Morgunblaðið - 22.12.1988, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 22.12.1988, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1988 41 Útkoman sú sama og ef vextir héld- ust óbreyttir - segirfram- kvæmdastjóri SAL SAMTÖK lífeyrissjóðanna hafa samið við stjórnvöld til 3 mánaða um vaxtastig á skuldabréfum Hús- næðisstofhunar. Vextir á þeim lækka úr 7% í 6,8%, en upphaflega fór ríkið fram á lœkkun f 5%. Vextir skuldabréfa sem Ufeyris- sjóðirnir keyptu árið 1987 hækka hinsvegar úr 6,25% f 6,35%. Hrafn Magnússon, framkvœindastjóri Sambands almennra lífeyrissjoða, segir að þetta tvennt jafnist út þannig að vaxtagreiðslur breytist f raun ekkert frá þvf sem nú er. Ólafur Ragnar Grfmsson, fjár- málaráðherra, segist vera ánægð- ur með samninginn; hann sé liður í þvf sem hann hafi kallað „vaxta- lækkunarlestina". Viðræður lífeyrissjóðanna og ríkis- ins voru fyrst um vaxtastig á öllu næsta ári, en þá eiga lífeyrissjóðirnir að kaupa skuldabréf af Húsnæðis- stofnun fyrir 8.825 milljónir króna, að sögn Hrafns Magnússonar. Sam- kvæmt því ættu lífeyrissjóðimir að kaupa bréf fyrir um 2,2 milljarða á þeim þremur mánuðum sem nú er samið um. Hrafn sagði að samningurinn þýddi nánast að viðræðum væri fre- stað um þrjá mánuði og lífeyrissjóð- irnir gæfu stjórnvöldum svigrúm til frekari lækkana á almennum vöxtum á meðan. Aðspurður sagði hann að til þess að fá raunvexti lækkaða um 0,2% hefðu lífeyrissjóðirnir krafist hækkunar á eldri bréfum til að vega upp á mðti því. Bæði Samtök al- ménnra lífeyrissjóða og Landssam- band lífeyrissjóða væru ánægð með samninginn og engir fyrirvarar settir eins og oft hefði verið áður, sagði Hrafn. Ólafur Ragnar Grímsson, fjár- málaráðherra, sagði samningurinn væri málamiðlun; þó að ríkið hefði upphaflega farið fram á 5% vexti hefðu lífeyrissjóðirnir upphaflega viljað mun hærri vexti en 6,8%. Hann sagðist vera mjög ánægður með hve fljótt og vel viðræðurnar hefðu geng- ið fyrir sig. Aðspurður sagðist hann það rangt að túlká samninginn sem þriggja mánaða frestun á viðræðum. Reynsla undanfarinna ára sýndi að það hefði skapað ákveðna tortryggni að semja um'heilt ár fram í tímann og ríkið hefði komið til móts við það sjónarmið. Ólafur Ragnar sagðist telja að samningurinn hefði áhrif á þá átt að lækka raunvexti; þeir væru lækk- aðir í áföngum þó að hvert skref væri kannski ekki stórt. ríkisstjórn í dag: ásam- Jaganna" áðherra verið rætt innan ríkisstjórnarinnar hyggðist hann kynna það stjórnar- andstöðunni, því þetta væri mál af því tagi sem menn reyndu að ná samstöðu um ef hægt væri. Það væri þó mjög brýnt að fá niðurstöðu mjög fljótt og mikið væri þrýst á hana, eins og skiljáhlegt væri. Starfshópur á vegum nokkura ráðuneyta lagði til fyrir tæpum mánuði síðan að Arnarflug seldi aðra Boeing 737 þotu sína, sem félagið hefur á kaupleigu, og að ríkið keypti hlutabréf í Arnarflugi í kjölfarið. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir BOGA ÞÓR ARASON Sósíalismi í sunnanverðri Afríku: Skrímslí sem étur almanna- fé og rýrir framleiðsluna NÚ ERU rúmir tveir áratugir sfðan „afriski sósíalisminn" svokallaði kom á sjónarsviðið. Riki sunn- anverðrar Afríku hafa ekki farið varhluta af honum og hefur einsflokkskerfi ríkt í langflestum þeirra. Ráðamenn í þessum ríkjum kusu þá leið að ríkið tæki sem mestan þátt í framleiðslunni, einnig landbúnaðarframleiðslunni. Arangur þessarar stefnu er sá að framleiðslufyrirtæki í eigu ríkjanna hafa safnað gifurlegum skuldum, aukið á hallarekstur þeirra, dregið úr framleíðslunni og viðhaldið fátækt f þessum heimshluta. Ríkisfyrirtækin eru orðin að risavöxnum skrfmslum, sem erfitt verður fyrir þessar þjóðirað losa sig við þótt þau fegin vildu. Það var Julius Kambarage Nyerere, þá forseti Tanz- aníu, sem reið á vaðið í sunnan- verðri Afríku. Hann var hægfara sósíalisti í byrjun en varð fyrir opinberun þegar hann heimsótti Kína í byrjun menningarbylting- arinnar og tók sér Mao formann til fyrirmyndar. Hann sagði að það næði engri átt að fyrirtæki væru í eigu kapitalista og ákvað að þjóðnýta þau öllsömul í febrúar árið 1967. Rí kisbúgarðar í niðurníðslu í Tanzaníu I Tanzaníu eru 400 ríkisfyrir- tæki, sem annast bankaviðskipti, tryggingar, landbúnað, iðnað,. ferðaþjónustu, flutninga og fjar- skipti. 17 til 20 af hundraði þjóð- arframleiðslunnar koma frá þess- um fyrirtækjum. í skýrslu nefndar sem kannaði nýlega stöðu ríkis- fyrirtækjanna fyrir Tanzaníuþing segir að hartnær helmingur þeirra fyrirtækja sem könnunin náði til hafi verið rekin með tapi. Fyrir þremur árum voru 108 jarðir og búgarðar í eigu ríkisins og hefur framleiðsla þeirra minnkað stór- lega. Til að mynda hefur helming- ur sísalhampsbúgarðanna lagst í órækt. Reynslan af þjóðnýttum kaffíbúgörðum hefur verið ömur- leg og mjólkurframleiðsla ríkis- búgarða er 1.200 lítrar að meðal- tali á kú, miðað við 4.600 lítra á Vesturlöndum. Eftirmaður Nyereres, Ali Hass- an Mwinyi forseti, hefur selt 20 af 55 sísalhampsbúgörðum ríkis- ins. Forsetinn hefur einnig boðið Bretum að fjárfesta í fyrirtækjum í tengslum við ferðaþjónustu, námaiðnað og landbúnað, þar sem ríkið hefur hingað til verið alls ráðandi. Nokkur stefnubreyting hefur þvf orðið í Tanzaníu þótt hægt gangi. Risi safhar gífurlegiim skuldum í Zambíu Vinur Nyereres, Kenneth Kaunda, forseti Zambíu, fetaði í fótspor hans árið 1968. Hann til- kynnti að eigendum 25 helstu fyrirtækja landsins hefði verið „boðið" að eftirláta ríkinu 51 pró- sent hlutabréfa þeirra. Þetta var „tilboð" sem fáir sáu sér fært að hafna. Forsetinn ákvað árið eftir að kaupa einnig 51 prósent hluta- bréfa tveggja stærstu námafyrir- tækja landsins. Þegar Zambía hlaut sjálfstæði voru 14 ríkisfyrirtæki í landinu enþau eru nú 147. Þar af á Iðnað- ar- og námafélag Zambíu, ZIM- CO, 122 þessara fyrirtækja og.er það eitt af stærstu fyrirtækjum heims. 90 prósent gjaldeyristekna landsins k'oma frá félaginu. Þetta segir þó ekki alla söguna. Skuldir Julius Kambarage Nyerere, fyrrum forseti Tanzaníu. félagsins og systurfyrirtækja þess námu 1 milljarði dala í lok ársins 1985 og spáð var að þær væru um 1,55 milljarðar f mars á þessu ári, þar af.1,1 milljarður vegna erlendra lána. - Hófsamari ríki Önnur ríki í sunnanverðri Afríku hafa ekki verið jafn stór- tæk í þjóðnýtingu fyrirtækja og búgarða. í Malawi, Botswana, Swazilandi og Lesotho hafa fram- leiðslufyrirtækin aðallega verið í eigu einkaaðila, flestra erlendra. Ríkisrekstur hefur þó farið sívax- andi og bera valdhafarnir því við að einkafyrirtækin séu ekki fús til að leggja út í vissar fjárfesting- ar, sem séu nauðsynlegar. í Botswana, þar sem fjölflokka- kerfi ríkir, hefur hagvöxturinn verið meiri en í hinum ríkjunum sem hér eru til umfjöllunar, enda eru demantar helsta útflutning- svara landsins. Stærsta fyrirtæk- ið, Þróunarfélaga Botswana (BDC), er í eigu ríkisins óg hefur því stöðugt vaxið fískur um hrygg. Smáfyrirtæki eiga í vök að verjast vegna vaxandi umsvifa félagsins, til að mynda í verslun. Óarðbærar fjárfestingar í Mosambique I Mosambique og Angólu flúði fjöldi Portúgaia úr. landi þegar marxistar komust til valda og neyddust stjórnvöld því til að yfir- taka fyrirtæki þeirra. Það hefði þau efalaust gert þótt landflottinn hefði ekki komið til. Áður en Mosambique varð sjálf- .stæt^t ríki árið 1975 voru um 500.00Q! Portúgalar í landinu og áttu þeir um 80 af hundraði fyrir- tækja landsins. Stuttu eftir að landið hlaut sjálfstæði byggði ríkið upp landbúnaðar- og iðnað- Kenneth Kaunda, forsetí Zambíu. K T./.Í I ui, i ¦: OraphKs Ni arþorp í Chokwe, sem kostaði 40 milljónir Bandaríkjadala. Þremur árum eftir þessa fjárfestingu hafði framleiðslan í þorpinu minnkað um 32 af hundraði. Dráttarvélum hafði verið fjölgað um helming, en fjórðungur þeirra var ónothæf- ur vegna viðhaldsleysis og skorts á varahlutum. Sömu sögu er að segja um annað landbúnaðarþorp sem byggt var upp um svipað leyti. Um 7.600 hektarar lands voru yrktir í byrjun en nú eru 460 hektarar í rækt. Helsta ástæðan fyrir þessum hraklega árangri er sú að stjórnvöld tóku um of mið af sovéskum samyrkjubúum og framleiðsluaðferðum sem henta alls ekki í landinu. í Mosambique ganga ríkisfyrir- tækin undir nafninu „empresas estragadas," eða „gjaldþrota fyr- irtækin." Spilling í Zimbab we Zimbabwe er að mörgu leyti sér á parti í þessum efnum. Landið hlaut sjálfstæði hátt í tveimur áratugum seinna en Tanzanía og Zambía. Sósíalistar komust til valda í Zimbabwe, eins og í hinum ríkjunum, en ainkafyrirtækin þar voru miklu öflugri og fjölbreytt- ari. Flest þeirra voru í eigu hvítra Zimbabwa, sem hafa aldrei ætlað sér að fara úr landi. Ríkisstjórnin lýsti því yfír í byrjun að hún ætl- aði sér að láta verulega til sín taka í atvinnulffihu en hún hefur hingað til lítið fjárfest í fram- leiðslufyrirtækjum miðað við skoðanabræðurna í Tanzaníu og Zambíu. Þetta merkir ekki að sósíalist- arnir í Zimbabwe hafi látið sér reynslu skoðanabræðrana í norðri að kenningu verða. Það sem réði meiru var að þjónustufyrirtæki ríkisins voru rekin með gífurlegu tapi og kröfðust æ meiri styrkja frá hinu opinbera. Talið er að'þau hafí til samans tekið 7 milljarða dala lán og fengið 376 mijljónir dala í styrkj á ári frá ríkinu. Líklega hefðu valdhafarnir ekkert á móti því að fjárfesta toeira í framleiðslufyrirtækjum hefðu þeir bolmagn til þess. Zimbabwar tala oft um ríkis- fyrirtækin sem „gargantua," eða skrímsli, og sögur um spillinguna innan þeirra hafa gengið fjölluh- um hærra í landinu. Stjómvöld gripu til þess ráðs að skipa sér- staka nefnd til að rannsaka spill- inguna og hneykslismál í tengsl- um við fyrirtækin. í landinu er einsflokkskerfí og er spillingin i fyrirtækjunum samtvinnuð flokknum. Skipbrot sósíalismans Tilgangurinn með þátttöku ríkisins í rekstri framleiðslufyrir- tækja var sá að auka framleiðslu og hagvöxt, skapa atvinnutæki- færi, auka tekjur ríkisins og koma í veg fyrir að fjármagn yrði flútt úr landi. Ríkisfyrirtækin áttu enn- fremur að stuðla að lægra verð- lagi. Þetta allt hefur mistekist algjörlega í langflestum ríkjanna. Fyrirtækin hafa ekki bætt efna- hag ríkjanna, heldur aukið á halla- rekstur þeirra og dregið úr fram- leiðslu. Nyerere, fyrrum Tanzaníufor- seti, lýsti því yfir árið 1967 að markmið hans væri að gera Tanz- aníumenn sjálfum sér nóga efna- hagslega, án aðstoðar erlendra aðila. Kapitaíismi var eitur f hans beinum. Þessi stefna virðist hafa beðið skipbrot. Jafnvel marxistarnir í Angólu hvetja nú erlenda auð- jöfra, meira að segja íslenska út- gerðarmenn, til að fjárfesta í landinu. Þeir vita sem er að Sovét- menn veita ekki þróunaraðstoð, þótt þeir hafí kostað 52.000 kúb- verska hermenn í Angólu og dælt vopnum til landsins. Fyrir þeim er sunnanverð Afrfka aðeins ákjósanlegur leikvðllur til að prófa vopnin Traunverulegum hernaði. Eflaust tekur nokkurn tfma að sannfæra vestrænafjármálamenn að peningum þeirra verði best varið í sunnanverðri Afríku. Á meðan yerða Afríkuþjóðirnar að kljást við skrímslin sem sósíalist- arnir hafa skapað. Það verður ekki auðvelt því á þeim hanga sníkjudýr - áhrif amenn innan al- rasðisflokkanna - sem engu vilja sleppa. Heimildir: Southern AMcaii Economist og fleira.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.