Morgunblaðið - 22.12.1988, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 22.12.1988, Blaðsíða 60
 60 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1988 fÆH»Sfs kaff' SúKKULApl t Elsku faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐGEIR ÞORVALDSSON, *v\ Æsufelll 2, andaðist í Borgarspítalanum 21. desember. Þorbjörg Edda Guftgeirsdóttir, Kristinn Ómar Kristinsson, Baldur Guðgeirsson, Björg Kristinsdóttir, Iðunn Guðgeirsdóttir, Guðmundur L. Þórsson, og barnabörn. t Systir mín, MARÍA MAGNÚSDÓTTIR frá Syðri-Löngumýri, Depluhólum 3, síðastHátúnilOb, andaöist 19. desember. Magna G. Magnúsdóttir. t Sambýiismaður minn, JÖRUNDUR ÞÓRÐARSON frá Ingjaldshóli, lést 19. desember. Guðný Magnúsdóttir og bðrn hlns látna. LOKAÐ 24. OG 25. DES. OPIÐ ANNAN ÍJÓLUM l LOKAÐ 31. DES. OPIÐ 1. JANÚAR NÝÁRSFAGNAÐUR N*Af ceM V|NIRp PrARKUNNI^A* °° HITTAST PANTANIR I SÍMA 92-15222 VERIÐ VELKOMIN. FIMO A 1 R P O R T HöIeL HAFNAHGOTU 57 230 KEFLAVÍK • SÍMI 32-15222 t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA SIGRÍÐUR JÓNSDÚTTIR, Oddeyrargötu 14, Alcureyri, lést í Landspítalanum þann 20. desember. Jóhann Frímannsson, Stella Jóhannsdóttir, Edda Jóhannsdóttir, Matthildur Jóhannsdóttir, Kristbjörg Jóhannsdóttir, Herdís Jóhannsdóttir, Elinborg Jóhannsdóttír, Frímann Jóhannsson, Soffi'a Jóhannsdóttir, MagnþórJóhannsson, Halldór Jóhannsson, Óttar Jóhannsson, Bergf r Í6ur Jóhannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Kristján Ragnarsson, Jón Matthfasson, Vilhelm Sverrisson, Guðrún Valgarðsdóttir, Hannes Hafsteinsson, Friðrikka Valgarðsdóttir, Hulda Einarsdóttir, Þorgerður Einarsdóttir, t Útför eiginmanns míns, SÆMUNDAR G.ÓLAFSSONAR, MiAbraut 2, Seltjarnarnesi, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 23. desember kl. 13.30. Guðríður Jónsdóttir. t Útför föður okkar, SiGMARS S. PÉTURSSONAR, Hrísatelgi 41, verður gerð frá Fossvogskirkju 23. desember kl. 15.00. Herbjörn Sigmarsson, Sigríður H. Sigmarsdóttir, Jóhann S. Sigmarsson. UTGREINING MEÐ CR0SFIELD LYKILLINN AÐ VANDAÐRI LITPRENTUN MYNDAMÓT HF t Móðir okkar, systir, tengdamóðir og amma, GUÐJÓNA JAKOBSDÓTTIR, Meðalholti 7, sem andaðist 18. desember í Borgarspítalanum verður jarðsungin frá Bústaöakirkju föstudaginn 23. desember kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Börnin. ^/¦Xuglýsinga- síminn er 2 24 80 t Útför bróður okkar, GUNNARS ÖSSURARSONAR húsasmíðameistara frá Kollsvflc í Rauðasandshreppi, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 23. desember kl. 10.30. Sigurvin Össurarson, Guðrún Össurardóttir, Torfi Össurarson. Minning: SigurðurÁg. Hermanns- son húsgagnabólstrari Fæddur 16. janúar 1940 Dáinn 15. desember 1988 Þegar maður heyrir andlát vinar, sem hefur ræktað við mann vináttu frá fyrstu kynnum um tuttugu og sex ára skeið, setur mann hljóðan. Síðan fara þessi liðnu ár að renna í gegnum hugann eins og mynd á tjaldi og maður sér að öðlingur er horfinn af sjónarsviðinu. Þessi vinur var Sigurður Ágúst Hermannsson, alltaf kallaður Siggi Hermanns meðal vina sinna. Kynni okkar hóf- ust árið 1962 er ég hóf störf á bólsturverkstæði Skeifunnar hf. hjá Magnúsi Jóhannssyni. Þá störfuðu þar að jafnaði 6-8 fagmenn og fljót- lega bættist saumakona í hópinn en það var Svava Sigurbjörnsdóttir, nú látin. Svava bast miklum tryggð- arböndum við Sigga og fjölskyldu hans og ber yngsta dóttir þeirra nafn hennar. Þótt þetta fólk færi seinna á aðra vinnustaði vissi það árum saman af högum hvert ann- ars vegna þess að allir héldu sam- bandi við Sigga sem vegna mann- kosta sinna var sá sem allir leituðu til og fréttu um leið af hinum. Siggi hafði trausta og einlæga framkomu og bar ríka ábyrgðartil- finningu. Hann var samúðarfullur og hjálpsamur öllum þeim sem leit- uðu til hans í vanda og grunar mig að oft hafi sá vandi orðið honum áhyggjuefni, þótt annarra væri. Hann hafði ríka þörf fyrir að fjár- hagslegt öryggi fjölskyldu hans væri ávallt tryggt og atvinnuöryggi í lagi. Hann var nákvæmur og þau lof- orð og þær skuldbindingar sem hann tók á sig stóðu eins og stafur á bók. Menn þessara eiginleika eru - strax eftirsóttir til starfa þar sem ábyrgðar er krafist. Siggi var orð- inn verkstjóri Skeifuverkstæðisins 25 ára gamall og leysti það starf af hendi með prýði. Við voruin sam- "vistum á þessum stað í fjögur ár, báðum til ánægju. Kringum 1968 vorum við Sigurður báðir komnir í sjálfstæðan atvinnurekstur í bólstr- un hvor með sitt verkstæðið og þannig hélst það nánast óbreytt í tuttugu ár. Allan þennan tíma ann- aðhvort hittumst við eða bárum saman bækur okkar í sfma nær vikulega. Við unnum fyrir sömu búðir oftsinnis, tókum iðulega verk af öðru verkstæðinu yfir á hitt þeg- ar myndaðist pressa á annan hvorn úr hófi fram. Lánuðum hvor öðrum efni ef þannig stóð á og hallaði þá oftar á mig og sama má segja um flesta þá bólstrara sem leituðu til Sigurðar því hann var öðrum mönn- um greiðviknari. Þessi samvinna þýddi það að eiginkonur okkar urðu vinkonur og skyldmenni og vinir Sigurðar urðu mér kunnugir og öfugt. Margir úr þessum blandaða kunningjahóp fóru árum saman í veiðiferðir inn í Veiðivötn á Land- mannaafrétti eða Þórisvatn áður en virkjað var. Þessar ferðir voru venjulega farnar í lok júní. Við Sig- urður áttum báðir góða jeppa á þessum árum og ávallt var glatt á hjalla í þessum hóp sem bæði gat verið stór eða bara 3 til 4 menn. Oft minntumst við þessara ferða með söknuði, eftir að þær lögðust niður. Ég vil nefna einn mann úr þessum hóp, æskufélaga Sigurðar úr Bústaðahverfinu og heimilisvin, sem Sigurður hélt sérlega mikið upp á alla sína ævi, það er Guðmundur Ingi Ingason. í þessum ferðum hélt Guðmundur Ingi ávallt léttleika og gamni á lofti eins og reyndar alls staðar annars staðar. Einnig áttum við Sigurður skemmtilegar stundir með fjölskyldum okkar og vinum við veiðiskap og leik úr Dölunum og úr Borgarfirði. Þessi ár voru okkur Sigurði eins og svo margra jafnaldra okkar ár húsakaupa sem þýddi mikla vinnu og þungt álag. Þegar ég bilaði í baki rétt áður en ég átti að flytja í nýbyggt hús mitt voru Sigurður og Ardís mætt daginn eftir ásamt fleiri vinum með rúllur og pensla og máluðu allt í hólf og gólf og hjálpuðu síðan Ingu með búslóðina inn. Síðan þegar bakið sveik aftur hjálpuðu þessir vinir mínir mér með öðrum ráðum aftur. Þau hjónin Sigurður og Ardís keyptu fyrir nokkrum árum litla heildsölu, „Kaj Pind hf.", sem flytur inn efni til bólsturgerðar og ráku hana með verkstæðinu. Öllum sem enn starfa við húsgagnagerð var kunnur sá mikli dugnaður þeirra í því að bæta það fyrirtæki og vinna upp þjónustu við eigendur leðurhús- gagna. Oft hældi Sigurður konu sinni í mín eyru fyrir dugnaðinn og kjark- inn sem efldist af sama skapi og heilsu hans hrakaði. Sigurður hafði árum saman verið slæmur í maga og illa haldinn af vöðvabólgu og þegar við bættust verkir fyrir brjósti urðu andvökunæturnar margar. : Rann mér oft til rifja að sjá hann stunda vinnu sína úrvinda af svefn- leysi og sárþjáðan. Fyrir tæpu ári gekk Björgvin, bróðir Sigurðar, til samstarfs við hann en því miður vannst þeim ekki langur tími til samstarfs þar sem Sigurður féll frá þann 15. des- ember öllum sem hann þekktu til hryggðar. Eg vona að þessar fátæklegu línur geti eitthvað hjálpað þeim sem nú syrgja kæran astvin. Inga, ég og börn okkar vottum Ardísi, dætrum hennar og tengda- sonum svo pg öllum aðstandendum Sigurðar Ágústs Hermannssonar innilegustu samúð og biðjum þeim guðs blessunar á þessum erfiðu tímamótum. Bjarni Guðmundsson Mágur minn, Sigurður Ágúst Hermannsson, húsgagnabólstrari, er látinn, aðeins 48 ára að aldri. Mig langar að minnast hans með nokkrum orðum. Sigurður var mjög traustur mað- ur, einstaklega greiðvikinn og góð- ur. Hann hefur verið min stoð og stytta í lífinu síðan við kynntumst fyrir 27 árum, en þá tengdist hann fjölskyldu minni. Sigurður var kvæntur Ardísi Erlendsdðttur, syst- ur minni, og eignuðust þau 3 börn, Gerði, f. 1961, Pjólu, f. 1964 og Svövu, f. 1971. Ég á Sigurði mikið að þakka og svo er um fleiri, sem nutu aðstoðar hans á einn eða annan hátt. Tengdaforeldrum sínum reyndist hann sem besti sonur og var þeim hjálpsamur með afbrigðum, hafa þau misst mikið. Ástvinum Sigurðar sendi ég sam- t Eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR R. BJARNASON frá Látrum í Aðalvfk, til heimilis á Ásbraut 19, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 27. desember kl. 13.30. Pálína Friðriksdóttir, Matthildur Guðmundsdóttir, Jón Freyr Þórarinsson, Ema Guðmundsdóttir, Gunnar Örn Gunnarsson, Bjargey Guðmundsdóttir, Jakob Þór Jónsson, Kristfn Guðmundsdóttir, Guðmundur Þórðarson, Valdimar K. Valdimarsson, Rósa Sigurjónsdóttir, börn og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.