Morgunblaðið - 16.03.1989, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.03.1989, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR ip. MARZ 1989 á kuldaúlpum og skíðaanórökum. Helmings afsláttur. Don Cano-búðin, Glæsibæ, sími 82966. TÖLVUBORÐ.OG M STOLL Nytsöm fermingargjöf. Stgr.verð aðeins kr. 9.950. 1/111* | |f> HUGBUNADUR V hiHVn SKRIFSTOFUTÆKI SKEIFAN 17 • 106 REYKJAVÍK • SÍMI 91*667175 ATVINNULÍFIÐ OG UMHVERFISVERND Ráðstefna landsnefndar Alþjóða verslunarráðsins í Kristalsal Hótels Lofdeiða föstudaginn 17. marskl. 12.00'16.15. Hvert er hlutverk atvinnulífsins í umhverfismálum? Hversu mikil er mengun á íslandi og í hafinu umhverfis ísland? Hvaða áhrif hefur mengunin á helstu auðlindir okkar? DAGSKRÁ: Hádegisverður. Frummælendur: „The Environment: The Role of Business" Karel Veldhuis, formaður umhverfismálanefndar ICC og fyrrum framkvæmdastjóri tæknisviðs Unilever. Mengun Norður-Adantshafs. Magnús Jóhannesson, siglingamálastjóri. Heilnæmi íslenskra fiskistofna, Dr. Guðjón Atli Auðunsson, fagdeildarstjóri Rannsókna stofnunar fiskiðnaðarins. Umhverfið og fsland. Ólafur Pétursson, forstöðumaður mengunarsviðs Hollustu- vemdar ríkisins. Er ómenguð íslensk náttúra söluvara? Tómas Óli Jónsson, markaðsfulltrúi Útflutningsráðs. Pallborðsumræður: Ema Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Sambands veitinga- og gistihúsa. Dr. Sigmundur Guðbjamarson, rektor Háskóla íslands. Lýður Friðjónsson, framkvæmdastjóri Vífilfells hf. Gestur Ólafsson arkitekt. Pallborðsstjóri: Friðrik Pálsson forstjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna. Ráðstefnustjóri: Ingimundur Sigfússon forstjóri Heklu hf. ALLIR VELKOMNIR RÁÐSTEFNUGJALD KR. 2.500,- VINSAMLEGASTTILKYNNIÐ ÞÁTTTÖKU í SÍMA 83088. LANDSNEFND ALÞJÓÐA VERZLUNARRÁÐSINS Söngsveitin Fílharmónía: Sálumessa Mozarts flutt í Kristskirkju SÖNGSVEITIN Fílharmónía flytur Requiem, Sálumessu, eftir Wolfgang Amadeus Mozart í Kristskirkju um helgina. Haldnir verða þrennir tónleikar, á föstu- dag kl. 20.30, á laugardag kl. 17.00 og á sunnudag kl. 17. Ein- söngvarar eru Signý Sæmunds- dóttir, sópran, Þuríður Baldurs- dóttir, alt, Jón Þorsteinsson, ten- ór og Guðjón Óskarsson, bassi. Stjómandi er Úlrik Ólason. Tutt- ugu og fimni manna hljómsveit tekur þátt í flutningi verksins og er konsertmeistari Szymon Kuran. Það var sumarið 1791 að dular- fullur maður kom í heimsókn til Mozarts og pantaði hjá honum Sálumessu fyrir óþekktan kaup- anda. Var Mozart meinað að grennslast fyrir um hver hann væri. Þó hann væri slæmur til heilsunnar og önnum kafinn tók Mozart verkið að sér, ekki sfst þar sem hann fékk laun sín, fimmtíu dúkata, greidd fyrrirfram og loforð um viðbótar- greiðslu að verkinu loknu. En þó að hann féllist á tilboðið sótti að honum óhugur vegna hins dular- fulla sendiboða. Síðar kom í ljós að hinn leyndar- dómsfulli kaupandi var greifi í Vínarborg, Walsegg að nafni, er dreymdi um að verða tónskáld en hafði ekki til þess burði. Borgaði hann því öðrum tónskáldum vel fyrir tónsmíðar og lét flytja verkin á heimili sínu undir eigin nafni. Sendiboðinn dularfulli var þjónn Walseggs. Mozart hóf störf við Sálumess- una af alvöru eftir frumsýningu Töfraflautunnar sama haust. Hann veiktist fljótlega upp úr því og inn- an skamms varð honum ljóst að hann var að semja sína eigin sálu- Baldur Sigfússon og Halldóra Halldórsdóttir. Úlrik Ólason stjórnandi Fílharmóniu. messu. Mozart hélt áfram með verkið á sóttarbeði sínu og var Siissmayr, nemandi hans, hjá hon- um og aðstoðaði við skriftimar. Mozart lést aðfaranótt 4. desem- ber 1791 og átti þá enn eftir tölu- verða vinnu við Sálumessuna. Ekki er vitað með vissu hvort Mozart hafi skilið eftir sig skissur að þeim þáttum sem á skorti en ljóst er að hann ræddi mikið við Sussmayr um verkið og mun eflaust hafa skýrt honum frá hugmyndum sínum varð- andi þá kafla sem vantaði. Góður heildarsvipur „Maður veit ekki í smáatriðum hvað hvor þeirra samdi," sagði Úl- rik ólason, stjómandi Fílharmóníu, „en mér finnst verkið hafa góðan heildarsvip þó deila megi um hvort nokkrir kaflar séu í anda Mozarts. Sérstaklega deila menn um hljóm- sveitamotkunina. “ Úlrik var ráðinn til Söngsveitar- innar FTlharmóníu í nóvember og var þá hafist handa við æfingar. „Ég valdi Sálumessu Mozarts bæði vegna þess, að ég hef mikið dálæti á henni og hún mjög skemmtilegt verk, en einnig þar sem ég tel þetta verk líklegt til að vekja áhuga fólks," sagði Úlrik. Requiem Mozart byggist, eins og aðrar sálumessur, á sálumessum rómversk-kaþólsku kirkjunnar og dregur nafti sitt af upphafsorði messunnar er á latínu merkir kyrrð eða hvfld. Verkið byijar á inn- gangi, þá kemur Kyrie-kafli sem er miskunnarbæn en svo kemur kafli um skelfíngu dómsdagsins, dags reiði, dags bræði, Dies Irae. Þá kemur kaflinn Tuba Mimm, fyr- ir einsöngvarakvartett, er hefst á því að básúnan leikur fallandi stef sem táknar lúðurhljóm af himnum, vekur hina látnu og stefnir þeim fyrir dómstól Drottins. Síðan kemur hver kaflinn á fætur öðmm, Lacr- imosa, Recordare, Hostias, Domine Jesus, ýmist fyrir kór eða einsöngv- ara. Síðustu kafla verksins, Sanct- us, Benedictus og Agnus Dei þurfti Sussmayr að ljúka við. Við samn- ingu lokakaflans, Cum Sanctis, not- aði hann Kyrie-kaflann, sem Moz- art hafði samið. Úlrik Ólason stundaði nám I kaþ- ólskri kirkjutónlist í Regensburg í Vestur-Þýskalandi 1976-80 og starfaði fyrst, eftir að heim kom, í Morgunblaöið/Ámi Sœberg Söngsveitin Fílharmónía við æfingar á Sálumessu Mozarts sem flutt verður í Kristskirkju um helgina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.