Morgunblaðið - 22.12.1988, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 22.12.1988, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1988 n NÝTT STARF \ Af sjónum á plötumarkaðinn Lýður Ægisson skipstjóri og tón- listarmaður varð að stíga af skipsfjöl fyrr á árinu vegna veik- inda. A honum var þó enginn bil- bugur, hann hefur nú gefið út hljómplötu með eigin lögum ogtext- um, Lóminn lævísan. Þeir fiska sem róa segir máltæk- ið og Lýður er ekkert hættur að sækja á miðin þótt í land sé kominn um sinn að minnsta kosti. Hann hefur verið að selja plötuna sína víða um land og er nú sagður vera að nálgast gullið, 3.000 plötur. Hann hefur þann hátt á að hringja í fólk og bjóða plötuna. Það hefur borið góðan árangur að hans sögn, jafnvel heilu byggðarlögin tekið við sér í dúndrandi takti eins og þessi vísa Lýðs um sölu á Ólafsfirði ber með sér: Á Ólafsfirði, allir keyptu plötu, enginn var með amstur eða væl. Þeir ætluðu að greiða mína götu og gerðu það með Ólafsfjarðarstæl. „Ég hef verið í landi síðan í júlí og verð fram yfir áramót, meiddi mig í baki, og þá var aðð nota tímann og róa á plötumarkaðinn,“ sagði Lýður Ægisson „Nú er maður í forstjóraleik í litla plötufyrirtæk- fyrir inu mínu og ég hef grimmt sam- band við fólk, heilsa upp á það á óvæntan hátt. Mér fínnst skemmti- legt að gera þetta svona og gjör- ólík vinnubrögð miðað við það sem maður hefur verið að gera um ævina. Maður hefur haft svo mikið að gera í djúpkantinum að áhuga- málin hafa orðið að víkja, en svona getur lánið komið upp í óláninu og maður fær stund milli stríða." Lýður í símaróðri. Aðalstræti 4, sími 11757. Það má enginn fara í Jólaköttinn! Gælið við gæludýrin. Eigum mikið úrval leiktækja og ljúffenga veislurétti sem gæludýrin kunna svo sannarlega vel að meta. Einnig bjóðum við úrval gæludýra, fuglabúr, fiska- búr o.m.fl. Veitum dýranum gleðileg |ól! Guftska Döonfi Aðalstræti 4, sími 11757. Stjóm Tölvumiðstöðvarinnar hf. ákvað nýlega, í stað þess að senda viðskiptavinum sínum jólaglaðning í ár, að styrkja íþróttasamband fatlaðra með peningagjöf. Meðfylgjandi mynd er tekin er Ólafur Tryggva- son, framkvæmdastjóri Tölvumiðstöðvarinnar afhendir Ólafi Jenssyni, formanni íþróttasambands fatlaðra, ávísun að upphæð 100.000 krónur. Schwarzenegger og eiginkona hans, Maria Shriver, á leið í veislu til heiðurs Ronald Reagan, forseta Bandaríkjanna. SCHWARZENEGGER Reynir sér í gamanleik L l#% mold Schwarzenegger er rmhægt og bítandi að verða ein if skærustu stjömum Hollywood. v lann fluttist til Bandaríkjanna frá tusturríki tvítugur að aldri með röðvarækt á heilanum og það tók (enginn hann alvarlega er hann reyndi fyrir sér sem leikari. Hann er nú farinn að ieika í kvikmyndum þar sem krafist er annars en að geta hnyklað vöðva. Hefur hann sýnt hæfni sína sem gamanleikari Herma nýjustu fréttir að hann standi sig vel á þeim vettvangi. Schwarzenegger kvæntist inn í eina af virtustu ættum í Banda- ríkjunum þegar hann gekk að eiga Mariu Shriver af Kennedy-ættinni, systurdóttur þeirra Johns forseta og Roberts dómsmálaráðherra. Hún sér um vinsælan sjónvarpsrabbþátt í Los Angeles. Þrátt fyrir ólíkan uppruna og ólíkar heimilisaðstæður (pabbi Schwarzeneggers var slátr- ari í Austurríki) segjast þau eiga margt sameiginlegt. „Við höfum bæði þurft að sanna hvað í okkur býr. Maria hefði getað verið litla ríka stúlkan, en hún kaus að koma sér áfram af eigin rammleik," segir Schwarzenegger um konu sína. TEPPAMOTTUR Glæsilegt úrval Ný mynstur GEíslP Vesturgötu 1, Sími 11350 • • JOLAGJOF GOLFABANS Golfsett fyrir allo aldurshópa konur og karla Fyrir lengra komna Spalding Executivesett 30% afsláttur til jója. Fyrir byrjendur fullt sett frá Slazenger, aðeins kr. 12.500,- Vinstri handar púttarar með 50% afslætti. Golfbuxurfrákr. 1.000,- Golfskyrturfrá kr. 500,- Trékylfurfrákr. 1.000,- Golfboltarfrá kr. 960,- (12stk.). Aukþess ýmislegt skemmtilegt fyrir golfarann. John Drummond, golfkennari, leiðbeinirvið valið alla dagafrákl. 16-20 Opið tii kl. 23 á Þorláksmessu ¥*Golfverslun John Prummond Vesturlandsvegi, Grafarholti i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.