Morgunblaðið - 09.12.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.12.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1988 ENWOOD Ný og endurbætt KENWOOD CHEF ' Aukabúnaður m.a.: Grænmetiskvörn — Hakkavél Grænmetisrifjárn — Ávaxtapressa Verð kr. 17.680 16.800.- staðgr. HEKIA HF Laugavegi 170 -172 Sími 695500 Sveinn Hrólfsson: Sýrukerið á Fjalli Þorsteinn Gylfason, heimspek- ingur og háskólakennari, skrifar ósvífna grein í Morgvnblaðið, hinn 3. desember 1988, og veitist þar harkalega að föður mínum, Hrólfi Sveinssyni, fraéðimanni frá Sauðár- króki. Eitt af því, sem Þorsteinn dylgjar um mér og minni ætt til svívirðingar, er það, að faðir minn og bamaböm hans skilji ekki hvert annað. Þessu til sönnunar tilfærir hann setningu, sem hann leggur í munn Katli Indriðasyni á Fjalli í Aðaldal, en þessa setningu hefir Þorsteinn eftir látnum borgfirzkum bónda og hagyrðingi, Guðmundi Böðvarssyni á Kirkjubóli í Hvítár- síðu. Margt hefir skolazt á skemmri leið, enda er allt úr lagi fært hjá Þorsteini. Setningin sjálf er tilbún- ingur eftir því, sem eg kemst næst, og sagan á bak við hana öll önnur en ætla mætti af frásögn Þor- steins. Svo er að sjá, sem Þorsteinn hafi ekki hugboð um það, sem um er að ræða. Sannleikurinn er sá, að heimild- armanni Þorsteins, Guðmundi Böðvarssyni, var fleira til lista lagt en að setja saman vísur. Hann bmggaði landa, jafnvel í Hafnar- firði að sagt er, eftir að hann brá búi og settist að um skeið á höfuð- borgarsvæðinu. Eg hefí orð ýmissa mætra manna — þeirra á meðal Jóhannesar skálds úr Kötlum — fyrir því, að landi Guðmundar hafi verið annars flokks vara út af botn- falli, sem ekki vildi falla til botns. Þetta var ástæðan til þess, að Guðmundur á Kirkjubóli spann upp langar sögur um görótta drykki á Norðurlandi. Einkum gerði hann sér mat úr óhappi, sem varð á Fjalli í Aðaldal. Svo er mál með vexti, að þar stóð fyrir karldymm sýmker mikið, og var hilla fyrir ofan það. Á þessa hillu var einu sinni settur sykurpoki, 50 kg sam- kvæmt gögnum Kaupfélagsins á Húsavík (aðrir segja á Svalbarðs- eyri), og kom gat á pokann, senni- lega eftir mús, því að um þær mundir vóm engir kettir á bænum. Draup nú sykur úr pokanum í sýr- una, og tók hana að gerja. Ketill Indriðason á Fjalli var ekki aðeins stakur reglumaður, heldur ákafur baráttumaður gegn áfengisbölinu í öllum myndum. Auðvitað drakk hann sým úr ker- inu fyrir karldyrum, er hann þyrsti, og hann var þorstlátur maður. En það er ekki vitað, að hann hafi nokkum tímann orðið sér og sinni ætt, hvað þá mér og minni ætt, til minnsta vanza af þessum sökum. Það er Þorsteini Gylfasyni til minnkunar að hafa gefíð annað í skyn með söguburði sínum úr Hafnarfírði og Hvítársíðu. Ný ljóðabók: OKKARLJÓÐ Hallgrímur Th. Björnsson Nýlega kom út ljóðabókin Okkar (jóð eftir hjónin Hallgrím Th. Bjöms- son, fyrrverandi yfirkennara í Keflavík, og Lóu Þorkelsdóttur. Þetta er einkar fallega útgefin bók, svo að það er hreint yndi að fara höndum um hana. Hún er 141 tölu- sett síða í tveimur aðalköflum, sem heita: Staldrað við, en það em ljóð Hallgríms, og Hver er ég?, sem em ljóð Lóu. Stærð kaflanna er næstum alveg sú sama. Séra Bjöm Jónsson ER ÞIIMIM SIIVII UTI I . ' 'tímmrn p 't ír.’L' wlimingur IVirslAN PATHFINDER XE 2,- 4. vinnlzigitr l\JISSAI\l coupé slx NISSAN SUNNY SLX 20 AVKAVTNTSTJlNGAB. 50.000,00 kr. vöruúttekt bjá Gunnarí Asgeírssyní h.f. j—MIÐI NÚMER_^ & Husqvama SAWO Vínníngar eru skattfrjálsír «--VERÐ KR,-----* I 450.00 I Upplýsíngar um yinninga ? ömsvara 91-6S6S90 og á skrifslofu 1éiagsm& j sírna 91-84999 Dregíð 24. desember 1988 SIMAHAPPDRÆTTI STYRKTARFCLAG LAMAÐRAOG FATLAÐRA Háaleítísbraut 11-13 ReyKjavík Lóa Þorkelsdóttir á Akranesi, sem var nákunnugur þeim hjónum, skrifar prýðilegan formála. Allir kunnugir vissu, að raunar margir aðrir, að Hallgrímur var ágæt- lega skáldmæltur, því að hann hafði flutt mörg afbragðs ljóð á manna- fundum og birt í blöðum. Vinir hans höfðu vænst þess, að hann gæfi út úrval ljóða sinna á bók, en því miður lést hann áður en það komst í verk. Hann andaðist árið 1979. Hins vegar vissu fáir, raunar að- eins nánir ættingjar og vinir, að Lóa var líka ágætlega skáldmælt. En slíkt er hógværð hennar, að hún hefur ekki talið ástæðu til að birta ljóð sín neitt sem nemur. Það kemur því mest á óvart við útkomu þessarar snjöllu og fallegu bókar, hve gott ljóðskáld Lóa er og gefur bónda sínum þar raunar ekkert eftir. Nokkrir nánir vinir og samstarfs- menn Lóu, sem kunnugir eru ágæt- um kvæðum hennar, hafa undanfarin missiri hvatt hana eindregið til að gefa út úrval ljóða þeirra hjónanna. Þessi hógværa og gáfaða kona var lengi treg til þess, en hefur þó loks- ins fengist til að framkvæma það í minningu eiginmanns síns, setn hefði orðið áttræður 16. september sl., ef hann hefði lifað. Allir ættingjar, vinir og kunningjar þessara ágætu hjóna fagna innilega útgáfu bókarinnar og svo mun einn- ig um alla þá, sem ljóðum unna. Dreifíngaraðili bókarinnar er Inn- kaupasamband bóksala. Hún kostar kr. 1.950 og fæst í bókabúðum, einn- ig hjá útgefanda, Einbúa. Sigurður Gunnarsson, fyrrv. skólastjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.