Morgunblaðið - 22.12.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.12.1988, Blaðsíða 2
-TT MORGUNBLAÐK), FTMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1988 Yngstu borgararnir flykktust að Lindu þcgar hún steig út úr flugvélinni. Morgunblaðið/Rúnar Þór Gott að vera komin heim - segir Linda Pétursdóttir UNGFRÚ heimur, Linda Pétursdóttir, kom heim til Vopnafjarðar í fyrradag. Henni var þar tekið með kostum og kynjum og fjöl- menni beið hennar á flugvellinum við heimkomuna. í spjalli við Morgunblaðið sagð- ist Linda hafa fengið höfðinglegar móttökur þegar hún kom heim, og hún hefði nú þegar heimsótt frystihúsið, þar sem hún vann áður. Þar hefði verið tekið vel á móti henni eins og annars staðar. „Ég ætla samt að láta það vera að skella mér í fiskvinnu núna," sagði Linda. Linda sagðist hafa hitt heilmik- ið af gömlu kunningjunum, sem nú væru að tínast heim úr skóla á Akureyri eða í Reykjavík og yrðu yfírleitt fagnaðarfundir. „Það er óskaplega gott að vera komin heim," sagði Linda. Hún sagðist aðallega ætla að eyða hátíðunum i afslöppun, og sagðist ekki þurfa að hafa áhyggjur af því að þverfóta ekki fyrir aðdá- endum á götum úti á Vopnafirði. „Það er allt svo stórt hér á Vopna- firði, þetta er rosabær," sagði Linda. Flugfax hf. semur við Flying Tigerss^ Allt að 2001 flug- frakt á viku til Asíu FLUGFAX hf. hefur náð sanuúng- um við Flying Tigers um afnot af flugfraktrými á leiðinni Keflavík-Asía. Til að byrja með er Flugfax hf. tryggt 38 tonna rými á viku. Ef vel gengur gæti þetta orðið allt að 200 tonna rými á viku. AðaUega verður um flutn- ing á fiski að ræða en einnig hrossakjöti á Japansmarkað. Flugfax hf. ,er nýtt fyrirtæki en að því standa Jónar sf., Félag hrossa- bænda, Olís og Samson Transport. Síðastnefnda fyrirtækið er danskt, annað stærsta flutningafélagið þar í landi. Guðmundur Þór Þormóðsson framkvæmdastjóri Flugfax segir að með þessum samningum opnist mikl- ir möguleikar fyrir fiskútflytjendur á mörkuðum í Asíulöndum þar sem flogið er frá Keflavík til borga eins og Tókýó og Seoul. „Við erum einnig með í huga út- flutning á hrossakjöti á tímabilinu 15. ágúst til 20. nóvember til Jap- ans. Japanskir aðilar hafa gefíð upp mjög gott verð og vilja 3 tonn á viku. Sennilega verður þetta fyrsti kjötút- flutningurinn héðan sem ekki er nið- urgreiddur," segir Guðmundur. Auk þess að hafa samið um frakt- pláss við Flying Tiger á leiðinni milli Keflavíkur og Asíu er frekari sam- vinna á fleiri sviðum áformuð. Munu viðræður milli þessara aðila því halda áfram. Evrópumeistara- mót í skák: Þrðsturvann meistarann ÞRÖSTUR ÞórhaUsson vann Sovétmanninn Borís Gelfand i 3. uinferð Evrópumeistara- móts unglinga i skák, sem fram fer í Arnheun í Hol- landi. Gelfand er núverandi Evrópumeistari. Þröstur er efstur með 3 vinninga eftir þrjár umferðir, ásamt Djur- hus frá Noregi, og Dreev frá Sovétrflfjunum sem hann tefl- ir við i dag. Þröstur hafði svart gegn Gelf- and og upp kom Meran-afbrigð- ið af slavneskri vörn. Þröstur fékk heldur lakara út úr byrjun- inni en sneri á Sovétmanninn í tfmahraki, vann mann í 36. leik og skákina sfðan f 48. leik. Alls verða tefldar 13 umferðir á mótinu, en keppendur eru 32. Hálkuslys: Fimm á slysadeild FIMM manns hafa verið fluttir á slysadeild með sjukrabflum eftir Getur leitt til aukinna um- svua Flying Tigers á íslandi — segir Burt Hubbs yfirmaður Evrópudeildar um kaup Federal Express á Flying Tigers BURT Hubbs yfirmaður Evrópudeildar Flying Tigers segir að kaup Federal Express á Flying Tigers raski ekki fyrirhugaðri starfsemi félagsins hér á landi. Raunar bjóst hann fostlega við að með kaupunum myndu umsvifin aukast frá því sem nú er áformað. Federal Express byrjaði að kaupa hlutabréf Flying Tigers í kauphðllum i Bandaríkjun- um á þríðjudag. Greiddu þeir 20 dollara og 86 sent fyrir hlutinn. Eins og fram hefur komið i fréttum er markaðsverð Flying Tigers 880 miUjónir doilara eða rúmir 40 miUjarðar króna. „Við reiknum með að sex mánuðir líði þar til næstu skref verði stigin í þessum kaupum Federal Express þvf þau þarfnast staðfestingar tyeggja ráðuneyta f Bandarfkjunum. Á meðan verður rekstur okkar að öllu leyti eðlilegur, þar með talið ís- landsflug," segir Burt Hubbs. „Að mínu mati mun Federal Express ör- ugglega halda áfram með áform okkar um millilendingar f Keflavfk og jafnvel auka umsvifin. Federal Express hefur flutt fisk milli íslands og Bandarfkjanna og því hafa þeir áhuga á að bæta við áætlun á leið- inni Keflavfk-New York." Enn sem komið er hefur Flying Tigers ekki gert neina samninga við íslenska aðila um umboð fyrir félag- ið hérlendis. Burt Hubbs segir að þeir hafi átt einn óformlegan fund með fulltruum Flugleiða þar sem rætt var um samvinnu en ekkert samkomulag gert. „Raunar hefur aðeins verið rætt um samvinnu á leiðinni Frankfurt-Keflavík. Við höf- um engan áhuga á samvinnu um leiðina Keflavík-Tokýó. Þann markað ætlum við að þróa sjálfir," segir Hubbs. Aðspurður nánar um kaup Federal Express segir Hubbs að þegar þeir hafi náð því að kaupa 51% hlutafjár verði þeir að senda málið til sam- gönguráðuneytisins í Bandaríkjunum og fá staðfest að kaupin séu þeim heimil. Samgönguráðuneytið biður siðan alla þá sem kaupin hafa áhrif á að senda inn greinargerðir. Þetta eru aðallega önnur fraktflugfélög og aðilar f hraðsendiþjónustu. að hafa dottið á hálku og bein- brotnað í þessari viku. í flestum tilfellum er þar um að ræða fólk um eða yfir miðjum aldri. Lðg- reglan áætlar að mun fleirí hafi orðið fyrir samskonar óhöppum undanfarið en ekki þurft á sjukra- flutningi að halda. Að sögn Ómars Smára Ármanns- sonar aðstoðaryfirlögregluþjóns virð- ast slys^ af þessu tagi ganga yfir í lotum. Á mánudag voru tveir karlar og kona flutt á slysadeild beinbrotin eftir fall á gangstétt frá klukkam 12.20 til klukkan 15.45. Á þriðjudag slasaðist maður klukkan 15.40 er hann datt á hálku fyrir utan SPRON á Skólavörðustíg og rúmri klukku- stund síðar datt kona á hálkubletti í Hafnarstræti og þurfti aðhlynning- ar læknis við. ómar Smári minnti á að í ölluin þessum tilfellum hefði verið þörf á sjúkrabfl og því taldi hann óhætt að áætla að margir aðrir hefðu orðið fyrir svipuðum óhöppum á þessum tíma og annað hvort sloppið við mik- il meiðsli eða komið sér sjálfir á slysa- deild. Þorsteinn Pálsson um frumvörp um tekju- og eignaskatt: Skattar fiðgurra manna flöl- skyldu munu hækka um 30% SKATTAR 4 manna fjölskyldu, með 150.000 kr. tekjur á mánuði og 4 miiljóna króna skuldlausa eign, munu hœkka um 55.252 kr. á árí, eða um 30%, ef frumvörp rikÍBstjómarinnar um tekju- og eignaskatt og vörugjald verða samþykkt sem lög frá Alþingi. Þetta kom fram í ræðu Þorsteins Pálssonar, formanns Sjálfstæðis- flokksins, á Alþingi í gœr. Þorsteinn sagði, að Ólafur Ragnar Grimsson, fjármálaráðherra, hefði visvitandi ætlað að afla fylgis við frumvarpið með ósannindum. Þorsteinn sagði í ræðu sinni, að kynning fjármálaráðherra á tekju- og eignaskattsfrumvarp- inu, bæði á Alþingi og í fjölmiðl- um, hefði verið makalaus. Hann hefði sagt, að í því fælist hækkun skattleysismarka og lækkun skatta á lágtekjufólk. Þetta stæð- ist ekki en fjármálaráðherra hefði vísvitandi ætlað að afla fylgis við frumvarpið með ósannindum. Slík framkoma væri auðvitað bæði al- varleg og ámælisverð. Þorsteinn sagði að í frumvarp- inu fælist veruleg hækkun á skött- um alls almennings. Hann tðk sem dæmi hjón með tvö börn á aldrin- um 7 til 16 ára, sem ættu 4 millj- óna króna skuldlausa eign og öfluðu samtals 150.000 króna í launatekjur á mánuði. Frumvarpið myndi leiða til þess, að stað- greiðsluskattar þeirra hækkuðu úr 151.512 krónum á ári í 193.200 krónur, eða um 41.688 kr. Þar að auki myndi eignaskattur þeirra hækka um 2.930 kr. á ári. Þorsteinn sagði að frumvarp ríkisstjórnarinnar um vörugjald leiddi að auki til 9.000 króna hækkunar framfærslukostnaðar hjónanna. Óbein áhrif vörugjalds- ins á eignaskattinn yrðu svo 2.930 kr. hækkun, þar sem það myndi hækka byggingarvísitölu um 3% og lánskjaravfsitölu um 1,3%. Hér væri ríkisstjórnin því að hækka skatta þessara hjóna um alls 55.252 krónur á ári, eða úr 161.012 kr. í 216.264 kr. Sú skattahækkun væri um það bil 30 af hundraði. Þau myndu greiða 12% árstekna sinna til rikissjóðs í stað 8,9%. Sagði Þorsteinn að lokum, að ætlunin hefði verið að keyra þessar hækkanir í gegnum þingið með offorsi, til þess að koma í veg fyrir að almenn um- ræða gæti farið fram um þær. Morgunblaðið/Ingvar Guðmundason Ferntslasast FERNT slasaðist i hörðum árekstri tveggja fólksbíla á Höfða- bakka, skammt norðan Höfða- bakkabruar, laust eftir klukkan átta i gærkvöldi. Mazda kennslubifreið á leið suður Höfðabakka rakst á Lada-bfl á leið í gagnstæða átt. Björgunarbíll slökkviliðsins þurfti að koma á vett- vang til að losa ökumann Lödunnar úr flakinu. Maðurinn brotnaði á fæti og framhakUegg auk þess sem hann kvartaði um verki í kviðarholi. Með honum í bílnum voru tvö börn sem slösuðust nokkuð. ökuneminn í Mözdunni hlaut einnig áverka og var fluttur á slysadeild.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.