Morgunblaðið - 28.12.1988, Page 42

Morgunblaðið - 28.12.1988, Page 42
 42 MORGUNBLABIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBBR 1988 Jón Pálsson tvítugu og frá þeim tíma talið mig hálfgildings fósturson þeirra. Ég á Jóni og Aslaugu mikið að þakka, hann hvatti mig með ráðum og dáð til að fara í dýralæknisnám og hjá þeim var ég í læri meira og minna öll námsár mín og aðstoðardýra- læknir hjá honum fyrst eftir að ég lauk námi. Sumarið áður leysti ég hann af í sumarfríi, en þau hjónin fóru í ferðalag vestur á firði og síðan norður í land. Áætlað var að ferðin tæki hálfan mánuð en heim komu þau eftir fjóra daga. Þá höfðu þau heimsótt alla eins og til stóð, en iðjuleysið átti ekki við þau hjón- in. Það var líka í ýmsu að snúast heima, úti á Árbæ beið heyskapur og þó að í þessu tilfelli væri nægur mannskapur heima sakaði ekki að fá drífandi stjómanda heim. Þegar hér er komið sögu er Jón kominn vel yfir sextugt. Hann hafði marga svaðilförina farið, lent í bflveltum, dottið af vitlausum hest- um og verið barinn og bitinn af skepnum. En hann var ódrepandi, þurfti sáralítinn svefn, fór gjaman á fætur kl. 6 að morgni og fékk sér gúlsopa af genever, vegna mag- ans. Eftir morgunverð var haldið af stað í kúaskoðun, stórgeldingar og eða kjötskoðun, sem e.t.v. hafði ekki gefist tími til að framkvæma daginn áður og aldrei sá ég hann nema í góðu skapi. Jón var góður og farsæll dýra- læknir og sem héraðsdýralæknir var hann laginn embættismaður, sem kom ótrúlega miklu til leiðar, þrátt fyrir fádæma skilningsleysi bænda og stjómvalda. Það var mikill skaði fyrir íslenska dýralækna að honum var ekki veitt yfirdýralæknisembættið, þegar hann sótti um það á sínum tíma. Ég hefi alla tíð verið sannfærður Eiginmaftur minn, t EMIL ÁSGEIRSSON bóndi, Gröf, Hrunamannahreppi, er látinn. Eyrún Guðjónsdóttir. t Eiginmaftur minn, VILHJÁLMUR M. GUÐJÓNSSON, Vogabraut 42, Akranesi, lést í Sjúkrahúsi Akraness þann 27. desember. Halldóra Lárusdóttir. t Móftir okkar, tengdamóftir og amma, THEÓDÓRA SIGURÐARDÓTTIR, Holtsgötu 41, lóst í Landakotsspítala þann 25. desember. Steinþór Stelngrfmsson, Sigurður Örn Steingrfmsson, Sigrún Steingrfmsdóttlr, Hreinn Steingrfmsson, Svala Wlgelund, Guftrún Blöndal, Bjarni Magnússon, Steingrfmur Steinþórsson. t Móftir okkar, SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, Kvfum, Þverárhlfft, andaðist í Sjúkrahúsi Akraness aðfaranótt 24. desember. Eggert E. Ólafsson, Ragnar Ólafsson, Þorgeir Ólafsson, tengdadœtur, barnabörn og barnabarnabörn. Útför föftur okkar, JÓNS PÁLSSONAR fyrrv. hóraftsdýraleeknis, fer fram frá Selfosskirkju miðvikudaginn 28. desember kl. 13.30. Bílferð verður fró Umferftarmiðstöftinni í Reykjavík kl. 12.00. Garftar Jónsson, Ólafur Jónsson, Páll Jónsson, Helgi Jónsson, Steinunn Sigurðardóttlr. t Móftir okkar, tengdamóftir, amma og langamma, ÞÓRUNN ÚLFARSDÓTTIR frá Fljótsdal, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 29. desember kl. 15.00. Njáll Haraldsson, Ingigerður Karlsdóttir, Úlfar Haraldsson, Ragnhelður Krlstinsdóttir, Björn Haraldur Sveinsson, Kolbrún Jónasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. um að þar hefði hann reynst far- sæll og gegn embættismaður og góður lærifaðir þeirra sem á eftir hefðu komið í .það embætti. Þannig reyndist hann alla vega þeim ófáu dýrlæknanemum og dýralæknum, sem hjá honum störf- uðu. Jón var stórhuga maður, áhuga- málin voru mörg. Hann var mjög pólitískur og ákafur fylgjandi Sjálf- stæðisflokksins. Hann var mikill hestamaður, átti góða hesta og var mikill hrossaræktunarmaður, þótt hugmyndir hans í þeim málum færu stundum fyrir bijóstið á „hrossa- ræktunarmönnum", hélt hann sínu striki. Jón var gæfumaður í sínu einka- lífí, hann kvæntist Áslaugu árið 1918, hjónaband þeirra var ham- ingjusamt, þau eignuðust fjóra syni og eina fósturdóttur, Steinunni Helgu húsmóður í Kópavogi. Synir þeirra eru: Garðar fyrrverandi skógarvörður, Ólafur fram- kvæmdastjóri, Páll tannlæknir, þeir búa allir á Selfossi, og Helgi banka- stjóri hann býr á Akureyri. Allt eru þetta gegnir og góðir borgarar, sem svo sannarlega reyndust foreldrum sínum vel. As- laug andaðist haustið 1981. Við Hulda og böm okkar séndum bestu kveðjur suður á Selfoss til fjölskyld- unnar allrar. Það er gott að minnast Jóns Pálssonar, hann var svo samkvæm- ur sjálfum sér, raunsær og vitur. Jón Pétursson Jón fæddist að Þingmúla í Skriðdal á rigningarvori. Foreldrar hans voru vel bjargálna fólk, en þó varð heimilið svo eldiviðarlaust að þurrka varð bamafötin hans Jóns ýmist úti í fjósi eða konur þurrkuðu þau inni á sér. Okkur ofneyslufólki nútíðar væri hollt að minnast þeirra lífskjara, sem fólk á aldursskeiði Jóns varð oft að búa við. Ungur varð Jón fylgdarmaður ferðamanna t INGIBJÖRG VESTMAN N, Hringbraut 24, Reykjavlk, sem andaðist 22. desember sl. verftur jarðsunginn frá Dómkirkj- unni fimmtudaginn 29. desember kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið. Stefán Bjarnason Elsa Stefánsdóttir, Birgir Sigurftsson. Anna Steinunn Ágústsdóttir, Kjartan Bjargmundsson, Einar Ingi Ágústsson, Elías Halldór Ágústsson, Eva Ágústsdóttir og barnabarnabörn. t Ástkaer ömmusystir mín, ÓLÍNA KRISTÍN JÓNSDÓTTIR frá Ölvaldsstöðum, Bjarnarstfg 7, Reykjavfk, er lést f Borgarspítalanum fimmtudaginn 22. desember verður jarðsungin frá Fossvogskapellu föstudaginn 30. desember kl. 10.30. Fyrir hönd ættingja og vina, Sif Ragnhildardóttir. t Móðir mín, tengdamóöir, systir og amma, SIGRÍÐUR HELGADÓTTIR, Bjarnabœ, Suðurgötu 38, Hafnarfirði, verður jarftsungin frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 29. des- ember kl. 13.30. Eirfkur Ólafsson, Hafdfs Jóhannesdóttir, Bjarni Helgason, Margrét Helgadóttir, Helgi Helgason og barnabörn. t Faðir okkar, tengdafaftir, afi og langafi, LÚTHER SALÓMONSSON pfpulagnlngamelstari, Reynimel 82, sem lést 17. desember sl., verftur jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 29. desember kl. 13.30. Hilmar Lúthersson, Koibrún Guftmundsdóttir, Sigrfður Lúthersdóttir, Sveinn Þórðarson, Jóhann Lúthersson, Reynlr Lúthersson, Sverrir Lúthersson, Auftur Samúelsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaftur minn, faftir okkar, tengdafaðir og afi, MAGNÚS AXELSSON forstjórl, Skólavegi 38, Keflavfk, verftur jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 29. desem- ber kl. 14.00. Krlstfn Þórftardóttlr, Þórftur Magnússon, Guftný Húnbogadóttir, Margrót Magnúsdóttlr, ÓlafurJón Briem, Auftur G. Magnúsdóttir, Magnús Axel Magnússon og barnabörn. um Austurland og varð hann fljótt duglegur að ferðast á hestum, enda átti hann lengst af eftir að hann hóf embættisstörf mjög góða hesta og notaði þá mikið til ferðalaga í þágu starfs síns. Ungur fór hann til náms í Flens- borgarskóla. Ekki fannst Jóni skólavist sín byija vel, vegna stop- ulla samgangna komst hann ekki í skólann fyrr en kennslan var hafín fyrir alllöngu, en hvatning kennara og kappgimi og dugnaður Jóns dugðu honum til að vinna upp það nám sem hann var búinn að tapa. Hann lauk öllu tilskildu námi með góðum árangri. Að undirbúnings- námi loknu hélt Jón til Danmerkur til dýralæknisnáms. Jóhann Sigur- jónsson frá Laxamýri hafði byijað að nema dýralækningar og fékk iítilsháttar íjárstyrk frá íslenska ríkinu en hætti svo námi og varð það til þess að Jóni var veittur styrkurinn í hans stað. Ekki var ríkisstyrkurinn það hár að hægt væri að lifa neinu sældarlífí á hon- um en þó varð Jón að láta hann nægja sér til framfæris, því sumar- kaup fékk hann ekkert fyrr en að námslokum. Heim kominn frá námi 1918 hóf hann þegar að starfa að dýralækningum, fyrst á Austur- landi, fékk svo síðar veitingu fyrir Suðurlandsdýralæknishéraði. Var umdæmi hans frá Hellisheiði til Lómagnúps. Nú kom Jóni vel hversu góðan hestakost hann átti og var duglegur að ferðast á hestum og hygg ég að mörg hestaferðalög hans hafí verið honum til óblandinn- ar ánægju. Jón var alls staðar góð- ur gestur, hann lífgaði upp fá- breytni hins daglega lífs með gam- ansemi og hófstilltri kátínu, glettist við alla og átti jafnvel til að tusk- ast við böm og unglinga. Hyggilegt form hafði Jón á embættisstörfum sínum, hann var þess vel meðvit- andi að mörg verk, sem í hans verkahring voru urðu að vinnast á vissum tíma enda dró hann aldrei ótilneyddur á langinn þau störf, sem fyrir lágu. Hyggindum sínum beitti Jón ótæpt þeim til handa sem nutu starfa hans. Óhjákvæmilegt er það að mörg læknisstörf bera ekki árangur, í fjölmörgum þannig til- fellum gaf Jón fyrirhöfn sína og vinnu. Ekki er hægt að segja að Jón hafi alltaf verið mildur í dómum sínum um menn og málefni, sem ekki voru að hans skapi og orð- heppni hans var einstök og væri sjálfsagt hægt að nefna þess mörg dæmi. Lárus Helgason á Klaustri mat Jón umfram aðra menn, sem hann kynntist á Suðurlandi, kom þar til góðvild og ráðsnilld Lárusar. Ljóðelskur var Jón og kunni mikið af ljóðum, einkum ljóð aldamóta- skáldanna. Vöntun á ljóðanámi í nútíma skólahaldi fékk mjög harðan dóm hjá honum, þá var Jón mjög vel að sér í fomsögum, einkum Sturlungu, þó meginsögusvið henn- ar sé annars staðar en þar, sem ævistarf hans var, þá jók hin mikla staðfræðiþekking Jóns honum auk- inn skilning á söguþræði hennar, svo og annarra fomsagna. Ekki er hægt að minnast Jóns án þess að konu hans, frú Áslaugar Stephensen, sé getið. Þau gengu í hjónaband í Kaupmannahöfn sum- arið 1918 og er til af þvi saga sem ekki verður sögð hér. Áslaug var einkar sköraleg og hagsýn húsmóð- Kransar, krossar og Idstuskreytingar. Sendum um allt land. GLÆSIBLÓMIÐ GLÆSIBÆ, v Álfheimum 74. sími 84200

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.