Morgunblaðið - 22.12.1988, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 22.12.1988, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1988 6T hluti af ferðalögum um óbyggðir íslands, og þótt hann hafí sjálfur fyrir nokkrum árum hætt að fara fyrir ferðahópum sínum sökum ald- urs hefur þessu merki ferðafjörs, í stíl brautryðjandans, ávallt verið haldið hátt á lofti í ferðum á hans vegum. Með söknuði kveð ég nú kæran vin, eftir áralöng kynni ^og gott samstarf. Aðstandendum Úlfars og öllum sem um sárt eiga að binda bið ég Guðs blessunar. Ingi Gunnar Jóhannsson Góður vinur minn hefur kvatt okkur í lok jólaföstu. Úlfar Jacobsen lést í Landspítalanum 15. desember eftir rösklega mánaðarlegu. Úlfar hafði marga hildi háð á sínum fjöl- mörgu ferðum um hálendi íslands, en eflaust hefur hinsta ferðin orðið honum erfiðust og torsóttust á leið- arenda. Það var erfitt hlutskipti fyrir Úlfar, þegar hann fyrst veikt- ist alvarlega fyrir rúmum þremur árum, að horfast í augu við þá stað- reynd að geta ekki lengur verið heill í sínu starfi. Fyrir jafn eljusam- an mann sem Úlfar var og ham- hleypu til allra starfa var ekki sárs- aukalaust-að standa frammi fyrir orðnum hlut. Úlfar Jacobsen fæddist í Reykjavík 29. mars 1919, sonur hjónanna Soffíu og Egils kaup- manns Jacobsen. Ulfar hefði því orðið sjötugur á næsta ári. Þótt ætla mætti að hugur Úlfars myndi beinast að kaupmennsku, þar sem báðir foreldrar hans stóðu um ára- tuga skeið framarlega í stétt kaup- manna í Reykjavík, varð raunin önnur. Að vísu stundaði Úlfar nám í Verslunarskólanum og dvaldi um tíma í Kaupmannahöfn til að kynn- ast verslunarháttum þar í borg, en áhugi hans virtist þrátt fyrir allt stefna í aðrar áttir. Snemina fór að bera á ævintýra- þrá hjá Úlfari. Hann vildi reyna ótroðnar slóðir, og var þá ekki kjör- ið að faraþær í orðsins fyllstu merkingu. Úlfar fær til liðs við sig ungt fólk, sem hefur áhuga á ferða- lögum og þá sérstaklega að kanna nýjar leiðir inn á hálendi íslands. Ekið var á sterkbyggðum fjórhjóla- drifnum bflum, sem hernámsliðið hafði skilið hér eftir í lok stríðsins. Má segja að hér hafi orðið þáttaskil í ferðum um ísland og nýr kapítuli hafist í ferðamálum. Það var mikill hugur og bjartsýni ríkjandi hjá ung- um manni á þessum árum. Úlfar fékk nú þá hugmynd, hvort ekki væri reynandi að kanna áhuga er- lendra ferðamanna fyrir íslands- ferðum og halda verði í skefjum með því að bjóða upp á gistingu í tjöldum og fá mat framreiddan úr sérbyggðum eldhúsbíl. Ekki var til setunnar boðið, því fengi Úlfar einhverja hugmynd, þá var um að gera að hrinda henni strax í framkvæmd. Úlfar leggur nú í víking á vit nýrra ævintýra, sem urðu upphaf velgengni hans og umsvifa þegar fram liðu stund- ir. I Hamborg kemst hann í sam- band við Waldemar Fast, sem rak þar ferðaskrifstofu. Ekki reiknaði herra Fast með miklum viðskiptum, en þó urðu ferðamennirnir, sem hann sendi Úlfari fyrsta sumarið, mun fleiri en bjartsýnustu vonir leyfðu. Þessi viðskipti Úlfars og Waldemar Fast urðu upphaf vináttu og samskipta, sem aldrei bar skugga á í nærfellt fjóra áratugi. Waldemar Fast hefur lengi verið þekktur og virtur maður innan ferðamála í Þýskalandi og var um tíma formaður samtaka þýskra ferðaskrifstofa og alþjóðaforseti Skál-klúbba, sem er alþjóðlegur félagsskapur manna er starfa að ferðamálum. Enda þótt herra Fast sé nú búinn að draga sig í hlé frá sínum ferðaskrifstofurekstri sökum aldurs, þá hafa viðskipti Fast-Reis- en við Ulfar Jacobsen ekki rofnað eftir næstum fjörutíu ára samstarf. Úlfar eignaðist mikinn fjölda vina víða um lönd, enda jukust viðskipta- samböndin smám saman og ferða- langar farnir að sækjast í ferðir hans frá flestum Evrópulöndum og jafnvel frá fjarlægum heimsálfum. Vinsældir Úlfars voru það miklar, að það kom ekki ósjaldan fyrir að fyrirspurnir bárust erlendis frá í hvaða ferðum hann væri sjálfur með sem bflstjóri. Var fólk jafnvel tilbúið til að flýta eða seinka ferð til þess að^ geta fengið að vera í samfylgd Úlfars og njóta reynslu hans í ferðum um landið. Ferðir Úlfars í Öræfasveit um páska urðu fjölmargar og vinsælar, en lögðust af þegar sandar voru brúaðir og hringvegur opnaðist 1974. Þetta voru miklar ævintýra- ferðir í misjöfnu veðri og oft við erfiðar aðstæður þegar mikið var í ám og þær vægast sagt torfærar. Ulfar var aufúsugestur hjá mörgum bændum í Öræfasveit og þá sér- staklega hjá þeim Hofsbændum, þar sem oftast var gist um páska. Minntist Úlfar oft þessara ferða með söknuði. Úlfar hafði mikla ánægju af því að umgangast fólk og tók nokkurn þátt í félagsstörfum. Hann var meðal stofnenda Flugbjörgunar- sveitarinnar og vildi veg hennar sem mestan. Þá sat hann í stjórn Félags íslenskra ferðaskrifstofa um hríð og nú seinni árin í stjórn Kynn- isferða. Það var engin lognmolla í kringum Úlfar, og hann vildi hag DEMANTSSKART ÁVERÐI FYRIR ALLA ððn SicimuníiGGon Skaripripaverzlun íslenskra ferðamála sem mestan, enda þótt hann fengi sínum hugðar- efnum ekki alltaf framgengt. Hann var hrókur alls fagnaðar á góðra vina stund, hafði skemmtilega frá- sagnargleði og næmt skopskyn. Árið 1946 urðu mikil þáttaskil í lífi Úlfars þegar hann kvæntist eft- irlifandi konu sinni, Báru Júlíus- dóttur. Eignuðust þau fj'ögur börn, sem öll eru á lífi. Þau hjónin voru mjög samhent í því að byggja upp og efla hag ferðaskrifstofunnar, og segja má að Bára hafi verið hægri hönd manns síns í rekstrinum, enda kunni Úlfar vel að meta ósérhlífni hennar og dugnað. Úlfar var mikill trúmaður þótt hann bæri ekki slíkt á torg. Hann var sannfærður um framhaldslíf, og til merkis um það má geta þess að síðasta bókin, sem hann las áður en hann var lagður á sjúkrahús, fjallaði einmitt um það sem tæki við, þegar skilið er við þennan heim. Nú þegar vinur minn, Úlfar Jacobsen, leggur upp í sína hinstu ferð um nýjar og ókunnar slóðir, kveð ég með trega stórbrotinn og ógleymanlegan persónuleika um leið og ég þakka honum samfylgd liðinna ára. Megi hann í friði fara. Skarð er fyrir skildi. Ég votta Báru, börnum hans og öðrum ættingjum samúð mína. Njáll Simonarson Jólabók siómannsins Bókin fjallar um sjómenn og sjómennsku og segir líka frá afreki sjómanna í landi, sem mun eindæma og ekki þekkjast með sjómannastéttum annarra landa. „Sjómannadagurinn" hefur byggt yfir 630 gamalmenni og veitir þeim skjól í ellinni. Bók þessi er seld til ágóða fyrir „Minnisvarða óþekkta sjómannsins" og fæst hjá sjómannafélögunum í Reykjavík og Hafnarfirði og hjá happadrætti DAS. Úti á landi fæst hún hjá kvennadeildum Slysavama- félagsins. ER LAUGAVEGI 5 •. SIMI 133.83 \ FRín? RYKSUGA VERD FRÁ KR. GUFUSTRAUJÁRN VERÐ KR. 6.990" 9 fiZU VERD FRÁ FALKIN Nl 5" SUOURLANDSBRAUT 8, SÍMI84670 ÞARABAKKI 3, SÍMI670100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.