Morgunblaðið - 09.12.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.12.1988, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C mtyttistlritoMfe STOFNAÐ 1913 283. tbl. 76. árg. FOSTUDAGUR 9. DESEMBER 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Einn mesti landskjálfti aldarinnar ríður yfír Kákasuslýðveldi Sovétríkjanna: Ottast er að 70.000 manns hafi týnt lífi í skjálftanum Sovéski Rauði krossinn sendir út beiðni um matvæli, flármuni og hjálpargögn Moskvu. Genf. Reuter. ÓTTAST var í gær að allt að 70.000 manns hefðu farist að morgni miðvikudags í miklum jarðskjálfta sem reið yfir Sovétlýðveldið Arm- eníu. í fréttum breska útvarpsins BBC í gærkvöldi sagði að talið væri að um 80.000 manns hefðu slasast í náttúrhamforunum. Land- skjálflinn, sem er sá mesti í 80 ár í Kákasusfjöllum, olli einnig tjóni í nágrannalýðveldunum Georgíu og Azerbajdzhan og í Tyrklandi. Sovéski Rauði krossinn sendi í gær hjálparbeiðni til Alþjóðasam- bands Rauða kross félaga í Sviss. Var beðið um fjármuni, matvæli og hjálpargögn. Líkt og öðrum landsfélögum barst beiðnin í gær- kvöldi Rauða krossi íslands og verður ákvörðun tekin í dag með hvaða hætti verður brugðist við henni. Hjálparstofiiun kirkjunnar fékk í gær fyrirmæli frá Alkirkjuráðinu um að vera í viðbragðs- stöðu og verður í dag ákveðið á hvern hátt komið verður nauðstödd- um Armenum til hjálpar. í gærdag höfðu fjölmargar ríkisstjórnir heims og alþjóðlegar hjálparstofiianir boðið Sovétmönnum aðstoð sína og hafa Frakkar og Bretar þegar sent björgunarsveitir á vett- vang. Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleiðtogi, sem staddur var í New York- borg, hætti við fyrirhugaða ferð sína til Kúbu og Bretlands og hélt til Moskvu í gær þegar ljóst var hversu hrikalegar náttúruhamfarir höfðu átt sér stað. Samkvæmt fréttum ffeuíers-fréttastofunnar í gærkvöldi mældist landskjálftinn G,9 stig á RÍGhters-kvarða og varð hans vart á jarðskjálftamælum í Reykjavík. Fjórum mínútum síðar varð annar skjálfti sem mældist 5,8 á Richter. Þúsundir manna, sumir enn á lífi og hrópandi á hjálp, voru grafnar undir rústum húsa í Armeníu. Þrír ijórðu hlutar Lenínakan, næst- stærstu borgar lýðveldisins, eyði- lögðust í landskjálftanum. Blaða- menn sovéska dagblaðsins Kos- molskaja Pravda skýrðu frá því að allar byggingar borgarinnar hærri en átta hæða hefðu hrunið til grunna og stæðu lágreistar bygg- ingar einar upp úr eyðileggingunni. Miklar skemmdir urðu einnig í borginni Kírovakan og i bænum Spítak hrundu skólar og verslanir til grunna. Landskjálftinn varð klukkan 6.41 á miðvikudagsmorgun, að íslensk- um tíma, en afleiðingar hans urðu ekki ljósar fyrr en um fimmleytið í gærmorgun er Edúard She- vardnadze, utanríkisráðherra Sov- étríkjanna, tilkynnti á blaðamanna- fundi, sem óvænt var boðað til í New York, að Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleiðtogi hefði aflýst för sinni til Kúbu og Bretlands. Gorbatsjov- hjónin héldu frá New York til Moskvu klukkan 17.45 í gær og sagði Sovétleiðtoginn að það væri siðferðileg skylda sín að stjóma björgunarstarfinu á jarðskjálfta- svæðinu. Jevgeníj Tsjazov, heilbrigðis- málaráðherra Sovétríkjanna, sem fór með hópi lækna til Armeníu í gær, sagði að þúsundir manna væm grafnar undir rústum húsa á svæð- inu. Torkom Manoogían, erkibiskup armensku kirkjunnar í New York, sagði að talið væri að 70.000 manns hefðu farist og þúsundir manna hefðu verið fluttar á sjúkrahús í Jerevan, höfuðborg Armeníu, og í borginni Etsjmíazín. Dagblaðið íz- vestía skýrði frá því að 6.500 her- menn hefðu verið sendir á skjálfta- svæðið til hjálpar þeim 6.000 her- mönnum, sem þar vom fyrir við björgunarstörf. Þegar fréttir af náttúmham- fömnum tóku að skýrast hringdi Ronald Reagan Bandaríkjaforseti til New York og ræddi við Gorb- atsjov Sovétleiðtoga. Vottaði forset- inn honum samúð bandarísku þjóð- arinnar og bauð aðstoð Bandaríkja- manna við björgunarstörfin. Að sögn starfsmanna Veðurstofu íslands varð landskjálftans vart á jarðskjálftamælum stofnunarinnar í Reykjavík klukkan 6.50 á miðviku- dagsmorgun. Það tók höggbylgjuna um níu mínútur að berast til Reylq'avíkur sem er í 5.000 kíló- metra fjarlægð frá upptökum skjálftans í Armeníu. Sjá ennfremur fréttir á miðopnu. Björgunarmenn leita fórnarlamba í húsarústum í Armeníu. Ottast er að 70.000 manns hafi týnt lífi í náttúruhamförunum. Sovéski Rauði krossinn hefúr farið fram á aðstoð og munu Rauði kross Islands og Hjálparstofiiun kirkjunnar í dag ákveða á hvern hátt komið verður hinum nauðstöddu til hjálpar. Knlght-Ridder Tribune News Greinir á um inntak álykt- ana Þjóðarráðs Palestínu Túnisborg. Reuter. YASSER Arafat, Ieiðtogi Frelsis- samtaka Palestínumanna (PLO), sagði í gær að yfirlýsing palest- ínsku sendinefiidarinnar í Stokk- hólmi, sem birt var á miðvikudag, væri rétt túlkun á ályktunum fimdar Þjóðarráðs Palestinu í síðustu viku. í yfirlýsingunni eru ályktanimar túlkaðar sem viður- kenning á tilvem ísraels sem ríkis. Áður hafði talsmaður Þjóðarráðs- ins, Abdul-Hamid al-Sayeh, sagt að yfirlýsingin fæli ekki í sér laga- lega viðurkenningu á tilverarétti ísraelsrikis. „Þjóðarráð Palestinu fellst á bæði ríkin, ríki Palestínumanna og ríki Gyðinga, ísrael," sagði Arafat eftir fund hans með fimm bandarískum gyðingum í Stokkhólmi á miðvikudag og bætti við: „Er það ekki fullljóst?" „Ég tel að yfírlýsing Arafats, eins og fréttastofur skýra frá henni, sé viðurkenning á tilveru ísraels en sé ekki lagaleg viðurkenning," sagði Abdul-Hamid al-Sayeh, talsmaður Þjóðarráðs Palestínu, í Doha, höfuð- borg Qatars. Hann sagði einnig að Frelsissamtökin og Þjóðarráðið myndu breyta afstöðu sinni yrðu ályktanir Þjóðarráðsins sniðgengnar. Sjá „Yfirlýsing um . . .“ábls. 33. Reuter Sex farast er herþota hrapar SEX manns fórast í gær þegar bandarísk herþota hrapaði á æfingu S eitt af íbúðarhverfúm iðnaðarbæjarins Reimscheid í Vestur-Þýskalandi. Rúmlega 40 manns slösuðust, nokkrir alvar- lega, og eldur kom upp í tugum húsa. Þotan var að æfa lágflug í mikilli þoku og hafði farið af réttri leið þegar slysið varð. Vest- ur-þýsk stjómvöld frestuðu þegar í stað lágflugsæfingum í landinu til áramóta og hvöttu bandamenn sína S Atlantshafsbandalaginu til að gera það sama. Slökkvilið borgarinnar réð niðurlögum elds- ins fimm klukkustundum eftir flugslysið. Ályktun Reykjavík- urfundarins staðfest Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. UTANRÍKISRÁÐHERRAR Atl- antshafsbandalagsins birtu i gær tillögur um umræðugrundvöll i væntanlegum viðræðum S VSnar- borg um takmörkun hefðbund- inna vopna S Evrópu. í tillögunum er ályktun fúndar utanríkisráð- herra NATO-ríkja S júní á sfðasta ári staðfest en S henni var lagt til að hafiiar yrðu tvennar samninga- viðræður um takmörkun hefð- bundins vigbúnaðar. Að auki leggja ráðherramir til að í viðræðunum verði stefnt að helm- ingsfækkun skriðdreka í Evrópu. Gert er ráð fyrir því að viðræður fari fram annars vegar á milli allra 23 aðildarríkja Varsjárbandalagsins og NATO um jafnvægi og fækkun hins hefðbundna herafla og hins veg- ar á milli þeirra 35 ríkja sem tekið hafa þátt í framhaldsftindum Ráð- stefnu um öryggi og samvinnu í Evrópu. Viðraeðumar munu verða aðskildar og sjálfstæðar líkt og lagt var til í ályktun fundarins í Reykjavík á síðasta ári. Sjá frétt á bls. 32.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.