Morgunblaðið - 22.12.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.12.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1988 VerðMl á loðskínnum á fyrstu uppboðunum VERBFALL varð á refaskinnum á fyrstu loðskinnauppboðum nýs sölutímabils. Þá hefur verð á minkaskinnum einnig lækkað. Lítið er um islensk skinn á þessum fyrstu uppboðum en þau eru talin gefa góða vísbendingu um hvað framundan sé á markaðnum. Veruleg lækkun varð á öllum helstu tegundum refa- og minka- skinna miðað_ við desemberuppboð á síðasta ári. Á uppboðum í Helsinki og London seldust blárefaskinn að meðaltali á um 1.700 krónur íslen- SkagastrSnd: Eldur í rækjutogara SLÖKKVILIÐ Skagastrandar var kvatt' út um fimmleytið, aðfára- nótt miðvikudagsins, vegna elds um borð i rækjutogaranum Þresti BA 48 frá Bfldudal. Skemmdir urðu ekki stórvægilegar. Vaktmaður um borð í Þresti varð eldsins var er skyndilega drapst á ljósavél skipsins og hringdi hann strax á slökkviliðið. Þegar slökkvi- liðsmenn komu um borð var töluverð- ur reykur í vélarrúminu og á milli- dekkinu. Reykkafarar, sem.fóru þeg- ar niður f vélarrúm, sáu þó fljótlega að eldurinn var slökknaður og eftir VEÐUR það unnu slökkviliðsmenn að því að reyklosa skipið og koma rafmagni á aðnýju úr landi. í fljótu bragði virtust skemmdir ekki vera miklar. Þó hafa brunnið ofan af ljósavélinni mælar, hosur og eitthvað fleira. Talið er að ljósavélin hafi ofhitnað einhverra hluta vegna og að þess vegna hafi kviknað í út- frá eldgreininni. Þröstur lá í Skagastrandarhöfn þar sem forráðamenn rækjuvinnsl- unnar Særúnar hf. á Blöndósi eru að bollaleggja kaup á skipinu. -ÓB skar, að sögn Skúla Skúlasonar umboðsmanns Hudson's Bay á ís- landi. í desember í fyrra var söluverð- ið 2.400 krónur. Aðeins um 75% framboðinna skinna seldust nú. Fyrir uppboðið fór eitthvað af íslenskum refaskinnum til danska uppboðs- hússins í Kaupmannahöfh sem sendi skinnin á uppboð finnska uppboðs- hússins í Helsinki. Meðalverð blár- efaskinna var 1.465 krónur, sam- kvæmt upplýsingum frá Sambandi íslenskra loðdýraræktenda, og seldist 67% framboðinna skinna. Önnur refaskinn seldust einnig illa og á lágu verði. Skúli Skúlason segir að ástæða verðfallsins sé offramboð af skinnum á heimsmarkaði.„Heimurinn er yfir- fullur af loðskinnum," sagði hann. Aukning hefur orðið á framleiðslu, auk þess sem miklar birgðir eru til frásíðasta sölutímabili. Á desemberuppboði danska upp- boðshússins lækkaði verð á minka- skinnum verulega samanborið við desember í fyrra. Verðlækkunin var misjöfn eftir tegundum, en algeng lækkun var 16%. / DAG k/. 12.00: Heimild: Veðurstofa Islands {Byggt á veðurspá kl.' 16.15 i gær) VEÐURHORFURIDAG, 22. DESEMBER YFIRUT í GÆR: Búist er við stormt á Nörðurdjúpt, Austurdjúpi, Færeyjadjúpi og Suðausturdjúpi. Um 500 km austur af Langanesi er lítil 990 mb lægð sem grynníst en 250 km suðsuðaustur af Dyrhólaey er 98Ö mb lægð sem dýpkar og hreyfist norð-austur. Áfram mun kólna nokkuð f veðri. SPÁ: AUhvöss norðanátt með éljum austaniands, en heldur hæg- ari, norðaustan átt og él á Norðurlandi, annars fremur hæg austan átt og úrkomulítið. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR A ÞORLÁKSMESSU: Norðan- og norðaustan átt með éljum á Norður- og Austurlandi og við suðurströndina, en bjart veftur vestanlands og í uppsveitum syðra. Frost 4-10 stig. HORFUR Á AÐFANGADAG: Norðaustan- og austanátt, vaxandi sunnanátt þegar Ifður á daginn. Él norðaustanlands, úrkomulaust vestanlands en fer l/klaga að snjóa á Suður- og suðausturlandi annað kvöld. Áfram verður frost um allt land og vfða um 10 stiga frost hyréa. TÁKN: x Norðan, 4 vindstig: Vindörín sýnir vind- 10° Hitastig: 10 gráður á Celsfus 1T\ Heiðskfrt stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður \7 Skúrir er 2 vindstig. * *. V El {jk Léttskýjað / / / / / / / Rigning = Þoka A "^^ Hálfskýjað % f f * / * — Þokumóða ', ' SúW 8kMskm i f * / # Slydda / * / OO Mistur # * * —|- Skafrenningur * * * * Snjókoma * * * [^ Þrurnuveður w> r&Ér w 4iw 1 'Wii, VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:001 'gær að ísL tíma hiti veour Akureyri +3 alskýjað Reykjavnc 0 snjókoma Bergen B alskýjað Hetainkl 0 snjókoma Kaupmannah. 7 skýjað Narssarssuaq +10 lóttskýjaS Nuiifc +5 snjókoma OsUS *3 téttskýja* Stokkhólmur 2 léttskýjaö Þorshöfn 4 rigning Algarve 18 heiðskirt Amsterdam 11 pokumóoa Barcelona 11 heUakfrt Beriín 3 súld Chlcago 0 alskýjað Fwwyjar 5 léttskýjað Frankfurt 4 rigning Glasgow 10 súk) Hamborg 6 súld Las Palmas 13 alskýjað London 11 súld Los Angeíes 13 alskýjað Lúxemborg 3 SÚId Madríd 12 halðskírt Malaga 16 skýjað Mallorca 13 léttskýiað Montreal 8 hálfskýiað NewYork 11 alskýjað Oriando +6 þokumóða Parfs 5 súld R6m 12 hoiöskírt San Dlego 13 rigning Vfn 3 skýjað Washington 11 alskýjað Wlnnipeg 4-14 skýjað Síldveiðar á Fáskrúðsfirði. Síldarsöltun lokið: Morgunblaðið/Helena Saltaðvarí 241.562 tunnur á vertíðinni Saltað í flestar tunnur á Eskifirði SÍLDAKSÖLTUN lauk á þriðju- daginn og alls var saltað í 241.562 tunnur á vertíðinni, að sögn Kristjáns Jóhannessonar birgða- og söltunarsfjóra Sfldar- útvegsnefhdar. Á fimm höfnum var saltað í yfir 20.000 tunmin Saltað var í 38.562 tunnur á Eskifirði, 36.709 tunnur á Höfn í Hornafirði, 26.577 tunnur í Grindavík, 25.967 tunnur á Seyð- isfirði og 21.052 tunnur á Reyðar- firði. Saltað var í 23.023 tunnur í Fiskimjölsverksmiðju Hornafjarðar, 15.254 tunnur í Pólarsíld á Fá- skrúðsfirði, 14.894 tunnur í Strand- arsíld á Seyðisfirði, 13.417 tunnur í H. Böðvarssyni & Co. á Akranesi, 13.329 tunnur í Skinney á Höfn í Homafirði, 12.451 tunnu i Friðþjófi á Eskifírði, 11.255 tunnur í Tanga á Vopnafírði og 11.073 tunnur í Norðursíld á Seyðisfírði. Innleggið fært á reikninga bænda Sláturleyfishafar hafa nú fengið fyrirgreiðslu til að standa við fiillnaðargreiðslu sauðfjárafurða. Landssamband sláturieyfishafa hefur sent sláturleyfishöfum tílmæli um að innleggið verði greitt að fullu, eins og ákvæði eru um f búvðrulðgunum að skuli gert í síðasta lagi 15. desember. Búist er við að allir sláturleyfishafar færi bændum innleggið að fullu til tekna á viðskiptareikninga en misjafht er hvað bændur fá greitt í peningum. Gunnar Guðbjartsson starfsmað- bændum ört. ur Landssambands sláturleyfishafa segir að seint á fimmtudaginn, þann lö.-desember, hafi svokallað stað- greiðslulán ríkissjóðs borist en það var tæpar 800 milljónir kr. Þann sama dag hafi bankarnir .hækkað afurðalánin upp f 70,2% og.á föstu- dag hafí ríkið greitt gamla reikn- inga vegna útflutningsbðta. í ljósi þessa hafi stjórn Landssambandsins talið að forsenda væri fyrir því að gera að fullu upp við bændur og sent út tilmæli sín til sláturleyfis- hafa. Bjóst hann við að almennt myndu sláturleyfíshafar reiknings- færa innleggið að fullu en það færi síðan eftir stöðu hvers fyrirtækis fyrir sig hvað þau gætu greitt Kaupféíög sem reka sláturhús hafa undanfarin ár reikningsfært sauðfjárinnleggið en Sláturfélag Suðurlands og ýmsir smærri slátur- leyfíshafar í einkaeigu greitt bænd- um í peningum. Nú hefur Sláturfé- lag Suðurlands þann háttinn á að reikningsfæra innleggið að fullu frá og með 15. desember en greiða 75% í peningum. Steinþór sagði að bændur gætu tekið 25% innleggsins út í vörum, bæði hjá Sláturfélaginu og í mörgum verslunum á Suður- landi sem SS hefði náð samningum við og fengið þá afslátt. Sfðan væri reynt að leysa úr málum eftir ákveðnum reglum. • • Ortröð hjá fógeta vegna verslunarleyfe, „ÞAÐ hafa greinilega margir innflytjendur sem ekki hafa haft til- skilinn verslunarleyfi tekið við sér eftir að þeim barst bréf toll- stjóra, og hér hjá borgarfógetaembættinu í Reykjavík hefur verið örtröð undanfárnar tvær vikur við afgreiðslu leyfe," sagði Þorkell Gislason borgarfógeti í samtali við Morgunblaðið í gær. Eins og greint hefiir verið frá hefur tollstjórinn óskað eftir því að innflyt jend- ur leggi fi-am gild verslunarleyfi, en að öðrum kosti verði þeir að greiða söluskatt af vörum við tollafgreiðslu frá næstu áramótum. Þorkell Gíslason sagði að ekki væri enn búið að afgreiða allar þær umsóknir um verslunarleyfí sem borist hefðu borgarfógetaembætt- inu upp á síðkastið, en hann taldi að þær skiptu hundruðum. „Margir hafa borið því við að þeir hafí ekki áttað sig á því að þá skorti tilskilin leyfi, og þá sérstak- lega þeir sem ekki hafa hirt um að endurnýja þau. Þá hefur borið nokkuð á innflytjendum sem aldrei hafa fengið verslunarleyfi, og hafa þeir því orðið að kaupa slík leyfi núna og greiða af þeim tilskilið stofngjald, en hinum nægir að greiða endurnýjunargjald," sagði Þorkell. Að sögn Þorkels kostar heildsölu- leyfi núna 70.200 krónur, en smá- söluleyfí kostar 16.900 krónur, og er í báðum tilvikum um stofngjald að ræða. Leyfin þarf að endurnýja á fímm ára fresti, og er endurnýjun- argjaldið nú 1500 krónur. í lögum er gert ráð fyrir því að íslenskir ríkisborgarar, sem lokið hafa prófí frá verslunar- eða samvinnuskóla, eða verslunardeildum fjölbrauta- skóla, geti fengið verslunarleyfi, en einnig eru í lögunum ákvæði um að þeir sem hafa þriggja ára reynslu {verslunarstörfum geti fengið leyfi. T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.