Morgunblaðið - 16.03.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.03.1989, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1989 Morgunblaðið/Árni Sæberg Bergstaðastrœti 6a og 6c voru rifin en þau stóðu í vegi fyrir bifreiðageymslu, sem reist verður við Bergstaðastræti. Jarðvinna fyrir bílageymslu: Buðu 50% af kostnaðaráætlun TILBOÐ hafa verið opnuð í jarðvinnu fyrir bifreiða- geymslu á lóð ofan við Iðnaðar- mannahúsið á milli Hallveig- arstígs og Bergstaðastrætis. Lægst bauð Fjarðarverk hf., rúmar 5 milljónir króna, og er það 49,8% af kostnaðaráætlun. Hæst var boðið rúmar 14 millj- ónir. Eliefu tílboð bárust f verk- ið. „Þama á að rísa opin bifreiða- geymsla á þremur hæðum," sagði Guðmundur Pálmi Kristinsson yfirverkfræðingur byggingar- deildar borgarverkfræðings. „Ek- ið verður inn á neðstu hæðina frá Hallveigarstíg og þarf að sprengja fyrir þeirri hæð en síðan verður ekið inn á hinar hæðimar frá Bergstaðarstræti." Tvö hús á lóðinni urðu að víkja, Bergstaðastræti 6a og 6c. Gjaldþrot Kjötmiðstöðvarinnar: 450 kröflir fyrir um V2 milljarð króna FYRSTI skiptafundur í þrotabúi Kjötmiðstöðvarinnar var haldinn í gær. Um 450 kröfúm hefiir verið lýst i búið fyrir um 400 milljónir króna. Að auki gerði aðaleigandi fyrirtækisins 107 milljóna kröfii vegna persónulegra ábyrgða fyrir reksturinn en henni hafnaði skiptafúndur. Helstu eignir búsins em kaup- réttarfyrirvara á kaupsamningi um samningar fyrir um 137 milljónir vegna sölu á verslunum í Reykjavík og Garðabæ og útistandandi skuldir en vegna óreiðu í bókhaldi er upphæð þeirra óljós. Að sögn Hlöðvers Kjart- anssonar bústjóra stendur nú yfir endurskoðun á bókhaldi Kjötmið- stöðvarinnar. Þeir aðilar sem keyptu Veitinga- manninn, dótturfyrirtæki Kjötmið- stöðvarinnar, í upphafi síðasta árs hafa, samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins kært stjóm Kjötmiðstöðvar- innar vegna sölunnar en þeim vom seld tæki til rekstrarins sem vom á kaupleigu og þvi ekki í eigu seljan- dans. Skuldabréf sem gengu milli aðila við viðskiptin munu einnig hafa verið tryggð með veði í þessum tækj- um. Tollstjóri gerir 66 milljóna kröfu í þrotabúið vegna söluskatts. Gjald- heimtur í Reykjavík og Garðabæ gera alls um 38 milljóna kröfur, þar af um 5 milljónir vegna skilaskyldrar staðgreiðslu skatta. Forgangskröfur nema um 36 milljónum króna. Kröf- ur utan skuldaraðar em um 56 millj- ónir króna og tilkomnar vegna eigna- kaup á versluninni í Garðabæ. Flest- ir almennir kröfuhafar em heildsölu- fyrirtæki og þjónustuaðilar. Hlöðver Kjartansson bústjóri þrota- búsins sagði í samtali við Morgun- blaðið að mörg ár muni líða uns út- hlutað verður til kröfuhafa, meðal annars vegna þess að greiðslu skuldabréfa vegna sölu verslananna í Reykjavík og Garðabæ ljúki ekki fyrr en 1995. Hann sagði að enn hefði aðeins verið kannað bókhald á greiðslustöðvunartímanum og þar hefði ekkert komið til sem gæfi til- efni til afskipta ríkissaksóknara. Breytingar á skattalögum fyrirtækja: VSÍ segir skatta fyrirtækja hækka um allt að 70 prósent * Skattbyrðin að verða með þeim þyngstu í Evrópu, segir VSI Hagfræðingar Vinnuveitendasambands íslands telja, að skattbyrði fyrirtækja á Islandi sé nú að verða með þeim þyngstu í Evrópu en hafi til skamms tíma verið í meðallagi. Hafa þeir reiknað út að breyt- ingar á skattalögunum um síðustu áramót jafngilda þvi að tekjuskatt- ar fyrirtækja hafi hækkað úr 48% í 69%. Segja þeir að skattalögin séu veigamikill þáttur í skýringu á lakri eiginfjárstöðu og smæð íslenskra fyrirtækja. M.a hvetji hærri tekjuskattur fyrirtækja en einstaklinga fyrirtækin til að greiða hagnað út sem arð, í stað þess að halda honum eftir í rekstri. Breytingar á sköttum fyrirtækja voru þær helstar, að tekjuskatt- prósentan var hækkuð úr 48% í 50%. Afskriftareglur voru þrengd- ar, heimild til að leggja hagnað til hliðar í fjárfestingarsjóð var lækkuð um helming og eignarskattar voru hækkaðir. Hannes G. Sigurðsson og Ólafur Hjálmarsson hagfræðing- ar VSÍ könnuðu áhrif skattkerfis- breytinganna á 50 fyrirtæki í iandinu í ýmsum rekstri og af mis- munandi stærð. Voru upplýsingamar unnar úr skattframtölum 1988 um rekstur ársins 1987, og bomar saman tekju- og eignarskattsgreiðslur samkvæmt núgildandi skattalögum og þeim sem áður giltu. Komust þeir að þeirri niðurstöðu að skatt- greiðslur þessara fyrirtækja hefðu hækkað um 56,5% eða um 137,7 milljónir króna að öðm óbreyttu. Aðeins helmingur fyrirtæícjanna í úrtakinu greiddi tekjuskatta á síðasta ári, vegna slakrar afkomu áirið 1987. Til að finna út dæmi- gerða tekjuskattshækkun hjá fyrir- tækjum beittu hagfræðingamir þeirri aðferð, að taka einungis mið af hækkun skatthlutfalls og lækkun á afskriftum og framlagi í fjárfest- Loðnukvotinn næst með glans - segir Ástráður Ingvarsson „LOÐNUKVÓTINN næst með glans,“ sagði Ástráður Ingvarsson, starfsmaður loðnunefiidar, í samtali við Morgunblaðið í gær, miðvikudag. Á miðnætti aðfaranótt miðvikudags var búið að til- kynna um veiðar á 801.618 tonnum af loðnu á vertíðinni en leyfi- legt er að veiða 922 þúsund tonn. Á þriðjudag var tilkynnt um samtals 12.490 tonna afia. í gærmorgun tilkynnti Háberg um 630 tonn til Grindavíkur og Gullberg 620 til Neskaupstaðar en síðdegis í gær var bræla á miðunum. Frá hádegi á þriðjudag til mið- nættis aðfaranótt miðvikudags til- kynntu þessi skip um afla: Höfr- ungur 900 tonn til Neskaupstað- ar, Björg Jónsdóttir 540 til Hafn- ar í Homafírði, Rauðsey 600 til SeyðisQarðar, Húnaröst 600 til Raufarhafnar, Sighvatur Bjama- son 680 til Skotlands, Guðrún Þorkelsdóttir 720 til Eskifjarðar, Víkurberg 570 til útlanda, Víking- ur 1.300 til Akraness, Sigurður 1.400 til Vestmannaeyja, Pétur Jónsson 1.050 til Reykjavíkur og Hákon 980 til Siglufjarðar. ingarsjóð. Miðað við það hækkaði svokallaður virkur skattur að jafn- aði úr 33,6% í 48,3%. Til saman- burðar nefndu hagfræðingamir, að þótt jaðarskattur í Svíþjóð sé 52%, væri virkur skattur fyrirtækja um 17% ef þau nýttu sér alla þá mögu- leika sem þarlend skattalög bjóða upp á. Atvinnugreinar komu misjafíit út úr skattalagabreytingunum. Tekjuskattshækkun varð einna mest hjá sjávarútvegsfyrirtækjum, eða 69%, vegna þess að hertar af- skriftareglur komu harðast niður á þeim. Tekjuskattshækkun var minnst hjá verslunarfyrirtækjum eða 27%. Hins vegar hækkuðu eign- arskattar þeirra mest eða um 71%, m.a. vegna þess að sérstakur skatt- ur á verslunar- og skrifstofuhús- næði var tvöfaldaður. í athuguninni kom einnig fram, að stóru fyrirtæk- in bera meirihluta heildarskatt- byrðar fyrirtækja. Breytingamar á skattalögum fyrir fyrirtæki eru afturvirkar, þannig að þær gilda fyrir síðasta ár. Hagfræðingar VSÍ gagnrýndu þetta m.a. vegna þess að fyrirtæki gætu ekki gert áætlanir miðað við ríkjandi ástand hverju sinni. Sögðu þeir að breytingamar á skattalög- unum hefðu verið gerðar á stuttum tíma og af vanþekkingu, og ekki hefði verið reynt að q'á fyrir afleið- ingamar. „Það er verið að hækka skatta vegna tekjuvanda ríkissjóðs, sem stafar af samdrætti í afvinnulífínu á síðasta ári, og skattahækkanimar draga enn úr möguleikum atvinnu- lífsins. Á sama tíma er verið að lækka tekjuskatta á fyrirtæki í flestum vestrænum löndum. Þetta er enn eitt dæmið um hvemig land- inu er stjómað í fumi, fáti og vit- leysu," sagði Hannes G. Sigurðsson hagfræðingur VSÍ. Sólfeerverð- laun fyrir gosdósirnar SÓL hf. hefúr fengið verðlaun frá norrænu samtökunum SES (Samarbeidsorganisa- sjonen for Emballasje- spörsmaal í Skandinavia) fyr- ir dósimar, sem fyrirtækið notar undir gosdrykkjafram- leiðslu sina. Þetta er i fyrsta sinn sem islenskt fyrirtæki hlýtur þessi verðlaun, sem nefiiast Scanstar-verðlaunin. SES-samtökin hafa haldið Scanstar-samkeppni um umbúð- ir frá 1969, eða í 20 ár. Rétt til þátttöku eiga öll norræn fyrir- tæki, bæði umbúðaframleiðend- ur og notendur umbúða og að þessu sinni fengu níu fyrirtæki verðlaun, af þeim sextíu sem þátt tóku í samkeppninni. Davíð Scheving Thorsteins- son, forstjóri Sólar hf., sagði að fyrirtækið fengi verðlaun þessi sem umbúðaframleiðandi. Dósir Sólar hf. eru teiknaðar í Japan, en miðar á þeim hannaðir af Auglýsingastofunni GBB. Davíð sagði að það sem væri ánægju- legast við þessi verðlaun væri að nú fengi íslenskt fyrirtæki þau í fyrsta sinn. Það þýddi að loksins væri farið að taka mark á íslenskri framleiðslu á þessu sviði á hinum Norðurlöndunum. Innlánsaukning hjá viðskiptabönkunum 1988, Verslunarbankinn lengst til vinstri, þá Búnaðarbankinn, Landsbankinn, Samvinnubank- inn, Útvegsbankinn, Alþýðubankinn og Iðnaðarbankinn. Innlán viðskiptabankanna í fyrra: Mest aukning hjá Verslunarbanka INNLÁN hjá viðskiptabönkunum jukust mest hjá Verslunarbankan- um á síðastliðnu ári eða um 28,9% en alls varð aukning þeirra 23,9%. Útlán jukust um 30,7% á árinu og mest um 37,2% hjá Alþýðubankan- um. Vaxandi rekstrarhalli ríkis- gjóðs og versnandi rekstrarskil- yrði útflutnings- atvinnuveganna veldur mestu rnn aukningu útlána á árinu. Greini- lega dró úr sparifjármyndun á siðastliðnu ári vegna óhagstæðrar tekjuþróunar en einnig gætti auk- innar samkeppni um sparifé, m.a. frá fjármálafyrirtækjum utan bankakerfisins. Innlán á síðastliðnu ári jukust hjá einstökum viðskiptabönkum sem hér segir: Landsbankinn 24,1%, Útvegs- bankinn 21,4%, Búnaðarbankinn 26,9%, Iðnaðarbankinn 18,2%, Versl- unarbankinn 28,9%, Samvinnubank- inn 23% og Alþýðubankinn 18,9%. Innlánsstofnanir hafa mætt vaxandi samkeppni með útgáfu bankabréfa sem hafa verulega þýðingu í öflun ráðstöfunaríjár hjá einstökum bönk- um. Ekki tókst hins vegar að afla nákvæmra talna yfir aukningu bankabréfa. Útlán jukust sem hér segir: Landsbankinn 31,4%, Útvegs- bankinn 19,1%, Búnaðarbankinn 33,3%, Iðnaðarbankinn 29,9%, Versl- unarbankinn 29,4%, Samvinnubank- inn 34,7% og Alþýðubankinn 37,2%.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.