Morgunblaðið - 16.03.1989, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.03.1989, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1989 Neytendasamtökin kanna gerlagölda í kjöthakki og kjötfarsi: Helmingnr sýna af kjöt- farsi gölluð eða ósöluhæf Otvírætt merki um sóðaskap í fjórðungi sýnanna, segir Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna Fjórðungur sýna af kjötfarsi reyndist innihalda saurkólígerla yfir hættumörkum samkvæmt könnun á gerlaQölda í kjötfarsi og kjöt- hakki, sem Neytendasamtökin stóðu fyrir og kynntu í gær. Rúmlega helmingur sýnanna reyndist vera i söluhæfu ástandi. „Neytendur eiga kröfii á því að ef verslanir sýna af sér slíkan fádæma sóðaskap, verði þeim sýnd mikil harka, það verður beinlinis að vera með innsiglið á lofti,“ sagði Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna um leið og hann kynnti niðurstöður um fjölda sýna með saurkóligerlum yfir hættumörkum. Kjöthakkið kom nokkru betur út úr þessari könn- un, þrír fjórðu hlutar sýnanna reyndust í lagi og saurkólígerlar fúnd- ust ekki í þeim sýnum. AIls voru tekin sýni frá 32 verslunum á höfiið- borgarsvæðinu, Borgarnesi, ísafirði, Akurejri, Egilsstöðum og í Vest- mannaeyjum í byrjun þessa mánaðar. Hollustuvemd ríkisins rannsak- aði sýnin. í greinargerð Neytendasamta- kanna um niðurstöður segir meðal annars: „Af 32 sýnum af kjötfarsi voru aðeins 17, eða 53% söluhæf. Tíu sýni, eða 31%, voru ósöluhæf. Fjórðungur af kjötfarsinu reyndist ósöluhæfur vegna of mikils fjölda kólígerla og saurkólígerlar voru í of miklum mæli í átta sýnum. Sérstaka athygli vekja slakar nið- urstöður sýna úr Vestmannaeyjum. Af fímm verslunum var hakkið ósölu- hæft í þremur þeirra og kjötfarsið í flórum. Einnig vekur athygli að af 16 verslunum á höfuðborgarsvæðinu var kjötfarsið gallað í fímm verslun- um og ósöluhæft í fjórum." Um hakkið segir í greinargerð- inni: „Af 32 sýnum af nautahakki reyndust 24, eða 75% söluhæf. Sex af sýnunum, eða 18% reyndust ósölu- hæf. Kólígerlar voru í nokkrum mæli í sumum sýnanna og §ögur þeirra voru ósöluhæf vegna þessa.“ Sýnin voru keypt í verslununum í byijun þessa mánaðar. Þau voru númeruð og send Hollustuvemd ríkisins þar sem þau voru rannsökuð á sambærilegan hátt og gert er fyrir heilbrigðiseftirlitið í landinu. Niður- stöðumar verða síðan sendar til Holl- ustuvemdar á ný og þá merktar nafni hverrar verslunar. GerlaQöldi við 30 gráður Gerlafjöldinn gefur upplýsingar um ferskleika sýna og væntanlegt geymsluþol þeirra, segir í greinar- gerð með niðurstöðunum. Einnig gefur gerlafjöldinn hugmynd um hreinlæti við vinnslu og dreifíngu þeirra matvæla sem sýnin eru tekin af. 71,9% hakksins reyndist í lagi að því leyti og 56,2% farsins. Farsið reyndist gallað hjá tíu verslunum (talin er fyrst sú verslun þar sem sýni reyndist vera með minnstan gerlafjölda, en sú sem reyndist vera með mestan er talin síðast): Rangá, Nóatúni, Breiðholtskjöri og Laugar- ási í Reykjavík, Kostakjöti í Borgar- nesi, Kjöthöllinni í Reykjavík, Jóns- borg og Heimaveri í Vestmannaeyj- um, Sparkaupum í Reykjavík og Nautahakk Mat á söluhæfhi samkvæmt heildarniðurstöðum Mat á sölu- hæfni sýna Fjöldi. Nafn verslunar sýna % Söluhæft Höfúðborgarsvæðið: Ásgeir R., Breiðholtskjör R., Brekkuval Kóp., Fjarðarkaup Hf., Hag- 24 kaup R., Kjöthöllin R., Kjötstöðin R., Nóatún R., Melabúðin R., Mikligarður R., Rangá R., Sparkaup R., Vörðufell R. Borgarnes: Kaupf. Borgfirðinga, Neskjör, fsafiörður: Kaupf. ís- firðinga. Akureyri: Hagkaup, KEA Hrísalundi, KEA Höfðahlfð, Matvörumarkaðurinn. Egils- staðir: Kaupf. Héraðsbúa, Verslunarfélag Austurlands. Vestmannaeyjar: Kaupf. Bárugötu, Kaupf. Goðahrauni 75,0 Gailað Kostakaup Hf., Vogaver R. 2 6,2 Ósöluhæft Höfúðborgarsvæðið: Laugarás R. Borgarnes: Kostakjöt. ísafjörður: HN-búðin. Vestmanna- 6 eyjar: Heimaver, Jónsborg, Tanginn. 18,3 Verslunum innan hvers flokks er raðað upp eftir stafrófsröð eftir stöðum. Útlit á hakkinu reyndist í öllum tilvikum eðlilegt. í fjórum tilvikum var lykt óeðlileg, en það var hjá: Kjötstöðinni R., HN-búðinni ísafírði, Jónsborg, Vestmannaeyjum, og Kaupfélaginu Bárugötu, Vestmannaeyjum. Kjötfars Mat á söluhæfni samkvæmt heildarniðurstöðum Mat á sölu- hæfni sýna Nafii verslunar Fjöldi sýna í% Söluhæft Höfúðborgarsvæðið: Hagkaup R., Kjöthöllin R., Kjötstöðin R., Kostakaup Hf., Laugarás R., Melabúðin R., Sparkaup R. Borgarnes: Kaupf. Borgfirðinga, Borgamesi (tvö sýni), Kosta- kjöt, Borgamesi. ísafíörður: Kaupf. ísfirðinga, Verslun Bjöms Guðmundssonar. Akureyri: Hagkaup, Matvörumarkaðurinn. Egilsstaðir: Kaupf. Héraðsbúa, Verslunarfélag Austurlands. Vestmannaeyjar: Tanginn. 17 53,1% Gallað Höfúðborgarsvæðið: Breiðholtskjör R., Mikligarður R., Nóatún R., Rangá R., Vogaver R. 5 15,6% Ósöluhæft Höfúðborgarsvæðið: Ásgeir R., Brekkuval Kóp., Fjarðarkaup Hf., Vörðufell Kóp. Akureyri: KEA Hrfsalundi, KEA Höfðahlfð. Vestmannaeyjar: Heimaver, Jónsborg, Kaupfélagið Báni- götu, Kaupfélagið Goðahrauni. 10 31,3% Verslunum innan hvers flokks er raðað upp eftir stafrófsröð. Verslunarfélagi Austurlands á Egils- stöðum. Ófullnægjandi reyndust vera sýni af farsi frá KEA Höfðahlíð Akur- eyri, KEA Hrísalundi Akureyri, Vörðufelli í Kópavogi og Ásgeiri Reykjavík (sama röðun og fyrr). Hakkið reyndist gallað í Melabúð- inni og Vogaveri í Reykjavík og Kostakaupum í Hafnarfirði. Ófull- nægjandi hakk var frá Tanganum í Vestmannaeyjum, HN-búðinni á ísafirði, Kostalq'öti í Borgamesi, Laugarási í Reykjavík og Jónsborg V estmannaeyjum. Kuidakærir gerlar Fjöldi kuldakærra gerla gefur svipaðar upplýsingar og gerlaflöldinn við 30 gráður. Ef svipaðar tölur fást úr báðum rannsóknarþáttum er það vísbending um að meginþorri gerla- flórunnar sé samsettur úr gerlateg- undum sem getur fjölgað við lágt hitastig eins og í kæli, segir í greinar- gerðinni. 71,9% sýna af hakki og 56,3% af farsi reyndust vera full- nægjandi hvað varðar fjölda kulda- kærra gerla. Gölluð sýni af farsi voru frá (talið frá mesta fjölda gerla til minnsta §ölda í sýni): Rangá, Nóatúni, Laugarási, Breiðholtskjöri, Kostakjöti, Jónsborg, Kjöthöllinni, Heimaveri, Verslunarfélagi Austur- lands, KEÁ Höfðahlíð og Sparkaup- um. Ófullnægjandi voru sýni frá KEA Hrísalundi, Vörðufelli og Ásgeiri. Hakksýnin voru gölluð frá: Voga- veri, Melabúðinni og Miklagarði í Reykjavík og Kostakaupum. Ófull- nælgjandi frá: HN-búðinni, Kosta- kjöti, Laugarási, Tanganum og Jóns- borg. Kólígerlar Kólígerlar í matvælum gefa til kynna mengun, sem ýmist er af saur- uppruna eða frá umhverfínu. Þeir benda einnig til hugsanlegrar meng- unar af völdum sjúkdómsvaldandi gerla sem tengdir eru saur manna og dýra, segir í greinargerðinni. Sömu hlutföll sýna voru í lagi hvað varðar íjölda kólígerla. Gölluð fars- sýni komu frá (sama röðun og áð- ur): Nóatúni, Vogaveri, Breiðholts- kjöri, Brekkuvali, Miklagarði og Tanganum. Ófullnægjandi sýni komu frá: Fjarðarkaupum Hafnarfírði, KEA Hrísalundi, KEA Höfðahlíð, Kaupfélaginu Bárugötu Vestmanna- eyjum, Vörðufelli, Heimaveri, Jóns- borg og Kaupfélaginu Goðahrauni Vestmannaeyjum. Hakksýnin voru gölluð frá Kosta- kaupum, Vogaveri, Kaupfélaginu Bárugötu, Kaupfélaginu Goðahrauni, og Neskjöri í Borgamesi. Ófullnægj- andi sýni komu frá: Heimaveri, HN- búðinni, Jónsborg og Tanganum. Saurkólígerlar Saurkólígerlar em ótvírætt merki um sóðaskap við meðhöndlun vör- unnar, að sögn Jóhannesar Gunnars- sonar. Þeir koma einungis úr iðmm manna eða dýra og mengun af þeirra völdum er jrfírleitt mun alvarlegri en af völdum annarra kólígerla.. Gölluð farssýni, með of miklu saurkólígerla- innihaldi, komu frá: Vogaveri, Kaup- félaginu Goðahrauni, Melabúðinni, KEA Hrísalundi, KEA Höfðahlíð, Miklagarði og Jónsborg. Sýni frá einni verslun var ófullnægjandi, frá Brekkuvali í Kópavogi. Öll hakksýnin reyndust vera full- nægjandi að þessu leyti. Stafylokokkar Stafylokokkar em gerlar sem geta myndað eiturefni í mörgum tegund- um matvæla, segir í greinargerðinni. Til þess að geta valdið matareitmn þarf fjöldi þeirra að vera hundmð þúsunda eða milljónir í hveiju grammi etinna matvæla. „Þó að ólík- legt sé að fjöldi þessara gerla verði hættulega mikill í hakki og farsi, þá getur mengun frá slíkum matvælum í önnur viðkvæmari matvæli (soðin- hituð matvæli) orðið afdrifarík," seg- ir í greinargerðinni. í öllum tilvikum nema fjórum reyndust farssýnin vera fullnægjandi að þessu leyti. Gölluð sýni komu frá: Vogaveri, Rangá, KEA Höfðahlíð og KEA Hrísalundi. Eitt gallað hakksýni kom fram, frá Sparkaupum. Engin sýni flokkuðust sem ófullnægjandi. Heildamiðurstöður athugunar Neytendasamtakanna em birtar í meðfylgjandi töflum. Jóhannes Gunnarsson formaður samtakanna, María Ingvadóttir varaformaður og Jón Magnússon meðstjómandi kynntu niðurstöðumar. Gærdagur- inn, 15. mars, var valinn til að kynna niðurstöðumar í tile'fni af því að sá dagur er alþjóðadagur neytenda. Viðræður ASÍ VSÍ og VMS: Skammtímasamningur virðist líklegur kostur AÐILAR almenna vinnumarkaðarins setjast í dag I annað skiptið á þessum útmánuðum að samningaborðinu, að þessu sinni til þess að ræða kjarasamninga til skamms tima eða til haustsins. Hugmyndin að skammtimasamningum hefiir verið i farvatninu nokkuð lengi, enda ýmislegt sem gerir þá að skásta kostinum við rikjandi aðstæð- ur og mælir með að þeir verði gerðir fyrr en seinna. Nokkuð er ljóst út fi-á hvaða forsendum hlýtur að verða gengið við slika samn- ingagerð, en ennþá hefiir ekki reynt á hvort flötur er tíl samkomu- lags og fyrirfiram því ekki hægt að segja hvort af verður. Líkumar verða að teljast betri en ekki. Skammtímasamningur er einfaldur að allri gerð og tekur nánast eingöngu til launaliðsins. Það skýrist þvi fljótt hvort hann er raunhæfúr möguleiki eða ekki. Stærstur hluti félaga iðnaðar- manna er með gildandi kjarasamn- inga til 1. september í haust. Þess- ir samningar voru gerðir með hraða í fyrra í skugga setningar bráða- birgðalaga, sem bundu alla samn- inga. 2,5% áfangahækkun 1. sept- ember, sem bráðabirgðalögin af- námu, var færð fram í þessum samningum, þannig að hún kom félögunum til góða. Þá munu laun einnig samkvæmt þessum samn- ingum hækka um 2% 1. maí næst- komandi og 1,5% 1. ágúst. Þetta er sá rammi sem menn hafa fyrir sér og verður í forgrunni viðræðna um skammtímasamning. Að líkindum fínnst verkalýðssam- tökunum þetta ekki nóg og at- vinnurekendum þetta of mikið. Það er hins vegar varla raunsætt mat að hægt sé ná fram miklum launa- hækkunum fyrir samning til skamms tíma, enda átakastaða verkalýðshreyfíngarinnar veik í ljósi þess erfiða atvinnuástands sem víða ríkir. Á sama hátt er at- vinnurekendum varla stætt á að láta ekki félögum ófagflærðs starfsfólks í té sömu hækkanir og þeir hafa þegar samið um við aðra. Um þetta verður togast og samn- ingstímann, sem vinnuveitendur munu vilja teygja lengra fram á haustið, en verkalýðssamtökin halda óbreyttum. Það sem helst mælir með skammtímasamningi frá sjónarhóli Alþýðusambandsins er að samning- ar allra aðildarfélaganna verða lausir á svipuðum tima í haust. Baráttustaðan er veik og horfúmar AF INNLENDUM VETTVANGI HJÁLMAR JÓNSSON framundan í efnahagsmálum óljós- ar. Kaupmáttarrýmuninni undan- farið verður að nokkru snúið við og tækifæri gefst til þess að fara ofan í atvinnumálin af krafti, en á þau er lögð höfuðáhersla. Samn- ingar til lengri tíma eru ekki í sjón- máli sökum harðrar andstöðu vinnuveitenda við hvers konar kaupmáttartryggingar og sjálfsagt þyrfti að koma til verkfalla ef breyta ætti þeirri afstöðu. Báðir aðilar sjá hag í því að eyða þeirri óvissu sem ríkt hefur meðal fólks undanfarið um fram- vindu á vinnumarkaði og í efna- hagsmálum. Slík óvissa hefur slæm áhrif á efnahagslífíð, þar sem fólk heldur að sér höndum um fram- kvæmdir og skuldbindingar. Líkur fyrir kollsteypu í haust aukast ef engir samningar nást og hætt er við að þá myndi fólk fara sjálft af stað og ræða við vinnuveitendur sína um einhveijar launabreyting- ar. Vinnuveitendur sjá líka þann kost við skammtímasamning að ferðaþjónustan ætti ekki að verða fyrir áföllum nú vegna vinnudeilna, sem var niðurstaðan í fyrra. Ef flötur fínnst á skammtíma- samning munu báðir aðilar vilja ræða ákveðin atriði við stjómvöld. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins munu vinnuveitendur vilja fá skýr svör um hvað taki við í maí þegar það fé sem ætlað er til verðuppbóta á frystan fisk er uppu- rið. ASÍ mun leggja höfuðáherslu á raunhæfar aðgerðir í atvinnumál- um og að umræðum um þau mál verði fundinn farvegur. Þá munu atriði eins og tekjutengdur barna- bótaauki og hækkun skattleysis- marka eflaust bera á góma, en hæpið að ríkisvaldið vilji taka á sig aukin kostnað vegna samnings sem aðeins tryggir frið á vinnumarkaði til haustsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.