Morgunblaðið - 09.12.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.12.1988, Blaðsíða 16
Garðurinn er ofan á heilsugæslustöðinni við Garðastræti. Gluggar Húsið að Vesturgötu 7 verður tilbúið undir tréverk og frágengið að utan í byrjun næsta árs. Gert er á svefiiherbergjum eru opnanlegir en lokast við bruna eða straumrof. ráð fyrir að hægt sé að flytja inn í íbúðimar i ágúst 1989. Ibúðir aldraðra á Vesturgötu 7 eftir Guðmund Pálma Kristinsson ogStefán Hermannsson Eins og kunnugt er, er Reykjavíkurborg að láta byggja hús á homi Vesturgötu og Garðastræt- is. Húsið er óvenjulegt, enda ekki von á öðru þegar tekið er tillit til aðstæðna á þessum stað og þess hve íjölbreytt not verða af húsinu. í Iqollurum eru 110 bílastæði með innkeyrslu frá Mjóstræti, á jarðhæð við Garðastræti verður heilsugæslu- stöð en þjónustumiðstöð fyrir aldr- aða á sömu hæð Vesturgötumegin. A efri hæðum eru svo 26 íbúðir fyrir aldraða, og em þær nú tii sölu hjá Reykjavíkurborg. Töluverð umræða hefur verið að undanfömu um þetta hús, einkum þó íbúðimar, bæði í borgarstjóm og í fjölmiðlum, þar sem nokkur atriði hafa verið gagnrýnd óþarf- lega. Þess vegna þykir tilefni til nokkurra andsvara, og em því þess- ar línur skrifaðar, en að hluta til byggjast þær á greinargerðum sem arkitektar og hönnuðir hússins hafa lagt fram á hönnunartímanum. Að okkar mati verður hér um að ræða einhveijar bestu íbúðir sem völ er á fyrir aldraða í Reykjavík. Staðsetning er mjög góð, þægileg gönguvegalengd um miðbæinn, bílgeymslur til leigu í kjallara fyrir þá sem nota bfl, þjónustumiðstöð með matsal, setustofum, aðstöðu til hreyfingar og fl. í sama húsi og sömuleiðis heilsugæslustöð. Garð- urinn verður mjög skjólgóður, en helsta nýmælið em miklar gler- byggingar bæði yfir inngangi, garð- svölum og svalagöngum. Auka þær mjög gildi íbúðanna, en útfærsla þeirra hefur staðið mikið í kerfinu eins og síðar verður vikið að. Slíkar gleryfirbyggingar hafa orðið mjög vinsælar á síðustu ámm, ekki síst þar sem kalt er í veðri. Þekkt em mörg ný hótel í ná- grannalöndunum, þar sem þannig er byggt að gluggar herbergja vísa út í glerskála, t.d. hið glæsilega Royal Garden Hotel í Þrándheimi. I öllum íbúðunum verða loftræst svefnherbergi. Hituðu lofti er blásið inn, auk þess sem loft er sogað út gegnum baðherbergi. Opnanlegir gluggar em götumegin, en til að forðast umferðarhávaða og truflun var valið að snúa svefnherbergjum inn að garðinum og fá þau þá birtu gegnum glerskálana. Gleryfirbyggðar svalir Til að öryggi íbúðanna sé full- nægjandi gagnvart bmna, þurfa svefnherbergisgluggar að vera lok- aðir eða þannig gerðir að þeir lok- ist ef upp kemur eldur, reykur eða straumrof. Vegna ákvæða í bygg- ingarreglugerð um að svefnher- bergisgluggar skuli vera opnanlegir og athugasemda þar að lútandi í byggingamefnd, breyttu hönnuðir á tímabili útfærslunni þannig að svalagangar væm yfirbyggðir en að miklu leyti opnir og óupphitaðir. Þetta eyðileggur stærsta kost hús- anna og er óviðunandi lausn. Þeir hafa nú fengið samþykkt Bmna- málastofnunar á gluggabúnaði sem gerir kleift að opna glugga inn í glerbyggingamar. Verði straumrof eða komi upp eldur í skála eða í íbúð lokast glugginn. Glerskálamir verða með opnan- legum rennigluggum og í þaki þeirra verða s.k. reyklúgur og gluggar sem opnast ef of heitt verð- ur. Nú hefur verið óskað eftir því að byggingamefnd samþykki þetta fyrirkomulag. Stærð íbúða Margar íbúðimar em yfír 53 fm innan veggja og með svölum, en sjö þær minnstu em 36 fm innan veggja og án svala, en 66 fm með sameign. Þessar íbúðir em auðvitað litlar einstaklingsíbúðir. Þær em minni heldur en minnstu íbúðirnar í Bólstaðarhlíð, sem em gott dæmi um söluíbúðir tengdar þjónustu- kjama, en þær em í turnbyggingu með lítilli sameign. Þær em hins vegar mun stærri en einstaklingsí- búðir t.d. á Droplaugarstöðum og í Seljahlíð og staðsetning þeirra við svalagang gerir þær bjartari. Byggingarreglugerðin er „skrif- uð fyrir" venjulegar íbúðabygging- ar, og verður að túlkast með tilliti til aðstæðna þegar sameign verður stór hluti húss og auk þess er að- gangur að matsal, setustofum o.fl. Þetta hefur bygginganefnd haft í huga þegar hún samþykkti stærð íbúðanna. Byggingarkostnaður Aður en framkvæmdir hófust við Vesturgötu 7 var gerð sundurliðuð kostnaðaráætlun um byggingu hússins. Heildaráætlun var rúmar 396 milljónir króna færð upp til verðlags í ágúst 1988. Aætlunin er sundurliðuð þannig: Hönnun verkfræðinga 22,6 Hönnun arkitekta 17,0 Eftirlit og umsjón 12,5 Opinbergjöld 14,0 Jarðvinna 11,4 Uppsteypa húss 87,7 Húsið tilbúið undir tréverk og frágengið úti 107,1 Frágangur og innréttingar 85,9 Loftræstikerfi 20,0 Lyfta o.fl. 11,1 Lóð o g garður 6,9 Samtals 396,2 m.kr. Hlutdeild íbúða er áætluð 33,9% eða 134,3 m.kr. Meðalverð íbúða er því 5,2 millj. kr. á sama verð- lagi. Þessi áætlun hefur staðist nú þegar húsið er rúmlega hálfbyggt. Verð íbúðanna á Vesturgötu 7 er það sama og áætlunin gerði ráð fyrir í upphafi. Ljóst var að þær yrðu dýrari en ódýmstu íbúðir sem byggðar em á markaðnum. Ástæð- ur þessa em m.a. að húsið er flókið vegna margháttaðs hlutverks, lagt er í umhverfí húss, húsagerð, yfír- byggingu svala og garð umfram það sem gerist t.d. í nýjum hverf- um. Húsið er vandað að allri gerð, einangrað að utan, klætt grágrýtis- hellum og vandaðri tréklæðningu. Ennfremur er eirklæðning á þaki. Gluggar og tréklæðning em úr harðviði. Bmnaviðvömnarkerfí er í hverri íbúð og tengist stjómstöð í anddyri. Eins er sjúkrakallkerfí í hverri íbúð og tengist það þjónustu- miðstöð. íbúðirnar em seldar á föstu verði og em vextir á byggingartíma reiknaðir í söluverði. Verð og stærð íbúða kemur fram í meðfylgjandi töflu. Guðmundur Pálmi Kristinsson er forstöðumaður byggingadeiidar ogStefán Hermannsson eraðstoð- arborgarverkfræðingur. 1. Flatarmál veggja m2 37,7 53,0 53,0 50,1 61,5 61,5 36,0 36,0 37,7 53,0 50,1 61,5 61,5 36,0 80,3 2. Flatarmál m. veggjum m2 42,5 58,3 58,3 57,1 68,2 68,6 39,8 39,8 42,9 58,3 58,1 69,9 68,6 39,8 98,3 3. Geymslur á 4. hæð m2 7,7 7,7 8,1 7,4 7,4 7,7 8,1 7,2 8,1 8,1 8,1 5,5 7,7 8,1 8,1 4. Hlutd. í sameign íbúða m2 16,9 16,9 16,9 16,9 16,9 16,9 16,9 16,9 16,9 16,9 16,9 16,9 16,9 16,9 16,9 5. Hlutd. (sameign búss m2 1,6 1,6 1,6 1,6 1,6 1,6 1,6 1,6 1,6 1,6 1,6 1,6 1,6 1,6 1,6 Heildarfl. (samanl. 2.-5.) m2 68,7 84,5 84,9 83,0 94,1 94,8 66,4 65,5 69,5 84,9 84,7 93,9 94,8 66,4 124,9 6. Stærð svala m2 7,1 10,8 10,8 7,7 7,1 10,8 7,7 Heildarfl. með svölum m2 75,8 95,3 95,7 90,7 76,6 95,7 92,4 Verð (þús. kr.) 4,400 5,950 5.970 5.840 6.380 6.370 4.060 4.040 4.450 6.110 6.000 6.450 6.440 4.150 7.950 Frá Ráðgjafarhópi um nauðgunarmál eftir Ragnheiði M. Guðmundsdóttur Ráðgjafarhópur um nauðgunar- mál hefur starfað á vegum Samtaka um kvennaathvarf síðan í nóvember 1984. Verksvið hópsins er einkum að veita konum, sem hefur verið nauðgað, ráðgjöf. Einnig að fræða fólk um alvöru afbrotsins nauðgun- ar og afleiðingar þess fýrir þoland- ann. Þá hafa sjálfsvarnamámskeið fyrir konur verið haldin á vegum hópsins. Konur sem hefur verið nauðgað, geta leitað til ráðgjafarhópsins eftir aðstoð og stuðningi hvort sem langt eða stutt er síðan nauðgunin átti sér stað. Hópurinn hefur komist að samkomulagi við Rannsóknarlög- reglu ríkisins um að stuðnings- manneskja megi fylgja konu, sem kærir nauðgun eða tilraun til nauðgunar í skýrslutöku. Lögreglu- mennimir eru fúsir að hringja í ráðgjafa í gegnum Kvennaathvarfið í Reykjavík ef kærandi óskar þess. Einnig fer ráðgjafi með konum í læknisskoðun, þegar þess er óskað. Reynslan hefur sýnt okkur að þessi stuðningur er mjög mikilvægur og getur dregið úr áhrifum þess áfalls sem konur verða óhjákvæmilega fyrir ef þeim er nauðgað. Oft er kona, sem kærir nauðgun, líka mjög ráðvillt, og á erfítt með að átta sig á hvemig málin ganga fyrir sig í kerfínu. Þess vegna er gott að hafa einhvem hjá sér sem getur útskýrt og gefíð holl ráð. Það skal tekið fram að þessi aðstoð er ókeypis. Þáttur í fræðslustarfí ráðgjafar- hópsins var að gefa út bæklinginn „Það kemur ekkert fyrir mig“ og var honum dreift um allt land. Hægt er að fá upplýsingabækling þennan á skrifstofu Samtaka um kvennaathvarf á Vesturgötu 3. I bæklingnum segir m.a.: „Hvað á kona eða stúlka, sem hefur orðið fyrir nauðgun að gera? „Nefndin leg-gnr til ad komið verði á fót neyð- armóttöku fyrir þá sem hafa orðið fyrir nauðg-- un eða nauðgunartil- raun.“ — Hún getur kært til Rann- sóknarlögreglu ríkisins í síma 91—44000 eða til lögreglu við- komandi umdæmis utan höfuð- borgarsvæðisins. Rannsóknarlög- regla ríkisins sér um að útvega ráðgjafa í gegnum Kvennaat- hvarfið í Reykjavík, ef konan óskar þess. — Hún getur snúið sér beint tii Kvennaathvarfsins í Reykjavík í síma 91-21205. Þar er vakt allan sólarhringinn. Áríðandi er að konan fari í læknisskoðun sem fyrst, hvort sem hún ákveður að kæra eða ekki. Ákveði konan að kæra er mikilvægt að hún þvoi sér ekki, skipti ekki um föt og breyti engu þar sem atburðurinn átti sér stað. Þessi atriði geta haft sönnunar- gildi fyrir lögreglu." Nú hefur nefnd sú, sem kannað hefur meðferð nauðgunarmála inn- an kerfisins, skilað niðurstöðum sínum og fylgja skýrslu þeirri tillög- ur til úrbóta. Nefndin leggur til að komið verði á fót neyðarmóttöku fyrir þá sem hafa orðið fyrir nauðg- un eða nauðgunartilraun. Þar verði hægt að fá samræmda þjónustu fyrir þolendur slíkra ofbeldisglæpa. Vonandi verður ekki langt að bíða opnunar neyðarmóttökunnar og væntir Ráðgjafarhópur um nauðg- unarmál þess að eiga gott samstarf við hana. Höfundur starfar í Ráðgjafarhópi um nauðgunarmál.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.