Morgunblaðið - 28.12.1988, Síða 43
ir og lifðu þau í farsælu hjónabandi
í yfír sextíu ár. Jón virti konu sína
mikið og fráfall hennar fyrir nokkr-
um árum varð honum ákaflega er-
fitt. Sjón hans var þá orðin svo
döpur að hann var ekki bóklæs, en
Áslaug las fyrir hann blöð og þær
bækur sem Jón hafði dálæti á. Að
leiðarlokum er mér efst í huga
þakklæti til Jóns fyrir órofa tryggð
og vinsemd mér til handa.
Blessuð sé minning hans.
Ólafiir Árnason
frá Oddgeirshólum
Jón Pálsson fyrrverandi héraðs-
dýralæknir á Selfossi lést 19. des-
ember síðastliðinn. Með honum er
horfínn hispurslaus maður, sem
naut óvenju almennra vinsælda hjá
þeim fjölmörgu sem hann hafði
skipti við á löngum starfsferli.
Þeim, sem vel hefur unnið langan
dag, er hvíldin góð.
Jón Pálsson var Austfírðingur,
fæddur í Þingmúla í Skriðdal, sonur
Elínborgar Stefánsdóttur bónda á
Þóreyjamúpi Jónssonar prófasts í
Steinnesi og manns hennar Páls
Þorsteinssonar hreppstjóra í Tungu
í Fáskrúðsfírði.
Þau hjón áttu fjórtán böm og
ólu upp fjögur til viðbótar. Pál man
ég vel, teinréttan léttleikamann, þó
kominn væri þá hátt á níræðisaldur.
Eftir nám í Flensborgarskólanum
og við Menntaskólann í Reykjavík
hóf Jón nám í dýralækningum í
Kaupmannahöfn, þar lauk hann
námi með góðum vitnisburði árið
1918. Sama ár var hann skipaður
dýralæknir í Austuramtinu með
búsetu á Reyðarfírði. Á þeirri tíð
voru samgöngur erfíðar á Austur-
landi, sími óvíða, og starf dýralækn-
is í þeim landsfjórðungi algert
brautryðjendastarf og kjörin því
kröpp.
Áldrei heyrði ég Jón þó mikla
erfiðleika þessara ára, þvert á móti,
bærast þessi starfsár í tal, kunni
hann frá ýmsu gamansömu og bros-
legu að segja.
Á þessum áram kannaði Jón
lungnasjúkdóma í sauðfé á Austur-
landi sem þar ollu miklu tjóni. Um
þá sjúkdóma ritaði hann tvær fróð-
legar og ítarlegar greinar í Búnað-
arritið.
í byijun fjórða áratugarins fóra
bændur á Suðvesturlandi að auka
mjög mjólkurframleiðslu _og mjólk-
urbú voru sett á stofn. Ákvað Al-
þingi þá að lögfesta nýtt dýralækn-
isembætti á Suðurlandi. Árið 1934
kvaddi Jón Austurland og var skip-
aður í hið nýja dýrlæknishérað með
búsetu á Selfossi, og þar starfaði
hann óslitið, uns hann lét af störfum
fýrir aldurs sakir árið 1961.
Á Selfossi vora starfsvettvangur
og starfsskilyrði fyrir dýralækni
allt önnur en verið höfðu á Austur-
landi. í Ámes- og Rangárvallasýslu
var víða blómlegur búskapur og
þéttbýli og samgöngur ólíkt greið-
ari en verið höfðu á Austurlandi
og nóg að starfa fyrir ötulan dýra-
lækni, því gripafjöldi var mikill.
Jón var enn á góðum starfsaldri
er hann flutti að Selfossi, enda spar-
aði hann sig hvergi í erfíðu starfi
og lýjandi ferðum. Jafnan var Jón
kátur og reifur, hispurslaus og
óragur við að láta í ljósi skoðun
sína, og gat þá stundum verið hijúf-
ur í orðum, en það særði ekki, því
fólk þekkti hjartahlýju hans og
hjálpsemi.
Þess hafa gamlir bændur á Suð-
urlandi oftsinnis minnst í minni
áheym hve sjúkravitjunum Jóns
fylgdi jafnan mikil uppörvun og
gleði vinnulúnu bændafólki sem var
að basla við sjúkar skepnur.
Alla tíð þótti Jón sanngjarn í
kröfum fyrir ferðir og aðgerðir,
enda komst hann stundum svo að
orði að sér þætti veikar mjólkurkýr
bænda óeðlilegur tekjustofn.
Jafnan var Jón ráðhollur ungum
starfsbræðram sínum, sem til hans
leituðu og suma þeirra hafði hann
hjá sér um lengri eða skemmri tíma
og miðlaði þeim óspart af reynslu
sinni, ekki síst varðandi mannleg
samskipti. Mátu þeir þetta „skóla“-
starf Jóns síðar meir mjög mikils.
Jón var virkur í ýmsum félags-
málum og mikils metinn á því sviði.
Því síðar meir var hann gerður
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28: DESEMBER 1988
43
heiðursfélagi í þeim samtökum þar
sem hann hafði lengst starfað, t.d.
í Landssambancfó hestamanna,
Dýralæknafélagi íslands, Hesta-
mannafélaginu Sleipni o.fl.
Sérstaka tryggð tók Jón við
málefni hestamanna og starfaði á
þeim vettvangi fram á elliár, enda
var hann alla tíð mikill aðdáandi
góðra hesta og átti sjálfur lands-
þekkta gæðinga, sem hann kunni
öðram mönnum betur með að fara.
Alla tíð ól hann með sér draumsýn-
ina um hinn fullkomna íslenska
hest.
í einkalífí sínu mun Jón hafa
notið mikillar gæfu. Hann kvæntist
ungur góðri og_ glæsilegri konu,
Áslaugu dóttur Ólafs Stephensens,
prófasts Magnússonar bónda í Við-
ey og Steinunnar Eiríksdóttur frá
Karlsskála.
Áslaug studdi bónda sinn í eril-
sömu starfí, jafnt innan heimilis
sem utan. Áslaug var höfðingi sem
seint mun gleymast þeim er henni
kynntust. Hjá þeim hjónum var
jafnan hús opið öllum gestum og
gangandi. Synir þeirra era fjórir:
Garðar, skógarvörður; Ólafur,
framkvæmdastjóri; Páll, tannlæknir
og Helgi, bankastjóri og á heimili
Jóns og Áslaugar ólst upp frænka
Áslaugar, Steinunn Sigurðardóttir,
húsmóðir.
Að leiðarlokum kveð ég Jón Páls-
son, aldursforseta fámenns hóps
íslenskra dýralækna, og votta hon-
um þakkir og virðingu fyrir langt
og farsælt starf í þágu ferfætlinga
sem oft eiga sér fáa formælendur.
Aðstandendum sendi ég hugheil-
ar samúðarkveðjur.
Páll A. Pálsson
t
Útför sambýlismanns míns, föður okkar, tengdaföfiur, afa og langafa,
JÖRUNDARÞÓRÐARSONAR
frá Ingjaldshóli,
fer fram frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 29. desember kl. 13.30.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á Öldrunardeild Landspítalans.
Gufiný Magnúsdóttir,
börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
t
Útför ástkœrrar dóttur okkar og systur,
HERU BJARGAR EMILSDÓTTUR,
sem lóst af slysförum 19. desember sl. verður gerð frá Fossvogs-
kirkju fimmtudagjnn 29. desember kl. 15.00.
Emil Sigurðsson, Lára Einarsdóttir,
Árni Elvar Emilsson.
;
Þegar þú kaupir hlutabréf í Iðnaðarbankanum mátt þú draga kaupverð þeirra frá
skattskyldum tekjum þínum upp að ákveðnu marki. Ef keypt eru hlutabréf fyrir
kr. 70.000,- má draga sömu upphæð frá tekjum 1988. Því skiptir máli að fjárfesta
í hlutabréfum Iðnaðarbankans fyrir áramót til að geta nýtt sér þessi skattfríð-
indi. Dæmi: Ef keypt eru hlutabréf að nafnvirði kr. 70.000,- lækkar tekjuskattur
þinnum28% afþeirriupphæð eðaum 19.600,-fyrirárið 1988.
Arður
Iðnaðarbankinn hefur alla tíð hugsað vel um hluthafa sína og starfsfólk bankans
er meðvitað um hagsmuni þeirra. Fyrir árið 1987 greiddi Iðnaðarbankinn 9,5%
arð til híuthafa. Þannig fékk einstaklingur sem átti hlutabréf að nafnvirði
100.000,- kr. í Iðnaðarbankanum í lok árs 1987 sendan tékka að upphæð kr.
9.500,- í apríl 1988, sem arð fyrir árið 1987. Auk þess fékk hann hlutabréf í Iðnað-
arbankanum vegna verðlagshækkana á árinu 1987 að nafnvirði kr. 24.500,- en
það er 24,5% hækkun, sem er sama og á vísitölu jöfnunarhlutabréfa.
Fríðindi
Ymis fríðindi fylgja því að vera hluthafi í Iðnaðarbankanum. Auk þess að vera
þátttakandi í uppbyggingu nútíma banka fá hluthafar hærri vexti á Alreikningi.
Á Bónusreikningi fá hluthafar strax vexti annars vaxtaþreps án tillits til inn-
stæðu en það innlánsform ber stighækkandi vexti með auknum spamaði.
Hlutabréfin eru seld í Verðbréfamarkaði Iðnaðarbankans, Ármúla 7 og úti-
búum bankans.
©iðnaðarbankinn
-mt'm bœrtki
Skattafrádráttur
-við kaup á hlutabréfum Iðnaðaxfoankans