Morgunblaðið - 22.12.1988, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 22.12.1988, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1988 „Síðasta freisting Krísts": Martin Scorsese missir marks eftir Gunnar J. Gunnarsson Þá er hún komin til landsins, kvikmynd Martin Scorsese, „Síðasta freisting Krists", og sýn- ingar hafnar. Og það fer hér eins og annars staðar að spenna magn- ast kringum myndina og margir verða til að andmæla henni. Það þarf engum að koma á óvart sem hefur séð hana og ber efni hennar ^saman við Nýja testamentið. Nú segir reyndar í upphafi myndarinn- ar að hún sé ekki byggð á guðspjöll- unum, heldur á bók gríska rithöf- undarins Nikos Kazantzakis. Það er hins vegar augljóst að höfundur bókarinnar, og þar af leiðandi kvik- myndin, sækir verulegt efhi í guð- spjöllin og fer síðan með það að eigin geðþótta. Kvikmyndin Kvikmynd Scorsese er tæknilega vel gerð mynd, leikur er góður og fleira sömuleiðis. Það vekur hins vegar athygli að hve langdregin hún er og ruglingsleg. Það var jafhvel hægt að láta. sér leiðast undir sýn- ingu hennar, þrátt fyrir áhuga á efninu. Þá pr margt í henni sem orkar tvímælis hver svo sem afstaða manna til Jesú Krists er. Það er í raun kaldhæðið að leikstjóri á borð við Martin Scorsese, sem á að baki heimsþekktar myndir, skuli lenda í þessum ógöngum með mynd sem hann tekur | tvimælalaust verulega áhættu með að gera. Skal nú vikið nánar að því. Hugmyndafræðilegur grautur Það sem fyrst stingur í augu í kvikmynd Scorsese er hve hún er mikið hugmyndafræðilegt rugl. í henni ægir öllu saman. Við sjáum hugmyndir ! úr hindúasið og ind- verskri trúarheimspeki. Jesús er látinn segja að Guð sé í öllu, hann sjái ásjónu Guðs í skepnum jarðar, allt frá maurnum ogtil æðri skepna. Hér er greinilega á ferðinni algyðis- leg guðsmynd, sem á ekkert skylt við guðsmynd Biblíunnar, gyðinga og kristinna manna og því fráleitt að leggja Jesú slík orð í munn. Þá bregður fyrir „mótífum" úr búddha- Tftftt Dýraúrin Snigiil, fiðrildi, önd, mús eða gullfiskur. Tölvuúrin með mjúku armbandi er jólagjöfin íár. Sendum í póstkröfu. Kr. 695,- . Leikfangasalan, vt Laugavegi 91,2. hæð, sími 623868. Gunnar J. Gunnarsson „Kvikmynd, sem er full af fordómum í garð þess Jesú Krists sem Biblíán boðar og kristn- ir menn játa trú á, get- ur aldrei orðið grund- völlur fordómaiausra og einlægra vanga- veltna um hver Jesús var." dómi og „occultisma". Þegar Jesú er freistað í óbyggðinni er hann látinn draga hring umhverfis sig og þar situr hann í búddhastellingu og bíður þess að hljóta „upplýs- ingu". Annað dæmi um hugmynda- fræðilegan ruglanda myndarinnar. Fleira mætti nefna, s.s. uppákom- una við „Jórdan", þar sem Jóhannes skírari er að predika. Þá var helst eins og menn væru allt í einu komn- ir til Afríku á fund andahyggju-^ manna. Það eina sem vantaði var að menn væru svartir. Þá er í mynd- inni daðrað við hugmyndina um að Jesús hafi verið í tengslum við ess- enana í Dauðahafsóbyggðurn o.fl. Það vekur því nokkra furðu að menn skuli leyfa sér að kalla mynd- ina „hættuför um ritninguna" og „meistarastykki" eins og sá kvik- myndagagnrýnandi gerir sem Laugarásbíó vitnar í í auglýsingu á myndinni. Ef hrærigrautur af þessu tagi er meistarastykki og hann orð- aður við heilaga ritningu er mönn- um eitthvað farið að förlast sýn. Fáðumeira fyrir krónurnar þínar, - spáöu í Skipholti31 - Sími 680450 Kristsímyndin Martin Scorsese hefur lýst því yfir að hann hafi með þessari kvik- mynd vitjað draga upp mynd af mannlegu hliðinni á Jesú. Auðvitað er það gott og rétt að draga það fram-að Jesús var maður. En sú viðleitni hlýtur að gerast með fullri virðingu fyrir persónu hans og að hann var líka Guð, kominn til manna í mannlegu holdi. Þar bregst Scorsese gjörsamlega bogalistin. Myndin sem hann dregur upp er í raun án allrar virðingar fyrir per- sónu Jesú. Hér verður að hafa í huga að hann er ekki að fást við einhverja skáldsagnapersónu, þótt hann telji sig byggja kvikmyndina á skáldsögu. Jesú Kristur er raun- veruleg persóna sem var uppi á til- teknum tíma við tiltekna aðstæður. Myndin sem kvikmyndin dregur upp er af veikgeðja manni, sem virðist vera hálf ruglaður og fullur af efasemdum. Hann er veikur fyr- ir hvers kyns freistingum á borð við losta, reiði, stolt og valdalöng- un. Hann lýsir því yfir að hann sé lygari, hræsnari og óttist allt. Hann girnist hverja þá konu sem hann sér, en lætur þó ekki eftir sér að taka hana og það fyllir hann stolti. Hann velkist í vafa um sjálfan sig, hver hann er og af hverjum hann stjórnast. Guð hans er óttinn og Lúsifer (Satan) er í honum og seg- ur honum að hann sé ekki maður heldur Guð. Allt fram á síðustu stundu er hann tvístígandi og til að losna úr klípunni fær hann Júd- as, sem alla myndina er hinn sterki, til að svíkja sig. Draumatriðið al- ræmda á krossinum er í raun rök- rétt framhald af þessari afskræmdu mynd af Kristi. Það er ljsot að í myndinni er Jesús gerður yfirmáta syndugur og veikgeðja maður sem veit ekki hver hann er eða hvað hann vill. Hafi Martin Scorsese ætlað að sýna mannlegan Jesúm þá missir hann algjörlega marks og situr uppi með þá dapurlegu niðurstöðu að hafa eingöngu dregið Jesúm Krist niður í svaðið. Guðspjöllin lýsa Jesú Kristi vissu- lega sem raunverulegum manni. Hann hungrar, grætur, æðrast og þjáist og hans er freistað. En um leið er honum lýst sem syni Guðs, hann er Guð orðinn maður, sem er án syndar, meðvitaður um messías- artign sína og drottinvald. Hann deyr á krossi, saklaus í stað sekra manna, og rís upp frá dauðum fyr- ir kraft Guðs. Scorsese lýkur mynd sinni þar sem Jesús deyr á krossin- um. Sumir hafa talið það myndinni til tekna. Það er þó hæpið. í henni er engin upprisa, engin sigur. Mis- heppnaður byltingarleiðtogi getur ekkert annað en dáið á krossi. Þar átti hann heima, eins og Júdas komst að orði undir lok draumaat- riðisins. Hversvegna? Það er nærtækt að spyrja: Hvers vegna gera menn slíka mynd? Hvað fær menn til að taka Jesúm Krist, sem í huga kristinna-manna er heil- ög persóna, og-gera úr honum það sem myndin gerir? Myndin er í raun lævís árás á kristna trú. Það kemur vel í ljós þegar skoðuð er Krists- ímynd myndarinnar og ekki síður þegar horft er á hvernig farið er með Pál postula og predikun hans um Jesúm Krist, sem dáinn og upp- risinn frelsara mannanna, í draumaatriðum á krossinum. Páll og boðskapur hans er gerður hlægi- legur. Hann er lygari og hræsnari og þeir sem trúa orðum hans aumk- unarverðir bjánar. Með þetta í huga vekur það at- hygli að greinarhöfundur í Morgun- blaðinu 13. nóvember sl. skuli halda því fram að kvikmynd Martins Scor- sese geti aðeins verið til góðs. og eí~eitthvað er kærkomin þeim sem vilja og þora að velta fyrir sér spurningunni „Hver var Jesú?" á fordómalausan, _ einlægan hátt. Kvikmynd, sem er full af fordómum í garð þess Jesú Krists sem Biblían boðar og kristnir menn játa trú á, getur aldrei orðið grundvöllur for- dómalausra og einlægra vanga- veltna um hver Jesus var. Sumir segja myndina „gott innlegg í um- ræðuna" um Jesúm Krist. Það get- ur hún aldrei kallast, einmitt vegna þeirrar skrumskælingar og hug- myndafræðilega ruglanda sem hún hefur að geyma. Því er nær að taka undir með biskupi íslands er hann segir myndina óhæfuverk. Niðurlag Martin Scorsese endar mynd sína á orðum Jesú á krossinum: „Það er fullkomnað." Það gerir greinar- höfundur Morgunblaðsins einnig og sjálfsagt fleiri. Eftir að hafa séð myndina og gengið út af henni hryggur og sár og fullur undrunar og vonbrigða komu önnur orð Krists á krossinum upp í hugann sem mér finnast betur eiga við. Hér eru á ferð menn sem vita ekki hvað þeir eru að gera, ekkert frekar en róm- versku hermennirnir sem krossfestu Jesúm Krist forðum. Bæn Jesú á krossinum er bæn fyrir okkur öllum. Þeirra bænar er nú þörf: „Faðir, fyrirgef þeim, því þeir vita ekki hvað þeir gjöra." Hb'fundur erguð&æðingur að mennt og atarfár sem fram- kvæmdastjóriKFUMogKFUKí Reykjavik og eraukþess stunda- kennari í kristnum fræðum við Kennaraháskóla tslands. Innilegt þakklœti til allra þeirra, er sýndu mér hlýhug og vinsemd á 90 ára afmœli mínu. Bestu jóla- og nýjársóskir. Friðbjörg Eyjólfsdóttir. Innilegar þakkir sendi ég öllum þeim, sem glöddu mig á 70 ára afmœli mínu með heim- sóknum, kveöjum og gjöfum. GuÖ blessi ykkur öll! Með bestu jólakveðju, Þórhallur Halldórsson fráArngerðareyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.