Morgunblaðið - 22.12.1988, Side 2

Morgunblaðið - 22.12.1988, Side 2
I ■W MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1988 Flugfax hf. semur við Flying Tigers:^ Allt að 2001 flug- ft*akt á viku til Asíu Yngstu borgaramir flykktust að Lindu þegar hún steig út úr flugvélinni. Morgunblaðið/Rúnar Þór Gott að vera komin heim segir Linda Pétursdóttir UNGFRÚ heimur, Linda Pétursdóttir, kom heim til Vopnaflarðar í fyrradag. Henni var þar tekið með kostum og kynjum og flöl- menni beið hennar á flugvellinum við heimkomuna. í spjalli við Morgunblaðið sagð- ist Linda hafa fengið höfðinglegar móttökur þegar hún kom heim, og hún hefði nú þegar heimsótt frystihúsið, þar sem hún vann áður. Þar hefði verið tekið vel á móti henni eins og annars staðar. „Ég ætla samt að láta það vera að skella mér í fískvinnu núna,“ sagði Linda. Linda sagðist hafa hitt heilmik- ið af gömlu kunningjunum, sem nú væru að tínast heim úr skóla á Akureyri eða í Reykjavík og jnrðu yfírleitt fagnaðarfundir. „Það er óskaplega gott að vera komin heim,“ sagði Linda. Hún sagðist aðallega ætla að eyða hátíðunum í afslöppun, og sagðist ekki þurfa að hafa áhyggjur af því að þverfóta ekki fyrir aðdá- endum á götum úti á Vopnafirði. „Það er allt svo stórt hér á Vopna- fírði, þetta er rosabær," sagði Linda. FLUGFAX hf. hefúr náð samning- um við Flying Tigers um afnot af flugfraktrými á leiðinni Keflavík-Asía. Til að byrja með er Flugfax hf. tryggt 38 tonna rými á viku. Ef vel gengur gséti þetta orðið ailt að 200 tonna rými á viku. Aðallega verður um flutn- ing á fiski að ræða en einnig hrossakjöti á Japansmarkað. Flugfax hf. er nýtt fyrirtæki en að því standa Jónar sf., Félag hrossa- bænda, Olís og Samson Transport. Síðastnefnda fyrirtækið er danskt, annað stærsta flutningafélagið þar í landi. Guðmundur Þór Þormóðsson framkvæmdastjóri Flugfax segir að með þessum samningum opnist mikl- ir möguleikar fyrir fiskútflytjendur á mörkuðum í Asíulöndum þar sem flogið er frá Keflavík til borga eins og Tókýó og Seoul. „Við erum einnig með í huga út- flutning á hrossakjöti á tímabilinu 15. ágúst til 20. nóvember til Jap- ans. Japanskir aðilar hafa gefíð upp mjög gott verð og vilja 3 tonn á viku. Sennilega verður þetta fyrsti kjötút- flutningurinn héðan sem ekki er nið- urgreiddur," segir Guðmundur. Auk þess að hafa samið um frakt- pláss við Flying Tiger á leiðinni milli Keflavíkur og Asíu er frekari sam- vinna á fleiri sviðum áformuð. Munu viðræður milli þessara aðila því halda áfram. Evrópumeistara- mót í skák: Þrösturvann meistarann ÞRÖSTUR Þórhallsson vann Sovétmanninn Boris Gelfand í 3. umferð Evrópumeistara- móts unglinga i skák, sem fram fer í Arnheim í Hol- landi. Gelfand er núverandi Evrópumeistari. Þröstur er efstur með 3 vinninga eftir þijár umferðir, ásamt Djur- hus frá Noregi, og Dreev frá Sovétríkjunum sem hann tefl- ir við i dag. Þröstur hafði svart gegn Gelf- and og upp kom Meran-afbrigð- ið af slavneskri vöm. Þröstur fékk heldur lakara út úr byijun- inni en sneri á Sovétmanninn í timahraki, vann mann í 36. leik og skákina síðan í 48. leik. Alls verða tefldar 13 umferðir á mótinu, en keppendur eru 32. Hálkuslys: Fimm á slysadeild FIMM manns hafa verið fluttir á slysadeild með sjúkrabflum eftir að hafa dottið á hálku og bein- brotnað í þessari viku. í flestum tilfellum er þar um að ræða fólk Getur leitt til aukinna um- svifa Flying Tigers á íslandi segir Burt Hubbs yfirmaður Evrópudeildar um kaup Federal Express á Flying Tigers BURT Hubbs yfirmaður Evrópudeildar Flying Tigers segir að kaup Federal Express á Flying Tigers raski ekki fyrirhugaðri starfsemi félagsins hér á landi. Raunar bjóst hann fastlega við að með kaupunum myndu umsvifin aukast frá þvi sem nú er áformað. Federal Express byrjaði að kaupa hlutabréf Flying Tigers í kauphöllum í Bandaríkjun- um á þriðjudag. Greiddu þeir 20 dollara og 85 sent fyrir hlutinn. Eins og fram hefúr komið i fréttum er markaðsverð Flying Tigers 880 milljónir dollara eða rúmir 40 milfjarðar króna. „Við reiknum með að sex mánuðir liði þar til næstu skref verði stigin í þessum kaupum Federal Express þrí þau þarftiast staðfestingar tveggja ráðuneyta í Bandaríkjunum. Á meðan verður rekstur okkar að öllu leyti eðlilegur, þar með talið ís- landsflug," segir Burt Hubbs. „Að mínu mati mun Federal Express ör- ugglega halda áfram með áform okkar um millilendingar í Keflavík og jafnvel auka umsvifín. Federal Express hefur flutt físk milli íslands og Bandaríkjanna og því hafa þeir áhuga á að bæta við áætlun á leið- inni Keflavík-New York.“ Enn sem komið er hefur Flying Tigers ekki gert neina samninga við íslenska aðila um umboð fyrir félag- ið hérlendis. Burt Hubbs segir að þeir hafi átt einn óformlegan fund með fulltrúum Flugleiða þar sem rætt var um samvinnu en ekkert samkomulag gert. „Raunar hefur aðeins verið rætt um samvinnu á leiðinni Frankfurt-Keflavík. Við höf- um engan áhuga á samvinnu um leiðina ÍCeflavík-Tokýó. Þann markað ætlum við að þróa sjálfir," segir Hubbs. Aðspurður nánar um kaup Federal Express segir Hubbs að þegar þeir hafí náð því að kaupa 51% hlutafjár verði þeir að senda málið til sam- gönguráðuneytisins í Bandaríkjunum og fá staðfest að kaupin séu þeim heimil. Samgönguráðuneytið biður síðan alla þá sem kaupin hafa áhrif á að senda inn greinargerðir. Þetta eru aðallega önnur fraktflugfélög og aðilar í hraðsendiþjónustu. um eða yfir miðjum aldri. Lög- reglan áætlar að mun fleiri hafi orðið fyrir samskonar óhöppum undanfarið en ekki þurft á sjúkra- flutningi að halda. Að sögn Ómars Smára Armanns- sonar aðstoðaryfirlögregluþjóns virð- ast slys_ af þessu tagi ganga yfír í lotum. Á mánudag voru tveir karlar og kona flutt á slysadeild beinbrotin eftir fall á gangstétt frá klukkam 12.20 til klukkan 15.45. Á þriðjudag slasaðist maður klukkan 15.40 er hann datt á hálku fyrir utan SPRON á Skólavörðustíg og rúmri klukku- stund síðar datt kona á hálkubletti í Hafnarstræti og þurfti aðhlynning- ar læknis við. Ómar Smári minnti á að í öllum þessum tilfellum hefði verið þörf á sjúkrabíi og því taldi hann óhætt að áætla að margir aðrir hefðu orðið fyrir svipuðum óhöppum á þessum tíma og annað hvort sloppið við mik- il meiðsli eða komið sér sjálfir á slysa- deild. Þorsteinn Pálsson um frumvörp um tekju- og eignaskatt: Skattar Qögurra manna íjöl- skyldu munu hækka um 30% SKATTAR 4 manna Qölskyldu, með 150.000 kr. tekjur á mánuði og 4 milljóna króna skuldlausa eign, munu hækka um 55.252 kr. á ári, eða um 30%, ef frumvörp rikisstjómarinnar um tekju- og eignaskatt og vörugjald verða samþykkt sem lög frá Alþingi. Þetta kom fram í ræðu Þorsteins Pálssonar, formanns Sjálfstæðis- flokksins, á Alþingi í gær. Þorsteinn sagði, að Ólafúr Ragnar Grimsson, Qármálaráðherra, hefði vísvitandi ætlað að afla fylgis við frumvarpið með ósannindum. Þorsteinn sagði í ræðu sinni, að kynning fjármálaráðherra á tekju- og eignaskattsfrumvarp- inu, bæði á Alþingi og í fjölmiðl- um, hefði verið makalaus. Hann hefði sagt, að í því fælist hækkun skattleysismarka og lækkun skatta á lágtekjufólk. Þetta stæð- ist ekki en fjármálaráðherra hefði vísvitandi ætlað að afla fylgis við frumvarpið með ósannindum. Slík framkoma væri auðvitað bæði al- varleg og ámælisverð. Þorsteinn sagði að í frumvarp- inu fælist veruleg hækkun á skött- um alls almennings. Hann tók sem dæmi hjón með tvö böm á aldrin- um 7 til 16 ára, sem ættu 4 millj- óna króna skuldlausa eign og öfluðu samtals 150.000 króna í launatekjur á mánuði. Frumvarpið myndi leiða til þess, að stað- greiðsluskattar þeirra hækkuðu úr 151.512 krónum á ári í 193.200 krónur, eða um 41.688 kr. Þar að auki myndi eignaskattur þeirra hækka um 2.930 kr. á ári. Þorsteinn sagði að frumvarp ríkisstjómarinnar um vörugjald leiddi að auki til 9.000 króna hækkunar framfærslukostnaðar hjónanna. Óbein áhrif vörugjalds- ins á eignaskattinn yrðu svo 2.930 kr. hækkun, þar sem það myndi hækka byggingarvísitölu um 3% og lánskjaravísitölu um 1,3%. Hér væri ríkisstjómin því að hækka skatta þessara hjóna um alls 55.252 krónur á ári, eða úr 161.012 kr. í 216.264 kr. Sú skattahækkun væri um það bil 30 af hundraði. Þau myndu greiða 12% árstekna sinna til ríkissjóðs í stað 8,9%. Sagði Þorsteinn að lokum, að ætlunin hefði verið að keyra þessar hækkanir í gegnum þingið með offorsi, til þess að koma í veg fyrir að almenn um- ræða gæti farið fram um þær. 4 Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson Fernt slasast FERNT slasaðist i hörðum árekstri tveggja fólksbfla á Höfða- bakka, skammt norðan Höfða- bakkabrúar, laust eftir klukkan átta í gærkvöldi. Mazda kennslubifreið á leið suður Höfðabakka rakst á Lada-bíl á leið í gagnstæða átt. Björgunarbíll slökkviliðsins þurfti að koma á vett- vang til að losa ökumann Lödunnar úr flakinu. Maðurinn brotnaði á fæti og framhaldlegg auk þess sem hann kvartaði um verki í kviðarholi. Með honum í bflnum voru tvö böm sem slösuðust nokkuð. Ökuneminn í Mözdunni hlaut einnig áverka og var fluttur á slysadeild.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.