Morgunblaðið - 09.12.1988, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 09.12.1988, Blaðsíða 64
64 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1988 mmmn ást er... ■ . . best í dagskrárlok. TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved c 1988 Los Angeles Times Syndicate * V/EN6- Soðið egg, ristað brauð og te ... lAÍFQR/ywrfOA/ Brjóstrnálið 95, mitti 57 — mjaðmir 87 og eitthvað fleira ...? HÖGNI HREKKVÍSI „ Oe> HVAP tABO þAO ?! " Bágborin ríkisstjórn Bréf til vinar í suðri Hér er nú allt vitlaust í pólitík- inni, þinn gamli flokkur er ekki upp á marga fiska að mínu áliti, ekkert nema valdagræðgi í Steingrími, þeir hvorki geta né nenna að leysa þann vanda sem hér er. Sérðu þá í anda spara í þjóðarbúskapnum t.d. með að selja skipaútgerðina sem tapar milljónum árlega, þjónustunni geta bæði Eimskip og SÍS bætt á sig léttilega. Fækka bændum, roll- urnar eru að verða búnar að éta allan gróður hér á landi, og svo keyrum við kjötið á haugana þegar búið er að geyma það nógu lengi í frystigeymslum kaupfélagana og ríkið greiðir geymslukostnaðinn. Fyrst siáturkostnaður, svo geymslukostnaður, síðan hent — loks greiðir ríkið allt, gáfulegt? Hvað viltu meira, bankakerfíð, að- stoðarráðherra, veislur, mötuneyti ríkisstarfsmanna, að bora í sundur fjöll fyrir örfáar hræður hér og þar. Nei, kæri vinur, svona er allt í þessum kommaríkjum, því Steingrímur sagði nýverið „hér duga ekki vestrænar aðferðir í hag- stjórn". Hann blæs á allar skýrslur sérfræðinga og þykist vita allt bet- ur sjálfur. Margur hefur kallað íslensk stjórnmál með réttu hið stóra leik- hús þjóðarinnar, því svo margt hlá- legt á sér stað í því gamla húsi, t.d. álfar og púkar nýjasta gaman- leiksins. Aðalhlutverkið leika þeir Steingrímur og Stefán Val. Steingrímur leikur púkann, heldur þú að stjómmálamanni í landi þínu (núna) yrði liðið eftir sautján ára setu á þingi og þar af 14 ár í stjórn, að segjast hafa verið í fílabeins- tumi, og ekki fylgst með efnahags- málum þjóðarinnar síðustu 14 mán- uði, og segja svo frammi fyrir al- þjóð: „Nú, ég vissi ekki að þetta væri svona slæmt ástand". Eg held kæri vinur, að meira að segja í íslenskum fyrirtækjum mundi stjómandi, framkvæmda- stjóri eða forstjóri, jafnvel aðstoðar- maður þeirra, verða látinn fjúka ef hann eða hún leyfðu sér að segja, þegar fyrirtækið væri komið að barmi gjaldþrots, (en svo segir Steingrímur að íslenska þjóðin sé núna); ég vissi ekki að þetta væri svona slæmt, ég hef nefnilega ekki fylgst með síðustu 14 mánuði, ég var í fílabeinsturni skrifstofu minnar, ég spyr fyrir hvað höfum við verð að greiða þessum manni laun? Um Stefáns sögu álfakóngs nenni ég ekki að skrifa, hann leikur hlutverk sitt svo illa, að fólk hlær bara að tilburðunum. Gaman væri að segja þér dálítið frá vaxtamálum hér á Fróni. Nú er svo komið að kapparnir em farn- ir að nota hendurnar, heilinn hættur að duga. Vextir færðir niður með handafli, sem þýðir að fólk sem hefur verið að reyna að spara, sem hefur komið fleimm en því til góða, líka lántakendum og þjóðarbúinu, er nú hætt að fá eitthvað fyrir ómakið. Hvaða kaupmaður held- urðu að léti vömr á útsölu þar sem eftirspurn væri meiri en framboð? Nei, vinur, aðeins íslenskir stjómar- herrar, þeir geta látið peninga gamla fólksins og unga fóiksins á útsölu, því að þeir þurfa alltaf að gera einhverjum gæðingum greiða og redda ódým fjármagni á kostnað annarra. Gamla fólkið dreps fljót- lega hvort sem er og unga fólkið skilur þetta ekki enn. Nú stendur líka til að breyta láns- kjaravísitölunni, tengja hana meira launum, þrátt fyrir að síðustu árin hefði slík vísitala hækkað miklu meira en sú sem nú er. Allir sjá í gegnum þetta sjónarspil þeirra, meira að segja líka ég, þeir ætla greinilega að láta gæðinga sína í launþegahreyfingunni halda laun- um niðri, en hækka allt annað, m.a. með gengisfellingu fljótlega eftir áramótin. Svo einfalt er það og svipan er þessi; eftir því sem launin fara meira upp hækkar vísi- talan og það hlýtur að vera slæmt fyrir ykkur kæm launþegar, þið sem emð að byggja og með lán frá Húsnæðisstofnun (þeim sjálfum). Þeir em klárir þessir kallar! Fjárlagahallinn er nú um fimm milljarðar að sögn Ólafs Ragnars Grímssonar fjármálaráðherra, or- Víkverji skrifar Ummæli Jóns Sigurðssonar við- skiptaráðherra á flokksþingi Alþýðuflokksins á dögunum þess efnis að ef til vill væri eina ráðið til að spoma við gróðureyðingu að efna til herferðar meðal almennings um að hætta að kaupa kjöt af þeim dýmm sem alin em á beit afrétta í uppblásturshættu, það er sauðfé og hrossum, vöktu að vonum at- hygli, enda hefur sjálfsagt verið ætlast til þess af ráðherranum. Ummælin vom meðal annars gagn- rýnd harðlega í utandagskrárum- ræðum á Alþingi. Af þessu tilefni var viðskiptaráðherra maður Bald- urs Hermannssonar í Ríkissjón- varpinu síðastliðið laugardags- kvöld. Það vakti furðu Víkveija að hann heyrði ekki minnst á þau ummæli Jóns sem bændafólk og þingmenn gagnrýndu, það er her- ferðartalið. Jóni var lýst sem mik- illi hetju vegna þess að hann hefði, fyrstur manna að manni skildist, vakið máls á þessu vandamáli en væri nú úthrópaður um allt land vegna þessa forystuhlutverks síns. Víkveiji ætlar ekki að blanda sér í umræður um gróðurvemd hér á þessum vettvangi — og ekki heldur um aðferðir við hana. Viðskiptaráð- herra hefur sjálfur valið sér þær aðferðir sem hann telur henta. Hér skal aftur á móti vakin athygli á því að allir gagnrýnendur Jóns Iýstu yfir stuðningi við gróðurvernd, svo það er ekki deilumálið. Ef ekki var minnst á ummælin sem deilunum olli í öllum sjónvarpsþættinum var þá ekki verið að falsa umræðuna? xxx á sem í dag skrifar Víkveija á skjá fór nýlega á fund í skólann í hverfinu sínu til að hlýða á fyrir- lestur sálfræðings um þær breyt- ingar sem verða hjá bömunum þeg- ar þau breytast í unglinga. Erindið var stórfróðlegt en umræðurnar á eftir ekki síður athyglisverðar þó á annan hátt væri. Einn pabbinn bað um aðstoð kennara skólans við að halda syni sínum þumim í lappirn- ar. Varð af því nokkurt orðaskak um hvort skólinn eða heimilin ættu að passa upp á að börnin væm í stígvélum en ekki strigaskóm í fót- bolta þegar blautt væri á. Mikið var rætt um hvenær bömin ættu að koma heim á kvöldin (eða nótt- unni) og sýnilegt að það er aðalupp- eldisvandamálið á mörgum heimil- um. Einn pabbinn lýsti því hvernig börnin í götunni rispuðu bílana og spændu upp grasflatirnar á skelli- nöðrunum og væm auk þess ekki orðin nógu gömlul til að aka þessum tryllitækjum. Ekki má heldur gleyma mömmunni sem í framhaldi af þessu lýsti ökuferðum unglings- ins í húsinu á móti á heimilisbílnum og furðaði sig á því að foreldrarnir leyfðu slíkt. Þegar hér var komið sögu var Víkveija farið að blöskra og varð ánægður þegar hann heyrði að hann var ekki einn um það, því maður stóð upp aftast í salnum og sagði eitthvað á þessa leið: Mikið er gaman að heyra að foreldrar hér skuli ekki þurfa að hafa neinar áhyggjur af börnunum sínum, held- ur geti einbeitt sér að börnunum í götunni eða börnunum í næsta húsi. Fundi var slitið fljótlega eftir þetta. xxx Kunningi Víkveija, sem eitt sinn var sjómaður, sagði Víkveija eftirfarandi sögu og var heldur bet- ur hneykslaður: Mér barst bréf um daginn, sem í sjálfu sér er ekki í frásögur færandi nema ef vera skyldi vegna tveggja atriða: í fyrsta lagi var þetta ekki gluggaumslag og í öðru lagi var á því sérstakt jólafrímerki frá Pósti og síma. Frímerkið er falleg teikning í lit af sjómanni á opnum báti undir stjörnubjörtum himni. Ekki verður betur séð en hann sé að draga net. í augum landkrabba hefur sjó- mennska um jólahátíðina kannski verið ofin einhveijum óljósum Ijóma. Óljósum vegna þess, að sam- kvæmt lögum er engum heimilt að stunda sjóinn yfir jól og áramót, nema verið sé að fiska í siglingu og er það nánast sérgrein togara. Netaveiðar eru bannaðar svo og sjósókn smábáta á þessum helga tíma. Ekki verður því annað séð, en Póstur og sími dreifi í miklum mæli myndum af ólöglegu athæfi og nú verður sjávarútvegsráðuneyt- ið líklega að fara af stað og koma höndum yfir sökudólginn með að- stoð Gæzlunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.