Morgunblaðið - 08.12.1988, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1988
Talsmaður Grænfriðunga:
Viðskiptaþvmganir
eru neyðarúrræði
JAKOB Lag-ercrantz, sem stjórnar baráttu samtaka Grænfriðunga (Gre-
enpeace) gegn hvalveiðum um allan heim var í stuttri heimsókn hér á
landi i vikunni. Lagercrantz var hingað kominn til að kynna ráðamönn-
um og almenningi sjónarmið samtaka sinna og koma á framfæri kynn-
ingarbæklingi á íslensku um starf þeirra. Morgunblaðið ræddi stuttlega
við Lagercrantz um samtök Grænfriðunga og erindi hans hingað til
lands.
- Margir íslendingar telja að
hvalavinir séu fyrst og fremst tilfinn-
ingasjúkir stórborgarbúar sem hafi
slitnað úr öllum tengslum við náttúr-
una og varpi nú ást sinni á stór,
glæsileg en umkomulaus dýr sem
þeir vita í rauninni ekkert um. Sú
hlið starfs Grænfriðunga sem allir
Islendingar þekkja er baráttan gegn
hvalveiðum. Hveijar eru helstu rök-
semdir ykkar?
Það má segja að við höfum
byijað að mótmæla hvalveiðum á
alþjóðavettvangi fyrir 15 árum en
varla hugað að íslenskum veiðum
fyrr en 1978. Á síðasta ári hófum
við að beita nýjum aðferðum þ.e.
hvetja fólk og fyrirtæki í þrem lönd-
um, Vestur-Þýskalandi, Bretlandi og
Bandaríkjunum, til að kaupa ekki
íslenskan fisk. Þetta er neyðarúr-
ræði, fortölur í tíu ár hafa ekki bo-
rið árangur. Með þessu vildum við
þrýsta á íslensk stjómvöld. Það er
ríkisstjómin sem getur með aðgerð-
um sínum bundið enda á viðskipta-
þvinganimar þegar í stað. Eitt af
vandamálum okkar, sem reyndar er
okkur sjálfum að kenna, er að mál-
staður okkar er illa kynntur á ís-
landi. Síðustu mánuði hef ég séð
greinaskrif í ýmsum blöðum og rit-
um að við rökstyðjum ekki skoðanir
okkar heldur sé þetta allt byggt á
tilfinningavellu, við séum ofstækis-
menn. Þessum ranghugmyndum vilj-
um við breyta.
— Þú kannast vafalaust við
samtök sem nefnast Sea Shepherd...
Já en þau koma okkur ekkert
við. Við emm algerlega á móti þeim
samtökum, berum enga ábyrgð á
þeim. Við erum á móti öllu ofbeldi
og höfum aldrei beitt slíkum að-
ferðum, t.d að sökkva hvalveiðibát-
um. Maðurinn, sem stjómar Sea
Shepherd, var Grænfriðungur á átt-
unda áratugnum en var rekinn úr
samtökunum því að hann var ekki
húsum hæfur. Eg vil einnig taka það
skýrt fram að samtök Grænfriðunga
hafa engan viðurkenndan talsmann
á íslandi.
Sem dæmi um vanþekkingu á
baráttu okkar vil ég nefna forystu-
grein í Dagblaðinu/Vísi hinn 28.
október þar sem sagt var að Græn-
friðungar skiptu sér ekkert af því
hvemig stórveldin menguðu úthöfin
Jakob Lagercrantz:„Samtök
Grænfriðunga hafa enjgan viður-
kenndan talsmann á Islandi."
m.a. með því að fleygja lq'amorkuúr-
gangi þar. Þetta er alrangt. Löngu
áður en við fórum að skipta okkur
af hvalveiðum íslendinga hófum við
baráttu gegn sjávarmengun.
— Hvað segið þið um þær
röksemdir hvalveiðisinna að gera
verði greinarmun á hvalategundum;
sumar hafi verið ofveiddar en af
öðmm, þ.á m. þeim tegundum sem
íslendingar veiða, hafi verið veitt
hæfilega mikið um áratuga skeið,
stofnamir verið nýttir skynsamlega?
Alþjóða hvalveiðiráðið sam-
þykkti 1982 að stöðva allar hvalveið-
ar í fjögur ár vegna mögulegrar of-
veiði. Þessi ákvörðun var ekki byggð
á vísindalegum sönnunum heldur því
að gæta yrði fyllstu varkámi. Af-
staða Grænfriðunga byggist á sömu
rökum og ég minni á að 1983 sam-
þykkti Alþingi að stöðva hvalveiðar.
Svonefndar vísindaveiðar íslend-
inga, sem þeir hófu þótt fleiri þjóðir
hafi síðan fylgt í kjölfarið, em svo
umfangsmiklar að við teljum þær í
reynd framhald hefðbundinna hval-
veiða.
— Víkjum að öðm. Fyrir
nokkmm ámm báðust fulltrúar
Grænfriðunga, sem staddir vom á
Grænlandi, afsökunar á því að bar-
átta samtakanna gegn meintri of-
veiði Kanadamanna og Norðmanna
á sel olli Grænlendingum þungum
búsiflum, þar sem selskinn hættu
að seljast. Var í lagi að fóma græn-
lenskum byggðum vegna ofveiði
annarra þjóða?
Það vom mörg samtök sem á
sínum tíma börðust gegn seladráp-
inu, Grænfriðungar vom meðal
þeirra. Það var aldrei ætlunin að
hindra selveiðar Grænlendinga og
það var skýrt tekið fram en því mið-
ur komst sá hluti málflutnings okkar
ekki nógu vel til skila. Þess vegna
bannaði EB allan innflutning á sel-
skinnum, einnig grænlenskum, árið
1983.
— Hafið þið reynt að bæta
fyrir þetta síðar?
Já við höfum reyndar rekið fyr-
ir því áróður í Danmörku að fólk
keypti grænlensk selskinn en auðvit-
að getum við ekki skipað fólki fyrir
KAUPFELOGIN
„Veiðitími“
Ný skáldsaga eft-
ir J.K. Mayo
ÚT ER KOMIN ný skáldsaga,
„Veiðitími", eftir J.K. Mayo. Er
það önnur sagan í bókaflokknum
„Spennusögur Suðra“.
Á kápusíðu segir m.a.: „Veiðitími
er fyrsta bók J.K. Mayos og hefur
unnið honum geysilegar vinsældir
sem höfundi spennusagna. Harry
Seddall er ný manngerð í hópi undir-
heimaspæjaranna, hann er óræður
og einkennilegur í háttum, hann
gerir gys að sjálfum sér og fyrirlítur
hræsnina og yfirborðsháttinn sem
er svo ríkjandi í þjóðfélaginu. En
undir hjúpnum er traustur og áreið-
anlegur maður sem leggur ótrauður
til atlögu við hið illa. Dómar um
„Veiðitíma" hafa allir verið á einn
veg: Þetta er frábær spennusaga
sem ekki er hægt að leggja frá sér
fyrr en að síðustu blaðsíðunni le-
sinni.“
„Fjallavirkið“
Ný skáldsaga eftir
Desmond Bagley
Komin er út í íslenskri þýðingu
ný skáldsaga eftir Desmond Bagley,
„Fjallavirkið".
Á kápusíðu segir m.a. um efni
sögunnar: „Hér er á ferðinni frábær
spennusaga, sem gerist í Andesfjöll-
um. Flugstjóri er neyddur til þess
að nauðlenda þar hátt uppi og þeir
sem af komast lenda í átökum við
harðsvíraðan bófaflokk sem stendur
að mannráni. Nokkrir af áhöfninni
snúast til vamar, en aðrir leggja af
stað til þess að leita hjálpar. Þegar
líður að lokum þessarar óvenjuat-
burðaríku sögu, nær ævintýri þeirra
félaga hámarki, sem er jafn óvænt
og það er æsispennandi."
Bókin er 311 bls. að stærð. Torfi
Ólafsson íslenskaði hana, en útgef-
andi er Suðri.
Ævintýrabækur
frá Skjaldborgu
SKJALDBORG hf. heftir gefíð
út þijár myndabækur sem heita
„Grísimir þrír“, „Gullbrá og
bimimir þrfr“ og „Rauðhetta".
Teikningar era eftir Stephen
Cartwright.
í fréttatilkynningu Skjaldborgar
segir m.a: „Gömlu góðu ævintýrin
eru alltaf í fullu gildi. Hér mynd-
skreytt og endursögð í því augna-
miði að laða að sér byijendur í
lestri og yngri böm.“
Bókin er 209 bls. að stærð. Torfi
Olafsson gerði íslensku þýðinguna.
.. Bækur fvrir bvrjendursssa
GRÍSIRNIR
ÞRIR