Morgunblaðið - 22.12.1988, Side 41

Morgunblaðið - 22.12.1988, Side 41
40 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1988 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1988 41 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. BaldvinJónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið. Réttum bróðurhönd Meiri fjármunir ganga manna á milli á þessum tíma árs en jafnan endranær. Oft er talað um að boðskapur jólanna kafni í umstanginu, auglýsingunum og peninga- flóðinu, sem í kringum þau er. Við sem búum hér í þeim hluta heims, þar sem velmegun og velferðarþjóðfélagið veitir ör- yggi, leiðum ekki auðveldlega hugann að þeim þjóðum, sem minna mega sín, þegar við skoðum vöruúrvalið og önnur merki allsnægtanna. Þar sem örlæti er mikilvæg- ur þáttur í undirbúningi jól- anna, snúa hjálparstoftianir sér gjaman til fólks á þessum árstíma með óskum um aðstoð í anda hins kristilega jólaboð- skapar. Þótt við höfum komið á fót félagslegri þjónustu og almannatryggingakerfí, sem eigi fyrir hönd okkar allra að hjálpa meðborgurunum, er staðreynd að framlag einstakl- inga utan þessa kerfís skiptir síst minna máli, þegar á reyn- ir. í þeim ríkjum, þar sem litið hefur verið á fólkið sem eins- konar eign ríkisins, stendur ríkisvaldið eitt jafn bjargar- vana og annars staðar, þegar hörmungar verða. Aðeins fyrir dugnað og framtak einstakl- inga og samtaka þeirra er unnt að íyfta Grettistaki. Ein- mitt vegna þess höfða mann- úðar- og hjálparsamtök beint til okkar allra og með meiri þunga en ella, þegar við erum komin eða erum að komast í jólaskap. Víða sverfur að um þessi jól. Hugurinn beinist þá ekki síst til Armenínu, þar sem hin- ir hroðalegu jarðskjálftar urðu 7. desember síðastliðinn. Þótt ekki sé lengur leitað að fólki í rústunum, er björgunarstarf- inu síður en svo lokið. Raunar hafa þau boð borist, að ekki vanti meira af lyfjum eða gögnum til neyðarsvæðanna heldur hái fjárskortur því að endurbygging geti hafíst af fullum krafti. Hvað sem þessu líður er ljóst, að hin mannlegu sár sem skjáíftinn olli eru síður en svo gróin hvorki í bókstaf- legri merkingu né óeiginlegri. Sjálfur forsætisráðherra Sov- étrílg'anna hefur ávítað starfs- menn sovéska utanríkisráðu- neytisins fyrir klunnaleg sam- skipti við erlendar hjálpar- sveitir. Vonandi fá þeir, sem helst þurfa, að njóta þeirrar aðstoðar sem Islendingar og aðrar þjóðir vilja veita fyrir tilstilli Hjálparstofnunar kirkj- unnar, Rauða krossins og ann- arra sem hafa tekið að sér milligöngu fyrir hina bág- stöddu. Jólin eru hátíð bamanna. Þetta er setning sem við öll þekkjum og erum sammála. Þess vegna hlýtur það að snerta okkur djúpt, þegar við lesum nú fáeinum dögum áður en hátíðin gengur í garð, að UNICEF, Bamahjálp Samein- uðu þjóðanna, telur að nú á tímum deyi að jafnaði 14 millj- ónir bama árlega úr algengum sjúkdómum, sem læknavísind- in hafa gert útlæga hjá okkur, og vegna vannæringar. Telur UNICEF að einfaldar og ódýr- ar aðferðir ættu að duga til að koma í veg fyrir flest dauðs- fallanna, svo sem með bólu- setningu sem kostar 25 krónur fyrir hvert bam og þrúgu- sykri, en hvert glas af drykk með honum kostar um 5 krón- ur. Þe'gar við lítum á þessar tölur, sem okkur fínnst líklega hveijum um sig frekar lágar, sjáum við í hendi okkar, að það er sama hver fjárhæðin er, sem við látum af hendi rakna, hún getur skipt sköpum um framtíð lítils bams í fjar- lægu landi, berist hún í réttar hendur. í umræðum hér hefur trúverðugleika hjálparstofn- ana áður borið á góma. Sem betur fer hefur tekist að út- rýma allri tortryggni í því efni og eiga þeir sérstakar þakkir skildar sem hafa endurvakið traust á þessum viðkvæma vettvangi. Spá OECD um efnahags- þróun í auðugustu ríkjum heims gerir ráð fyrir sam- drætti hér á landi á næsta ári. Emm við eina þjóðin, sem er í þeim báti í þessum 24 rílga hópi. Á Alþingi er nú tekist á um, hve mikið eigi að þyngja skattana, hinar opinberu byrð- ar okkar hvers og eins á næsta ári. Vonandi verða þær þreng- ingar sem við stöndum frammi fyrir í velmeguninni ekki til þess að minnka örlæti okkar í þágu þeirra sem verst eru staddir. Sérhver króna til þeirra skiptir máli. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Halldór Laxness kemur ásamt Auði konu sinni á frumsýningu á heimildarmyndinni sem verður jólamyndin á Stöð 2. Á myndinni má sjá nafna hans og dótturson sem leikur Halldór í æsku. Ný heimildamynd um Halldór Laxness Ný heimildamynd í tveimur þáttum, sem gerð hefur verið um Halldór Laxness, var frumsýnd í gær hjá Stöð 2, sem mun sýna hana í sjónvarpi á jóladag og nýjársdag. Meðal gesta var Hall- dór Laxness, sem sagði eftir að hafa horft á báða þættina, að hann væri nyög ánægður með þá. Og bætti við á sinn Laxneska hátt: Það er af því ég fer svo sjaldan í bíó! Ekki fór á miili mála að honum likaði myndin, enda er þeim alltaf að fara fram héma“, eins og hann orðaði það. Þama er um að ræða eitt viða- mesta heimildarvgrk, sem ráðist hefur verið í hérlendis, kostnaður rúmar 7 milljónir króna. Og vel við hæfí að þar sé fjallað um líf og starf Nóbelsskáldsins Halldórs Lax- ness. Myndin skiptist í tvo 45 mínútna þætti. Fyrri þátturinn spannar líf Halldórs fram til 1950 og vegna skorts á myndaefni frá þeim tíma er leiknum myndum skot- ið þar inn. „Ég leik hann afa þegar hann var lítill", sagði dóttursonur skáldsins sem mættur var á frum- sýningunni. Myndefnis hefur verið aflað víða um lönd og á ýmsum tíma, m.a. í Clervaux klaustri, á Taurmínu á Ítalíu og fleiri stöðum þar sem Halldór dvaldi fyrri hluta æfínnar. En í seinni hlutanum, sem hefst með afhendingu Nobelsverð- launanna, er fjallað um hin merku verk skáldsins eftir það. Eru þar m.a. viðtöl við marga erlenda og innlenda bókmenntamenn, svo og Halldór Laxness sjálfan. Greiðsluerfíðleikalán Húsnæðisstofiiunar: Vantar 250 miUjónir í viðbót á næsta ári - segir Jóhanna Sigurðardóttir „Ttt, ÞESS að afgreiða þessár 500 umsóknir um greiðsluerfið- leikalán, sem ráðgjafarstöðin segir að búast megi við á næsta ári, þarf 250 miHjónir króna til viðbótar þessum 150 milljónum á næsta ári,“ segir Jóhanna Sig- urðardóttir félagsmálaráðherra um áætlaða fjárþörf til lánanna. Ríkissjóður ver nú 150 milljónum króna til þeirra. Búist er við 2.000 umsóknum á næsta ári. Nefiid á vegum ríkisstjórnarinn- ar hefiir lagt til víðtækar aðgerð- ir vegna greiðsluerfiðleika og til að fyrirbyggja að fólk lendi í þeirri stöðu. „Nú bíða 300 umsóknir í húsnæð- islánakerfínu. Þetta eru umsóknir sem hefur verið tekið á móti í þeim tilfellum sem er um algjört neyðar- ástand að ræða og þessar fjölskyld- ur sem eiga í hlut munu missa sínar íbúðir. Stór hluti þeirra verður gjaldþrota ef ekki verður leyst úr vanda þeirra. Þessar 150 milljónir munu hrökkva til þess að leysa þennan brýnasta vanda, fyrir þessar fjölskyldur." Hve mikið fé þarf til þessara lána? „Ráðgjafarstöðin hefur metið hveiju búast megi við á næsta ári og þeir telja að búast megi við að um 2.000 fjölskyldur leiti aðstoðar á árinu 1989, að öllu óbreyttu. Úthlutunarreglur . hafa verið þrengdar mjög, miðað er við mjög þröng tekju- og eignamörk. Gera má ráð fyrir að um 500 fjölskyldur muni rúmast innan þessara nýju reglna." Jóhanna segist hafa lagt áherslu á að bankar og sparisjóðir komi inn í dæmið vegna þess að stór hluti þess fíár sem fór í greiðsluerfíð- leikalán á þessu ári fór til banka og sparisjóða til að gera upp skuld- ir íbúðakaupenda við þá. „Ég tel að það sé eðlilegt og óska eftir því við bankana að þeir kaupi skulda- bréf af Húsnæðisstofnun fyrir þessa fjárhæð, sem er kannski nálægt 200 milljónum króna." Jóhanna nefndi fleiri leiðir sem nefnd á vegum ríkisstjómarinnar hefur lagt til að famar verði. Þar á meðal að bankamir karini betur en áður greiðslugetu fólks áður en stórar fjárhæðir eru lánaðar, komið verði á mun virkari ráðgjöf en nú er í bönkunum, ráðgjafarstöð Hús- næðisstofnunar verði efld, því verði beint til banka og sparisjóða að þeir skuldbreyti til átta ára lánum sem fólk í greiðsluerfíðleikum hefur tekið hjá viðkomandi lánastofnun og ef um sérstaka erfíðleika verði að ræða þá verði skuldbreytingín til 12 ára. Þá var lagt til að auka svigrúm íbúðaeigenda þegar til nauðungarsölu kemur til að ná samningum við kröfuhafa og að tryggja betur rétt þeirra. „Tilgangurinn með þessu er að reyna að fyrirbyggja þennan greiðsluvanda sem hefur verið ár- legur undanfarin ár,“ sagði Jó- hanna Sigurðardóttir. Útkoman sú sama og ef vextir héld- ustóbreyttir - seg’ir fram- kvæmdastjóri SAL SAMTÖK lífeyrissjóðanna hafii samið við stjómvöld til 3 mánaða um vaxtastig á skuldabréfiim Hús- næðisstofhunar. Vextir á þeim lækka úr 7% í 6,8%, en upphaflega fór rikið fram á lækkun í 5%. Vextir skuldabréfa sem lífeyris- sjóðimir keyptu árið 1987 hækka hinsvegar úr 6,25% í 6,35%. Hrafii Magnússon, framkvæmdastjóri Sambands almennra lífeyrissjóða, segir að þetta tvennt jafnist út þannig að vaxtagreiðslur breytist í raun ekkert frá því sem nú er. Ólafur Ragnar Grimsson, §ár- málaráðherra, segist vera ánægð- ur með samninginn; hann sé liður í þvi sem hann hafi kallað „vaxta- lækkunarlestina". Viðræður lífeyrissjóðanna og ríkis- ins voru fyrst um vaxtastig á öllu næsta ári, en þá eiga lífeyrissjóðimir að kaupa skuldabréf af Húsnæðis- stofnun fyrir 8.825 milljónir króna, að sögn Hrafns Magnússonar. Sam- kvæmt því ættu lífeyrissjóðimir að kaupa bréf fyrir um 2,2 milljarða á þeim þremur mánuðum sem nú er samið um. Hrafn sagði að samningurinn þýddi nánast að viðræðum væri fre- stað um þijá mánuði og lífeyrissjóð- imir gæfii stjómvöldum svigrúm til frekari lækkana á almennum vöxtum á meðan. Aðspurður sagði hann að til þess að fá raunvexti lækkaða um 0,2% hefðu lífeyrissjóðimir krafíst hækkunar á eldri bréfum til að vega upp á móti því. Bæði Samtök al- mennra lífeyrissjóða og Landssam- band lífeyrissjóða væru ánægð með samninginn og engir fyrirvarar settir eins og oft hefði verið áður, sagði Hrafn. - Ólafur Ragnar Grímsson, fjár- málaráðherra, sagði samningurinn væri málamiðlun; þó að ríkið hefði upphaflega farið fram á 5% vexti hefðu lífeyrissjóðimir upphaflega viljað mun hærri vexti en 6,8%. Hann sagðist vera mjög ánægður með hve fljótt og vel viðræðumar hefðu geng- ið fyrir sig. Aðspurður sagðist hann það rangt að túlka samninginn sem þriggja mánaða frestun á viðræðum. Reynsla undanfarinna ára sýndi að það hefði skapað ákveðna tortryggni að semja um heilt ár fram í tímann og ríkið hefði komið til móts við það sjónarmið. Ólafur Ragnar sagðist telja að samningurinn hefði áhrif á þá átt að lækka raunvexti; þeir væm lækk- aðir í áföngum þó að hvert skref væri kannski ekki stórt. Amarflug rætt í ríkisstjórn í dag: „Sé flöt á sam- starfí félaganna“ -segir samgöngnráðherra STEINGRÍMUR J. Sigfösson, samgönguráðherra, segist gera ráð fyrir að leggja tillögur um hugsanlega aðstoð rikisins við Arnarflug fyrir í ríkisstjórninni í dag. Hann sagðist sjá flöt á samstarfi á milli Amarflugs og Flugleiða eflár þær viðræður sem firam hefðu farið á milli félag- anna með fullt rúum stjórnvalda, nú síðast á þriðjudag. Steingrímur sagðist ekki geta sagt á þessu stigi í hveiju þessar tillögur fælust. Þegar málið hefði verið rætt innan ríkisstjómarinnar hyggðist hann kynna það stjómar- andstöðunni, því þetta væri mál af því tagi sem menn reyndu að ná samstöðu um ef hægt væri. Það væri þó mjög brýnt að fá niðurstöðu mjög fljótt og mikið væri þrýst á hana, eins og skiljanlegt væri. Starfshópur á vegum nokkura ráðuneyta lagði til fyrir tæpum mánuði síðan að Amarflug seldi aðra Boeing 737 þotu sína, sem félagið hefur á kaupleigu, og að ríkið keypti hlutabréf í Amarflugi í kjölfarið. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir BOGA ÞÓR ARASON Sósíalismi í sunnanverðri Afríku: Skrímsli sem étur almanna- fé og rýrir framleiðsluna NÚ ERU rúmir tveir áratugir síðan „afríski sósíalisminn“ svokallaði kom á sjónarsviðið. Riki sunn- anverðrar Afríku hafa ekki farið varhluta af honum og hefur einsflokkskerfi ríkt í langflestum þeirra. Ráðamenn i þessum ríkjum kusu þá leið að rikið tæki sem mestan þátt í framleiðslunni, einnig iandbúnaðarframleiðslunni. Árangur þessarar stefiiu er sá að framleiðslufyrirtæki í eigu ríkjanna hafa safinað gífurlegum skuldum, aukið á hallarekstur þeirra, dregið úr framleiðslunni og viðhaldið fátækt í þessum heimshluta. Ríkisfyrirtækin eru orðin að risavöxnum skrimslum, sem erfitt verður fyrir þessar þjóðir að losa sig við þótt þau fegin vildu. Það var Julius Kambarage Nyerere, þá forseti Tanz- aníu, sem reið á vaðið í sunnan- verðri Afríku. Hann var hægfara sósíalisti í byijun en varð fyrir opinberun þegar hann heimsótti Kína í byijun menningarbylting- arinnar og tók sér Mao formann til fyrirmyndar. Hann sagði að það naaði engri átt að fyrirtæki væru í eigu kapitalista og ákvað að þjóðnýta þau öllsömul í febrúar árið 1967. Ríkisbúgarðar í niðurníðslu í Tanzaníu í Tanzaníu eru 400 ríkisfyrir- tæki, sem annast bankaviðskipti, tryggingar, landbúnað, iðnað, ferðaþjónustu, flutninga og fíar- skipti. 17 til 20 af hundraði þjóð- arframleiðslunnar koma frá þess- um fyrirtækjum. í skýrslu nefndar sem kannaði nýlega stöðu ríkis- fyrirtækjanna fyrir Tanzaníuþing segir að hartnær helmingur þeirra fyrirtækja sem könnunin náði til hafi verið rekin með tapi. Fyrir þremur árum voru 108 jarðir og búgarðar í eigu ríkisins og hefur framleiðsla þeirra minnkað stór- lega. Til að mynda hefur helming- ur sísalhampsbúgarðanna lagst í órækt. Reynslan af þjóðnýttum kaffíbúgörðum hefur verið ömur- leg og mjólkurframleiðsla ríkis- búgarða er 1.200 lítrar að meðal- tali á kú, miðað við 4.600 lítra á Vesturlöndum. Eftirmaður Nyereres, Ali Hass- an Mwinyi forseti, hefur selt 20 af 55 sísalhampsbúgörðum ríkis- ins. Forsetinn hefur einnig boðið Bretum að fjárfesta í fyrirtælq'um í tengslum við ferðaþjónustu, námaiðnað og landbúnað, þar sem ríkið hefur hingað til verið alls ráðandi. Nokkur stefnubreyting hefur því orðið í Tanzaníu þótt hægt gangi. Risi safnar gífurlegnm skuldum í Zambíu Vinur Nyereres, Kenneth Kaunda, forseti Zambíu, fetaði í fótspor hans árið 1968. Hann til- kynnti að eigendum 25 helstu fyrirtækja landsins hefði verið „boðið" að eftirláta ríkinu 51 pró- sent hlutabréfa þeirra. Þetta var „tilboð" sem fáir sáu sér fært að hafna. Forsetinn ákvað árið eftir að kaupa einnig 51 prósent hluta- bréfa tveggja stærstu námafyrir- tækja landsins. Þegar Zambía hlaut sjálfstæði voru 14 ríkisfyrirtæki í landinu enþau eru nú 147. Þar af á Iðnað- ar- og námafélag Zambíu, ZIM- CO, 122 þessara fyrirtækja og er það eitt af stærstu fyrirtækjum heims. 90 prósent gjaldeyristekna landsins koma frá félaginu. Þetta segir þó ekki alla söguna. Skuldir Julius Kambarage Nyerere, fyrrum forseti Tanzaníu. félagsins og systurfyrirtækja þess námu 1 milljarði dala í lok ársins 1985 og spáð var að þær væru um 1,55 milljarðar í mars á þessu ári, þar af 1,1 milljarður vegna erlendra lána. Hófsamari ríki Önnur ríki í sunnanverðri Afríku hafa ekki verið jafn stór- tæk í þjóðnýtingu fyrirtækja og búgarða. í Malawi, Botswana, Swazilandi og Lesotho hafa fram- leiðslufyrirtækin aðallega verið í eigu einkaaðila, flestra erlendra. Ríkisrekstur hefur þó farið sívax- andi og bera valdhafamir því við að einkafyrirtækin séu ekki fús til að leggja út í vissar fjárfesting- ar, sem séu nauðsynlegar. í Botswana, þar sem fjölflokka- kerfí ríkir, hefur hagvöxturinn verið meiri en í hinum ríkjunum sem hér eru til umfjöllunar, enda eru demantar helsta útflutning- svara landsins. Stærsta fyrirtæk- ið, Þróunarfélaga Botswana (BDC), er í eigu ríkisins og hefur því stöðugt vaxið fískur um hrygg. Smáfyrirtæki eiga í vök að veijast vegna vaxandi umsvifa félagsins, til að mynda í verslun. Óarðbærar ^árfestingar í Mosambique í Mosambique og Angólu flúði fjöldi Portúgala úr landi þegar marxistar komust til valda og neyddust stjómvöld því til að yfír- taka fyrirtæki þeirra. Það hefði þau efalaust gert þótt landflóttinn hefði ekki komið til. Áður en Mosambique varð sjálf- .stætt ríki árið 1975 voru um 500.0001 Portúgalar i landinu og áttu þeir um 80 af hundraði fyrir- tækja landsins. Stuttu eftir að landið hlaut sjálfstæði byggði ríkið upp landbúnaðar- og iðnað- Kenneth Kaunda, forseti Zambíu. arþorp í Chokwe, sem kostaði 40 milljónir Bandaríkjadala. Þremur ámm eftir þessa fjárfestingu hafði framleiðslan í þorpinu minnkað um 32 af hundraði. Dráttarvélum hafði verið fjölgað um helming, en ftórðungur þeirra var ónothæf- ur vegna viðhaldsleysis og skorts á varahlutum. Sömu sögu er að segja um annað landbúnaðarþorp sem byggt var upp um svipað leyti. Um 7.600 hektarar lands voru yrktir í byijun en nú eru 460 hektarar í rækt. Helsta ástæðan fyrir þessum hraklega árangri er sú að stjómvöld tóku um of mið af sovéskum samyrkjubúum og framleiðsluaðferðum sem henta alls ekki i landinu. í Mosambique ganga ríkisfyrir- tækin undir nafninu „empresas estragadas," eða „gjaldþrota fyr- irtækin." Spilling í Zimbabwe Zimbabwe er að mörgu leyti sér á parti í þessum efnum. Landið hlaut sjálfstæði hátt í tveimur áratugum seinna en Tanzanía og Zambía. Sósíalistar komust til vaida í Zimbabwe, eins og í hinum ríkjunum, en ainkafyrirtækin þar voru miklu öflugri og fjölbreytt- ari. Flest þeirra vom í eigu hvítra Zimbabwa, sem hafa aldrei ætlað sér að fara úr landi. Ríkisstjómin lýsti því yfír í byijun að hún ætl- aði sér að láta verulega til sín taka í atvinnulífíhu en hún hefur hingað til lítið fjárfest í fram- leiðslufyrirtækjum miðað við skoðanabræðuma í Tanzaníu og Zambíu. Þetta merkir ekki að sósíalist- amir í Zimbabwe hafí látið sér reynslu skoðanabræðrana í norðri að kenningu verða. Það sem réði meiru var að þjónustufyrirtæki ríkisins voru rekin með gífurlegu tapi og kröfðust æ meiri styrkja frá hinu opinbera. Talið er kð þau hafí til samans tekið 7 milljarða dala lán og fengið 376 milljónir dala í styrki á ári frá ríkinu. Líklega hefðu valdhafamir ekkért á móti því að fjárfesta meira í framleiðslufyrirtælq'um hefðu þeir bolmagn til þess. Zimbabwar taia oft um ríkis- fyrirtækin sem „gargantua," eða skrímsli, og sögur um spillinguna innan þeirra hafa gengið fjöllun- um hærra í landinu. Stjómvöld gripu til þess ráðs að skipa sér- staka nefnd til að rannsaka spill- inguna og hneykslismál í tengsl- um við fyrirtækin. í landinu er einsflokkskerfi og er spillingin í fyrirtækjunum samtvinnuð flokknum. Skipbrot sósíalismans Tilgangurinn með þátttöku ríkisins í rekstri framleiðslufyrir- tækja var sá að auka framleiðslu og hagvöxt, skapa atvinnutæki- færi, auka tekjur ríkisins og koma í veg fyrir að fjármagn yrði flutt úr landi. Ríkisfyrirtækin áttu enn- fremur að stuðla að lægra verð- lagi. Þetta allt hefur mistekist algjörlega í langflestum rílqanna. Fyrirtækin hafa ekki bætt efna- hag ríkjanna, heldur aukið á halla- rekstur þeirra og dregið úr fram- leiðslu. Nyerere, fyirum Tanzaníufor- seti, lýsti því yfir árið 1967 að markmið hans væri að gera Tanz- aníumenn sjálfum sér nóga efna- hagslega, án aðstoðar erlendra aðila. Kapítalismi var eitur í hans beinum. Þessi stefna virðist hafa beðið skipbrot. Jafnvel marxistamir í Angólu hvetja nú erlenda auð- jöfra, meira að segja íslenska út- gerðarmenn, til að fjárfesta í landinu. Þeir vita sem er að Sovét- menn veita ekki þróunaraðstoð, þótt þeir hafí kostað 52.000 kúb- verska hermenn í Angólu og dælt vopnum til landsins. Fyrir þeim er sunnanverð Afríka aðeins ákjósanlegur leikvöllur til að prófa vopnin F raunvemlegum hemaði. Eflaust tekur nokkum tíma að sannfæra vestræna ftármálamenn að peningum þeirra verði best varið í sunnanverðri Afríku. Á meðan verða Afríkuþjóðimar að kljást við skrímslin sem sósíalist- arnir hafa skapað. Það verður ekki auðvelt því á þeim hanga sníkjudýr - áhrifamenn innan al- ræðisflokkanna - sem engu vilja sleppa. Heimildir: Southem Afrícan • Ecoaomist og fleira. r

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.