Morgunblaðið - 22.12.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.12.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1988 FLUGMANNATAL Bókin fæst í eftirtöldum bókaverslunum: MÁL OG MENNING, Laugavegi 18 BÓKAVERSLUN SIGFÚSAR EYMUNDSSONAR, Austurstræti 18 PENNINN, Kringlunni, Hallarmúla og Austurstræti SALA TIL FÉLAGSMANNA FER FRAM Á SKRIFSTOFU FÍA Utgefandi: FÉLAG ÍSL. ATVINNUFLUGMANNA Háaleitisbraut 68 • Sími 35485 I rúmlega hálfa öld hefur gullsmíðastofa Kjartans Ásmundssonar haft mikið úrval gull og demantsskartgripa á boðstólum. Aldrei fyrr hefur úrvalið verið meira og allt eru það gæðademantar sem fluttir eru inn frá Antwerpen, miðstöð demantsviðskipta í heiminum. Ef þú leitar að fallegri gjöf sem gleður ástvin, - þá jíttu við hjá okkur. S)e/Mwázr JAfíTAN ASMUNDSSON GU LLSUIOUfí X. Aðalstræti 7 101 Reykjavík Áskriftarsíminn er 83033 De Niro og Grodin fara á kostum i Tímahraki, sem og reyndar allur hinn frábæri leikhópur. Stríð milli stranda Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Tímahrak — „Midnight Run" Leikstjóri Martin Brest. Iland- rit George Gallo. Tónlist Danny Elfman. Kvikmyndatökustjóri Donald Thorin. AðaUeikendur Robert De Niro, Charles Grod- in, John Ashton, Dennis Farina, Joe Pantoliano, Richard For- ony, Robert Miranda, Jack Ke- hoe. Bandarisk. Universal 1988. í þessu eldhressa og heilsubæt- andi hanastéli gaman- og spennu- myndar, leikur De Niro fyrrver- andi lögreglumann sem nú fæst við að hafa uppá eftirlýstum glæpamönnum. Næsta verkefni hans er að hafa uppá endurskoð- andanum Grodin, sem gerði sér lítið fyrir og snuðaði mafíuna um litlar 15 milljónir dala. En það eru fleiri en De Niro á eftir þessum framtakssama hagfræðingi. Ma- fiósinn Farina vill að sjálfsögðu góma kauða, sem auk þess að hafa haft af honum stórfé er allt- of ktmnugur innviðum glæpa- starfseminnar. Það veit einnig hópur sambandslögreglumanna undir stjórn Kottos, og þá vill Ashton, starfsbróðir De Niros, fá sinn skerf af verðlaunafénu sem lagt er til höfuðs Grodin. Svo það er fríður flokkur úr ýmsum áttum sem er á hælum þeirra félaga, eftir axTDe Niro hefur uppá Grodin í fylgsni hans í New York. Og nú eiga þeir æsi- legt ferðalag fyrir höndum, þvert yfir Bandaríkin, frá New York til Kaliforníu. Með Mafíuna, FBI, og Ashton, lánlausasta einkaspæjara sögunnar, á hælunum lenda þeir í einni lífshættunni á fætur ann- arri. Eru ferðafélagarnir og flutn- ingatækin öll hin litskrúðugustu Brest er sannkallaður snillingur að flétta saman ærslagangi og magnaðri spennu án þess að út- koman verði smekklaus enda- leysa. Og ef eitthvað er þá tekst honum enn betur upp að þessu sinni en í Beverly Hills Cop I., þar sem þessi tvö myndform skörðuðust nokkuð áberandi í annars ágætri mynd. Ofbeldið er líka mun vægara í Tímahraki og oftast hægt að meðhöndla það á gamansaman hátt. Handrit Gallos er útsmogið, fyndið, kryddað skýrum og skondnum persónum og lifandi, bráðsmellnum sam- tölum. Leikhópurinn er stórkost- legur, ekki veikan hlekk að finna. De Niro tekur þennan sauðþráa hausaveiðara léttum tökum og hinn stórleikari myndarinnar, Grodin, afgreiðir hinn íhugula, mátulega heiðarlega flóttamann af slíku kórnísku innsæi og öryggi að Kvikmyndaakademían ætti að gefa honum gaum, þó ekki væri nema á þorranum. Samleikur þeirra er með miklum ágætum, gagnkvæm fyrirlitning sem þróast í e.k. vináttu, allavega virðingu. Og aukaleikararnir gefa þeim lítið eftir, gott handrit gefur þeim Ashton, Kotto, og ekki síst þeim Pantoliano og Farina, færi á að sýna hvað í þeim býr. Þeir grípa tækifærið fegins hendi. Tímahrak kemur þægilega á óvart, bæði bráðskemmtileg og spennandi, vel gerður Hollywood- sjarmör á allan hátt. Þó hún flok- kist kannski ekki undir stórvirki er ekkert útá hana að setja sem stundargaman. Morgunblaðið/Sverrir Sigríður L6a Jónsdóttir, forstöðumaður TrSnuhóIaheimiIisins, veitir viðtöku ávisun upp á 100.000 krónur frá félögum í Rotary Reykjavfk-Breiðholt, iklæddum jólasveinabúningum. Rotary Reykjavík-Breiðholt: _j Gáfu 100 þúsund til einhverfra barna FÉLAGAR f Rotaryklúbbnum Reykjavik-Breiðholt gáfu nýlega 100 þúsund krónur til reksturs Trönuhólaheimilisins fyrir ein- hverf börn. Einnig hefiir verið komið fyrir söfnunarbauk f versl- unarmiðstöðinni f Glæsibæ og mun það fé einnig renna til heimilisins. Að sögn Sigurðar Más Helgason- ar, Rotaryfélaga í Reykjavík-Breið- holt, var féð sem afhent var í síðustu viku komið frá þeim fyrirtækjum sem aðstöðu hafa í Glæsibæ, endurgjald fyrir jólasveinshlutverk hans í versl- unarmiðstöðinni. Einnig er boðið upp á myndatökur af börnum með jóla- sveininum í Glæsibæ og eru 100 krón- ur af gjaldi fyrir hverja myndatöku settar í söfnunarbauk fyrir einhverf börn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.