Morgunblaðið - 09.12.1988, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.12.1988, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1988 Síðuskóla breytt í hverfísskóla?: Skólanefnd jákvæðari til breytinga en áður MIKILL þrýstingur er nú á skóla- nefnd AJkureyrar að breyta af- stöðu sinni til þess hvert nemend- ur á unglingastigi úr Síðuhverfí skuli sækja skóla. Fyrir um einu og hálfu ári ákvað skólanefnd að Síðuskóli yrði hverf- isskóli, þ.e.a.s. nemendur yrðu þar ekki lengur en upp í 6. bekk, og samþykkti bæjarstjórn þá ákvörð- un. Foreldrar nemenda í Síðuhverfi hafa alla tíð verið óhressir með nið- urstöðuna, kennarar jafnframt, en þessir aðilar vilja að nemendur í hverfínu geti stundað nám alveg upp í 9. bekk í skólanum. Fyrir skömmu barst skólanefnd bréf og undirskriftalistar frá kennarafundi í Síðuskóla, Foreldrafélagi Síðu- skóla, stjóm íbúasamtaka í Síðu- hverfi og kennarafundi í Glerár- skóla, þar sem óskað er eftir að skólanefnd og bæjarstjóm endur- skoði fyrri samþykktir hvað þetta varðar. Þess má geta að foreldrafé- lagið safnaði 668 undirskriftum máli sínu til stuðnings. Tii þessa hefur ekki verið pláss fyrir krakka í 7.-9. bekk Glerár- skóla fyrir krakka úr Síðuhverfí, en þangað hefðu þeir átt að sækja skóla. Unglingar hafa því stundað nám í Síðuskóla fram til þessa — í hitteðfyrra var þar 7. bekkur, 8. bekkur hæstur í fyrra og í vetur er 9. bekkur í skólanum í fyrsta skipti. Nú er hins vegar að fjölga í Síðuhverfí en börnum fækkar smám "saman í Glerárhverfí, og í ljósi þess fóm fyrmefndir aðilar af stað til að fá skólanefnd til að breyta afstöðu sinni. Akveðið hefur verið að fljótlega eftir áramót verði haldinn opinn fundur um málið í hverfínu, og eftir hann mun skóla- nefnd taka málið til frekari af- greiðslu. „Það er ekki gott að spá hver niðurstaða skólanefndar verður. Hljóðið í nefndarmönnum er þó að minnsta kosti öðruvísi, þeir eru já- kvæðari en áður. En hvortþað dug- ar til að þeir breyti afstöðu sinni veit ég ekki. Það verður að koma í ljós,“ sagði Jón Baldvin Hannes- son, skólastjóri Síðuskóla, í samtali við Morgunblaðið. Skortur á hjúkriinarfræðingiim við Fjórðungssjúkrahúsið; Öldudalurinn óvenju djúpur SKORTUR á hjúkrunarfræðingum í störf á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri hefur verið viðvarandi um nokkurn tíma, talsverðar sveiflur þó í ástandinu, en öldudalurinn virðist óvenju djúpur ein- mitt nú. „Þetta er eins og sjávarföllin, flóð og fjara. Það er aldrei stórflóð og fjaran sem betur fer yfirleitt ekki til stórra vandræða,“ sagði Sonja Sveinsdóttir, staðgengill hjúkrunarforstjóra, í samtali við Morgunblaðið. Að sögn herinar er skortur á hjúkrunarfræðingum viðvarandi á öldrunardeild, en „verst verðum við fyrir barðinu á þessu ef skortur verður á hjúk- runarfræðingum á stóru bráða- deildunum, lyflækninga- og hand- lækningadeild". Sonja sagði ástandið oft hafa verið betra á stóru bráðadeildun- um tveimur „og ekki má mikið út - af bera til að við lendum í vand- ræðum. En sem betur eru það dugnaðarforkar sem við höfum hér í vinnu, fólk sem tilbúið er að bæta við sig vinnu eins og nauð- synlegt er. Það hefur bjargað okk- ur í gegnum erfíða tíma og á ómældar þakkir skildar,“ sagði hún. Sonja sagði að nú vantaði 20 hjúkrunarfræðinga til starfa við sjúkrahúsið „svo okkur líði vel“ eins og hún orðaði það. En hver er skýringin á þessum skorti? „Það hefur orðið nokkurt brott- fall vegna bameigna eins og venju- lega. Þá er ásókn í hjúkruna- rfræðistörf utan sjúkrahússins alltaf að aukast, í störf þar sem aðeins er um dagvinnu að ræða, enda mun hægara um vik með bamagæslu fyrir fólk sem hefur þannig vinnutíma. Stöðuheinkild- um hjúkrunarfræðifólks í heilsu- gæslu hefur fjölgað og þá eru hjúkrunarfræðingar við kennslu bæði á heilsugæslubraut verk- menntaskólans og við hjúkmna- rfræðibraut Háskólans á Akur- eyri.“ Sonja sagðist einmitt binda miklar vonir við brautina í háskó- lanum.„Fyrsta útskrift af hjúk- runarfræðibrautinni verður eftir tvö ár og aðal starfsvettvangur þeirra sem útskrifast þaðan hlýtur að verða hér fyrir norðan,“ sagði hún. KEA: Viðræður við Magnús Gauta eru á lokastigi Ingvi Hrafn Jónsson Ingvi Hrafti áritar bókina INGVI Hrafn Jónsson, fyrrum fréttastjóri Ríkissjónvarpsins, áritar bók sína, „Og þá flaug Hrafninn“, í tveimur bókaversl- unum á Akureyri í dag og á morgun. Ingvi verður í dag í Bókaversiun- inni Eddu í Hafnarstræti frá kl. 15.00 til 18.00 og á morgun áritar hann síðan bókina í Bókvali frá kl. 13.00 til 15.00. Samningaviðræður við Magn- ús Gauta Gautason, aðstoðar- kaupfélagsstjóra KEA, um að hann verði næsti kaupfélags- stjóri félagsins, eru nú að kom- ast á lokastig, að sögn Jóhannes- ar Sigvaldasonar, stjórna,rfor- manns KEA. Stjóm KEA var í haust falið að he§a samningaviðræður við Magn- ús Gauta um að hann yrði eftirmað- ur Vals Amþórssonar, sem senn hverfur suður á bóginn í stól banka- stjóra Landsbankans. Magnús Gauti var í haust ráðinn aðstoðar- kaupfélagsstjóri, og sagði Jóhannes ekkert hafa komið fram í viðræðum við Magnús sem gæti breytt því að hann yrði næsti kaupfélagsstjóri. „Það er stjómarfundur fyrir jól og vísast verður gengið frá ráðningu Magnúsar á þeim fundi,“ sagði Jó- hannes. Stjómarformaður KEA óskaði eftir því við Val Amþórsson á sínum tíma að hann skilaði af sér á næsta aðalfundi félagsins, sem að öllum líkindum verður í apríl. Skv. heim- ildum Morgunblaðsins er það enn ekki komið á hreint hvort svo verð- ur, en hingað til hefur verið talið öruggt að Valur taki við banka- Magnús Gauti Gautason stjórastöðunni syðra um áramót. Valur Amþórsson kvaðst ekki vilja tjá sig um málið þegar Morg- unblaðið hafði samband við hann í gærkvöldi. Nýi Myndlistarskólinn á Akureyri verður tekinn í notkun í næstu viku. Hér sést skólahúsið, en í forgrunni er Helgi Vilberg, skóla- stjóri. Myndlistarskólinn á Akureyri í n^tt húsnæði í næstu viku: Mun marka tíma- mót í sögu mynd- listar á Akureyri - segir Helgi Vilberg, skólastjóri MYNDLISTARSKÓLINN á Akureyri flyst í næstu viku í nýtt húsnæði — úr 350 fermetrum á einni hæð í Glerárgötu í "700 fermetra pláss á tveimur hæðum við Kaupvangsstræti. Efst í Gilinu svokallaða, þar sem Efiiaverksmiðjan Sjöfii var til húsa á sínum tíma. Myndlistaráhugamenn eru himinlifandi með þessa lausn fyrir skólann og líta björtum augum til framtíðarinnar. „Það er mjög gott að vera kom- að þörfum Myndlistarskólans og inn í miðbæinn, hér erum við í nálægð við-aðrar helstu mennta- og menningarstofnanir bæjarins," sagði Helgi Vilberg, skólastjóri Myndlistarskólans, er hann sýndi Morgunblaðinu nýja húsnæðið. Helgi var spurður um helstu breytingar sem þetta hefði í för með sér fyrir skólastarfíð. „Fyrst og fremst þýðir þetta stækkun á kennslurými en þrengsli hafa háð okkur. Hér fær hver hlutur sinn stað en útfrá hefur þurft að taka saman eftir hvem tíma og rýma til fyrir næsta hóp. Þá er lofthæð hér mun meiri á neðri hæðinni en á gamla staðnum, 4 metrar, og það skiptir okkur miklu máli.“ Húsnæðið sem Myndlistarskól- inn flyst nú í er í eigu Fasteigna hf., fyrirtækis tveggja einstakl- inga á Akureyri sem keyptu hús- næðið af Sjöfn og buðu skólanum það til leigu. „Samningar tókust í sumar og ég lít á þetta sem framtíðaraðsetur skólans,“ sagði Helgi. „Innréttingar voru sniðnar munu því henta starfseminni ákaflega vel.“ Helgi sagði að flutningur skól- ans í þetta húsnæði myndi marka tímaihót í sögu myndlistar á Ak- ureyri. „Húsnæði það sem skólinn hefur haft til umráða síðustu 11 ár hentaði ágætlega í upphafí en nú er svo komið að þrengslin voru farin að há verulega starfsemi og eðlilegri framþróun skólans." Ásókn í skólavist fer sífellt vax- andi að sögn Helga og eru biðlist- ar á flest námskeið. í nýju hús- næði mun námsframboð aukast og skólinn getur tekið við enn fleiri nemendum. Helgi gat þess ennfremur að þegar í nýja plássið væri komið gæti skólinn loks m.a. boðið upp á námskeið í myndmót- un — skúlptúr — en það hefur hingað til ekki verið hægt vegna aðstöðuleysis. Nemendur skólans eru nú alls um 200, „allt frá 5 ára bömum og upp úr,“ sagði Helgi. Helgi í skrifstofu sínni, sem verður væntanlega tilbúin í næstu viku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.