Morgunblaðið - 16.03.1989, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.03.1989, Blaðsíða 28
28 MORGÓNBLÁÐlb ÍlMMTL’flÁ&ÚR 16.: MÁÍÍZ; 1089 TOSHIBA örbylgjuofnarnir eru meira en skrefí framar c>urfet"'Tc>Uc/^ - það afíra nýjasta Þú getur valið úr meira en 14 gerðum TOSHIBA örbylgjuofna fyrir stór eða lítil heimili. Þú getur valið úr einföldum ofnum með 9 mismunandi hitastill- ingum og ofnum, sem eru langt á undan sinni samtíð. Þeir vega matinn sjálfir, reikna út matreiðslutímann og nota síðan lyktarskynjara til að tryggja þér góða matreiðslu. ER8930 SURFA-TOUCH með vigt og lyktarskynjara. Verð kr. 46.900,- kr. 44.500,- stgr. ER 9530 örbylgjuofn með grilli og hita- blæstri. Sjálfhreinsibúnaður. Verð kr. 46.900,- kr. 44.500,- stgr. TRYGGÐU ÞÉR TRAUSTAN OG ÖRUGGAN TOSHIBA ÖRBYLGJU0FN, sem þú getur matreitt í allan venjulegan mat með góöum órangri. 14 GERÐIR - VERÐ FRÁ KR. 17.950,-stcr. Öllum Toshiba örbylgjuofnum fylgir fullkom- in kennsla í eitt kvöld hjá Dröfn H. Farest- veit, hússtjórnarkennara, stórmenntaðri í matreiðslu í örbylgjuofnum. Aðeins 10 eig- endur á hverju námskeiði. Góð handbók og uppskriftir á íslensku fylgja ofninum. THOSIBA - meira en skrefí framar Einar Farestveit&Co.hf. BORGARTtlN 28, SÍMAR: (91) 16995 OG 622900 - NÆG BÍLASTÆÐI Noregxtr: Hrun í bíla innflutningi Stefnir í sama innflutning og á árinu 1960 Samdrátturinn í norsku efnahagslífi kemur meðal annars fram i því, að bílainnflutningur hefur hrunið svo gersamlega, að útlit er fyrir, að hann verði ekki meiri á yfirstandandi ári en hann var 1960, fyrir nærri 30 árum. A síðasta ári urðu fleiri bílainnflutningsfyrir- tæki gjaldþrota en nokkru sinni fyrr og er búist við, að sú þróun haldi áfram á þessu ári. Var sagt frá þessu í norska blaðinu Aíten- posten fyrir skömmu. Á árinu 1986 var þenslan í al- gleymingi í Noregi og þá voru fluttir inn til landsins 170.000 einkabílar, fleiri en nokkru sinni áður. Síðan hefur botninn dottið svo rækilega úr tunnunni, að salan það, sem af er árinu, bendir til, að bílainnflutn- ingur til landsins á þessu ári verði ekki nema 50.000 bílar, svipað og var 1960. Einkabílinn, sem nú selst best í Noregi, er nýja Vectran frá Opel en síðan koma Toyota Corolla og Ford Sierra. Ef litið er á bílainnflutninginn í heild, einkabíla, vörubíla, sendibíla, langferðabíla og önnur slík farar- tæki, er Toyota efst á listanum og síðan Volkswagen, Ford, Opel og Volvo. Verða selveiðam- ar ríkisstyrktar? Kaupmannahöfn. Frá NJ. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. NORSKIR selveiðimenn hafa beðið ríkið að styrkja veiðarnar, sem hefjast nú í vikunni, með rúmlega 93 milljóna ísl. kr. framlagi en það svarar til 2.500 kr. á hvern sel og heldur betur. Selfangarar eiga við erfiðleika að elja um þessar mundir en ætla þó að reyna fyrir sér á sex skipum. Eins og fram kom á fundi Norður- landaráðs segjast Grænlendingar hafa ýmislegt að athuga við veiðiað- ferðir Norðmanna og hefur þessi gagnrýni reitt norska selveiðimenn til reiði. Hafa þeir nú svarað fyrir sig og segja, að Grænlendingar noti aðferðir, sem séu stranglega bannað- ar í Noregi. Veiði þeir selinn í net, drekki honum með öðrum orðum, og skjóti á opnum sjó. Jon Lauritzen, blaðafulltrúi norska sjávarútvegs- ráðuneytisins, leggur þó áherslu á, að Norðmenn ætli ekki að skipta sér af því hvemig Grænlendingar nýti sér selastofninn. Grænlendingar, sem hafa hug á að fá einkaleyfl á selskinnainnflutn- ingi til Evrópubandalagsins, hafa safnað 2.000 undirskriftum þar sem mótmælt er kópadrápi Norðmanna. Munu þær verða afhentar Gro Har- lem Brundtland, forsætisráðherra Noregs. Otto Steenholdt, formaður Atassut-flokksins, segist búast við, að um mótmælin verði íjallað á fundi norrænu utanríkisráðherranna í Reykjavik í næsta mánuði og Danir hafa einnig boðað umræður um sel- veiðar Norðmanna. FRICO rafmagnshitablásarar ern hljöðlátir smekklegir og handhægir Frico rafmagnshitablásarinn, TEMPERATOR 200, fæst hjá Rönning. Þessi frábæri hitablásari er léttur og meðfærilegur. Hann er með hitastillingu, valrofa fyrir afl og loftmagn, kröftugan blástur og yfirhitavörn. TEMPERATOR 200 er sterkbyggður, mjög hljóðlátur og með hitöld úr ryðfríu stáli. Hjá Rönning fást einnig fleiri gerðir af hitablásurum sem henta nánast hvar sem er. Frico TERMOVARM ofnar eru hannaðir til að þola raka t.d. í skipum og bátum. Hann er mjög fyrirferðarlítill en gefur góðan hita. A ofninum er rofi af og á, hitastillir og yfirhitavörn. Framhlið má fjarlægja með einu handtaki til að auðvelda þrif. Það er notalegt að sitja við ylinn frá Frico TERMOVARM. Veldu FRICO Sérstök hitaþolin lakkhúð. 00> Rofi af og á. y////////////// Einfalt að fjarlægja framhlið til að auðvelda þrif. Hitastillir. JOHAN jr RONNING HF Sundaborg 15-104 Reykjavík - síml (91)84000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.