Morgunblaðið - 09.12.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.12.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 9. DESEMBER 1988 a31 Norska Stórþingið: Gro Harlem gagnrýnd á milli utanlandsferða Ósló. Frá Runc Timberlid, fréttaritara Morgunblaðsins. Þingmenn stjórnarandstöð- unnar á norska Stórþinginu hafa verið óvenjulega óvægnir við Gro Harlem Brundtland forsætisráð- herra nú upp á síðkastið. Bera þeir hana þeim sökum, að hún sé yfirgangssöm og hrokafull og svo mikið í ferðum utanlands, að hún hafi engan tíma til að sinna þingskyldunum. Þingmenn Hægriflokksins hafa gengið fram fyrir skjöldu í atlög- unni að forsætisráðherranum og þeir Morten Steenstrup og Anders Talleraas hafa tekið hvað dýpst í árinni: „Gro er búin að gleyma því, að Stórþingið er vinnuveitandi ríkis- stjómarinnar. Gagnvart því er hún bæði dónaleg og hrokafull," segja þeir félagarnir. Undirrót óánægjunnar er spurn- ing, sem Talleraas bað Gro að svara í Stórþinginu og snýst um það hve miklu ríkið hefur tapað á ábyrgðum fyrir norskar skipasmíðastöðvar. I hvert sinn, sem þetta mál er á dag- skrá þingsins, hefur Gro látið ein- hvern ráðuneytismann svara fyrir sig en á það vilja þingmenn Hægri- flokksins ekki sættast. Þessi gagnrýni blandast einnig óánægju með miklar utanlands- ferðir forsætisráðherrans og ann- arra ráðherra það sem af er árinu. Hefur ríkisstjórnin nú farið fram á rúmlega 40 milljón ísl. kr. aukafjár- veitingu vegna þess, að ferðapen- ingamir em löngu uppurnir. Það má hafa það til marks um flakkið, að í síðustu viku sæmdi SAS-flugfé- lagið Gro Harlem Brundtland titlin- um „Skandinavi ársins“. „Gro hefur meiri áhuga á ferða- lögunum en daglega stritinu hér heima. Henni finnst fínna að heita „Skandinavi ársins" en að gegua skyldum sínum á Stórþinginu," segja þeir Steenstrup og Talleraas. Gro sjálf vísar þessari gagnrýni á bug og segir, að um sé að ræða ofsóknir á hendur ríkisstjóm og ráðhermm, sem séu ekki í neinum skemmtiferðum erlendis. Þegar Talleraas fitjaði í þriðja sinn upp á spurningunni sinni á Stórþinginu sl. miðvikudag mátti Gro sjálf verða fyrir svömm. Þá bar svo við, að hægriflokksmaður- inn og þingforsetinn Jo Benkow sá sig tilneyddan til að grípa í taum- ana þegar honum fannst Gro vera farin að teygja lopann meira en góðu hófi gegndi. Er það haft fyrir satt, að aldrei áður hafi verið þagg- að niður í forsætisráðherra í ræðu- stól á Stórþinginu. Verðbólga eykst í Póllandi: Meira en tvöfalt hærri en í fyrra Varsjá. Reuter. VERÐLAG hækkaði um 58,7% að jafiiaði á fyrstu 10 mánuðum ársins í Póllandi, að sögn hins opinbera efnahagsrits Zycie Gospodarcze. Er um rúmlega tvöfalt meiri verðbólgu að ræða en í fyrra, þegar hún mældist 26%. Að siigri ritsins má rekja orsak- ir verðbólgunnar fyrst og fremst til verðhækkana, sem ríkisstjómin fyrirskipaði, í febrúar sl. Frá því í maí hefur verðlag t.a.m. hækkað aðeins um 1-3% á mánuði, að sögn Zycie Gospodarcze. Sú fullyrðing vikuritsins að verðbólga hafi hjaðnað undan- farna mánuði stangast á við spá- dóma hinna opinberu verkalýðs- samtaka, OPZZ, sem héldu því fram í síðustu viku að verðlag mundi hækka milli 70 og 80% á árinu. Þá hefur ráðgjafanefnd stjórn- arinnar gefið til kynna að verð- bólgan muni nema allt að 100% í lok janúar nk., miðað við 12 aða tímabil. Verðbólgan var önnur megii ástæða þess að efnt var til um fangsmikilla verkfalla um land alli í sumar. Þau leiddu til þess ac Zbigniew Messner, forsætisráð- herra, neyddist til að segja af séi í september. MEÐSTJÖRNUMYNSTRI | TonlcWater CONTWNS OVIWWt 'ckwepwssncewm rgMt GULLVÆGAR 1BÆKUR sannur glaðningur fyrir bókavini SÍÐUMÚIA 11, SÍMI 8 48 66 Svipmyndir og sendibréf úr íslandsför W.G. Collingwoods 1897 íslandsvinurinn Collingwood lýsir í móli, votnslitamyndum og Ijósmyndum iandi og þjóð í lok síðustu aldar. Haraldur Hannesson, Ásgeir S. Björnsson, Björn TH. Björnsson, Janet Collingwood Gnosspelius skróðu formóla o.fl. „Ometanleg gjöf ... ó helgan blótstall lands okkar og sögu" Björn TH. Björnsson wm . WuBlsBnm rnmmmmm Reykjavik sögustaður við Sund, þriðja bindi, R—Ö. Póll Lindal skráði Reykjavíkur bækurnar geyma mikinn fróð - leik um elstu byggð á islandi. I þeim er mikill fjöldi gamalla og nýrra mynda. „Nú er komið að lokum hins ágaota bóka- Hokks um Sögustaðinn við Sund, sem Páll Lindal hofwr sott saman í samráði við aðra fróða monn og myndasmiði, og verður verk þeirra að teljast bnoði hagkvmmasta og skemmtilogasta uppsláttarrit um Reykjavík som hór hefur verið gefið út." Aðalsteinn Ingólfsson. DV., 28. nóv. 1988. ÓRN OG ORLYGUR Fegurð íslands og fornir sögustaðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.