Morgunblaðið - 22.12.1988, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.12.1988, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, PIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1988 11 Aronseríng ís- lensks vemleika Bókmenntir Friðrika Benónýs Guðbergur Bergsson: Maðurinn er myndavél Forlagið 1988 Guðbergur Bergsson er með af- kastamestu rithöfundum og á þess- ari jólavertíð koma út fjórar bækur frá hans hendi; tvær þýðingar, ein ævisaga og smásagnasafnið „Mað- urinn er myndavél". í þessu smá- sagnasafni eru elstu sögurnar frá árinu 1972 og þær yngstu frá árinu 1987. Á þeim tíma hafa orðið nokkrar breytingar á skáldsögum Guðbergs, en smásögurnar í „Mað- urinn er myndavél" mynda sam- stæður, þótt þær séu ólíkar að stíl og yrkisefni. Hér kennir ýmissa furðufugla svo sem Arons viðgerða- og uppfinn- ingamanns í sögunni „Þarna flýgur hún Ella", en viðgerðir hans á bús- áhöldum kallast aronsering og verða úreltar með komu hersins. Hér er einnig fulltrúi bóhemskra lifnaðarhátta í „Mannsmynd úr biblíunni", eiginmaður sem gengur út á ystu nöf í grunsemdum um framhjáhlald konu sinnar f „Maður sem varð fyrir óláni", drengur sem uppgötvar hve undrið er illa séð í samfélaginu í sögunni „Brúðan", konan sem yrkir sér eiginmann í tómleikann í „Karl Jón og konan" og fleiri og fleiri. Guðbergur er samur við sig í orðaleikjum og nýsmíði orðtaka en þó er slíkt miklu hófstilltara hér en oft í skáldsögum hans. Háðið og skopið er sjaldnast langt undan en þó býr oft að baki því rammasta alvara, hinar grátbroslegu hliðar oft meira grátlegar en broslegar. Engin skilji þó orð mín svo að sög- urnar séu hátíðlegar og alvöru- þrungnar það eru þær alls ekki heldur þvert á móti bráðskemmti- legar og fjörugar. Guðbergur kann þá list að koma hversdagsleikanum gráa yfir í ljómandi litróf furðanna, án þess að hann hætti að koma manni við, snerta mann. Og í þeirri umræðu sem átt hefur sér stað um það hve nauðsynlegt sé að bók- menntir séu skemmtilegar er rétt að taka fram að „Maðurinn er myndavél" er alskemmtilegasta bók sem undirrituð hefur lesið um langa hríð. „Maðurinn er myndavél" er þó miklu meira en skemmtilesning því Guðbergur Bergsson líkt og Aron uppfinningamaður ar- onserar búsáhöld þorpsbúa með klístri, saumum, rafsuðu og ýmsum öðrum ráðum, oft með þeim afleið- ingum að viðtakendur harðneita að taka við hlutnum aftur þar sem hann er orðinn óþekkjanlegur, ljótur eða ónothæfur, aronserar Guð- bergur íslenskan veruleika þannig að eflaust munu margir neita við hann að kannast. En þó er hann sterkari, áhrifameiri og sannari en veruleikalýsingar án þess bókmenn- talega klísturs, uppsaums og raf- suðu sem Guðbergur er meistari í að beita. SKALDSKAPUR OG SPÁSAGNIR Bökmenntlr ErlendurJónsson Aldous Huxley: VERÖLD NÝ OG GOÐ. Þýð. Kristján Oddsson. 212 bls. Mál og ménning. Reykjavík, 1988. Það var árið 1932 að Aldous Huxley sendi frá sér þessa skáld- sögu. Titillinn, Brave New World, er tekinn upp úr einu leikriti Shake- speares. Huxley var af frægri ætt og sjálfur frægur. Hver ný bók frá hendi hans hlaut því að vekja um- tal. Ekki er unnt að giska á hverja athygli sagan hefði vakið ef enginn hefði kannast við hðfundinn né ætt hans. Hugsanlegt er að fáir hefðu þá nennt að lesa hana, svo nýstár- lega sem hún hlýtur þá að hafa komið fyrir sjónir. En Aldous Hux- ley var maður sem mark var tekið á þótt ungur væri. Og þarna var hann sem sé að spá því hvernig framtíðarþjóðfélagið yrði eftir eitt til tvö þúsund ár. Samkvæmt spá Huxleys er þá allt staðlað, einnig manneskjan, karlar og konur; þjóð- félagsstéttirnar sömuleiðis. Ein- staklingseinkennin hafa verið þurrkuð út; maðurinn er til einung- is fyrir kerfið. Allt er orðið gleði- snautt, vélrænt og ómennskt. Nöfn- Þrjar gamlar gamansögur Békmenntir JennaJensdóttir Nýju fötin keisarans og aðrar gamansögur. Þýðing Stefán Júlíusson. Myndir Karen Mil- one. Bókaútgáfan Björk 1988. Hér koma þrjú gamalkunn æv- intýri í nýrri þýðingu sem gerð er eftir bandarískri útgáfu frá árinu 1986. Flestir íslendingar þekkja til þessara sagna, sem eru í eðli sínu dæmisögur þótt sagðar séu í gamansömum stíl. Langt er síðan þær komu fyrst í íslenskri þýð- ingu, og orðafar og búningur breytist jafnan i hvert skipti sem nýr þýðandi tekur sig til. Skraut- legar litmyndir sem oftast eru í samblandi af gömlum og nýjum tíma, og aldrei eins, birtast í hverri útgáfu. H.C. Andersen skrifaði Nýju fötin keisarans 1836, og enn kem- ur'það í nýrri íslenskri þýðingu, sem hefur sinn svip. Sama er að segja um Oskirnar þrjár, sém er gömul, ensk þjóð- saga, fyrst birt á prenti í Eng- landi 1761. Gamla, enska þjóðsagan Meist- ari meistaranna birtist i ævintýra- safni Jóseps Jakobs fyrir um hundrað árum. Hún er ekki eins vel þekkt! meðal íslenskra lesenda og hinar tvær fyrrnefndu. Þýðingin sem hér um ræðir er vönduð og viss léttleiki hvílir yfir henni, sem verður til fyrir orða- notkun þýðanda. Skrautlegar lit- myndir, sem ekki prýða aðrar útg- áfur eru hér á ferðinni. Aldous Huxley in, Bernard Marx og Lenina Crown, gefa til kynna að Huxley var að sneiða að tilteknum þjóðfélagsöfl- um sem heimurinn vænti mikils af um það leyti sem sagan var í letur færð. Óhugnanleg erþessi framtíð- arspá að flestu leyti. Vísindin hafa náð fullkomnun og þá gerist þess ekki lengur þörf að leita sannleik- ans, hann er löngu fundinn. Þæg- indin eru komin í stað lífshamingj- unnar, stöðugleiki í stað þróunar. Eðli mannsins er endanlega fjötrað, enda auðvelt þar sem vöxtur hans og viðgangur er ekki lengur nátt- úrulögmálum háður heldur alls- herjar stjórnun. Taki þeir sneið sem eiga, það er vitanlega tækniþróunin sem höfundurinn er að vara þarna við. Spurning er hvort skáldverk þetta eigi erindi til okkar nú með sama hætti og það átti erindi til kynslóðar þeirrar sem lifði sin bestu ár í landi höfundar á því skeiði sem Bretar kölluðu síðar the happy twenties*. Þegar Huxley samdi Veröld ný og góð vakti tæknin óskipta aðdáun. Fáum datt í hug að hún gæti orðið til nokkurs nema góðs ef vígvélar voru undan skild- ar. Að skopast að þessu heimsundri bar vott um sérvisku og útúrboru- hátt. í besta falli gat ádeilan skoð- ast sem meinlaust grín eða frumleg- ir skáldaórar. Nú eru viðhorfin allt önnur; í raun gerbreytt frá árunum í kringum 1930. Heimurinn hefur harðnað. Því frémur mun ádrepa þessi koma fyrir sjónir sem nöturleg kaldhæðni. Og lesendahópur höf- undarins er ekki aðeins annar held- ur líka annars konar; Stóra-Bret- land er ekki lengur forysturíki og bresk borgarastétt ber ekki lengur heimsmenninguna á herðum sér. Blaðaúrklipp- um raðað í bók Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Nigel Blundell og Roger Boar: Harmsögur og hildarleikir á 20. öld. Bjöni Jónsson þýddi. Útg. Frjálst framtak 1988. Frásagnir af náttúruhamförum og hörmulegum slysum, það er kannski ekki vitlausara efni í bók en gengur og gerist. Og hér er sagt frá aðskiljanlegum hörmungum. Hefst á eldgosinu í Mont Pelee á Antillaeyjum árið 1902, jarðskjálft- anum mikla í San Francisco 1906, Titanic-slysinu árið 1912 og sagt frá loftförunum R101 og Hinden- burg, svo að aðeins sé vikið að fyrstu köflunum til að byrja með. Það er sjálfsagt innbyggt í mann- eskjuna að hafa áhuga á að lesa um slíka atburði, veitir kannski ein- hverja kitlandi óttatilfinningu sem allir geta kallað fram, að minnsta kosti sé kröftuglega eða lýsandi sagt frá. Einnig er fjallað um eitrunarfár i írak, ýmsa vonda jarðskjálfta gegnum tíðina, mannskæða elds- voða og flugslys. Sumt af þessu er það rjýtt í timanum að í minni er. Því er fróðlegt að sjá, hvort þessi frásögn eykur eitthvað við það sem við munum. I mínu. tilviki gerðist það nú varla. Til að mynda frásögn- in af hinu ferlega flugslysi á Tene- rife 1977, þegar olíuborpallurinn Alexander Kielland sökk á Norð- ursjó 1980, þar eru eiginlega bara tiundaðar frásagnir blaða og af- skaplega litlu við bætt. Kaflarnir eru þó dálitið misjafnir hvað þetta snertir, má nefna flug- slysið við Potomac-fljót árið 1982, þar er itarlegar farið i málið en í mörgum öðrum kaflanna og eykur það gildi hans sem sliks. Stúdentar vilja stokka upp dag- vistarkerfið EFTIRFARANDI ályktun var samþykkt samhljóða á síðasta fundi Studentaráðs Háskóla ís- lands, sem haldinn var finuntu- daginn 8. desember. „Stúdentaráð Háskóla íslands skorar á Reykjavíkurborg og stjórn- völd að taka höndum saman við að stokka upp dagvistarkerfið. Stúd- entaráð hvetur eindregið til þess að tekið verði upp eitt kerfí í dag- vistun og varpað verði fyrir róða hinni stífu skiptingu í leikskólavist- un og dagheimilisvistun. Það er orðið löngu tímabært að taka upp eitt kerfi, með sveigjanlegum vist- unartíma. Stúdentaráð hvetur borgaryfir- völd til þess að miða sína dagvistar- uppbyggingu við slíkt kerfi og Stúd- entarað hvetur menntamálaráð- herra til að endurskoða núverandi lög og reglur um dagvistun, þannig að þessi uppstokkun verði auðveld- ari. Eins og staðan er í dag eru marg- ir stúdentar á biðlistum eftir því að komast að í dagvistarkerfinu. Orsakir þessa vanda' eru marg- þættir. Að mati Stúdentaráðs myndi uppstokkunin auðvelda uppbygg- ingu dagvistarkerfisins : og flýta lausn þess vanda sem stúdentar eiga við að etja. Geti fleiri stúdentar notað þjón- ustu dagvistarkerfisins í breyttri mynd en í núverandi heilsdagsvist- un eða leiksskólavistun er það heppilegri kostur. Stúdentaráð telur einnig að með þessu kerfi yrði auð- veldara að hverfa alfarið frá 3 ára hámarksreglunni, sem nú er í gildi." Það er vissulega réttlætanlegt að gleyma ekki hönmingum og hrakförum. Svo virðist sem höfund- ar telji að menn geti dregið lærdóm af flestum þessum atburðum, hvort sem það eru náttúruhamfarir eða almennar slysfarir. Hús eiga að vera traustari, það á að treysta eld- varnir, byggja stíflur á réttan hátt, gæta almennt meira öryggis. Það er auðvitað alveg rétt. A hinn bóg- inn verður ekki séð að þessi slys og skaðar hafi kennt manneskjunni annað en gera sér mat úr þeim í frásögnum og bókum. Eins og þess- ari, sem er svo hroðvirknislega unn- in að mörgu leyti, að það er í besta falli hægt að segja að hægt sé að kalla þetta blaðaúrklippur sem hef- ur verið raðað saman og gefnar út á bók. Lítið að græða á því ef ekki er reynt að skyggnast dýpra. En það er aldeilis ekki gert hér. • Þýðing Björns Jónssonar er ósköp litiaus, en efnið býður ekki upp á stór tilþrif heldur. 11540 Einbýli — raðhus Garðabær: Óskum eftir einbhúsi fyrir traustan kaupanda. Æskileg staö- setn.: Flatir, Hnoðraholt eða Arnarnes. Fagrihjalli: I68fmparhús. Seljast tilb. að utan en fokh. að innan. Miðh. Verð 6,9 millj. Endah. Verð 6,2 mlllj. Vesturberg: 160 fm gott raðh. á tveimur hæðum auk 30 fm bflsk. 4 svefnherb. Verð 9,5 mlllj. Sunnuflöt: 415 fm einbhús á tveimur hæðum auk 50 fm bílsk. Húsiö er ekki fullfrág. Talsv. áhv. Verð 13,5 millj. Sævargarðar Seltjnes: Fal- legt 190 fm tvíl. raðh. m. 25 fm innb. bílsk. 4 svefnherb. Garðstofa. Fallegt útsýni. Daltún: 270 fm gott parhús á þrem- ur hæðum auk bílsk. 2ja herb. ib. I kj. Skipti á 4ra-5 herb. íb. mögul. Jórusel: 296 fm mjög fallegt einb- hús með innb. bílsk. Verð 14,0 millj. Vesturbær: 150 f m mikið endurn. parh. Verð 7,0-7,6 mlllj. Gnoðarvogur: 100 fm góð éfri hæð 3 svefnherb. Stórar suðursv. Verð 6,5 millj. Ljósheimar. Rúml. lOOfmágæt íb. á 6. hæð í lyftuh. Þrjú svefnherb. Parket. Sérinng. af svölum. Langtímal- án áhv. Verð 5,2 millj. Vesturgata: 100 fm risíb. með geymslurisi yfir. Laus strax. Verð 4,350 þús. Álagrandi: 115 fm góð íb. á 2. hæð. 3 rúmg. svefnherb. Suðursv. Góð sameign. Ákv. sala. Verð 6,4 millj Baldursgata: Rúml. 100 fm fb. á 2. hæð I steinh. Töluv. endurn. Engihjalli: 100 fm vönduð ib. á 4. hæð í lyftubl. Tvennar sv. Stórkostl. útsýni. Góð sameign. Verð 6,5 millj. Æsufell: 105 fm góð íb. á 2. hæð. Parket. Suðursv. Verð 5,5 millj. Drápuhlíð: 115 f m ef ri hæð i fjórb. ásamt góðum bílsk. Verð 7,0 millj. 3ja herb. Leifsgata — tvær íb.: 90 fm ib. á 2. hæð. Öll endurn. auk bilsk. og 2ja herb. íb. í risi. Víðimelur: 80 fm töluvert endum. ib. é 2. hæð. Verð 4,5 millj. Hjarðarhagi: Góð 90 fm ib. á 3. hæð. Suðursv. Laus strax. VerA 4,8 millj. Fannborg: Mjög glæsil. 90 fm íb. á 3. hæð. Parket. Stórar suðursv. Stæði í bilhýsi. Útsýni. Verð 5,5 miílj. Rekagrandi: Sérl. falleg 2ja herb. íb. a 1. hæð. Parket. Þvhús á hæðinnc Sérgarður. Hagst. áhv. lán. Verð 3,9 Þingholtsstraeti: Rúmi. 30 endum. einstaklib. á 1. hæð. Verð 1,5 Hraunbœr: 45 fm góð einstaklil Sérinng. Verð 2,5 millj. Hringbraut: 62 fm íb. á 3. h, m. aukaherb. i risi. Laus um áramó' Verð 3,6 mlllj. Skúlagata: Mjög göö 50 fm ný-f stands. íb. á 1. hæð. Verð 3,3 millj. | föz> FASTEIGNA Iljl MARKAÐURIN [ f—' Óðinsgötu' 4 11540-21700 Jón Guðmundsson sölustj., Leo E. Löve logfr.. Olafur Stefánsson viðskiptafr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.