Morgunblaðið - 16.03.1989, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.03.1989, Blaðsíða 29
. .MQRftWff LApifl imfmrmwM-t ,m> 29 Olían á uppleið London. Reuter. FAT af olíu frá Brent-vinnslusvæðinu í Norðursjó, sem höfð er til viðmiðunar i olíuviðskiptum, hækkaði í 17,60 dollara á mörkuðum í Evrópu í gær og hefur olíuverð ekki verið hærra í 15 mánuði. Samtök olíuframleiðslurílqa, OPEC, náðu samkomulagi um lækkun framleiðslukvóta í október og hefur verðið verið á uppleið síðan. Til samanburðar var verð á fati af Brent-olíu komið niður í 11 dollara í október sl. Olía hækkaði í verði í gær þegar Saudi-Arabar, stærsta olíuútflutningsþjóð í heimi, lýstu því yfir að þeir ætluðu að draga saman olíuvinnslu enn frekar en áætlað var. Lækkun oliubirgða í Bandaríkjunum, bráðabirgða- stöðvun olíuvinnslu Norðmanna á Ekofisk-svæðinu í Norðursjó og fyrirhugaður 30% samdráttur á sölu óunninnar olíu frá Saudi-Arabíu til Japans ýtti enn frekar undir verð- hækkanir. Ítalía: Oþarfa tafir í ferþega- flugi eða mannrán? Sassari. Reuter. Reuter Starfsmaður stórverslunar í Montreal í Kanada átti annasaman dag við að umstafla vínbeijum og öðr- um ávöxtum frá Chile í gær eftir að kanadíska ríkissljórnin bannaði sölu á þeim. Allt bendir til þess að önnur mikilvægasta útflutningsgrein Chilebúa verði fyrir gífurlegum skakkaföllum vegna blásýru- eitrunar sem fannst í chileskum vínberjum í Fíladelfíu í Bandaríkjunum á mánudag. Blásýrueitrun í ávöxtum frá Chile: Stöðva útflutning í þrjá sólarhringa Santiago, New York. Reuter. Daily Telegraph. VÍNBER og aðrir ávextir frá Chile voru Qarlægðir úr versl- unum í Bandarikjunum og Kanada á þriðjudag þegar blá- sýra fannst í chileskum vínberj- um sem skipað var upp í Fílad- elfíu í Bandaríkjunum. Samtök útflytjenda í Chile lýstu því yfir á þriðjudag að pökkun og út- flutningur á ávöxtum hefði ver- ið stöðvuð í þrjá sólarhringa á meðan unnið væri að rannsókn málsins. Hernan Felipe Erraz- uriz, utanríkisráðherra, og Ja- ime de la Sotta, landbúnaðar- ráðherra Chile, voru væntan- legir til Washington aðfarar- nótt miðvikudags til fundar við fulltrúa bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitsins, FDA. Ávaxtaútflutningur Chilebúa, sem nemur 600 milljónum Banda- ríkjadollara á ári, um 31,2 mill- jörðum ísl. króna, stöðvaðist skyndilega á mánudag þegar FDA lýsti því yfir að blásýra hefði fund- ist í tveimur vínþrúgum í Fílad- elfíu í Bandaríkjunum. Skömmu síðar varaði FDA neytendúr við að leggja ávexti frá Chile sér til munns. „Við ráðum fólki frá því að neyta ávaxta sem ekki er vitað hvaðan eru upprunnir,“ sagði Frank Young, yfirmaður FDA. Ríkisstjórn Augusto Pinochets, forseta Chile, hefur sakað komm- únistaflokk landsins, sem er bann- aður, um að standa að baki eitrun- unum og valda þannig efnahag landsins ómældum skaða. Tals- menn kommúnistaflokksins neita hins vegar að hafa átt hlut að máli. Leiðtogar stjórnarandstöð- unnar fordæmdu verknaðinn og sögðu hættu á því að holskefla atvinnuleysis riði yfir þjóðina. Engin stjórnmálasamtök hafa lýst sig ábyrg fyrir eitruninni. Bandaríska sendiráðið í Santiago var tvívegis varað við eitrunum af þessu tagi frá því 2. mars síðast- liðinn. Rannsóknir leiddu í ljós að eitr- uðu vínþrúgurnar sem fundust í Fíladelfíu reyndust innihalda 3 míkrógrömm af blásýru, sem er langt undir hættumörkum. I höfuðstöðvum Evrópubanda- lagsins í Brussel voru aðildarríkin Hong Kong-búar sendu til baka vöruð við að flytja inn ávexti frá ávaxtafarma sem borist höfðu frá Chile og Þjóðverjar, Danir og Chile. ÍTALSKUR lögfræðingur hefur kært Alitalia-flugfélagið fyrir mannrán sökum tafa er hann varð fyrir á leið heim frá Mílanó til Alghero á Sardiníu. Flugvélin tafðist um tvær klukkustundir á flugvellinum í Mílanó en í stað þess að lenda í Alghero var henni beint til Cagl- iari sökum veðurs. Þaðan varð lögfræðingurinn, Dino Milia, að taka áætlunarvagn til Alghero. Ferðalagið tók alls níu klukku- stundir en venjulega er flugtíminn tvær klukkustundir og 20 mínút- ur. Að sögn Milia sagði flugmaður- inn að ekki væri unnt að lenda í Alghero sökúm þoku en lögfræð- ingurinn fullyrðir að flugbrautin og ljósin við hana hafi sést greini- lega úr flugvélinni. „Þetta kvöld var ekki ský að sjá á himni,“ seg- ir hann. Mannránsákæruna hyggst hann rökstyðja með tilví- sun til þessa en ekki hefur verið ákveðið hvort málið verður tekið fýrir. Alitalia-flugfélagið hefur sætt vaxandi gagnrýni að undanfömu en verkföll og tafir, einkum á flug- leiðum innanlands, hafa farið mjög í skapið á viðskiptavinum þess. í síðustu viku brutust út slagsmál á Linate-flugvelli í Mílanó er öskureiðir farþegar á leið til Rómar réðust á aðra far- þega, flugvallarstarfsmenn og ör- yggisverði þegar tilkynnt var, eft- ir langa bið, að flugið hefði verið fellt niður. 'AfMÆLISVERÐ / I uAG Kjúklingar frá Alifuglasölunni 1/4 pönnukjúklingur............kf. 160,- Pönnuborgari...................kl. 120,- Pönnufiskur....................kr. 90,- Franskar kartöflur.............kr. 90,- Salat..........................kf. 25,- Sósur..........................kr. 25,- Gos(meðmat).....................kl. 0,- IPHR ALIFUGLASALAN sf. URÐARHOLTI 6 • 270 MOSFELLSBÆR - S 667650 _ NeslifflLarí puritan maid Arnarbakka 4-6 — transkar kartöílur sími 71500 S.Ósk.ussoiit.Co Garri hf.^r KJOn'INNSLAN Nóatúni 17. 2-72-52 lll.ll I )S \ i \ Franskar kartö 7 ára í daa SvARTA PANNAM Hraórétta veitingastaóur f Á HORNITRYGGVAGÖTU OG POSTHÚSSTRÆTIS SÍMI16480
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.