Morgunblaðið - 22.12.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.12.1988, Blaðsíða 24
24 8*pmorgunb: ^js fluoAauTMMi'? öiaAjanuoíioM - LAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1988 4 TILKYNNING TIL EIGENDA BMW BÍLAUMBOÐIÐ HF. hefur tekið við öllum innflutningi, ásamt varahluta- og viðgerðaþjónustu á BMW bifreiðum. Vegna flutninga verður varahlutaverslunin lokuð til jóla, en opnað verður aftur að Krókhálsi 1, í Reykjavík, þriðjudaginn 27. desember nk. Söludeildin opnar að Krókhálsi 1, þann 2. janúar 1989. Þjónustuverkstæðið verður fyrst um sinn áfram að Suðurlandsbraut 20, Reykjavík. Bílaumboðið hf Krókhálsi 1 - Reykjavík fyrir góða drykki Góðum drykk hæfa glös sem undirstrika göfgi hans. Glösin frá Goebel eru hönnuð með það að leiðarljósi að sameina aldagamla reynslu að nútíma- þörfum og stíl. ; í i : ¦ i d V ----... n i 1 1 íO\ 1 u / _1 c3s BBUfc FAXAFEN5(SKEIFUNNI) SÍMI:685680 Þú svalar lestrarþörf dagsins ájsjöum Moggans! i Sjávarbyggð undir Jökli ikur Þórarinn Þórarinsson í hinu mikla flóði ritdóma og auglýsinga, sem hafa lagt fjölmiðla að fótum sér undanfarnar vikur, hefur nær algerlega horfið í skugg- ann bók sem er ein þeirra bestu sem út hafa komið á þessu ári. Hér á ég við Fróðárhreppssögu, sem öðru nafni mætti kalla Eyrbyggju hina nýju, þótt hún nái ekki til nema nokkurs hluta þess sögusviðs, sem Eyrbyggja segir frá. Fyrir þúsund árum, eða þar um bil, settistþáverandi mesti sagn- fræðingur íslendinga að á Fagurey á Breiðafirði til þess að geta helgað sig sagnalistinni eftir að hafa skrif- að a.m.k. sögu tveggja Noregskon- unga. Á Fagurey varð Sturlunga til og margar snjöllustu íslendinga- sögur, sem gerst höfðu á undan, eins og Eyrbyggja, Grettis saga og sennilega Njála. Sumar voru sög- urnar frumskráðar en aðrar urðu til með þeim hætti, að sögubrot, sem aðrir höfðu skráð, voru lag- færð og færð saman í eina heild, svo að úr varð mikil saga. Nokkur hluti Eyríiyggju nær til mannlífs á söguöld í víkinni milli Ólafsvfkurennis og Búlandshöfða á Snæfellsnesi, en hana kölluðu Dan- ir Gömluvík, sem síðan um seinustu aldamót hefur borið nafnið Fróðár- hreppur. Fróðárhreppur varð til vegna þess, að kirkjustaðurinn var fluttur frá Fróðá til Ólafsvíkur, en því undu Fróðhreppingar ekki, held- ur stofnuðu nýtt hreppsfélag og sókn, sem reisti nýja kirkju á Brim- ilsvöllum. Eyrbyggja hin eldri greinir frá mikilli sögu, sem gerðist við Gömluvík á söguöld. í þeim hluta hennar er að finna einhverjar bestu mannlýsingar, sem til eru í íslensk- um bókmenntum, t.d. af Snorra goða og Þórarni svarta. Þar segir frá mestu friðarhetju sem íslend- ingar hafa átt, Auði í Mávahlíð, sem missti hönd sína er hún var að bera klæði á vopn í Mávahlíðarbardaga. Þar er að finna eina eftirminnileg- ustu ástarsögu í íslertdingasögum, söguna um astir þeirra Þuríðar á Fróðá og Björns Breiðvíkinga- kappa. Hvergi hefur betur verið lýst hatri tveggja kvenna, sem leggja ást á sama manninn, hatri þeirra Geirríðar og Kötlu, sem lauk með því að Katla var grýtt í hel. Þá segir j>ar frá dularfyllstu at- burðum á Islandi, Fróðarundrunum. Nú virðist skammt undan að sögu Fróðárhrepps sé að ljúka og að hann sameinist Ólafsvíkurhreppi aftur. En Átthagafélag Fróðár- hrepps vill að saga hans geymist, eða meira en sá þáttur hennar, sem varðveittur er í Eyrbyggju. Þess vegna hefur félagið haft forgöngu um að þúsund ára saga Fróðár- hrepps væri skráð og fengið til þess þrjá efnilega sagnfræðinga, sem til þess hafa unnið verk sitt í sjálf- boðavinnu eða líkt og Sturla Þórð- arson þegar hann skráði Eyrbyggju. En það sér ekki á verki þeirra frek- ar en á ritum Sturlu. Fyrra bindi Fróðárhrepps sögu, sem kom út á þessu ári, er frábært rit vegna vand- aðrar sagnfræðilegrar vinnu og al- þýðlegs og viðfelldins frásagn- arstíls. Þar er því ekki ofmælt, að hún lofar meistara sína eins og Eyrbyggja. Hún sýnir og sannar, að Islendingar eiga enn góða sagna- menn. Saga Fróðárhrepps í þúsund ár er í raun saga Islandsbyggðar f þúsund ár. Fyrst kemur saga land- námsins. Landbúnaðurinn verður mikilvægasti atvinnuvegurinn, en fljótlega hefst þó sóknin í hin auð- ugu fiskimið, sem voru skammt undan landi í Gömluvík. í kjölfar hennar fer að myndast þéttbýli við sjávarsíðuna. Fyrstu sjávarbyggð- irnar rísa í Ólafsvík og á Brimils- völlum. Höfundar rekja þann þátt sögu sinnar vel, enda hafa þeir valið honum nafnið: Sjávarbyggð undir Jökli. Saga Fróðárhrepps. Höfundar þessa verks eru þeir Ólafur Ásgeirsson þjóðskjalavörð- ur, Eiríkur Guðmundsson sagn- fræðingur og konrektor Fjölbrauta- skóla Vesturlands og Jón Árni Frið- riksson sagnfræðingur og kennari við Fjölbrautaskólann á Sauðár- króki. Þeir eiga þakkir skilið fyrir vandað verk sitt, er sómir sér vel við hlið bestu rita um -íslandssögu í hvaða bókaskápi sem er. Frágang- ur bókarinnar er vandaður og ber vott um ræktarsemi þeirra Fróð- hreppinga, sem hér hafa haft for- göngu, Ólafs Kristjánssonar, Sig- urðar Brandssonar og Bjarna Ólafs- sonar. Þeir hafa unnið fæðingar- sveit sinni og landi gott verk. Höfimdur er fyrrverandi ritsijóri. Myndbönd til tón- lístarkennslu barna GEFIN hafa verið út myndbönd til tónlistarkennslu eftir Guðmund Norðdahl tónlistarkennara, og er þar um að rœða níu kennsluþætti sem sýndir verða í sjónvarpinu á næsta ári. Kennsluþættirnir heita „Flautan og litirnir" og eru œtlað- ir yngstu kynslóðinni. Ætlast er til þess að börnin syngi og leiki á blokkflautur með mynd- böndunum og einnig sjónvarpinu þegar þættirnir verða teknir til sýn- inga eftir áramót. Myndböndunum fylgir nótnahefti, sem eru lita og föndurbækur, ásamt blokkflautu. Með aðstoð myndbandanna eiga börn á aldrinum 6-9 ára að geta lært bæði sönglög og ýmis undirstöðuat- riði tónmennta með lftilli hjálp full- orðinna. Þessi tónmenntafræðsla er hugsuð sem heimilislærdómur og skemmtan, en einnig sem innlegg í tónmenntakennslu skólanna. Fjöldi þekktra tónlistarmanna ásamt börnum hafa unnið að gerð kennsluþáttanna, en þau er hægt að panta hjá flestum bókabúðum um FL/WRN m úrmmK Iand allt, en kennslubók sem spannar efni allra þáttanna fæst hjá Skólavö- rubúðinni og ístóni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.