Morgunblaðið - 22.12.1988, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 22.12.1988, Blaðsíða 66
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1988 66 Hún er smá - en samt svo kná! Fjölhæf! Kraftmikil! Fyrirferðalítil! MK 1004: Lftil eldhúsvél frá SIEMENS Verð: 6.360,- SMUH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300 Minning: Sigríður Jónsdóttir Úlfar Jacobsen Fædd 18. nóvember 1901 Dáin 19. maí 1988 Fæddur 29. marz 1919 Dáinn 15. desember 1988 Sigríður Jónsdóttir var jarðsett 1. júní í Fossvogskirkjugarði við hlið eiginmanns síns, Júlíusar Guð- mundssonar, og móður sinnar, Ólínu S. Bjamadóttur. Faðir hennar var Jón Hólmsteinn Guðmundsson útvegsbóndi. Heimahagamir voru við Dýrafjörð. í Dýrafirði bjuggu þessi ungu hjón, Sigríður og Júlíus, með bamahópinn sinn, en þau voru sex að tölu og lifa öll foreldra sina. Þegar bömin fóru að stálpast var flutt tii Reykjavíkur, bæði vegna menntunar bamanna og atvinnu eiginmannsins, en hugurinn mun lengi hafa dvalist við Dýrafjörð. Sigríður var vel gefín kona bæði til munns og handa, minnug á alla hluti, fylgdist vel með samferða- mönnum sínum og því sem gerðist, bæði innanlands og utan. Hún var mjög söngvin, skemmti sér hvergi betur en á söngleikjum og við hlust- un góðrar tónlistar. Eitt sinn sagði hún mér og horfði sem út í fjarska, að hugur hennar hefði staðið til söngnáms og efa ég ekki að þar hefði hún notið sín vel. Er hún klæddist upp fór hún í íslenskan búning og bar hún hann með mikilli reisn. Ferðalög voru henni hrein unun, hún las mikið og ekki síst um landið sitt, enda gat hún ferðast í hugan- um hvert sem var í gegnum bækur og landakort. Sigríði, tengdamóður minni, þakka ég góð kynni, hún unni fjölskyldu sinni heilshugar og naut virðingar og elsku sinna nán- ustu fram á hinsta dag. Fjölskyldan kom saman 20. nóv- ember í tilefni afmælis hennar þ. 18. nóvember, þetta hefur verið viðtekin venja í fjölskyldunni í mörg ár. Þar mætti ekki tengdasonur hennar, Úlfar Jacobsen, því hann veiktist alvarlega um þetta leyti. Hann hafði átt við heilsuleysi að stríða um nokkurt skeið, hafði þó náð sér sæmilega, en nú var komið að leiðarlokum. Úlfar var glaðbeitt- ur maður og naut sín vel f félags- skap annarra, það var alltaf líflegt þar sem hann var staddur. Ferðamál, um það snerist hans starfsvettvangur. Hann var einn af þeim fyrstu sem kannaði ótroðnar leiðir öræfa íslands, með það í huga að koma á föstum ferðum fyrir ferðalanga sem þráðu eins og hann fáfamar slóðir, kyrrð náttúrunnar og að ganga á vit ævintýranna. Ferðir hans voru vinsælar og komst ég eitt sinn í slíka ferð sem verður mér með öllu ógleymanleg, svo veit ég að er um fleiri. Úlfar kvæntist Báru Júlíusdóttur Jacobsen og eign- uðust þau fjögur böm, Soffíu, Egil Júlfus, Auði og Hilmar. Ég og fjöl- skylda mfn þökkum Úlfari áralöng kynni og ekki síst hve hann reynd- ist Systu, dóttur okkar hjónanna, vel, en hún er búin að starfa í fjalla- ferðum hans í nokkur sumur. Hún var ekki aðeins í vinnu hjá honum og fjölskyldu hans, heldur var hann henni sem besti frændi eða afí. Hann allt að því eignaði sér hana og dótturdóttur sína, Bám, talaði um þær sem stelpumar sínar, enda elskuðu þær hann og virtu og var hann þeim sérstakur stólpi í lífínu. Bára mín, við vottum þér og fjöl- skyldunni innilega samúð okkar. Megið þið öll njóta friðar, styrks og gleði á komandi jólahátíð. Dóra Hannesdóttir og Qölskylda. Hann afi Úlfar er látinn. Með stirðum höndum og sorg í hjarta reyni ég af veikum mætti BARNAGULL • JÓNS ÁRNAS0NAR Þýddar, áöur óútgefnar sögur, teknar saman af hin- um alkunna þjóðsagnasafnara á miöri 19. öld. í bókinni eru sögur og ævintýri af ýmsu tagi frá mörgum löndum og skyldi upphaflega vera lestrarbók börnum og ung- lingum til fróðleiks og skemmtunar. Umsjón með útgáf- unni hefur þýski fræðimaðurinn dr. Hubert Seelow, en Sigurður Örn Brynjólfsson myndlistarmaður hefur myndskreytt bókina. BARNAGULL er gefið út í minningu Jóns Árnasonar á aldarártíð hans. BARNAGULL á erindi til allra lesenda, ungra og aldinna. Gullfalleg jólagjöf. Bókaúlgáfa A4ENNING4RSJÓÐS SKÁLHOLTSSTlG 7» REYKJAVlK • SlMI 621822 pAn qái/ rn nr -J —-■ s»y — s-/ — iísekt M i BÓKAFORLAGIÐ BIRTINGUR „...Með NAFNI RÓSARINNAR.... tókst að sannfæra vanafasta bókaþjóð um þá furðulegu staðreynd að erlendar skáldsögur með listrænan metnað geta verið skemmtilegar. Síðan hafa menn árlega beðið þess með eftirvæntingu hvert væri nafn rósarinnar fyrir næstu jól. í fyrra var það ILMURINN eftir Patrick Súskind. Núna gæti það orðið UNS SEKT ER SÖNNUÐ eftir SCOTT TUROW.“ Á.Þ. Mbl. 20.11.1988 að rita þessar línur. Mikið tómarúm hefur mjmdast í hjarta mínu sem verður erfitt að fylla eða sætta sig við. Minningamar um hann afa minn hrannast upp og eiga þær eftir að ylja um ókomna tíma og varðveitast sem perlur í brunni minninganna. Afí Úlfar var kraftmikill og ákveðinn maður og ljúfmenni mikið. Hann var góður við alla og man ég þegar ég var yngri þá kölluðu vinir mínir hann afa Úlfar ávallt afa því þannig var hann, hann átti okkur öll. Við vorum öll bömin hans. Sem bam vildi ég allt eins og afí, ég vildi ekki karamellur heldur sams konar nammi og hann afí, þorskkinnar. Ef ég var með frekju eða óþekkt, þá var það hann afi sem gat talað mig til. Ég vildi með afa inn í Öræfasveit um páska, en ég var of ung. Seinna kom svo minn tími að fara á fyöll eins og afí. Frá 12 ára aldri hef ég unnið í hálendisferðum hans. í upphafí héldu allir að ég myndi gefast upp svona ung að fara á fjöll en ég gafst ekki upp og em sumrin nú 11 talsins sem ég hef ferðast um í öræfabílnum hans afa. Fjöllin og hálendi íslands var sameiginlegt áhugamál mitt og afa. Mér er minnisstætt síðla í ágúst á liðnu sumri þegar við afi hittumst í Mývatnssveit, en þá fór hann í sína síðustu ferð um sitt ástkæra land. Þama áttum við saman góðar stundir. Hann var eins og kóngur í ríki sínu og rifjaði upp gamla góða daga. Jólin nálgast og hátíð fer í hönd. Afí var hið mesta jólabam. Jólin vom hans tími, því þá vomm við öli saman komin inni í stofu hjá afa og ömmu á Sóló eins og við bömin kölluðum það. Þannig vildi hann hafa það því ekki mátti neinn vanta. En nú þegar við komum öll saman um þessi jól hjá ömmu Bám mun stóllinn hans afa vera auður. Það verða skrýtin jól. En við vitum að þrátt fyrir að stóllinn hans afa sé auður, þá verður hann hjá okkur öllum í huga og hjörtum. Með þessum línum vil ég kveðja elsku afa fyrir hönd okkar bama- bamanna, en þau em auk mín: Birgir, 17 ára, Úlfar Jacobsen, 14 ára, Lillian, 11 ára, Garðar, 10 ára og Kristín Björk, 6 ára, og þakka fyrir alla þá ánægju og gleðistundir sem við áttum með honum. Þegar þú ert sorgmæddur skoðaðu þá aftur hug þinn og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Kahlil Gibran) Blessuð sé minning elsku afa. Bára Jóhannsdóttir Hinn 15. desember sl. lést í Reykjavík Úlfar Jacobsen forstjóri á sjötugasta aldursári. Leiðir okkar Úlfars lágu fyrst saman árið 1982, þegar ég sem nýbakaður leiðsögumaður réðst til vinnu hjá ferðaskrifstofu hans það sumar. Það var mér ekki lítill heið- ur að hefja störf hjá svo víðþekktum fjallagarpi; hjá manni sem verið hafði fmmkvöðull í hálendisferðum um ísland á sinni tíð. Fljótt varð mér ljóst að Úlfar var skeleggur stjórnandi, sem talað gat tæpitungulaust um málin og látið skoðun sína óhikað í ljós. En jafn- framt bjó hann yfír hjartahlýju og lífsgleði, sem smitað gat rækilega út frá sér á góðri stund. í huga Úlfars var hæfilegur skammtur af söng, glensi og gamni ómissandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.