Morgunblaðið - 09.12.1988, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.12.1988, Blaðsíða 10
10 MORÖÚNBLAÖro; FÖSTUDAGÍJR 9. DESÉMBÉR 1988 Spennusaga Bókmenntir ErlendurJónsson Illugi Jökulsson, Hrafh Jökulsson Hrafii Jökulsson — Illugi Jök- ulsson: ÍSLENSKIR NASISTAR. 412 bls. Tákn. 1988. Tæki einhver upp á því að lýsa yfir fylgi sínu við Napóleon væri sá talinn furðulegur í meira lagi. Ef hinum sama dytti í hug að flytja boðskap Hitlers þess í stað yrði annað uppi á teningnum. Hann ætti strax á hættu að vera tekinn alvarlega. Óþarft er að taka fram að hvorki yrði það honum til álits- auka né brautargengis. Seint kæm- ist hann í hóp þeirra sem teljast til fastagesta í fjölmiðlum svo dæmi sé tekið. Og valinkunnur yrði hann fráleitlega kallaður. Að því leyti hefur í raun ekkert breyst síðan heimsstyrjöldinni síðari lauk með ósigri Þjóðvetja fyrir nær hálfri öld og sakir voru gerðar upp við þá sem stutt höfðu málstað þeirra, hvar sem þá var að finna. Því er ekki að furða þótt höfundar þessarar bókar hafí þá sögu að segja að sumir, sem fylgdu nasistum að málum á fjórða áratugnum þegar stefnan var ný og enginn gat séð fyrir hvemig framvindan yrði, vilji sem minnst á þetta minnast nú. Samt eru engar líkur á að boðskap- ur nasismans nái hljómgrunni fram- ar — nema þau undur gerðust að nákvæmlega sams konar ástand kæmi upp í Evrópu, og reyndar í heiminum öllum. Þótt hryðjuverk séu einatt framin einhvers staðar í veröldinni og það á vamarlausu fólki og almenningsálitið horfi framhjá ósköpunum ef því hugnast málstaðurinn hefur forystu þriðja ríkisins þýska og áhangendum þess í engu verið fyrirgefíð. Orsökin er auðvitað sú fyrst og fremst að enn er tekist á um sömu grundvallar- sjónarmiðin í heimspólitíkinni — að því frátöldu að ríki Hitlers er sjálft út úr myndinni, svo og stefna hans. Annað er að mestu óbreytt. Sæti hans verður því látið standa sem auður reitur þar til endanlega verð- ur útkljáð hvemig völdum þeim, sem af honum voru tekin, verður skipt. Hrafn og Illugi Jökulssynir em ungir og hressir blaðamenn og kunna að velja sér efni. Þar sem saga nasismans er enn hálfgert feimnismál fer naumast hjá því að tekið sé eftir bók þeirra. Nasistam- ir gömlu em margir á lífi, menn á efra aldri. Sumir hafa verið áber- andi í þjóðfélaginu, þingmenn og embættismenn svo nokkuð sé nefnt. Kitlar það ekki forvitnina að nú skuli farið ofan í ávirðingar þessara virðulegu fyrirmanna, að fortíð þeirra skuli gerð ber með þessum hætti? Víst hefur hitt og annað verið skrifað um hreyfíngu þjóðem- issinna eins og þeir kölluðu sig hér. En það hefur verið svo fræðilegt að almenningur hefur haft á því takmarkaðan áhuga. Öðm máli gegnir um þessa bók. Hún er skrifuð í dæmigerðum fréttaskýringastíl; höfundar hverfa aftur í tímann og fylgja eftir rás viðburða frá degi til dags. Dregin em fram í dagsljósið mál sem telj- ast að vísu léttvæg á kvarða þjóðar- sögunnar en vom stór á sínum tíma, sannkölluð dægurmál. Kvaddir em til vitnis jafnólíkir heimildarmenn og Jónas Jónsson frá Hriflu, sem þótti af fylgismönnum mestur »stílisti« sinnar tíðar, og grínarar þeir sem skrifuðu í Spegilinn »sam- visku þjóðarínnar«. Bók þessi held- ur manni því rækilega vakandi þó langdregin sé. Lítið er verið að pæla í undirrót þessarar hreyfíng- ar, hérlendis og erlendis, ekki frem- ur en fólk var yfirhöfuð að velta slíku fyrir sér í hita dagsins meðan þetta allt saman var og hét. Bókin hefur því takmarkað fræðigildi. Þó hygg ég að höfundar gefi sér oft nokkuð haldgóðar forsendur, t.d. að »nasisminn átti sér mjög þýskar rætur«. Þór Whitehead hefur bent á að áróðri nasista utan Þýskalands hafí einkum verið ætlað að ná til Þjóðveija búsettra erlendis, miklu síður til útlendinga. Því var ekki líklegt að stefna, sem varðaði mest eitt land, ætti teljandi fylgi að fagna með öðmm þjóðum, hvorki hér né annars staðar. Enda varð fylgi hreyfíngarinnar aldrei vemlegt hér, og alvöruiylgi í fullkomnu lág- marki. Því er rétt sem höfundar benda á að flokkur íslenskra þjóð- emissina hafi verið strákaflokkur mest, flokkur unglinga sem hrifust af skrautsýningum nasista og lang- aði í hasar. Sá varþví vandi þjóðem- issinna þegar til kosninga dró að þeir vom langfæstir komnir á kosn- ingaaldur. Pólitík sína stunduðu þeir mest á götum úti. Varla gekk Békmenntir Katrín Fjeldsted Höfundur: Bemie S. Siegel. Þýðing: Helga Guðmundsdóttir. Hönnun kápu: AUK hf./Magnús Jónsson. Prentsmiðjan Oddi. Útgáfuforlagið 1988. Undirtitill bókarinnar er: „Reynsla skurðlæknis af einstökum hæfíleika sjúklinga til að læknast af sjálfsdáðum." Við fyrstu sýn leist mér ekki á þessa bók — hélt að verið væri að hagnast á fólki sem á í erfiðleikum. Við lestur hennar kom annað f ljós. Efni hennar er forvitni- Iegt en vekur jafnframt upp ýmsar tilfínningar. Snertir mann. Bemie Siegel mun vera banda- rískur skurðlæknir af gyðingaætt- um, sem býr í New Haven í Conn- ectieut-ríki. Hann hefur haft mikið á öðm en útifundum með tilheyr- andi áflogum og barsmíðum þegar liðinu lenti saman við andstæðinga »og virðist fundagleði hafa verið með ólíkindum,« eins og höfundar þessarar bókar komast að orði. Mest sýnist fylgi stefnunnar hafa orðið með unglingum í skólum. Einn vetur náðu nasistar t.d. meirihluta í Menntaskólanum í Reykjavík, að upplýst er í þessari bók. Og forkólf- ar hreyfíngarinnar vom strákar um tvítugt þótt einn og einn ráðsettur teldist í fyrstunni fylgja flokknum. Talið er að margur unglingurinn hafí gengið í hreyfinguna í þeirri trú að þetta væri tískustefna. í skrúðgöngum, þar sem marserað var undir blaktandi fánum, gat unglingaliðið fengið útrás fyrir þess konar tilfinningar sem þeim aldri fylgja svo gjaman. En frá þess með krabbameinssjúklinga að gera gegnum tíðina og hefur mjög ákveðnar skoðanir á því hvaða hug- arfari krabbameinssjúklingar þurfi að vera gæddir til þess að ná tökum á eigin veikindum í samvinnu við lækna og hjúkmnarfólk. Bókin náði þeim tökum á mér að ég er sann- færð um að Bemie Siegel hefur um margt rétt fyrir sér. Fyrir tíu ámm stofnaði hann meðferðarhóp sem hann kallar ECaP eða Exceptional Cancer Pat- ients (sem þýðandi bókarinnar kýs að kalla einstaka krabbameinssjúkl- inga, EKS). Hann hafði þá þegar gert sér grein fyrir því að lítill hóp- ur krabbameinssjúklinga, svona 15—20%, bregst öðmvísi við veik- indum sínum en algengast er. Líta ekki á sig sem fórnarlömb, afla sér þekkingar á sjúkdómi sínum, spyija spuminga endalaust — em „erfiðir sjúklingar". Þeir vilja skilja með- ferðina sem þeim stendur til boða og taka þátt í henni. Þeir vilja hafa óskerta reisn, manngildi og stjóm á hlutunum, hver sem framvinda sjúkdómsins verður. Bemie segir að læknar verði að átta sig á því að þeir sjúklingar sem þeim fínnst erfiðir eða ósamvinnu- þýðir eiga bestar batahorfur. Hann vitnar í nokkrar rannsóknir máli sínu til stuðnings, þar á meðal nið- urstöður frá hópi vísindamanna í London undir forystu Keith Petting- ale. Þar kom fram að 75 prósent krabbameinssjúklinga, sem komust í baráttuham þegar þeir fengu sjúkdómsgreininguna lifðu í tíu ár, en hins vegar 22 prósent þeirra sem tóku henni með stóískri ró eða fyllt- ust úrræðaleysi eða vonleysi. í EKS-hópum sínum styðst Bemie við samtöl, myndir sem sjúklingar hans teikna, hugleiðslu, slökun, góða tónlist og trúmál — hvaðeina sem kemur sjúklingunúm til að líða háttar uppákomum greinir einmitt mjög í bók þessari. Þetta er hasar- bók, spennusaga. Og ekki neita höfundamir sér um að beina kast- ljósinu að hinum kómísku hliðum málanna. Maður getur hlegið upp úr lestrinum. Þegar öllu er á botn- inn hvolft hafa þeir, sem í Spegilinn skrifuðu, ef til vill verið framsýnast- ir allra þegar þeir tóku sér fyrir hendur að fjalla um menn og mál- efni á þessum ámm. Þetta var allt svo óburðugt, háalvarlegt og inni- haldslaust. Sjá þykist ég að bók þessi sé hraðunnin. Nokkuð er um endur- tekningar. Víða er t.d. að því vikið að Gísli í Ási hafí verið lágur vexti og sums staðar með dálítið svona galsafengnu orðalagi, til að mynda: »Frímerkjasalinn þótti aldrei sér- lega hár í loftinu, frekar en helsta Btlfílítf & Síf?g(*j vel og skilja sjálfa sig. Bemie heldur því fram að hægt sé að draga mjög úr aukaverkunum meðferðar við krabbameini með já- kvæðu hugarfari. Hann gengur svo langt að segja að þrír fjórðu-hlutar af aukaverkunum við geislameðferð og meðferð með frumudrepandi lyfjum stafi af neikvæðum vænting- um sjúklinganna sem rekja megi til áhrifa frá lækninum (eins konar neikvæð dáleiðsla). Flestir læknar segi nefnilega: „Állt þetta slæma getur komið fyrir þig og ef þú ert heppinn getur kannski eitthvað gott átt sér stað.“ Allt það sem getur farið úrskeiðis er talið upp fyrst svo að viðbrögð fólks verða neikvæð. Þess í stað vill Berhie leggja áherslu á hið jákvæða eins og að segja: „Það getur ýmislegt jákvætt gerst við þessa meðferð. Það er mögulegt að eftirfarandi aukaverkanir geti átt sér stað, en ég tel ekki að svo verði.“ í bókinni eru 9 kaflar auk inn- gangs og viðbætir. Siegel leitar viða fanga til að rökstyðja mál sitt. Hann hefur lært af merku fólki, svo sem Elizabeth Kiibler Ross, en margir kannast við bók hennar um fyrirmynd hans.« Prentvillur eru afar margar í bókinni, sumar baga- legar. Höfundum reikna ég til ungæðis- háttar þegar þeir vitna í Þór White- head með þessum fyrirvara: »Ef marka má hinar ítarlegu rannsókn- ir doktors Þórs Whiteheads ...« Mér vitanlega hefur ekkert komið fram sem bendi til að ströngustu aðferðum hafí ekki verið beitt við umræddar rannsóknir — hvað sem auðvitað líður skrifum Þórs White- heads og ályktunum þeim sem hann hefur dregið af rannsóknum sínum, slíkt getur hver og einn metið fyrir sig. Þá segir svo í lokakafla bókarinn- ar sem ber yfirskriftina Lengi lifir í gömlum glæðum: »Þeir fáu sem enn mættu á sellufundi seint á stríðsárunum höfðu komist að þeirri niðurstöðu að vænlegasta leiðin til að koma þjóðemisstefnunni til vegs og virðingar á íslandi væri að ganga í Sjálfstæðisflokkinn og reyna að gera hann nasískan innan frá. Sum- ir þeirra gengu því í Sjálfstæðis- flokkinn og sumir komust meira að segja til metorða innan hans.« Síðan em nefndir tveir menn sem báðir urðu þingmenn flokksins. Að þeir hafi stefnt að því að gera flokkinn »nasískan innan frá« þykir mér afar hæpin sagnfræði svo ekki sé meira sagt. Þá hefðu þeir verið slíkir einfeldningar að til fá- dæma mætti telja. Reyndar þarf hvorki blaðamenn né stjórnmála- menn til að gera sér ljóst að nasism- inn er löngu dauð stefna sem aldrei mun framar vakna til lífsins fremur en t.d. Karl tólfti sem sænskir óláta- unglingar telja sig trúa á þessa stundina. En höfundar þessarar bókar eru næmir á forvitni almennings eins og blaðamenn verða að vera. Og vafalaust geta þeir sér rétt til að efni það, sem þeir hafa hér með kjörið sér, muni enn vekja forvitni með íslenskum lesendum. dauðann (On Death and Dying). í bókarlok er listi yfir bækur um skyld efni, bæði læknisfræðibækur og bókmenntir á borð við Krabba- meinsdeildina (Cancer Ward) eftir Aleksandr Solzhenitsyn. Þar er einnig að finna lista yfír hljómbönd og myndbönd með Bemie Siegel (á ensku). Nánari upplýsingar um þau má fá með því að skrifa til: ECaP (Exceptional Cancer Patients) 2 Church Street South New Haven, Conneeticut 06510 USA. Almennt má segja að erfitt sé svo vel fari að þýða bækur um lækn- isfræðileg efni yfir á íslensku. Al- þjóðleg læknisfræðiheiti eiga sér ógjaman hliðstæður á íslensku sem fólki er tamt að nota. Orðalag verð- ur því stirt um of og leiðinlegt af- lestrar, og orðin gjaman óskiljan- leg fyrir lesandann. Mér fínnst þýðanda þessarar bókar hafa tekist furðu vel að forð- ast hnökra af þessu tagi og stund- um var það svo blaðsíðum skipti að ég hnaut ekki um neitt skringil- yrðið. Þó eru mörg orð sem ég er ekki sammála þýðanda um. „Æxla- fræðingur" er til dæmis orð sem ég veit ekki til að sé notað en geri ráð fyrir að átt sé við krabbameins- lækni (oncolog). „Heildarhyggju- lækningar" er ef til vill til í orðabók en það tók mig óratíma að átta mig á að verið var að þýða „Hol- istic medicine". Er lesandinn nokkru nær? Og hvað með herslis- húð, dreif miðkerfishersli, semju- kerfí og utansemjukerfi? Þessir örfáu hnökrar koma alls ekki að sök og bókin er í heild læsi- lega og lipurlega þýdd. Efni hennar á erindi við marga. Hjúkrunarfólk og læknar hefðu gagn af að lesa hana. Þeir sem ganga með krabbamein, hvort sem það hefur nýlega verið greint eða er langt gengið, geta sótt til hennar jákvætt hugarfar og orku, aðstoð við að virkja þann lækningamátt sem býr hið innra með hveijum manni. Viðhorf Bemie Siegel geta einnig haft áhrif á þá sem heilbrigð- ir eru og hjálpað þeim til að halda heilsu. K TÍSKUVERSLUN DJalUUGAVEGI 8 IVIOD/Vsimi 17312 bn o Wi fH'et M fr VIÐ ÚTSKRIFTINA? DRAGTIR, JAKKAR, BUXUR, PILS OG BLÚSSUR. HÁGÆÐAVARA í SÉRFLOKKI Á GÓÐU VERÐI. Kærleikur, lækn- ingar, kraftaverk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.