greiða bílalestum sovétleiðtogans leið um Manhattan. Khrústsjov á Allsherjarþinginu fyrir 28 árum: Barði skónum í borð- ið í mótmælaskyni New York. Reuter. SOVÉSKIR leiðtogar hafa tvisvar setið fund Ailsherj- arþings Sam- einuðu þjóð- anna og fyrra skiptið var ekki síður sögulegt en nú þótt með öðrum hætti væri. Nikíta Khrústsjov komst á spjöld sögunnar árið 1960 fyrir að beija skónum í borðið í mót- mælaskyni við ræðu fúlltrúa Filippseyja. Ummælin sem framkölluðu þessi viðbrögð Khrústsjovs voru þau að Eystrasaltslöndin væru nýlendur Sovétríkjanna. Atvik þetta situr mönnum í minni og leiðsögumenn um höfuðstöðvar Sameinuðu þjóð- anna segja að algengasta spuming- in sem þeir fái sé sú hvar Khrústsjov hafi barið skónum í borðið. Því er erfitt að svara því ráðstefnusal Alls- heijarþingsins var breytt árið 1979 til þess að mæta mikilli fjölgun full- trúa. Við upphaf Allsheijarþingsins ár hvert er dregið um sætaskipan. Svo skemmtilega vill til að sovéska sendinefndin er nú á svipuðum slóð- um og fyrir 28 árum. Khrústsjov var þá aðalritari kommúnista- flokksins en ekki þjóðhöfðingi ríkis- ins. Þar af leiðandi var honum skip- að til sætis með óbreyttum sendi- fulltrúum Sovétríkjanna. í gær skipaði Gorbatjsov, aðalritari kommúnistaflokksins og forseti Sovétríkjanna, hins vegar hátimbr- aðan heiðurssess vinstra megin við ræðupúltið. Reuter Raísa Gorbatsjova ánægðmeð heimsóknina Rafsa Gorbatsjova, eiginkona Mikhafis Gorbatsjovs sovétleiðtoga, ræðir við Selwu Roosevelt, siðameistara Bandaríkj anna, við komuna til New York-borgar í fyrradag. Frú Gorbatsjova ræddi stuttlega við fréttamenn áður en hún snæddi hádegisverð með Nancy Reagan forsetafrú og Barböru Bush varaforsetafrú í gær og sagðist vera ánægð með heimsóknina til New York. Þótti fiira vel á með þeim Raisu Gorbatsjovu en fúllyrt hefúr verið að þeim sé lftt um hvora aðra gefið. Tókust þær i hendur og frú Reagan hafði á orði að frú Gorbatsjova liti aldrei þreytulega út þrátt fyrir að hún hefði verið í tfu klukkustundir um borð i flugvél á leið frá Moskvu til New York. Frú Gorbatsjova fór einnig i skoðunarferð um borgina með Marcelu Perez de Cuellar, eiginkonu aðalritara Sameinuðu þjóðanna. Stefiiu Sov- étsfjómarinn- ar mótmælt New York. Reuter. RÚMLEGA 50 námsmenn af gyð- ingaættum voru handteknir í New York i gær er um 1.000 manns söfúuðust saman á Dag Hammarsjold-torgi, nærri höfúð- stöðvum Sameinuðu þjóðanna, til að mótmæla hinum ýmsu stefnu- málum Sovétsljórnarinnar. Mót- mælin fóru fram er Mikhail s. Gorbatsjov, leiðtogi sovéska kommúnistafiokksins, ávarpaði allsheijarþing Sameinuðu þjóð- anna. Brottfluttir Gyðingar, Afganir, Úkraínubúar, Eislendingar, Eþíópíoubúar, Armenar og afkom- endur þeirra tóku þátt í mótmælun- um og voru 58 námsmenn hand- teknir að sögn lögreglu. Þeim var sleppt síðar um daginn. Fólk frá Eystralsaltslöndunum krafðist þess að löndum þessum yrði veitt frelsi. Fánum ríkjanna var haldið á lofti og kona ein hélt á spjaldi þar sem á var letrað: „Herra Gorbatsjov. Þú ert ekki Stalín. Veittu Eistlend- ingum frelsi“. Aðrir hópar kröfðust þess að Gyðingum sem þess æsktu yrði leyft að flyjast frá Sovétríkjunum og fólk af afgönsku bergi mótmælti veru innrásarliðs Sovétmanna í landinu. Forstöðumaður upplýsingaþjónustu frelsishreyfingar Afganistans sagði í viðtali við frétamann Reuters- fréttastofunnar að verið væri að mótmæla harðstjóminni í Afganist- an sem stæði fyrir skipulegum manndrápum. „Gombatsjov er kominn hingað til Sameinuðu þjóð- anna til að blekkja fólk,“ bætti hann við. GENGIÐ Börn og bænir //>?*-*>%V\ I / • .1 1 I ö - J , * * t'* •[ 1 /‘#v.v!*M | j j:; - iV.’> i j !! ’y•'"$:& H»i! j i I f iiiiíi' '*\ ■t. ?'í" KIRKJUR OGKIRKJW-51 A ÍSIANDI lólabaihurAB GENGIÐ I GUÐSHÚS eftir Gunnar Kristjánsson með myndum eftir Pál Stefánsson. Ein veglegasta og glæsilegasta bók sem gefin er út fyrir þessi jól. íslenska kirkjan. Saga, húsagerð og list. Ritgerð höfundar um kirkjuna að fornu og nýju ásamt glæsilegum myndum og texta um 24 valdar kirkjur. Bók sem á erindi á öll heimili. BÖRN OG BÆNIR Sigurður Pálsson safnaði og þýddi. Fögur og gagnleg bók. Safn af alkunnum íslenskum bæna- versum og órímuðum bænum sem börn hvaðanæva úr heiminum hafa samið. Auk þess kafli ætlaður foreldrum um skírn, börn og bænir. Kjörbók foreldra sem vilja börnum sínum það besta. eymundssot
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.