Morgunblaðið - 09.12.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.12.1988, Blaðsíða 18
88&LflaaM383<3 (6 flU0AaUT8Ö3 .aiOAJaVíUOflOM —MORGUNBtABIÐ,~FÖSTUDAGUR~9. DESEMBER 1988 RaJ&nagnseftirlit rfldsins: Jólaljós og skreytingar Q 0,5m| MAX 60 W Tákn fyrir tvöfalda einangrun Tákn fyrir lágmarksfjarlægð kastara frá brennanlegu efni (t.d. 0,5m; 0,8m; osfr.) Hámarksstærð peru í tiltekin lampa Tákn fyrir jarðtengingu Ljósasamstæður (seríur) Ljósasamstæður eru prófunar- skyldar hjá Rafmagnseftirliti ríkis- ins. Seljendur eiga að geta sýnt fram á að ljósasamstæður hafi hlotið við- urkenningu. Viðurkenndum sam- stæðum eiga að fylgja upplýsingar og leiðbeiningar á íslensku. Ljósasamstæður til inninotkunar eru tengdar við raflögn hússins, þ.e. 220 volta spennu. Margar samstæð- ur eru þannig gerðar, að það getur logað áfram á töluverðum hluta þeirra, þótt ein eða fleiri perur bili. Á þessu þarf að hafa gát, því að spennan hækkar á þeim perum, sem áfram logar á. Það hefur í för með sér óeðlilega hitamyndun, sem ýmist getur sprengt perumar eða brætt peruhöldumar og þannig valdið íkveikju. Því er mikilvægt að skipta strax um bilaðar perur. Kaupið vara- perur af réttri gerð fyrir hveija ljósa- samstæðu. Útiljósasamstæður þarf að festa vandlega, svo að þær sláist ekki til í vindi og perumar lemjist utan í harða fleti. Útisamstæður eiga að sjálfsögðu líka að vera viðurkenndar af Rafmagnseftirlitinu. Þar skiptir miklu máli að peruhöldumar séu vatnsþéttar, svo og öll samskeyti. í vandaða og viðurkennda útisam- stæðu er notuð gúmmítaug en ekki plasttaug. Ef pera brotnar í 220 volta samstæðu getur myndast út- leiðsla, t.d. við svalahandrið úr jámi. Skiptið strax um brotnar perur, en munið að taka úr sambandi á meðan. Lágspenntar útiljósasamstæður þurfa einnig að fá viðurkenningu frá RER. Þar þarf að gæta sömu hluta, skipta um brotnar eða dauðar pemr og gæta þess að ekki séu tengdar fleiri samstæður við hvem spennu- breyti, en ætlast er til af framleið- anda. Varist að nota aðra spenna en þá, sem fylgja samstæðunum. Þeir geta verið varasamir, enda þótt þeir gefi 24 volt. Önnur lýsing Það vill oft gleymast, að lampar eru framleiddir^ fýrir tiltekna gerð og stærð pem. Á vönduðum lömpum má oftast fínna merkingu sem til- greinir pemstærð, t.d. MAX 60 W — hámarksstærð 60 vött. Þetta skiptir vemlegu máli. Of stór pera veldur óeðlilegri hitamyndun og getur leitt til íkveilqu. Um þetta em því miður allt of mörg dæmi. Þegar um ljóskastara er að ræða koma fleiri merkingar til athugunar en um gerð og stærð pem. Sérstök merking er um lágmarks-fjarlægð lampans frá brennanlegu efni. Á bandstrikinu er tala, oft 0,5 m eða 0,8 m. Þessi tala táknar, að lág- marksfjarlægð kastarans frá brenn- anlegu efni er 50 sm eða 80 sm, eftir atvikum. Vanhirða á þessu sviði hefur einnig haft í för með sér íkveikjur og eldsvoða. í þessu sam- hengi má geta þess, að nú er að færast í vöxt notkun lágspenntra lampa, fyrst og fremst í verslunum, en einnig í heimahúsum. Þessir lamp- ar em prófunarskyldir. Þrátt fyrir lága spennu, hitna þessir lampar talsvert, og því gilda um þá reglur um kastara, eins og áður var Iýst. Geislinn frá þessum lömpum getur hæglega kveikt í brennanlegu efni, ef hann er hafður of nálægt. Þá hefur einnig komið fyrir, að pemr lágspenntra lampa hafa spmngið með þeim afleiðingum, að heit brotin hafa kveikt í eldfimum efnum. Því þarf að huga vel að staðsetningu lampanna með þetta í huga. Fjöltengi Um hátíðir skapast aukin þörf fyrir fjöltengi á heimilum. Þá ber að hafa í huga að ofhlaða ekki á eina tiltekna grein, því þá skapast leið- indi, vegna þess að öryggi bráðna, eða sjálfvöram slær stöðugt út. Of- hlæði á einn tengil getur líka haft í för með sér upphitun á leiðslum, sem getur valdið íkveikju. Þá ber einnig að hafa í huga í sambandi við fjöl- tengi, að þau verða að vera í sam- ræmi við aðra hluta lagnarinnar, þ.e. tengla og klær, því mikilvægt er, að jarðtenging sé ekki rofin milli tækis og tengils, með því að nota t.d. ójarð- tengda millisnúm. Eldhúsið Margir húsbmnar hafa átt upptök sín í eldhúsinu, oft fyrir gleymsku eða vangá. Því er ráð að hafa þar fastmótaðar umgengnisvenjur, ekki síst ef böm em á heimilinu: Slökkva alltaf á eldavélarhellum strax að lok- inni notkun. Skilja aldrei eftir eld- fíma hluti á eldavélinni, svo sem plastílát, heklaða dúka eða dagblöð- in. Þá þarf að muna að taka laus- tengd tæki úr sambandi við tengil, þrátt fyrir að slökkt sé á þeim, tæki eins og hraðsuðuketil, brauðrist, hrærivél o.þ.h. mwii.m Sigurður A. Magnússon ÆVIOGSTARF Trúarkraftur og orðsnilld séra Sigurbjöms Einarssonar biskups hefur látið fáa íslendinga ósnortna. Að baki þessa meistara orðsins liggur svipvindasamur og fjölþættur æviferill, sem Sigurður A. Magnússon bregður hér ljósi á. Æviskeið séra Sigurbjöms hefur legið um kröpp kjör bemskuára í Meðallandi, erfið námsár í Reykjavík og Uppsölum, prestskaparár á Skógarströnd og í Reykjavík, kennsluár í Háskóla íslands og langan embættisferil á biskupsstóli. Inn í þá fjölskrúðugu sögu fléttast þættir úr þjóðvamarbaráttunni og baráttunni fyrir endurreisn Skálholtsstaðar. Höfundur bregður upp sérlega ljósri og blæbrigðaríkri mynd af séra Sigurbimi í þeim margvíslegu hlutverkum, sem hann hefur gegnt og bregður um leið birtu yfir marga málsmetandi samferðamenn hans. í bókinni em yfir 100 ljósmyndir. Nóbelsverðlaunahafinn Isaac Bashevis Singer: JÖFUR SLÉTTUNNAR Sagan gerist á löngu liðnum tímum á söguslóðum þar sem fólk er að feta sig út úr myrkviði hjátrúar, fáfræði og frumstæðra lifnaðarhátta. í heimi þess togast á lágar hvatir og háleit markmið. Þessi nýja saga Singers er sjöunda bók hans, sem Hjörtur Pálsson hefur þýtt. JÖFUR SLÉTTUNNAR staðfestir eftirfarandi ummæli bandaríska stórblaðsins NEW YORK TIMES: „Singer er höfundur, sem skrifar í anda hinnar miklu frásagnarhefðar. Þar er mitt á meðal vor ósvikinn listamaður, sem á erindi að gegna í bókmenntunum". Yerðlaunahafi Norðurlandaráðs AnttiTuuri: VETRARSTRÍÐIÐ Bókin segir frá því hvemig óbreyttur hermaður upp- lifir hinn skelfilega hildarleik þegar finnska þjóðin þurfti að verjast innrás sovétmanna veturinn 1939-40. Vetrarstríðið stóð einungis í 105 sólarhringa, en er ein- hver mannskæðasta og grimmilegasta orrahríð, sem háð hefur verið. Sagan sýnir á áhrifamikinn hátt æðruleysi þess manns, er leysir af hendi það hlutverk, sem honum er ætlað að gegna í þágu föðurlandsins, en að vísu er ekki laust við að kaldhæðni og beiskju gæti stundum frammi fyrir yfirþyrmandi ofurefli. Þýðandi sögunnar er Njörður P. Njarðvík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.