Morgunblaðið - 22.12.1988, Blaðsíða 49
MORGUNBLABIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1988
Fcgurð íslensku laxveiðiánna nýtur sin vel á myndböndunum.
við lax sem var þó innan við 10
pund. En þetta er léttvæg gagn-
rýni, það má hafa mikla ánægju
af því að skoða þetta band.
Síðast nefnum við spóluna sem
inniheldur Laxá í Kjós. Hér hefur
ÍM-mönnum tekist verst upp og er
það synd, því þó Laxá sé talin hér
síðust, þá er hún þó síður en svo
síst. Svæðinu frá Sjávarfossi og upp
í Holu er lýst afar vel af Þórarni
Sigþórssyni í viðtali við Hallgrfm
Thorsteinsson. Aðeins er minnst á
Fossbreiðu, Laxfoss og Fossinn í
Bugðu. Öll spólan sýnir mokveiði á
umræddu svæði sem er gott og
blessað, en þetta er aðeins brot af
ánni allri og að flestra mati er áin
fallegri innar í dalnum. Eru það
næstum helgispjöll að gera spólu
um Laxá, en sýna aðeins brot af
ánni. Þarna getur að líta mikla af-
reksmenn í veiði bókstaflega moka
laxinum upp og er ég ekki grunlaus
um að ÍM-menn hafi hreinlega
gleymt sér í öllum látunum og álit-
ið að svona skammtur af Laxá
væri nægur og vel það. Hvað undir-
ritaðan varðar, þá saknaði hann
þess að fá ekki að sjá miðsvæðin,
Neðra-Gljúfur, Efra-Gljúfur, Háls-
hyl, Stekkjarfljótin og Þórufoss-
gljúfrin. En það sem sýnt er er
sýnt vel, það hefði einfaldlega mátt
fara hraðar yfir og sýna meira,
sbr. Miðfjarðarárspóluna. Fjöl-
breytnin hefði aukist og þar af leið-
andi skemmtanagildi hennar.
> • Morgunblaðið/Baldur Rafn Sigurðsson
Sýslunefnd Strandasýslu sat sinn síðasta fund 24. nóvember sl. á
Hólmavík.
Síðasti ftindur sýslu-
neftidar Strandasýslu
Hólmavík. *'
SÍÐASTI aðalfundur sýslunemdar Strandasýslu var haldinn á
Hólmavík fímmtudaginn 24. nóvember sl. Á fundinn mættu auk sýslu-
manns, Ríkarðs Mássonar, Jónas R. Jónsson bóndi á Meluni, Bjarni
Eysteinsson bóndi á Bræðrabrekku, Sigurður Jónsson bóndi á Felli,
Grímur Benediktsson bóndi á Kirkjubóli, Hjálmar Halldórsson á
Hólmavik pg Jón H. EUassön á Drangsnesi. Fundarritari var kjörinn
Hans Magnússon á Hólmavik.
Eftir að sýslumaður hafði sett
fundinn og boðið fundarmenn vel-
komna, minntist hann jafnframt
látins, fyrrverandi . sýslunefndar-
manns, Magnúsar Gunnlaugssonar,
hreppstjóra, Ytra-Ósi, og bað menn
að rísa á fætur og votta hinum látna
virðingu.
Eitt af fyrstu málum fundarins
var að kjósa í hinar ýmsu nefndir
s.s. fjárhagsnefnd, menntamála-
nefnd og samgöngunefnd. Þá var
tekið til við hinar ýmsu beiðnir er
borist höfðu bréflega til sýslunefnd-
ar og voru þar ein 16 merk mál á
ferð. M.a. var bréf frá Lionsklúbbi
Hólmavíkur, þess efnis að reynt
yrði að byggja og gera upp í eins
upphaflegri mynd og þekkt er sælu-
húsið á Steingrímsfjarðarheiði.
Oddviti Kirkjubólshrepps sendi
einnig inn bréf þess efnis að sýslu-
nefnd hlutist til um að brúin sem
var á Miðdalsá, að Tindi, sem áin
tók af stöplum í flóði sl. vetur verði
endurbyggð og fjárveiting verði
veitt til verksins.
Torfi Guðbrandsson sendi inn
bréf þess efnis að varðveittum
gömlum heimildum yrði komið fyrir
{ héraðsskjalasafhi i eigu byggðar-
lagsins og hvatti til þess að álfkri
stofnun yrði komið á fót með aðset-
ur á Hólmavík.
Þegar hin ýmsu bréf höfðu verið
rædd var lögð fram áætlun um tekj-
ur og gjöld sýsluvegasjóðs á næsta
ári. Fundi var þá frestað til næsta
dags, en þá voru m.a. samþykktir
áætlaðir reikningar sýslusjóðs
Strandasýslu og lögð fram hin
ýmsu nefndarálit. Fundi var síðan
slitið sfðla dags.
Um næstu áramót tekur form-
lega til starfa héraðsnefnd Stranda-
sýslu og mun hún leysa af hendi
sýslunefnd sbr. sveitarstjórnarlög
nr. 8/1986 og einnig munu sveitar-
stjórnir fá hluta þeirra verkefna er
sýslunefnd hafði áður með höndum.
- BRS
Samið um
norrænar
stomanir
JÓN Sigurðsson, samstarfsráð-
herra, hefúr undirritað fyrir ís-
lands hönd samning um réttar-
stöðu norrænna stofnana og
star&fólks þeirra.
Samningurinn leysir af hólmi
Norðurlandasamning um réttar-
stöðu starfsfólks við norrænar
stofnanir sem undirritaður var f
Reykjavík fyrir 14 árum. Hann nær
til 43 stofnana, þar af tveggja sem
starfa á íslandi, Norræna hússins
og Norrænu eldfjallastöðvarinnar.
GULLVÆGAR
BÆKUR
fyrirsál og.líkama
Himinn og hel
Undur lifsins efftir dauðann
Emanuel Swedenborg
Sveinn Oiafsson þýddi
Swedenborg lýsir lífi í öðrum heimi.
Skýrt er andlegt eðli umhverfis og
grundvallarlögmál andlegs
lífsveruleika sem og alvaldsstjórn
Drottins. Nýtt inntak birtist í
trúarskýringum hans sem ha
segir gefið af Drottni.
Lækninga
handbékin
Erik Boslrup
Ölaffur Halldórsson lifffræðingur
þýddi
Efnisatriði bókarinnar eru í stafrófsröð. Bókin
fjallar skipulega um einstaka sjúkdóma eftir
eðli þeirro eða staðsetningu. Þetta auðveld
ar leit að svörum við spurningum og gerir
þann fróðleik sem bókin hefur að geyma
vel aðgengilegan með uppflettingum
Guðjón Magnússon dr. med., aðstoð-
arlandlæknir ritar formóla.
Undirheimar islenskra
stjornmála
Reyffarakenndur sannleikur um
póíitisk vigafferli
Þorleifur Friðriksson
Bókin lýsir einstæðum pólitískum ólökum
eftir byltingu Hannibals í Alþýðu-
flokknum 1952.
Launráð voru brugguð og þvingunum
buitt gegn hinum ógnvænlega
„hannibalisma".
ORNOG
ORLYGUR
SÍÐUMÚLA 11, SÍMI8 48 66