Morgunblaðið - 22.12.1988, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1988
Wtot&mfflatoib
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthfas Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
ÁmiJörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið.
Réttum
bróðurhönd
Meiri fjármunir ganga
manna á milli á þessum
tíma árs en jafnan endranær.
Oft er talað um að boðskapur
jólanna kafni í umstanginu,
auglýsingunum og peninga-
flóðinu, sem í kringum þau er.
Við sem búum hér í þeim hluta
heims, þar sem velmegun og
velferðarþjóðfélagið veitir ör-
yggi, leiðum ekki auðveldlega
hugann að þeim þjóðum, sem
minna mega sín, þegar við
skoðum vöruúrvalið og önnur
merki allsnægtanna.
Þar sem örlæti er mikilvæg-
ur þáttur í undirbúningi jól-
anna, snúa hjálparstofnanir
sér gjarnan til fólks á þessum
árstima með óskum um aðstoð
í anda hins kristilega jólaboð-
skapar. Þótt við höfum komið
á fót félagslegri þjónustu og
almannatryggingakerfi, sem
eigi fyrir hönd okkar allra að
hjálpa meðborgurunum, er
staðreynd að framlag einstakl-
inga utan þessa kerfis skiptir
síst minna máli, þegar á reyn-
ir. í þeim ríkjum, þar sem litið
hefur verið á fólkið sem eins-
konar eign ríkisins, stendur
ríkisvaldið eitt jafn bjargar-
vana og annars staðar, þegar
hörmungar verða. Aðeins fyrir
dugnað og framtak einstakl-
inga og samtaka þeirra er
unnt að íyfta Grettistaki. Ein-
mitt vegna þess höfða mann-
úðar- og hjálparsamtök beint
til okkar allra og með meiri
þunga en ella, þegar við erum
komin eða erum að komast í
jólaskap.
Víða sverfur að um þessi
jól. Hugurinn beinist þá ekki
síst til Armenínu, þar sem hin-
ir hroðalegu jarðskjálftar urðu
7. desember síðastliðinn. Þótt
ekki sé lengur leitað að fólki
í rústunum, er björgunarstarf-
inu síður en svo lokið. Raunar
hafa þau boð borist, að ekki
vanti meira af lyfjum eða
gögnum til neyðarsvæðanna
heldur hái fjárskortur því að
endurbygging geti hafist af
fullum krafti. Hvað sem þessu
Iíður er ljóst, að hin mannlegu
sár sem skjáíftinn olli eru síður
en svo gróin hvorki í bókstaf-
legri merkingu né óeiginlegri.
Sjálfur forsætisráðherra Sov-
étríkjanna hefur ávítað starfs-
menn sovéska utanríkisráðu-
neytisins fyrir klunnaleg sam-
skipti við erlendar hjálpar-
sveitir. Vonandi fá þeir, sem
helst þurfa, að njóta þeirrar
aðstoðar sem íslendingar og
aðrar þjóðir vilja veita fyrir
tilstilli Hjálparstofnunar kirkj-
unnar, Rauða krossins og ann-
arra sem hafa tekið að sér
milligöngu fyrir hina bág-
stöddu.
Jólin eru hátíð barnanna.
Þetta er setning sem við öll
þekkjum og erum sammála.
Þess vegna hlýtur það að
snerta ókkur djúpt, þegar við
lesum nú f áeinum dögum áður
en hátíðin gengur í garð, að
UNICEF, Barnahjálp Samein-
uðu þjóðanna, telur að nú á
tímum deyi að jafnaði 14 millj-
ónir barna árlega úr algengum
sjúkdómum, sem læknavísind-
in hafa gert útlæga hjá okkur,
og vegna vannæringar. Telur
UNICEF að einfaldar og ódýr-
ar aðferðir ættu að duga til
að koma í veg fyrir flest dauðs-
fallanna, svo sem með bólu-
setningu sem kostar 25 krónur
fyrir hvert barn og þrúgu-
sykri, en hvert glas af drykk
með honum kostar um 5 krón-
ur.
Þegar við lítum á þessar
tölur, sem okkur finnst líklega
hverjum um sig frekar lágar,
sjáum við í hendi okkar, að
það er sama hver fjárhæðin
er, sem við látum af hendi
rakna, hún getur skipt sköpum
um framtíð lítils barns í fjar-
lægu landi, berist hún í réttar
hendur. í umræðum hér hefur
trúverðugleika hjálparstofn-
ana áður borið á góma. Sem
betur fer hefur tekist að út-
rýma allri tortryggni í því efni
og eiga þeir sérstakar þakkir
skildar sem hafa endurvakið
traust á þessum viðkvæma
vettvangi.
Spá OECD um efnahags-
þróun í auðugustu ríkjum
heims gerir ráð fyrir sam-
drætti hér á landi á næsta
ári. Erum við eina þjóðin, sem
er í þeim báti í þessum 24 ríkja
hópi. Á Alþingi er nú tekist á
um, hve mikið eigi að þyngja
skattana, hinar opinberu byrð-
ar okkar hvers og eins á næsta
ári. Vonandi verða þær þreng-
ingar sem við stöndum frammi
fyrir í velmeguninni ekki til
þess að minnka örlæti okkar
í þágu þeirra sem verst eru
staddir. Sérhver króna til
þeirra skiptir máli.
Morgunblaðið/Ánú Sæberg
Halldór Laxness kemur ásamt Auði konu sinni á frumsýningii á heimildarmyiidinní sem verður jólamyndin
á Stöð 2. Á myndinni má sjá nafna hans og dótturson sem leikur Halldór í æsku.
Ný heimildamynd
um Halldór Laxness
Ný heunildamynd í tveimur
þáttum, sem gerð hefur verið um
Halldór Laxness, var frumsýnd
í gær hjá Stöð 2, sem mun sýna
hana í sjónvarpi á jóladag og
nýjársdag. Meðal gesta var Hall-
dór Laxness, sem sagði eftir að
hafa horft á báða þættína, að
hann væri mjög ánægður með
þá. Og bætti við á sinn Laxneska
hátt: Það er af því ég fer svo
sjaldan í bíó! Ekki fór á milli
mála að honum Iíkaði myndin,
enda er þeim alltaf að fara fram
hérna", eins og hann orðaði það.
Þarna er um að ræða eitt viða-
mesta heimildarverk, sem ráðist
hefur verið í hérlendis, kostnaður
rúmar 7 milljónir króna. Og vel við
hæfi að þar sé fjallað um líf og
starf Nóbelsskáldsins Halldórs Lax-
ness. Myndin skiptist í tvo 45
mínútna þætti. Fyrri þátturinn
spannar lff Halldórs fram til 1950
og vegna skorts á myndaefni frá
þeim tíma er leiknum myndum skot-
ið þar inn. „Ég leik hann afa þegar
hann var MtiH", sagði dóttursonur
skáldsins sem mættur var á frum-
sýningunni. Myndefnis hefur verið
aflað víða um lönd og á ýmsum
tíma, m.a. f Clervaux klaustri, á
Taurmínu á ítalíu og fleiri stöðum
þar sem Halldór dvaldi fyrri hluta
æfinnar. En í seinni hlutanum, sem
hefst með afhendingu Nobelsverð-
launanna, er fjallað um hin merku
verk skáldsins eftir það. Eru þar
m.a. viðtöl við marga erlenda og
innlenda bókmenntamenn, svo og
Halldór Laxness sjálfan.
Greiðsluerfíðleikalán Húsnæðisstofhunar;
Vantar 250 milljónir
í víðbót á næsta ári
- segir Jóhanna
Sigurðardóttir
„TIL ÞESS að afgreiða þessár
500 umsóknir um greiðsluerfið-
leikalán, sem ráðgjafarstððin
segir að búast megi við á næsta
ári, þarf 250 milljónir króna til
viðbótar þessum 150 milljónum á
næsta ári," segir Jóhanna Sig-
urðardóttir félagsmálaráðherra
um áætlaða fjárþörf tíl lánanna.
Ríkissjóður ver nú 150 milljónum
króna tíl þeirra. Búist er við
2.000 umsóknum á næsta ári.
Nemd á vegum ríkisstjórnarinn-
ar hefur lagt til víðtækar aðgerð-
ir vegna greiðsluerfiðleUca og til
að fyrirbyggja að fólk lendi f
þeirri stöðu.
„Nú bíða 300 umsóknir í húsnæð-
islánakerfinu. Þetta eru umsóknir
sem hefur verið tekið á móti í þeim
tilfellum semer um algjört neyðar-
ástand að ræða og þessar fjölskyld-
ur sem eiga í hlut munu missa sínar
íbúðir. Stór hluti þeirra verður
gjaldþrota ef ekki verður leyst úr
vanda þeirra. Þessar J.50 milljónir
munu hrökkva til þess að leysa
þennan brýnasta vanda, fyrir þessar
fjölskyldur."
Hve mikið fé þarf til þessara
lána?
„Ráðgjafarstöðin hefur metið
hverju búast megi við á næsta ári
og þeir telja að búast megi við að
um 2.000 fjölskyldur leiti aðstoðar
á árinu 1989, að öllu óbreyttu.
Úthlutunarreglur . hafa verið
þrengdar mjög, miðað er við mjög
þróng tekju- og eignamörk. Gera
má ráð fyrir að um 500 fjölskyldur
muni rúmast innan þessara nýju
reglna."
Jóhanna segist hafa lagt áherslu
á að bankar og sparisjóðir komi inn
í dæmið vegna þess að stór hluti
þess fjár sem fór í greiðsluerfið-
leikalán á þessu ári fór til banka
og sparisjóða til að gera upp skuld-
ir íbúðakaupenda við þá. „Ég tel
að það sé eðlilegt og óska eftir því
við bankana að þeir kaupi skulda-
bréf af Húsnæðisstofnun fyrir þessa
fjárhæð, sem er kannski nálægt 200
milljónum króna."
Jóhanna nefndi fleiri leiðir sem
nefnd á vegum ríkisstjórnarinnar
hefur lagt til að farnar verði. Þar
á meðal að bankarnir karini betur
en áður greiðslugetu fólks áður en
stórar fjárhæðir eru lánaðar, komið
verði á mun virkari ráðgjöf en nú
er í bönkunum, ráðgjafarstöð Hús-
næðisstofnunar verði efld, því verði
beint til banka og sparisjóða að
þeir skuldbreyti til átta ára lánurn
sem f^lk í greiðsluerfiðleikum hefur
tekið hjá viðkomandi lánastofnun
og ef um sérstaka erfiðleika verði
að ræða þá verði skuldbreytingln
til 12 ára. Þá var lagt til að auka
svigrúm íbúðaeigenda þegar til
nauðungarsölu kemur til að ná
samningum við kröfuhafa og að
tryggja betur rétt þeirra.
„Tilgangurinn með þessu er að
reyna að fyrirbyggja þennan
greiðsluvanda sem hefur verið ár-
legur undanfarin ár," sagði J6-
hanna Sigurðardóttir.
Arnarflug rætt í rí
„Sé flðt:
starfifél
-segir samgöngurác
STEINGRÍMUR J. Sigfússon,
samgönguráðherra, segist gera
ráð fyrir að leggja tíUögur um
hugsanlega aðstoð ríkisins við
Arnarflug fýrir í ríkisstjórninni
í dag. Hann sagðist sjá flöt á
samstarfi á mUU Arnarflugs og
Flugleiða eftir þær viðræður sem
fram hefðu farið á mUU félag-
anna með fulltrúum sijórnvalda,
nú síðast á þriðjudag.
Steingrímur sagðist ekki geta
sagt á þessu stigi í hverju þessar
tillögur fælust. Þegar málið hefði