Morgunblaðið - 22.12.1988, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 22.12.1988, Blaðsíða 51
h MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1988 m 51 Yfirlýsing frá stjórn „Saftiaðar- félags Fríkirkjunnar í Reykjavík" Vegna yfírlýsingar í fjölmiðl- um, sem undirrituð er af „Stjórti Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík", vill stjórn Samaðar- félags Fríkirkjunnar í Reykjavík taka eftirfarandi fram til að girða fyrir misskiln- ing: Samkvæmt 1. gr. laga safnaðar- ins heitir söfnuðurinn „Hinn evangelísk-lútherski fríkirkjusöfn- uður í Reykjavík", en hann gengur hins vegar sem kunnugt er undir nafninu Fríkirkjusöfnuðurihn í Reykjavík. Söfnuðurinn er trúfélag og taka lögin frá 1975 til hans. Lögin vernda m.a. nafn trúfélaga þannig að eitt trúfélag getur ekki riotað nafn annars trúfélags eða mjög líkt nafn. Um þetta segir svo: „Ekki er heimilt að taka upp nafn á trúfélagi, sem er með þeim hætti líkt nafni annars trúfélags, að misskilningi geti valdið." Einnig segir: „Trúfélag getur tryggt sér einkarétt að nafni með því að til- kynna það til dóms- og kirkjumála- ráðuneytisins. Ráðuneytið skal gæta þess, að nafnið sé ekki notað af öðrum, að það valdi ekki mis- skilningi eða fari með öðrum hætti í bága við allsherjarreglu." Stjórn- arskráin tryggir mönnum rétt til að stofna félög í löglegum tilgangi og þ. á m. rétt til að stofna félög innan trúfélaga enda hefur sá rétt- ur verið óspart nýttur, líka í Fríkirkjunni í Reykjavík. Eitt 6inn. var þar starfandi Bræðrafélag Fríkirkjunnar í Reykjavík. Nú hef- ur verið stofnað Safnaðarfélag Fríkirkjunnar í Reykjavík sem opið er bæði körlum og konum í söfnuð- inum. Slík safhaðarfélög eru starf- andi í öðrum söfnuðum, t.d. Safn- aðarfélag Áskirkju. • Landslög banna slíkt ekki, heldur ekki lög Fríkirkjunnar í Reykjavík. Sam- kvæmt stjórnarskránni þarf ekkert leyfi til slíks, heldur ekki sam- kvæmt lögum safnaðarins. „Stjórn Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík" hefur ekki amast við notkun kvenfélagsins á nafni kirkj- unnar. Er þá rökrétt að amast við notkun ¦ safnaðarfélagsins á nafni hennar? Er ekki hið besta fólk báðu megin? Eða eru svartir sauð- ir öðru megin? — Kvenfélagið hef- ur haldið basar. Má þá ekki safnað- arfélagið halda basar? — Kvenfé- lagið hefur fengið prest á sam- komu hjá sér til hugvekju. Má safn- aðarfélagið ekki leita til kenni- manna, fyrrverandi biskupa, starf- andi presta? Eða leynast svartir sauðir líka í þeirra hópi? — Kvenfé- lag Fríkirkjunnar getur sinnt sínu félagslífi í safnaðarheimilinu, Bet- aníu. Hví er eigi rúm fyrir Safnað- arfélag Fríkirkjunnar í því „gisti- húsi" á jólaföstunni? Safnaðarfélag Fríkirkjunnar í Reykjavík er félag innan Fríkirkju- safnaðarins í Reykjavík. Það stefnir ekki að klofningi safnaðar- ins, eins og ranglega hefur verið haldið fram, heldur sættum í deil- unni vegna uppsagnar sr. Gunnars Björnssonar. Þar er stigið „skref sem erfitt verður að stíga til baka, en er þó mögulegt með góðum vilja allra." „Stjórn Fríkirkjusafnaðar- ins í Reykjavík" hefur að undanf- örnu neitað að stíga skref til sátta, vildi ekki ræða við nokkur sóknar- börn á stjórnarfundi um tveggja presta kerfi sem sáttaleið, og reyndar ekki um neitt rhál. Hún vill heldur ekki ræða um aðgang að safnaðarheimili, en vonandi breytist þetta fljótt. „Skrefið til baka" yrði skref fram á við. Stjórn Safnaðarfélags Fríkirkj- unnar í Reykjavík. Þorsteinn Þorsteinsson SPENNA.ÁTÖK OG ÁSTIR •• RobertLudlum: OVÆNT ENDALOK Frammi fyrir byssukjöftum ofstækisfullra hermdarverkamanna bíða 236 konur, karlar og börn dauðasíns...... Friðsamur öldungadeildarþingmaður bíður fram aðstoð sína við að leysa þetta skelfilega mál með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. ÓVÆNTENDALOK er bók magnþrungin spennu sem gagntekur lesendur um heim ailan eins og önnur verk ROBERT LUDLUMS. Danielle Steel: ORLAGAÞRÆÐIR ÁSTARiNNAR Þegar ástin og hamingjan eru allsráðandi í lífi söguhetjunnar Bernie, taka örlögin í taumana. Hann þarf nú að horfast í augu við nístandi sorg en um leið heyja baráttu til að halda fjölskyldunni saman. En tekst honum að sigra? Að hætti D ANIELLE STEEL eru ÖRLÁGAPRÆÐIR ÁSTARINNAR saga mikilla átaka og tilfinninga. Sá sem les þessa bók, finnur skjótt hvers vegna höfundur hefur skipað sér á bekk metsöluhöfunda Evrópu og Ameríku. SONG- OG PIANOBOK Árni Elfar útsetti og valdi lögin. í þessari sérstæðu bók eru tólf þekkt íslensk lög, sem allir geta spilað og sungið. Bókin er með hljómborði, sem hægt er að leika á. Sérstæð og skemmtilegDók. LIFANDI Hvernig líta þau út? Hvar eiga þau heima? Bókin svarar þessum og fjölmörgum öðrum spurningum á einfaldan og skemmtilegan hátt, með fjörlegum, fræðandi texta og glæsilegum litmyndum í hundraðatali. Þýðing: Óskar Ingimarsson KLUKKUBÓKIN Þessi vinsæla bók, sem nú er endurútgefin, á eftir að auðvelda mörgum ungum lesendum að læra á klukku. Bókina prýða f allegar myndir, textirin er einfaldur og síðast en ekki síst eru í bókinni hreyfanlegir klukkuvísar, sem gera lesturinn enn skemmtilegri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.