Morgunblaðið - 22.12.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1988
33
SNORRABRAUT29
SlMI 62-25-55
HAFNARFJÖROUR
DALSHRAUN 13
SÍMI65-19-57
BONDSmBC
ÚcQOK 1 6
OUICK , 2 í 7
rtm 3 8
: j \ 4 B
1 5 0
„Fiskimaður Ásmundar Sveins-
sonar, sem Mbl. gaf sem 1. verð-
laun í kappróðri (1938).
voðinn vís. Þess vegna er hugarfar
aðstandenda íslenzka sjómannsins,
þegar þeir fylgja honum til skips,
svipað og aðstandenda hermanns-
ins, sem fer til skotgrafanna. Vonin
um endurfundi er jafnstopul ..
Ástæðan til þess að það er í fyrsta
skipti nú, sem sjómaðurinn fær sinn
dag hjá þjóðinni, er ekki sú, að þjóð-
in hafí gleymt „hermönnunum"
sínum, sem leggja lífíð í sölumar í
hvert sinn, er þeir leggja á djúpið,
heldur hin, að sjómaðurinn er alla
daga ársins svo ríkt í huga þjóðar-
innar, að henni hefur fundist einn
dagur ekki nægja til minningar um
hann. Þó er mjög vel til fallið, að
láta sjómanninn fá sinn dag. Ekki
til þess sérstaklega að ausa yfír
hann væmnu lofí, heldur til hins
að minnast þess hvað hægt er að
gera til þess að tryggja líf hans í
baráttunni við hin óblíðu náttúru-
öfl.“
Blaðið ræðir síðan um skipastól-
inn, sem sé orðinn „mjög úr sér
genginn og þarfnist skjótrar end-
umýjunar. En það hlýtur öllum að
vera ljóst að öryggi sjómannsins er
margfalt meira á nýjum fullkomn-
um skipum, en gömlum og úreltum.
Það þarf mikið átak til þess að
endumýja skipastólinn og eins og
hag útgerðarinnar er nú komið, er
hætt við, að sú endumýjun dragist
of lengi, ef Alþingi léttir þar ekki
undir að einhveiju leyti. Ný og full-
komin skip, útbúin beztu tækjum
er besta öryggi sjómannsins."
Þá fjallar leiðarahöfundur um
skólamál sjómanna, og segir að það
sé „ekki vandalaust, að ekki skuli
vera til fullkominn skóli, sem býr
sjómenn undir lífsstarfíð. Nokkur
skriður er nú kominn á þetta mál,
en því verður að hrinda í fram-
kvæmd án tafar. Fullkominn stýri-
manna- og vélstjóraskóli búinn
beztu tækjum nútímans myndi
verða veigamikill þáttur í að tryggja
öryggi sjómannsins."
Þá er farið í leiðaranum svofelld-
um orðum um Sjómannadaginn,
sem minningardag:
„Einn liðurinn í dagskrá Sjó-
mannadagsins á morgun er minning
drukknaðra sjómanna. Minningin
er látlaus: Þögn, — og því næst
syngur söngsveit sjómanna „Þrútið
var loft“.
Hemaðarþjóðimar heiðra á svip-
aðan hátt minningu þeirra er fallið
hafa á vígvellinum. Við gröf „hins
óþekkta hermanns" ríkir _ helgi.
„Hinum óþekkta sjómanni“ íslands
hefír enn ekki verið reist minnis-
merki, en á það mál er nú einnig
kominn nokkur skriður.
En minnismerk* „hins óþekkta
sjómanns“ íslands verður ekki
hróflað upp á einum degi. Til þess
þarf vel að vanda. Það á að vera
musteri og væri vel við eigandi, að
það geymdi allar minjar sjómanns-
ins, þar sem saga hans frá fyrstu
tíð væri skráð."
Siglingarsagan er 500 bls. og þar
af 150 síður myndir úr lífi Sjó-
mannadagsins, myndir mönnum
sem við sögu koma í stjóm og fram-
kvæmdum, heiðurskörlum, afreks-
mönnum og keppendum, gerð skipa
og sjómannslífí á tíma sögunnar.
EINN FULLKOMNASTI OG BESTI
ÖRBYLGJUOFNINN
Á MARKAÐNUM! )
GETUM NÚ BOÐIÐ TAKMARKAÐ
MAGN AF ÞESSUM FULLKOMNA
BONDSTEC OFNI. Á EINSTÖKU
JÓLABOÐI. VERÐIÐ GILDIR AÐEINS
MEÐAN BIRGÐIR ENDAST.
650 VATTA ELDUNARORKA.
10 ORKUSTIG. 32 LÍTRA INNANMÁL.
99 MÍN. OG 99 SEK. KLUKKA.
MATREIÐSLUPRÓGRÖM.