Morgunblaðið - 22.12.1988, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 22.12.1988, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1988 45 Albert er andvígur afstöðu Aðal- heiðar og Ola til bráðabírgðalaganna Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir studdi tekjuöflunarfrumvörp ríkissjtjórnarinnar TVEIR þingmenn Borgaraflokksins í neðri deild, Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir og Óli Þ. Guðbjartsson, tryggðu framgangfrum- varps til staðfestingar bráðabirgðalaga rikissjórnarinnar í deild- inni í gær með hjásetu við atkvæðagreiðslu í gærmorgun. Aðal- heiður Bjarnfreðsdóttir greiddi síðan atkvæði í gærkvöldi með frumvörpum um vörugjald og tekju- og eignaskatt, og tryggði þeim meirihluta í deUdinni. Þingmennirnir tveir gefa þá ástæðu fyrir afstöðu sinni að þeir vilji ekki stuðla að upplausnarástandi í þjóðfélaginu með því að fella bráðabirgðalögin og þar með ríkis- stjórnina. Albert Guðmundsson, sem sagði á þriðjudag af sér formennsku í Borgaraflokknum, var andvígur þessari afstöðu þingmannanna, en Július Sólnes, sem tekið hefur við formennsku í flokknum, segir hana eðlilega. Óli Þ. Guðbjartsson sagði við Morgunblaðið, að meginástæðan fyrir því að hann sat hjá við af- greiðslu bráðbirgðalaganna, væri sú, að hann teldi það ábyrgðarhluta að staðfesta ekki þessi bráðabirgða- lög, hvort sem það væru lög fyrri stjórnar eða þeirrar sem sæti. „ Auð- vitað er ýmislegt í þeim sem ég hefði viljað hafa öðruvísi, en aðalat- riðið er það, að með þessu er ég að nota þá sérstöðu sem ég hef, til þess að koma í veg fyrir það að bæði atvinnulífið og stjórnmála- ástandið fari í upplausn." —Hefði þá ekki verið eðlilegt að flokkurinn í heild greiddi atkvæði eins og þú gerðir? „Það kann að vera, en það var hreinlega ekki rætt hjá okkur og mín afstaða lá þegar fyrir á þriðju- dag." —En þú telur þig eiga samleið með flokknum áfram? „Já. Þetta er eitt af grundvallar- atriðum þessa flokks, að hver mað- ur fari eftir sinni sannfæringu. Samviskan ein er það afl, sem frjálsum mönnum heyrir," sagði Óli Þ. Guðbjartsson. Stjórnarandstaðan verður að sýna ábyrgð Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir hafði leigu á mánuði og innti síðan af hendi skatt af leigunni. Ávöxtunar- krafan, sem ríkisstjórnin teldi eðli- legt að gerð væri til slíks húsnæðis, jafngilti því hvorki meira né minna en 6,8% raunávöxtun. Með breytingartillögu sinni legði meirihlutinn til að eignarskattar slíks einstaklings yrðu rúmlega 15.800 kr. á mánuði í stað 17.100 en þeir væru nú 13.500 á mánuði og mörgu eldra fólki ofviða. Leggur fyrsti minnihlutinn til að frumvarpið verði fellt. Kristín Halldórsdóttir (Kvl/Rn) myndar annan minnihluta nefndar- innar. Gagnrýnir hún einnig í nefnd- aráliti sínu að horfið sé frá því mark- miði að tengja skattbyrði einstakl- inganna við verðlagsþróun. Auk þess væri í frumvarpinu lögð til hækkun á tekjuskattshlutfalli einstaklinga, sem þýddi hærri álögur á fólk með meðaltekjur og lægri en ella yrði. Þessar breytingar gæti annar minni- hluti ekki fellt sig við og flytti því breytingartillögu sem fæli það í sér að núgildandi lög yrðu óbreytt, hvað varðaði framreiknun persónuafslátt- ar og barnabóta, og að skatthlutfall yrði ekki hækkað. Kristín segist vera þeirrar skoðun- ar að skattleggja beri eignir umfram hófleg mörk en teldi að tillaga frum- varpsins væri ekki grunduð á nægi- lega miklum athugunum. Viðmiðun- armörkin hefðu þó verið hækkuð í meðförum nefndarinnar og væri það til bóta. Að breytingartillögunum samþykktum sagðist Kristín ætla að sitja hjá en greiðá atkvæði á móti ella. Ástæða þess væri sú að hún væri sammála í meginatriðum ýmsum þeim breytingum sem lagðar væru til á reglum varðandi skatt- lagningu fyrirtækja en teldi að þær hefðu ekki fengið nægjanlega mikla umfjollun. í samtali við Morgunblaðið í gær, lýst ástæðum sínum fyrir stuðningi við bráðabirgðalögin, og voru þær m.a. þær sömu og Óli Þ. Guðbjarts- son gaf. Þegar hún var spurð um stuðninginn við tekjuöflunarfrum- vörpin í neðri deild, svaraði hún: „Ég hef alltaf metið Morgunblaðið mikils, og eftir því sem við eldumst bæði verður mitt samband við blað- ið betra. Og Morgunblaðið sagði, og hefur margsagt nú uppá síð- kastið, að stjórnarandstæðan er afl, sem getur ekki aðeins verið á móti heldur verður þá að leggja eitthvað til. Ég sé engin fjáröflunar- frumvörp hér frá stjórnarandstöðu og ég er sammála þessum sjónar- miðum Morgunblaðsins. Ég tel að þingmenn séu kosnir til að hugsa um þjóðarhag en geti ekki hugsað um sína stundarhags- muni eða að ná sér niður á ein- hverjum andstæðingum, þegar tímar eru jafn alvarlegir og þeir eru núna. Þá verða menn að hugsa um eitthvað annað." —Það liggur fyrir að aðrir þing- menn flokksins eru ekki sammála þessari afstöðu. Er flokkurinn að klofna? „Við ræddum þetta í okkar þing- flokki í ákaflega góðu. Og við ákváðum að vera ekki með neinar hðmlur hvert á annað heldur greiða atkvæði eftir því sem okkur fyndist réttast. Það er enginn sársauki í mér, þótt aðrir greiði atkvæði öfugt við það sem ég geri, en ég undirrit- aði nú einu sinni eiðstaf, sem hljóð- aði upp á það að þingmaður væri aðeins háður eigin sannfæringu, og ég geri ráð fyrir að það eigi oft eftir að koma fyrir hér í þinginu að ég skeri mig úr, því ég tek þessa yfirlýsingu mjög alvarlega," sagði Aðalheiður. Ekki að skapi Alberts Albert Guðmundsson, fráfarandi formaður Borgaraflokksins, lýsti því við atkvæðagreiðsluna við bráðabirgðalögin að hann væri ekki meðmæltur afstöðu þingmannanna tveggja. Þegar Morgunblaðið spurði Albert hvort hann hefði afsalað sér formennsku í flokknum fyrr en ella vegna þessa ágreinings, sagði hann að flokkurinn væri nú að taka ákvarðanir sem snertu framtíðina og það að Albert tæki við sendi- herraembætti í París í byrjun næsta árs. „Því fannst mér rétt að Júlíus Sólnes tæki þegar við, svo hann gæti mótað stefnu flokksins fyrir þann tíma sem hann verður ábyrgur fyrir flokknum." —Þínir stuðningsmenn koma ekki hvað slst úr hópi verslunar- manna og heildsala. Munu þeir t.d. sætta sig við að þingmaður Borg- araflokksins styðji hækkun vöru- gjalds? „Auðvitað er viss hætta á því að þessir stuðningsmenn verði ekki ánægðir. En stuðningsmenn flokks- ins voru ekki síður „litla fólkið", þ.e. verkafólk og eldra fólk og þess- ar tillögur sem hér liggja fyrir í skattamálum koma hvað þyngst niður á þessu fólki sem hefur verið okkar aðal stuðningshópur. Það verður að koma í ljós hvort flokkur- inn tapar einhverjum þessara stuðn- ingsmanna, eða hvort stærri hópur annarsstaðar lítur svo á að þetta verði þeim til hagsbóta. En þetta er ekki að mínu skapi." —Þarna eru í raun að segja að kominn sé upp klofningur í flokkn- um? „l^ei, þetta er ekki klofningur. En það það eru að sjálfsögðu tíma- mót þegar formaður hættir og nýr maður tekur við sém hefur aðrar skoðanir. Hann er hræddur við að ef stjórnin falli verði efnt til kosn- inga og Borgaraflokkurinn þoli það ekki. Eg er aftur á móti ekki hrædd- ur við það. Mín stefna í flokknum er að vera á móti þessum skatta- frumvörpum hvað sem það kostar og hef þá hag fólksins og kaup- mátt í huga. Hinir hafa það í huga að bíða með kosningar og vinna fólkið til fylgis á einhvern annan hátt og halda að það liggi í gegnum þá leið að halda lífi í stjórninni frek- ar en að fella hana," sagði Albert. Tómarúm við brottför Alberts Þegar afstaða Alberts var borin undir Júlíus Sólnes formann Borg- araflokksins sagði hann að líta yrði á málin í samhengi. „Ef Albert væri formaður flokksins áfram og væri ekki að fara til Parísar, þá býst ég við að afstaðan til bráða- birgðalaganna hefði orðið önnur. En við verðum að taka n£ja afstöðu í ljósi þess nýja pólitíska raunveru- leika sem nú blasir við. Ég þarf skyndilega að taka við formennsku í flokknum, og Albert, sem hefur verið gífurlega sterkur og mikill leiðtogi, hverfur nú af vettvangi. Hann skilur eftir sig svo stórt skarð að það er vandfyllt og þess vegna getur hver sem er láð okkur það að við treystum okkur ekki til að fara út í læti og uppnám hér á næstu mánuðum. Við viljum fá tækifæri til að byggja þennan flokk upp, en fyrst og fremst lítum yið svo á, að hvorki atvinnulífið í landinu, fólkið né efnahagsástandið þoli það að farið verði út í kosning- ar í febrúar-mars," sagði Júlíus. Þegar afstaða Aðalheiðar Bjarn- freðsdóttur til tekjuöflunarfrum- varpanna var borin undir Júlíus, sagði hann að Aðalheiður hefði engu að síður tekið undir með öðr- um flokksmðnnum að reyna að knýja fram breytingar á þeim. „Við höfum þegar náð nokkrum árangri í því efni, m.a. að stytta gildistíma vörugjaldsins og endurskoða það sem fyrst, sem er veigamikil breyt- ing, því ég og aðrir þingmenn flokksins eru sannfærðir um að með vörugjaldsfrumvarpinu sé verið að gera hina mestu vitleysu," sagði Júlíus. Erfið staða flokksins Ingi Björn Albertsson greiddi atkvæði gegn bráðabirgðalögunum og tekjuöflunarfrumvörpunum. Þegar hann var spurður hvað það þýddi fyrir flokkinn að hann klofn- aði í afstöðu sinni til þessara mála, sagði hann það eiga eftir að koma í ljós. „En það verður að viðurkenn- ast að flokkurinn er kominn í mjög erfiða stöðu. Við verðum að láta hlutina þróast og sjá hvað skeður." —Það liggur í loftinu að það verði teknar upp einhverjar viðræður við flokkinn eftir áramót, um frekari stuðning eða aðild að ríkisstjórn- inni. Ert þú sammála því að flokkur- inn taki þátt í slíku? „Undir óbreyttum kringumstæð- um og með óbreytta stefnu ríkis- stjórnarinnar, er ég alfarið á móti því. En eins og ég hef sagt og aðr- ir, að ef menn eru að bjóða upp á heilsteyptar stjórnarmyndunarvið- ræður, um nýja stefnu og nýja skip- an ráðuneyta, er það allt annar hlut- ur. —Hefur ekki stjórnin staðfest stefnu sína þegar búið er( áð af- greiða fjárlög og skattafrumvörpin með þeim? „Það er einmitt málið, og ég tel að miðað við það, sem við höfum verið að boða hér í vetur, getum við ekki farið undir þann hatt sem þessi ríkissjtórn hefur sett upp." —Tillága um þig sem varaform- ann hefur farið fyrir brjóstið á ákveðnum hópi innan flokksins. Hvað segir þú um það? > „Ég held að þessi ákveðni hópur vikti takmarkað, þótt hann hafi auðvitað sitt gildi. Það er ekki búið að gera uppástungu um mig, því hún verður að koma fram f aðal- stjórn, og það er aðalstjórnar að taka á slíku máli, en ekki þing- flokks eða óbreyttra flokksmanna. Ef hins vegar kemur uppástunga um mig og flokkstjórnin samþykkir hana, þá mun ég ekki skorast und- an þvi," sagði Ingi Björn. Skattaálögur of miklar Hreggviður Jónsson þingmaður Borgaraflokks sagðist ekki vera sáttur við það, að greidd hefðu ver- ið atkvæði með bráðabirgðalögum, þótt hann virti skoðanir manna. Og hann sagðist vera alfarið á móti skattafrumvörpunum vegna þess að fólkið í landinu þyldi ekki meiri álögur, og þær álögur sem verið væri að samþykkja á Alþingi væru langt umfram greiðslugetu almenn- ings. Aðspurður um afstöðu til þess, að flokkurinn færi til viðræðna við ríkisstjórnina, sagði hann flokkinn alltaf hafa sagt að hann væri tilbú- inn til viðræðna við hvern sem er. „Við erum auðvitað tilbúnir til við- ræðna, en hvort við förum í stjórn verður að koma í ljós við þær við- ræður," sagði Hreggviður. Sáttur við afstöðu gagnvar bráðabirgðalögum Guðmundur Ágústsson þingmað- ur Borgaraflokks sagðist vera sátt- ur við að þingmenn flokksins hefðu stutt lögin {neðri deild. Þegar hann var spurður hvers vegna hann hefði greitt atkvæði gegn lögunum í efri deild, sagði hann að staðan hefði breyst, frá því lögin voru þar. „Það er búið að koma verulega til móts við breytingartillögur sem ég lagði fram, bæði varðandi Atvinnutrygg- ingarsjóðinn og __ Atvinnuleysis- tryggmgarsjóðinn. Ég tel því rétt- lætanlegt að hleypa málinu í gegn með þessum hætti." —En hvað með stuðning Aðal- heiðar við tekjuöflunarfrumvörpin í neðri deild? „Ég átti ekki von á því, og varð fyrir verulegum vonbrigðum með það. Þessi frumvörp eru allt annars eðlis en bráðabirgðaiögin. Ég verð að lýsa furðu minni á þessu og mín skoðun var sú, að það þyrfti a.m.k. að skoða þessi frumvörp miklu bet- ur og var ekki tilbúinn að sætta mig við þau eins og þau liggja fyr- ir," sagði Guðmundur Ágústsson. Eru huldu- mennirnir fundnir? Við stjórnarmyndunarviðræðurn- ar í haust, lýsti Stefán Valgeirsson því yfir að hann gæti tryggt að bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar, og önnur mikilvæg frumvörp, færu gegnum neðri deild. Hann vildi ekki gefa upp ástæður þessarar yfirlýs- ingar, og hefur því oft verið talað um huldumenn í því sambandi. Þeg- ar Stefán var spurður hvort huldu- mennirnir hefðu þarna komið í ljós, sagði hann að huldumennirnir hefðu aðeins verið heilbrigð skynsemi; að meta málin og sjá fyrir hvernig hinir og þessir bregðast við. Það fóru tvö frumvörp i gegn með fylgi kvennalistakvenna og ég vissi alveg um afstöðu þeirra í þeim málum. Eg vissi líka að ýmsir aðrir vildu ekki setja fótinn fyrir þá til- raun sem verið er að gera, að lækka vexti og koma hjólum atvinnulífis- insaftur í gang. Ég þekki til dæmis Aðalheiði vel, óla Guðbjartsson, Guðmund Ágústsson og veit um þeirra lífsskoðanir, og veit að þau hefðu aldrei getað stutt íhaldið. Og þá var bara að meta það, en að ég hafi fengið loforð hjá einhverjum er al- veg út í hött," sagði Stefán Val- geirsson. Forseti neðri deildar: Vörugjaldið fékk þinglega meðferð ÓSKAÐ var eftir því við forseta neðri deildar i gær að skorið yrði úr um það hvort frumvarp rikis- sfjórnarinnar um vörugjald hefði fengið þingiega meðferð. Mikil óánægja hefur rfkt meðal stjórn- arandstæðinga um meðferð máls- ins en eftir að fjárhags- og við- skiptanefnd afgreiddi frumvarp- ið lagði ríkisstjórnin fram skríf- legar breytingartillögur sínai sem nefndarmenn stjórnarand- stöðunnar telja jafiigilda því að nýtt frumvarp hafí verið lagt fram. Forseti deildarinnar tók þessa ósk til greina og komst að þeirri niðurstöðu að málið hefði fengið þinglega meðferð. Það var Geir H. Haarde sem fór fram á það að forseti kannaði hvort þinglega hefði verið staðið að mál- um. Las hann upp úr Stjórnskipan íslands eftir ólaf Jóhannesson þar sem segir að gerbreyting frumvarps á síðari stigum sé ekki leyfð. Sagði Geir að nú fengi hið „nýja" frum- varp bara 2 umræður í fyrri deild en 3 í hinni síðari. Forseti kannaði málið og komst að þeirri niðurstöðu að meðferð málsins hefði verið þingleg. í 24. grein þingskapa segði að ef seinni deild breytti máli í stóru eða smáu þyrfti það að fara aftur til einnar umræðu í fyrri deild. Væru fordæmi fyrir jafnvel verulegum breytingum í síðari deild. Þá lagði forseti áherslu á að í Stjórnskipun íslands væri rætt um á „síðari stigum". Málinu sem til umræðu var hefði verið breytt á fyrsta mögulega breyting- arstigi. Geir H. Haarde sagðist ekki gera agreining um úrskurð forseta og myndi hann hlíta honum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.