Morgunblaðið - 09.12.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.12.1988, Blaðsíða 22
 iambo abysoft NÝSTÁRLEG MATREIÐSLUBÓK málið lagt til hliðar í eina viku í viðbót. Hafi hins vegar þurft að bíða eftir svari, er afgreiðslu málsins frestað til þess tíma að svar berst. Loks þegar sú vika er liðin, er aftur farið yfir upp- kastið að svarbréfinu og gengið endanlega frá því tilbúnu til sendingar og það lagt til hliðar í viku, en að henni lokinni, er svarbréfið aftur lesið yfir og það undirritað og sent.“ Mér þótti lýsingin á vinnubrögð- um í anda „kanselístfls" vera stirfín og ekki til eftirbreytni. Hins vegar rifjuðust þessi kans- elívinnubrögð upp fyrir mér, er það fréttist að forseti sameinaðs Al- þingis hefði í óðagoti tilfínninga- seminnar farið með upplýsingar ríkisendurskoðunarinnar um áfeng- iskaup forseta Hæstaréttar til fjár- málaráðherra um leið og henni bár- ust þær, í stað þess að fara með málið til dómsmálaráðherra. Pjár- málaráðherra þaut samstundis með málið í fjölmiðla svo sem alkunna er. Þar með hófst hið mikla fjöl- miðlafár, og aftaka dómarans fyrir dómstóli götunnar. Ef sá þriðjungur forsetavalds, sem forseti sameinaðs þings er, hefði farið rétta leið með málið og dómsmálaráðherra fengið það til afgreiðslu, svo sem vera bar, hefði málið fengið embættislega meðferð. Að sjálfsögðu hefði ráðherrann byijað á því að kalla forseta Hæsta- Dr. Gunnlaugur Þórðarson réttar fyrir sig og tekið á málinu af sinni einstöku ró og festu. Nú voru fjölmiðlar hins vegar komnir með blóðbragð á tunguna og heimt- uðu aftöku hæstaréttardómarans. Lögðust þeir blátt áfram á dóms- málaráðherrann, þannig að undir því álagi var varla nokkur friður til yfírvegaðrar hugsunar og „kans- elí-vinnubrögð“ komu ekki til álita. Ríkisfjölmiðlamir voru í tíma og ótíma að stagast á að vænst væri aðgerða dómsmálaráðherrans og ráku á eftir honum. Árás á Hæstarétt Reyndar þurftu aðfarir fjármála- ráðherrans ekki að koma neinum á óvart, þegar hugsað er til þeirrar ófrægingarherferðar í garð Hæsta- réttar, sem sá maður hefur stundað að undanfömu og birtist m.a. hér eftirdr. Gunnlaug Þórðarson Á tæpum þriggja áratuga starfs- ferli sem forsetaritari og síðar full- trúi í stjómarráði er mér einna minnisstæðastur af öllum þeim mönnum sem ég kynntist þar Vig- fús Einarsson skrifstofustjóri, sem var jafnframt ríkisráðsritari frá 1942 til 1949, er hann féll frá. Kom það í minn hlut að gegna störfum ríkisráðsritara í forföllum hans, nær samfellt frá 1947-1949. Með okkur Vigfúsi tókust góð kynni. Eitt sinn barst í tal okkar hver væri hinn svokallaði „kanselístfll", sem sjálf- sagður þótti í stjómarráðinu allt fram á þessi ár. Vigfús Einarsson sagði mér að „kanselístíll" ein- kenndist af vinnubrögðum, sem kalla mætti „kanselívinnubrögð". Fer hér á eftir í stómm dráttum hvað honum sagðist um þau vinnu- brögð, en orð hans man ég gjörla. „Erindi, sem afgreiða skal er rétt að lesa yfir strax við mót- töku og leggja síðan til hliðar í viku. Eftir viku er það tekið upp aftur og lesið yfir að nýju. Komi þá í ljós að nauðsynlegt þyki að £á umsögn einhverra um málið, eru lögð drög að því og málið því næst lagt til hliðar í aðra viku. Að henni liðinni, er málið tekið upp aftur til meðferðar og hafi ekíd þurft umsögn um það, er gert uppkast að svarbréfi og ÚRVALSRÉTTIR í ÖRBYLGJUOFNI er ný og spennandi matreiðslubók fyrir alla þá sem vilja kynnast þeim fjölbreyttu möguleikum sem matreiðsla í örbylgjuofrii býður upp á. Bókin hefur að geyma girnilegar uppskriftir að forréttum, aðalréttum og ábætisréttum með litmynd af hverjum rétti fytir sig. Uppsetning bókarinnar er þannig að hægt er að raða réttunum saman eftir myndunum og sjá þannig allan matseðilinn fyrir sér. Samsetningamöguleikarnir eru hreint ótrúlegir, yfir 1000 talsins. Ýmsar gagnlegar leiðbeiningar er einnig að finna í bókinni, sem bæði stuðla að betri nýtingu örbylgjuofnsins og einnig betri matseld. Dröfn H. Farestveit hússtjórnarkennari þýddi og ftAMBÖ Maby-soft' farlitlar bu: ★Betra snið [★Þægileg fyrir barnið SUPER 6-11 kg. 32 stk./pk. MAXI 9-18 kg. 28 stk./pk. |★Einstaklega rakadrægar Þurr yfírflötur MAXIPLUS 15—25 kg. 25 stk./pk. HÁMARKS HREINLÆTI HAGKVÆMUSTU .. ÚLTRÁ' BLEIURNAR ÞU VELUR MATSEDILIIIN Á NÝJAN HÁTT Ráðamenn og dómstóll götunnar „Fjármálaráðherrann komst í sviðsljósið, en þar hefur honum alltaf liðið vel, og barði bumb- ur fyrir siðapostulan- um sjálfum sér. En fjár- málaráðherrann fór aftan að öllum siðum og viðteknum verklags- reglum og fyllsta ástæða er til að ætla að hann hafí vísvitandi geymt upplýsingar um áfengiskaup annarra handhafa forsetavalds þar til að dómsmálaráð- herrann hafði tekið ákvarðanir undir fargi Qölmiðlanna. Olafur Grímsson er sagður greindur, en hann má gruna um gæsku.“ í blaðinu í tveimur blaðagreinum. Sú fyrri 9. janúar sl.: „Breytingar á eðli Hæstaréttar knýja á um nýjar aðferðir við val á dómur- um.“ Seinni greinin birtist 23. febr- úar sl. undir yfirskriftinni: „Eru hæfidsdómar Hæstaréttar mark- lausir?" Hér eru ekki efni til þess að vitna í þessi dæmalausu skrif eða hrekja þau, en þau mótuðust af því hugar- fari að Hæstiréttur mætti ekki vera leiðbeiningaraðili, þegar um vafaat- riði væri að ræða af hálfu löggjafar- valdsins. Með aðför sinni nú reyndi fjár- málaráðherrann enn að gera Hæstarétt tortryggilegan í augum almennings. Málið beindist aðeins að forseta Hæstaréttar sem einum af handhöfum forsetavalds og tók ráðherrann sér vald, sem honum ekki bar, því að málið heyrði fyrst og fremst undir forsætisráðherra og dómsmálaráðherra. Pjármálaráðherrann komst í sviðsljósið, en þar hefur honum allt- af liðið vel, og barði bumbur fyrir siðapostulanum sjálfúm sér. En íjármálaráðherrann fór aftan að öllum siðum og viðteknum verk- lagsreglum og fyllsta ástæða er til að ætla að hann hafi vísvitandi geymt upplýsingar um áfengiskaup annarra handhafa forsetavalds þar til að dómsmálaráðherrann hafði tekið ákvarðanir undir fargi fjöl- miðlanna. Ólafur Grímsson er sagð- ur greindur, en hann má gruna um gæsku. Engar reglur til um áfengfiskaup á sérverði Þá er á það að líta, að engar reglur eru um kaup handhafa for- setavalds á áfengi á sérverði. Til eru bréfaskipti fjármálaráðuneytis- ins og Áfengisverslunar ríkisins um þessi mál, þar sem staðfest eru þessi réttindi handhafa forseta- valds, þegar forseti íslands er er- lendis, en þar er hvorki tekið fram leyfílegt magn né tilefni. Verði hins vegar talið, að starfs- menn ÁTVR hafí brugðist leið- beiningarskyldu í þessu efni, þá er það á ábyrgð fjármálaráðherranna Jóns Baldvins Hannibalssonar og Ólafs Ragnars Grímssonar. Þá vaknar sú spuming hvort ekki sé réttara að málið, sem til stendur að höfða gegn hæstaréttar- dómaranum, verði rekið sem opin- bert mál fyrir sakadómi, en ekki fyrir bæjarþingi'Reykjavíkur. Spilling í risnumálum hjá því opinbera Þann 5. des. sl. birtist hér í blað- inu ítarleg frásögn um risnu hins opinbera. Sést þar að framkvæmda- valdið ver miklum fjármunum ár hvert til veisluhalda. Stjómarráðið eitt sér varði t.d. nærri fímmtíu milljónum króna í risnu árið 1985. Þá eru aðrar ríkisstofnanir ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.