Morgunblaðið - 22.12.1988, Síða 51

Morgunblaðið - 22.12.1988, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1988 51 Yfirlýsing ft*á stjórn „Saftiaðar- félags Fríkirkjunnar í Reykjavík“ Vegna yfírlýsingar í Qölmiðl- um, sem undirrituð er af „Stjórn Frikirkjusafiiaðarins í Reykjavík“, vill stjórn Safiiaðar- félags Fríkirkjunnar í Reykjavík taka eftirfarandi fram til að girða fyrir misskiln- ing: Samkvæmt 1. gr. laga safnaðar- ins heitir söfnuðurinn „Hinn evangelísk-lútherski frikirkjusöfn- uður í Reykjavík", en hann gengur hins vegar sem kunnugt er undir nafninu Fríkirkjusöfnuðuri'nn í Reykjavík. Söfnuðurinn er trúfélag og taka lögin frá 1975 til hans. Lögin vemda m.a. nafn trúfélaga þannig að eitt trúfélag getur ekki notað nafn annars trúfélags eða mjög líkt nafn. Um þetta segir svo: „Ekki er heimilt að taka upp nafn á trúfélagi, sem er með þeim hætti líkt nafni annars trúfélags, að misskilningi geti valdið." Einnig segir: „Trúfélag getur tryggt sér einkarétt að nafni með því að til- kynna það til dóms- og kirkjumála- ráðuneytisins. Ráðuneytið skal gæta þeás, að nafnið sé ekki notað af öðmm, að það valdi ekki mis- skilningi eða fari með öðmm hætti í bága við allsheijarreglu." Stjóm- arskráin tryggir mönnum rétt til að stofna félög í löglegum tilgangi og þ. á m. rétt til að stofna félög innan trúfélaga enda hefur sá rétt- ur verið óspart nýttur, líka í Fríkirkjunni í Reykjavík. Eitt sinn var þar starfandi Bræðrafélag Fríkirkjunnar í Reykjavík. Nú hef- ur verið stofnað Safnaðarfélag Fríkirkjunnar í Reykjavík sem opið er bæði körlum og konum í söfnuð- inum. Slík safnaðarfélög em starf- andi í öðmm söfnuðum, t.d. Safn- aðarfélag Áskirkju. Landslög banna slíkt ekki, heldur ekki lög Fríkirkjunnar í Reykjavík. Sam- kvæmt stjómarskránni þarf ekkert leyfí til slíks, heldur ekki sam- kvæmt lögum safnaðarins. „Stjóm Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík" hefur ekki amast við notkun kvenfélagsins á nafni kirkj- unnar. Er þá rökrétt að amast við notkun ■ safnaðarfélagsins á nafni hennar? Er ekki hið besta fólk báðu megin? Eða em svartir sauð- ir öðm megin? — Kvenfélagið hef- ur haldið basar. Má þá ekki safnað- arfélagið halda basar? — Kvenfé- lagið hefur fengið prest á sam- komu hjá sér til hugvekju. Má safn- aðarfélagið ekki leita til kenni- manna, fyrrverandi biskupa, starf- andi presta? Eða leynast svartir sauðir líka í þeirra hópi? — Kvenfé- lag Fríkirkjunnar getur sinnt sínu félagslífí í safnaðarheimilinu, Bet- aníu. Hví er eigi rúm fyrir Safnað- arfélag Fríkirkjunnar í þvf „gisti- húsi" á jólaföstunni? Safnaðarfélag Fríkirkjunnar í Reykjavík er félag innan Fríkirkju- safíiaðarins í Reykjavík. Það stefnir ekki að klofningi safnaðar- ins, eins og ranglega hefur verið haldið fram, heldur sættum í deil- unni vegna uppsagnar sr. Gunnars Bjömssonar. Þar er stigið „skref sem erfítt verður að stíga til baka, en er þó mögulegt með góðum vilja allra.“ „Stjóm Fríkirkjusafnaðar- ins í Reykjavík" hefur að undanf- ömu neitað að stíga skref til sátta, vildi ekki ræða við nokkur sóknar- böm á stjómarftmdi um tveggja presta kerfi sem sáttaleið, og reyndar ekki um neitt mál. Hún vill heldur ekki ræða um aðgang að safnaðarheimili, en vonandi breytist þetta fljótt. „Skrefíð til baka“ yrði skref fram á við. Stjóm Safnaðarfélags Fríkirkj- unnar í Reykjavík. Þorsteinn Þorsteinsson SÖNG- og PIANÓBÓK barnajwa; UUttsemaUirþekty* SETBERQ SPENNA,ÁTÖK OG ÁSTIR ÞROSKANDI BffiKUR FYRIR BÖRNIN SÖNG- OG PÍANÓBÓK Árni Elfar útsetti og valdi lögin. í þessari sérstæðu bók eru tólf þekkt íslensk lög, sem allir geta spilað og sungið. Bókin er með hljómborði, sem hægt er að leika á. Sérstæð og skemmtilegbók. Hvad er klukkan? Hvemig líta þau út? Hvar eiga þau heima? Bókin svarar þessum og fjölmörgum öðmm spumingum á einfaldan og skemmtilegan hátt, með fjörlegum, fræðandi texta og glæsilegum litmyndum í hundraðatali. Þýðing: Óskar Ingimarsson KLUKKUBÓKIN Þessi vinsæla bók, sem nú er endurútgefin, á eftir að auðvelda mörgum ungum lesendum að læra á klukku. Bókina prýða fallegar myndir, textinn er einfaldur og síðast en ekki síst eru í bókinni hreyfanlegir klukkuvísar, sem gera lesturinn enn skemmtilegri. r RobertLudlum: OVÆNT ENDALOK Frammi fyrir byssukjöftum ofstækisfullra hermdarverkamanna bíða 236 konur, karlar og börn , dauða síns. jFriðsamur öldungadeildarþingmaður bíður fram aðstoð sína við að leysa þetta skelfilega mál með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. ÓVÆNT ENDALOK er bók magnþrungin spennu sem gagntekur lesendur um heim allan eins og önnur verk ROBERT LUDLUMS. M Danielle Steel: ORLAGAÞRÆÐIR ÁSTARINNAR Pegar ástin og hamingjan eru allsráðandi í hfi söguhetjunnarBemie, taka örlögin í taumana. Hann þarf nú að horfast í augu við nístandi sorg en um leið heyja baráttu til að halda fjölskyldunni saman. En tekst honum að sigra? Að hætti DANIELLE STEEL eru ÖRLÁG APRÆÐIR ÁSTARINNAR saga mikilla átaka og tilfinninga. Sá sem les þessa bók, finnur skjótt hvers vegna höfundur hefur skipað sér á bekk metsöluhöfunda Evrópu og Ameríku.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.