Morgunblaðið - 22.12.1988, Side 62

Morgunblaðið - 22.12.1988, Side 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1988 Stjörnu- Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson SparihliÖ Bogmannsins Hinn dæmigerði Bogmaður (22. nóv.—21. des.) er lifandi athafnamaður sem þarf hreyfingu og fjölbreytni. Hon- um er illa við 9—5 vanastörf, á erfítt með að sitja kyrr og fær t.d. innilokunarkennd ef hann þarf að dvelja lengi í sama þrönga herberginu. Hann þarf svigrúm og frelsi. Bogmaðurinn tapar lífsorku og verður áhugalaus og leiður ef hann er ófijáls. Jákvœöur og frjálslyndur í skapi er Bogmaðurinn hress og léttur. Hann er jákvæður, bjartsýim og gamansamur og er þægilegur í daglegri um- gengni, þvi hann er lítið fyrir að búa til vandamál eða vera með árásir á aðra. Hann vill horfa á jákvæðari hliðar til- verunnar og heldur sig því gjaman fjarri illdeilum. Það má segja að hann sé fljótur að láta sig hverfa ef um- hverfið er neikvætt. FróÖleiksfús Eitt sterkasta einkenni Bog- mannsins er frelsisþörf og fróðleiksþorsti. Hann vill kynnast heiminum og þráir þekkingu og yfirsýn. Hann ann því ferðalögum og al- mennri hreyfingu sem víkkar sjóndeildarhringinn. Bogmað- urinn verður þvi oft lífsreynd- ur heimsborgari með aldrin- um. Skóli lifsins Þrátt fyrir þekkingarleit er Bogmaðurinn oft lítið fyrir skólanám því hann á erfitt með að sitja kyrr tímunum saman yfir sömu bókunum. Athafnir, hreyfing, útivera og íþróttir eiga mun betur við hann. Hann viil frekar öðlast reynslu í atvinnulífinu og læra S skóla Iffsins. Þetta er al- gengt en að sjálfsögðu ekki algilt. Fjölbreytí starf Framantöldu fylgir að starf Bogmannsins þarf að vera fjölbreytt og lifandi. Það get- ur táknað margt, svo sem það að vinna við ferðamál, lög- fræði, viðskipti sem tengjast inn- ogútflutningi, flölmiðlun, sjálfstæðan atvinnurekstur eða önnur hreyfanleg störf sem kalla stöðugt á endurnýj- un og nýjar aðferðir sem víkka sjóndeildarhring hans. Yfirsýn Vegna þess hversu víða hann fer aflar Bogmaðurinn sér smám saman þekkingar á mörgum og ólíkum málefnum. Hann verður þvi víðsýnn og fordómalítill. Einn helsti hæfi- leiki hans er sá að hafa yfir- sýn og sjá jafnframt hvemig ólikir þættir vinna saman. Bogmaðurinn hefur þvi m.a. hæfileika til að fást við stjóm- mál, þvi sjón hans er ekki fyrst og fremst bundin af hagsmunum hreppsins eða þröngum sérhagsmunum. Þetta þýðir ekki að Bogmað- urinn sé alltaf fullkominn, heldur það að persónugerð hans býður upp á hæfileika til að hafa yfirsýn, ef rétt er að málum haldið. Ástamálin Frelsisþörf Bogmannsins og óþol gagnvart hvers konar böndum og stöðnun hefur einnig sitt að segja þegar ást- in er annars vegar. Vísasti vegur til að missa af Bog- manni er því sá að krefjast of mikils af honum. Ef honum finnst frelsi sínu ógnað, lætur hann sig hverfa. Það er því sagt, bæði í gamni og alvöru, að aldrei eigi að nefna hjóna- band að fyrra bragði við Bog- manninn. Að því slepptu er Bogmaðurinn skemmtilegur félagi. Hann er lifandi, hress og hugmyndaríkur, er opin- skár, hlær hátt og segir fyndnar sögur. Hann er þvi yfirleitt vel Iiðinn. GARPUR pú FRAMKV/eMPltZ þ/tJV HLUTA AF 'AÆTLUNINNI FfdaBÆJZLGSA. HASÖfrSl! ^DCTTID U Kt 1 1 1 rv þú ERT LATOf? f>Ú ERT HARLA GR.ETTIR. y SKILNINGSr 5 LJÓR, JÓM iil ::::::::: :::::::: :::::::::::::::::::::::: :::::::::::::::::::::::: BRENDA STARR / /?aun oe ^ pess/e rjkx/peBNGie \zteuBAeoN\ fkob/nsos/3aic- S PieAAUGCJSINGAIÍ HVBRNIG VOGAfZ. þÚ þseAB PANSA FyeSTA DANS/NK^ ' V/BAÐ/SA BU p/GFye/R. MSS TU AST /£V/ avnnaa jA FoeeLPeAR ÞIm/s. s/culda HENN/ Zopús .DAL/ / LJÓSKA r f ——— r—rr.— SÍBASTI S3ENS HVERM STAÐ SE/Vl 0E> VILJIR/ , A1ARSERATIL ! Wl l II ^ ö " /Z-217 FFRDINAIMn —111 X A/v / :ó’ 'V V:- v P, n ía SMÁFÓLK UJATER IN THE 6R0UNP.. U)E CALL IT “P0W5IN6" M0VISJ6!lT'5 P0INTIN6. U)00D5T0CK | PRINKIN6 FROM HI5 CANTEEN; Svona finnum við vatn í jörðu, það er kallað að leita með spákvisti. Sjáið teininn? Hann hreyf- ist! Hann bendir ... ) 1988 Unlted Feature Syndicate, Inc. . . . beint á Bíbí sem er að drekka úr dollunni. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Það þykir vafasamt að segja alslemmu sem byggist á 3-2- legu í lit. Þótt líkur á þeirri skipt- ingu séu um 68% er áhættan samt of mikil miðað við ávinn- inginn. Alslemma suðurs hér að neðan krefst hagstæðrar tromp- legu, en þar með er ekki öll sag- an sögð: Norður gefur; enginn á hættu. Vestur ♦ G97 VG98 ♦ DG76 + 1098 Norður + 52 ▼ Á53 ♦ K8532 ♦ Á53 II Suður ♦ ÁK6 VKD742 ♦ Á9 + K76 Austur + D10843 V 106 ♦ 104 + DG42 Vestur Norður Austur Suður — 1 tígull Pass 1 hjarta Pass 2 hjörtu Pass 4 grönd Pass 5 hjörtu Pass 5 grönd Pass Pass 6 tíglar Pass Pass Pass 7 hjörtu Útspil: lauftía. Það er skiljanlegt að suður reyni alslemmu þegar hann fréttir af tveimur ásum og einum kóng í opnun makkers. En því miður var það allt og sumt. Sem norður átti. Trompið verður að vera 3-2, svo mikið er víst. Ein spaða- stunga í blindum fjölgar slögun- um upp í 12, svo tígullinn þar aðeins að gefa einn slag. En það er ekki auðvelt að skapa hann ef liturinn brotnar 4-2. Skortur á innkomum í borðið gerir það að verkum að ekki er hægt að taka trompin áður en tígullinn er fríaður. Og það skapar hættu á yfirtrompun eða stöðuhækkun. Sagnhafi getur þó ráðið við 2-2 í rauðu litunum, hvort sem er í austur eða vestur. Hann drepur fyrsta slaginn heima á laufkóng, og tekur ás og kóng í trompi. Fer síðar í tígulinn. I legunni að ofan kemur þessi varúðarráðstöfun í veg fyrir að austur geti trompað með tíunni og hækkað gosa makkers upp í stöðu drottningar. Næst tekur sagnhafi ÁK í spaða og trompar spaða. Sú inn- koma er nýtt til að fría tígulinn og laufásinn sér svo um að hægt er að taka 13. slaginn. SKAK Umsjón Margeir Pétursson Á bandaríska meistaramótinu í ár kom þessi staða upp í skák alþjóðameistarans Michael Rohde, sem hafði hvítt og átti leik og stórmeistarans Yasser Seirawan. 25. Bxn+! - Hxf7, 26. Bd8! - Dxd8, 27. Dxf7+ (sterkara en 27. Rxf7 - Dxdl+, 28. Dxdl - Kxf7 og svartur heldur þremur mönnum fyrir drottningu) 27. — Kh8, 28. Db3 - Rg5, 29. Rf7+ - Rxf7, 30. Hxd8+ - Rxd8, 31. Dxb4 (hvítur vinnur nú annan svarta riddarann) 31. — Re6, 32. Dxb6 og svartur gafst skömmu síðar upp. Fyrir þessa glæsilegu fléttu fékk Rohde fegurðarverð- launin á mótinu. Skákin, sem tefld var í næstsfðustu umferð, kostaði Seirawan efsta sætið á mótinu, en hinn 26 ára gamli Michael Wilder hreppti titilinn óvænt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.