Morgunblaðið - 09.12.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.12.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. ÐESEMBER 1988 33 Ár liðið síðan uppreisnin hófst í hernámi Israels: Yfirlýsing um sjálfetætt ríki afleiðing uppreisnarinnar ÞEGAJR mótmælin hófiist á Gaza-svæðinu dagana 8.-9. desem- ber 1987 bjuggust fáir ísraelskir stjórnmálamenn eða herforingj- ar við því að þau myndu standa lengi. Litið var á þau sem enn einar „óeirðirnar“ sem angrað höfðu ísraelsk yfirvöld öðru hveiju á vesturbakka Jórdanár, Gaza-svæðinu og Gólanhæðum allt frá sex daga stríðinu árið 1967. Brátt varð þó ljóst að hér var eitthvað allt annað og meira á ferðinni. Innan fárra daga breiddust mótmælin út til Vesturbakkans. Reuter Strákar á Vesturbakkanum dunda sér við að henda gijóti í farar- tæki Israela sem leið eiga hjá. Steinninn hefiir verið helsta vopn Palestínumanna það ár sem liðið er síðan uppreisnin hófst á hern- umdu svæðunum. Margir telja að eftir tuttugu ára hemám Isreala og efasemdir Palestínumanna um að bundinn yrði endi á niðurlægingu þeirra eftir þeim leiðum sem reyndar höfðu verið hafi verið óumflýjan- legt að þeir tækju málin í sínar hendur. Spjótunum var fyrst og fremst beint að ísrael, Banda- ríkjunum og Sameinuðu þjóðun- um en einnig gegn stjómvöldum í arabaríkjum sem ollu Palestínu- mönnum vonbrigðum á fundi Arababandalagsins í nóvember 1987 og jafnvel Frelsissamtökum Palestínu, PLO. Rúmlega helmingur íbúa her- numdu svæðanna þekkir ekki annað líf en undir hemámsstjóm ísraels. Vissulega hafa Palestínu- menn undanfamar aldir búið við kúgun, upphaflega af hálfu Tyrkja, síðan Breta og frá árinu 1948 Israela, Egypta eða Jórd- ana. Burtséð frá hörkunni sem Jórdanir og Egyptar sýndu þeim þá var niðurlægingin meiri að vera ofurseldur valdi gyðinga þótt efnahagslegt gengi væri betra. Undir lok ársins 1987 var ekki lengur unnt að hafa hemil á bitur- leika og vonbrigðum ungu kyn- slóðarinnar. Ungir Palestínumenn em meðal best menntuðu hópa í Miðausturlöndum en þeim gáfust fá tækifæri til að nýta menntun sína. í vaxandi mæli urðu menn að sækja vinnu til ísraels en eyða frítímanum við bágar aðstæður í smáþorpum og flóttamannabúð- um. í næsta nágrenni spmttu upp landnemaþorp gyðinga sem nutu forgangs hvað varðaði aðgang að vatnsbólum svo dæmi sé tekið. Óánægjan breyttist í óbeit á Isra- elum vegna daglegra árekstra við hemámsvaldið og tvíefldist þegar unglingar þurftu að sitja inni í hinum svokölluðu „hatursskól- um“, eins og ísraelskir fjölmiðlar hafa neftit fangelsi ísraela fyrir Palestínumenn. Af litlum neista verður mikið bál Við þessar aðstæður þurfti ein- ungis lítinn neista til að kveilqa í púðurtunnunni. 8. desember í fyrra varð það slys að flórir Pa- lestínumenn urðu undir ísraelsk- um herbíl. Sá kvittur komst á kreik að ísraelar hefðu vísvitandi keyrt mennina niður. Unglingar í flóttamannabúðum í Gaza hófu mótmæli sem fólust einkum í því að grýta hermenn og varpa bensínsprengjum. Annar háttur á mótmælunum var að veifa hinu óleyfilega flaggi Palestínumanna, rauðum, hvítum, grænum og svörtum fána. Tilviljanakennd mótmæli breyttust brátt i vel skipulagt andóf með ákveðnu pólitísku takmarki: sjálfstjóm og endalokum hemámsins. Við hern- aðaraðgerðimar bættist að menn neituðu að greiða skatta til ísra- els, arabar sögðu sig úr ísraelsku lögreglunni og efnt var til verk- falla ýmist á hemumdu svæðun- um eða í ísrael. Kristnir Palestínu- menn og múhameðstrúar höfðu í fyrsta skipti sameinast í barát- tunni. Intifada, eða uppreisnin, hefur haft mikil áhrif á ísraelsku þjóð- ina. Gjáin milli þeirra sem styðja stefnu Líkúd-flokksins um að láta hemumdu svæðin ekki af hendi og innlima þau jafnvel og hinna sem styðja stefnu Verkamanna- flokksins um „frið í skiptum fyrir land“, hefur dýpkað. Samt sem áður er breið andstaða í ísrael við sjálfstætt ríki Palestínumanna vestan Jórdanárinnar. Slíkt ríki er talin óþolandi ógnun við öryggi Israels en öryggismál hafa af skiljanlegum ástæðum ætíð verið ofar öllu öðm í stefnu ríkisins. ísrael og Bandaríkin einangrast Harkaleg viðbrögð ísraela hafa engan árangur borið heldur frem- ur stuðlað að útbreiðslu intifada. Myndir af unglingum og konum með gijót í hendi andspænis mesta herveldi í Miðausturlöndum hafa vakið samúð heimsbyggðar- innar sem og tölur um að a.m.k. 329 Palestínumenn hafi látið lífið en einungis 11 ísraelar. Sú óvænta ákvörðun Husseins Jórdaníukonungs í júní sl. að ijúfa tengslin við Vesturbakkann, sem tilheyrt hafði Jórdaníu, varð til þess að hugmyndin kviknaði um að lýsa yfir stofnun sjálfstæðs ríkis. Með stofnun nýs ríkis hafa Palestínumenn unnið áfangasigur í uppreisninni. PLO og Yasser Arafat njóta vaxandi virðingar og ríki Palestínumanna hefur hlotið viðurkenningu 70 ríkja og óbeinan stuðning fjölmargra annarra. PLO, sem nýtur þrátt fyrir allt ótvíræðs stuðnings íbúa hem- umdu svæðanna, hefur nú gengið 'að þeim skilmálum sem ísrael og Bandaríkin höfðu sett sem grund- völl friðarviðræðna. Ríkin tvö eru nú einangruð í sinni afstöðu og þrýstingur vex á þau að taka ákvörðun um afdrif 1,5 milljónar Palestínumanna á Vesturbakkan- um og Gaza-svæðinu. Pl» Dæmi um Hollenskur olíulampi með hvítum glerskerm, og messing brennara með dreifara. Kr. 7.998,- / Makita borvél nr. M001, með rafhlöðu (engin snúra), réttum og öfugum snúningi og 10 mm patrónu. Kr. 5.855, Klukka úr messing, v-þýsk gæðavara með quartz-úrverki. Vestur-þýskur olíu- vegglampi með grænum geymi og messing spegli. Kr. 1.842,- Makita borvél nr. M802, með höggi, réttum og öfugum snúningi, stiglausum hraðastilli og 13 mm patrónu. Kr. 8.790,- Loftvog úr messing, v-þýsk. á góðu verði hjá Efiingsen Handunnið kertaljós frá Bretlandi með hvítu gleri. Kr. 1.430,- Sjónauki 7X50, BCF næturgler. Kr. 5.395,- írljós, blikkljós og lukt. Rafhlöður fylgja. Norskur handmálaður físibelgur. Kr. 3.271,- Kr. 4.416,- I I Kr. 4.144,- IS ! Kr. 1.105,- S i Kr. 1.325,- « B Kr. 6.230,- Amerísk vasaljós „Maglite" sterk og endingagóð með halogen peru, innifalið í verði rafhlöður og vara pera. Stærra Ijósið. Kr. 1.703,- Minna Ijósið. Handunnið arinsett úr messing frá Bretlandi. Kr. 3.879,- Norskt arinsett úr smlðajárni „Acantus' SENDUM UM ALLT LAND Grandagarði 2, Rvík, sími 28855
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.