Morgunblaðið - 28.12.1988, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1988
25
Verður Njörvasund
brúað fyrir aldamót?
Rabat. Reuter.
HASSAN Marokkókonung-ur
skýrði frá því á annan í jólum
að Marokkómenn og Spánveijar
hefðu náð samkomulagi um að
tengja lönd sín með brú yfir
Njörvasund. Sagði hann að brú-
argerðin ætti eftir að hafa sams
konar þýðingu og gerð Súez-
skipaskurðarins fyrir einni öld,
en með houm opnaðist siglinga-
leið frá Miðjarðarhafi inn á
Rauðahaf.
„Ég vona að brúarsmíðinni verði
lokið fyrir næstu alddamót," sagði
Hassan konungur í viðtali við
spænska blaðið ABC. Hann skýrði
hvorki frá hver væntanlegur kostn-
aður við brúna yrði né hvenær
smíði hennar hæfíst. Fyrir þremur
árum reiknuðu sérfræðingar út að
brú á Njörvasundi mundi kostajafn-
virði tveggja milljarða Bandaríkja-
dollara, eða um 90 milljarða
Bandaríkin:
íslenzkra króna. Sú tala yrði enn
hærri í dag, vegna kostnaðar-
hækkana. Fyrirhugað er að brúin
liggi milli Capa Malabata austur
af Tanger í Marokkó og Punta
Paloma á Spáni, sem er um 10 km
vestur af bænum Tarifa.
Ef af brúarsmíðinni yrði kæmi
hún til með að styrkja efnahagsleg
tengsl Marokkó annars vegar og
Spánar og Evrópubandalagsríkj-
anna (EB) hins vegar. Stjómvöld í
Marokkó hafa mikinn áhuga á aðild
að EB enda selja Marokkómenn
40% útflutningsafurða sinna til
EB-ríkja og þaðan kemur helming-
ur allrar innflutningsvöru þeirra.
Brúargerðin kæmi til með að auð-
velda þeim aðgang. Umsókn þeirra
snemma á líðandi ári var þó hafnað.
Brúin hefði það éinnig í för með
sér að Marokkó yrði mikilvæg mið-
stöð viðskipta og ferðamanna-
straums milli Evrópu og Afríku.
Elizabeth Dole skipuð
atvinnumálaráðherra
Washington. Reuter.
GEORGE Bush, sem sver emb-
ættiseið Bandaríkjaforseta i
næsta mánuði, hefúr ákveðið að
skipa Elizabeth Dole atvinnu-
málaráðherra í ríkisstjórn sinni.
Elizabeth Dole var úm fjögurra
ára skeið samgönguráðherra í
sfjórn Ronalds Reagans en sagði
af sér siðla árs 1987.
Bush kunngerði þessa ákvörðun
sína á laugardag og kom val hans
á óvart. Búist hafði verið við því
að að Elizabeth Dole, sem er 52
ára að aldri, réðist til starfa í einka-
geiranum eftir að ljóst varð að hún
myndi ekki hreppa embætti sendi-
herra Bandaríkjanna hjá Samein-
uðu þjóðunum.
Elizabeth Dole er eiginkona öld-
ungadeildarþingmannsins Roberts
Dole sem háði harðvítuga baráttu
við George Bush í forkosningum
Repúblíkanaflokksins vegna for-
setakonsinganna. Höfðu banda-
rískir fréttaskýrendur sumir hveijir
á orði að ef til vill vildi Bush frið-
mælast við þau hjónin með þessum
hætti. Bush fullyrti hins vegar að
hann hefði valið Elizabeth Dole
sökum verðleika hennar og lagði
jafnframt áherslu á að fyrri fjand-
skapur hans og Dole væri úr sög-
unni.
Ronald Reagan skipaði Elizabeth
Dole samgönguráðherra árið 1983
og gegndi hún því embætti þar til
Elizabeth Dole.
síðla árs 1987 er eiginmaður henn-
ar ákvað að gefa kost á sér í for-
kosningum Repúblíkanaflokksins.
Sem samgönguráðherra beitti hún
sér fyrir víðtækum breytingum á
flugsamgöngum í Bandaríkjunum.
Fargjöld lækkuðu mjög í verði en
þjónusta flugfélaga þótti versna
mjög í kjölfar þessa. Þá var hún
harðlega gagnrýnd er hún varði þá
stefnu stjómar Reagans að ráða
ekki fleiri flugumferðarstjóra þrátt
fyrir að flugumferð hefði stórauk-
ist. Engu að síður naut hún bæði
vinsælda og virðingar í ráðherratíð
sinni og þótti ötull talsmaður stjóm-
arstefnu Reagans forseta.
Noregur:
Unnt að stórminnka
lyfjanotkun í fiskeldi
í LJÓS hefúr komið við rann-
sóknir norskra vísindamanna á
lyQanotkun í fiskeldi, að hana
er unnt að stórminnka og ná þó
sama árangri og jafnvel betri.
Var frá þessu skýrt í norska
dagblaðinu Aftenposten fyrir
nokkrum dögum.
Árleg lyfjanotkun í norsku fisk-
eldi er nú rúmlega 48 tonn en við
athuganir vísindamanna við Akva-
forsk-rannsóknastofnunina, sem
rekin er í tengslum við norska land-
búnaðarháskólann, kom í ljós, að
65% minni lyfjanotkun að vetrar-
lagi og 45% minni að sumarlagi
báru alveg sama árangur og stóru
skammtamir. Geta þessar niður-
stöður haft mikil áhrif á tilkostnað-
inn við fískeldið og einnig dregið
úr því umhverfistjóni, sem stundum
fylgir því.
Fái fiskurinn of mikið af lyfjum
geta örverur og gerlar myndað
mótstöðuafl gegn þeim og það
sama getur átt sér stað hjá mönn-
um, sem neyta físksins.
Tilraunir, sem gerðar hafa verið
í Averöy á Norður-Mæri í hálft
annað ár á lyfínu oksolínsýru, sýna,
að það kemur að betri notum ef
því er blandað saman við loðnulýsi
og sett utan á fóðurtöflumar en
ekki blandað saman við fóðrið eins
og stundum er gert. Þegar svona
var farið að mátti stórminnka lyfja-
notkunina.
Norskir vísindamenn segja, að
núverandi lyfjanotkun í fiskeldinu
sé stórvarasöm og því verði að
minnka hana með öllum ráðum.
Þessar niðurstöður eru því mikið
fagnaðarefni og geta auk þéss
sparað norskum fískeldismönnum
stórar fjárhæðir.
áramótaa;
Gríptu jott ttkijieri jýrir krttlartlgar hzkkanír.
Gób^nittítukför eia^óSir turhtóir bítar tekttir
BíLVANGURstr
HÖFÐABAKKA 9 5ÍMI 687BOO
MONZA’tbá.
Vrrófrotkr, 667,000r
Vrrblarkktm:ht, 104,00Q -
TílbofóverÓ.
h4ZZ,000,Afr.
TR0OPÍK m'
UrSfixnkr.l,‘>19,000,-
VírShekkun .kr, /99,000,
, J/MMY «
VerSfro hrí.mOOO. np.
VerSUkkim. hr. 140,00:
« I . i