Morgunblaðið - 22.12.1988, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 22.12.1988, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1988 l Stjörnu- s Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson SparihliÖ Bogmannsins Hinn dæmigerði Bogmaður (22. nóv.-21. des.) er lifandi athafnamaður sem þarf hreyfingu og fjölbreytni. Hon- um er illa við 9—5 vanastörf, á erfitt með að sitja kyrr og fær t.d. innilokunarkennd ef hann þarf að dvejja lengi í sama þrönga herberginu. Hann þarf svigrúm og frelsi. Bogmaðurinn tapar lífsorku og verður áhugalaus og leiður ef hann er ófrjáls. JákvœÖur og frjálslyndur í skapi er Bogmaðurinn hress og léttur. Hann er jákvæður, bjartsýnn og gamansamur og er þægilegur í daglegri um- gengni, því hann er lítið fyrir að búa til vandamál eða vera með árasir á aðra. Hann vill horfa á jákvæðarí hliðar til- verunnar og heldur sig því gjarnan fjarri illdeilum. Það má segja að hann sé fljðtur að láta sig hverfa ef um- hverfið er neikvætt. FróÖleiksfús Eitt sterkasta einkenni Bog- mannsins er frelsisþörf og fróðleiksþorsti. Hann vill kynnast heiminum og þráir þekkingu og yfirsýn. Hann ann því ferðalögum og al- mennri hreyfingu sem víkkar sjóndeildarhringinn. Bogmað- urinn verður því oft lífsreynd- ur heimsborgari með aldrin- um. Skóli lífsins Þrátt fyrir þekkingarleit er Bogmaðurínn oft lítið fyrir skólanám því hann á erfitt með að sitja kyrr tímunum saman yfir sömu bókunum. Athafnir, hreyfing, útivera og iþróttir eiga mun betur við hann. Hann vill frekar öðlast reynslu í atvinnulifinu og læra í skóla lífsins. Þetta er al- gengt en að sjálísögöu ekki algilt Fjölbreytt starf Framantöldu fylgir að starf Bogmannsins þarf að vera fjölbreytt og lifandi. Það get- ur táknað margt, svo sem það að vinna við ferðamál, lög- fræði, viðskipti sem tengjast inn- og útfiutningi, fjölmiðlun, sjálfstæðan atvinnurekstur eða önnur hreyfanleg störf sem kalla stöðugt á endurnýj- un og nýjar aðferðir sem víkka sjóndeildarhring hans. Yfirsýn Vegna þess hversu viða hann fer aflar Bogmaðurinn sér smám saman þekkingar á mörgum og ólfkum málefnum. Hann verður því vfðsýnn og fordómahtill. Einn helsti hæfi- leiki hans er sá að hafa yfír- sýn og sjá jafnframt hvernig ólíkir þættir vinna saman. Bogmaðurinn hefur því m.a. hæfileika til að fast við stjórn- mál, því sjón hans er ekki fyrst og fremst bundin af hagsmunum hreppsins eða þröngum sérhagsmunum. Þetta þýðir ekki'að Bogmað- urinn sé alltaf fullkominn, heldur það að persónugerð hans býður upp á hæfileika til að hafa yfirsýn, ef rétt er að málum haldið. Ástamálin Frelsisþörf Bogmannsins og óþol gagnvart hvers konar böndum og stöðnun hefur einnig sittað segja þegar ást- in er annars vegar. Vísasti vegur til að missa af Bog- manni er því sa að krefjast of mikils af honum. Ef honum finnst frelsi sínu ógnað, lætur hann sig hverfa. Það er því sagt, bæði í gamni og alvöru, að aídrei eigi að nefna hjóna- band að fyrra bragði yið Bog- manninn. Að þvi slepptu er Bogmaðurinn skemmtílegur félagi. Hann er lifandi, hress og hugmyndarfkur, er opin- skár, hlær hátt og segir fyndnar sögur. Hann er því yfirieitt vel liðinn. íil! • "' |iii|ii GARPUR rþÚ FHAAJIKVie/HDIIZ plNN HLUTA AF ¦AÆTLUNINNI FRABJERLG3A, HAGÖRSl! GRETTIR HEFURPU, LOKIE? VlD I^ESSA RETTLÆTINGO / PÍNA ?. BREIMDA STARR I FR b£TTA\( W&? VElT?ALL/e. ^iRAUNOG \. f>£SS/e RJKOPISBNGlfZ \\Ja&BAIBOki\ BWBiHSOSBtie- I &CHF/ELD? 1 £PneAAU6LVS/N6A(? 'OOÓ, SARÓN.' HV&/&//G VOGAfit þð peeAÐPANSA Fy/SSTA OHNS/NK V/ÐAÐRA £hí /WG? ^ KAZRA, Pfí/SSy.'AW éG <yNNA plGFVBJR. SHESTUMSTi^V//HiNNAfr J~A FORE-LD&AR ÞÍNJJZ S/CULDA . HEUN/ ZOþÚS. -DALI ! UOSKA STVBJIÐI MtG>? SX/OMA MÚJ HÖXPOM AF S^C^E>.,. :¦¦:;: ::: ¦; ¦¦: :.::.......:..:.:::..¦ ¦ ¦ ¦ ......:..:....:-:.. .:..:. . FERDINAND :::::::::::::::::::: ::;::::::ii::i:::::: :::::;:::::_::::: SMAFOLK TMIS 15 HOUU UJE RNP WATER IN THE 6R0UNP.. UJECALLITll[70W5IN6" 5EETHE 5TICK7IT5 M0V!NGilT'5P0iNTlN6. íriÝ^e RIGMTTO !U)00D5T0CKl PRINKIN6 FROM HI5 CANTEEN © 19ðft United Feature Syndlcale, ínc Svona finnum víð vatn i jörðu, það er kallað að leita með spákvistí. Sjáið teininn? Hann hreyf- ist! Hann bendir... . . . beint á Bíbi sem er að drekka úr dollunni. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Amarson Það þykir vafasamt að segja alslemmu sem byggist á 3-2- legu í lit. Þótt líkur á þeirri skipt- ingu séu um 68% er áhættan samt of mikil miðað við ávinn- inginn. Alslemma suðurs hér að neðan krefst hagstæðrar tromp- legu, en þar með er ekki öll sag- an sögð: Norður gefur; enginn á hættu. Norður ? 52 TÁ53 ? K8532 ? Á53 Vestur ? G97 TG98 ? DG76 ? 1098 Suður ? ÁK6 VKD742 ? Á9 ? K76 Austur ? D10843 V106 ? 104 ? DG42 Vestur Pass Pass Pass Austur Pass Norður 1 tígull 2 hjörtu Pass 5 hjörtu Pass 6 tíglar Pass Pass Pass Suður 1 hjarta 4 grönd 5 grönd 7 hjörtu Útspil: lauftfa. Það er skiljanlegt að suður reyni alslemmu þegar hahn fréttir af tveimur ásum og einum kóng í opnún makkers. En þvi miður var það allt og sumt. Sem norður átti. Trompið verður að vera 3-2, svo mikið er víst. Ein spaða- stunga í blindum fjölgar slögun- um upp í 12, svo tígullinn þar aðeins að gefa einn slag. En það er ekki auðvelt að skapa hann ef liturinn brotnar 4-2. Skortur á innkomum í borðið gerir það að verkum að ekki er hægt að taka t'rompin áður en tígullinn er fríaður. Og það skapar hættu á yfirtrompun eða stöðuhækkun. Sagnhafi getur þó ráðið við 2-2 í rauðu litunum, hvort sem er í austur eða vestur. Hann drepur fyrsta slaginn heima á laufkóng, og tekur ás og kóng í trompi. Fer síðar í tígulinn. I legunni að ofan kemur þessi varúðarráðstöfun í veg fyrir að austur geti trompað með tíunni og hækkað gosa makkers upp í stöðu drottningar. Næst tekur sagnhafi AK í spaða og trompar spaða. Sú inn- koma er nýtt til að fría tígulinn og laufásinn sér svo um að hægt er að taka 13. slaginn. SKAK Umsjón Margeir Pétursson Á bandaríska meistaramótinu í ár kom þessi staða upp í skák alþjóðameistarans Michael Rohde, sem hafði hvftt og átti leik og stórmeistarans Yasser Seirawan. 25. Bxf7+! - Hxn, 26. Bd8! - Dxd8, 27. Dxf7+ (sterkara en 27. Rxn - Dxdl+, 28. Dxdl - Kxf7 og svartur heldur þremur mönnum fyrir drottningu) 27. — Kh8, 28. Db3 - Rg5, 29. Rf7+ - RxH, 30. Hxd8+ - Rxd8, 31. Dxb4 (hvítur vinnur nú annan svarta riddarann) 31. — Re6, 32. Dxb6 og svartur gafst skömmu síðar upp. Fyrir þessa glæsilegu fléttu fékk Rohde fegurðarverð- launin á mótinu. Skákin, sem tefld var í næstsíðustu umferð, kostaði Seirawan efsta sætið á mótinu, en hinn 26 ára gamli Michaeí Wilder hreppti titilinn óvænt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.