Morgunblaðið - 22.12.1988, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.12.1988, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1988 Bandaríkin: Fimm daga hátíð við forsetaskiptín Míklar skrúðgöngur og veislur í höfuðborginni Washington. Frá fvari Guðmundssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. FIMM daga hátíðarhöld eru fyrirhuguð hér í Washington í janúar er George Bush tekur við embætti forseta Bandaríkjanna. Það verða „brauð og leikir" fyrir unga sem aldna, skrúðgöngur, veisl- ur og alls tíu dansleikir sama kvöldið í helstu gistihúsum höfuð- borgarinnar þann 20. janúar, daginn sem Bush sver embættis- eiðinn. Fyrir þá athöfn verður byggður pallur fyrir framan þing- höllina, þar sem forseti Hæstaréttar stjórnar attiöfninni. Keuter Lundúnalögregla lokar gðtu þar sem ungur maður var skotinn í maga af írskum hryðjuverkamanni. Bretland; Lundúnalðgregla finnur vopnabúr IRA-manna London. Reuter. BRESKA lögreglan fann í gær sprengjuverksmiðju og vopnabúr á vegum hryðjuverkamanna írska lýðveldishersins (IRA) í húsi í suður- hluta Lundúna. Fundurinn jók mjög á ótta yfírvalda um að IRA, sem berst fyrir endalokum breskra yfirráða á Norður-írlandi, hyggist nú koma af stað öldu sprengjutilræða í Englandi. Logregla hóf þeg- ar leit að tveim mönnum sem álitnir eru hafa búið í húsinu og grunað- ir eru um tengsl við hryðjuverkasamtökin. Vopnafundurinn varð fyrir tilvilj- un. Skömmu fyrir miðnætti á þriðju- dag braust ungur maður inn í bíl fyrir utan hús í Clapham-hverfi í Suður-Lundúnum. Maður, sem að líkindum hefur sofið í bílnum, hóf skothríð og særði þjófinn illa í maga. Síðan flýði maðurinn á brott ásamt öðrum manni en lögregla var kvödd á staðinn. Er hún rannsakaði húsið, sem bíllinn stoð við, fundust þar tæki til sprengjugerðar. Einnig voru þar vélbyssur og mikið af Semtex- sprengiefni sem IRA-menn hafa oft notað á Norður-írlandi. Sérsveit lög- reglunnar, er fæst við hermdar- verkamenn, var kölluð á vettvang og kom í ljós að minnst þrír menn höfðu búið í húsinu undanfarna viku. Talsmaður lögreglu sagði ljóst að mennirnir hefðu stundað sprengju- gerð í húsinu og ekki væri útilokað að þeir hefðu þegar komið einhverj- um þeirra fyrir. Lögregla hefur dreift ljósmyndum af mönnunum tveim og segir þá báða mjög hættulega. Hefur al- menningur verið varaður við grun- samlegum hlutum eins og yfirgefn- um pokum og kössum á almanna- færi. Sumir af leiðtogum IRA- samtakanna hafa sagt að ein sprengja í Englandi hafi jafn mikil áhrif og 100 sprengjur á Norður- írlandi. Hópar hermdarverkamann- anna, sem oftast eru fimm saman, eiga þó erfiðara með að stunda at- hæfi sitt í Englandi þar sem þeir njóta síður samúðar. Hátíðin hefst þann 18. janúar við Lincoln-minnismerkið. Efnt verður til mikillar skrúðgöngu við Stjórnarskrárhöllina og haldnar tvær miklar veislur. Verður önnur í aðaljárnbrautarstöðinni við þing- hólinn en stöðin hefir verið end- urnýjuð og var verkinu hraðað í tilefni af embættistökunni. 19. janúar verður hátíðarsýning í Kennedy-leikhúsinu á bökkum Potomac-fljótsins til heiðurs til- vonandi forsetafrú. Skrautsýning- ar verða síðari hluta dags og um kvöldið í Stjórnarskrárhöllinni. Þá„ verður fyrirmönnum boðið til mót- töku í nýrri byggingu sögusafnsins við 8. stræti. 20. janúar, daginn, sem George Bush tekur við forsetaembættinu, verður fyrst guðsþjónusta í Jó- hannesarkirkjunni og síðan skrúð- göngur, m.a. um Frelsistorgið og í Lafayette-lystigarðinum. Um kvöldið verða tíu dansleikir í helstu gistihúsum borgarinnar, þar af einn fyrir ungt fólk '21. janúar verður m.a. barna- hátíð í StjórnarskrárhöHinni en herlegheitunum lýkur með bæna- stund í dómkirkjunni í Washing- ton. Bretland: Viský og ekki viský St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frinuuuusyni, fréttaritara Morgunblaðsins. í sfðustu viku lauk sex ara baráttu skoskra vfskýframleiðenda fyr- ir þvf, að innan Evrópubandalagsins mættu einungis brennd vín af ákveðnum styrkleika kallast viský. Frá og með áramótum má ekk- ert viský vera veikara en 40% innan EB. Viskýframleiðendurnir tðldu, að Þingmaður Verkámannaflokksins, veikari tégundir kæmu óorði á raunverulegt viský. Þeir telja, að þessi ákvörðun ráðherranefndar EB muni koma i veg fyrir, að fram- leitt verði lélegt viský, er skaði það orð, sem fer af gæðum drykkjarins. Samband skoskra viskýframleið- enda lýsti þegar í stað yfir ánægju sinni með þessa ákvörðun. BiH Bewsher, framkvæmdasto'óri þess, sagði, að þessi ákvörðun ylli því, að skoskt vi8ký yrði viðurkennt um allt bandalagið sem gæðavara. En gleðin yfir þessari ákvörðun er alls ekki óblandin í Skotlandi. George Faulkes, sagði, að raun- veruleg ástæða ákvörðunarinnar væri vinsældir veikara viskýsins. í kjördæmi hans er framleitt eitt vin- sælasta veika viskýið. Samband framleiðenda veiks viskýs lýsti því yfir, að þetta væri fráleit og afleit ákvörðun hjá ráð- herranefndinni. Sala á ódýrari tegundum viskýs, með styrkleika allt að 37,2%, hefur stöðugt aukist á síðustu 15 árum bæði í Bretlandi og annars staðar í Evrópu. Samvinnufyrirtækið Co- Op, sem er stærsti vínsmásali í Skotlandi og á 450 vínbúðir, studdi samband framleiðenda veiks vi- skýs. Talsmaður fyrirtækisins vísaði því á bug, að veika viskýið væri lélegra, og sagði, að það ætti við um þessa vöru eins og aðra, að hún seldist einungis, ef við- skiptavinurinn vildi kaupa hana. Ákvörðun ráðherranefndarinn- ar, sem talin er verða til þess að sala á sterku viskýi aukist, kom nokkuð á óvart, vegna þess að ta- lið var, að landbúnaðarráðherra íra væri henni mótfallinn en írar fram- leiða mikið af veiku viskýi. Sagan segir, að breski landbúnaðarráð- herrann, John McGregor, hafi sannfært hinn írska starfsbróður sinn yfir einum sterkum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.